Kvennaliðið heimsækir Birmingham

Það má nú reikna með að augu okkar púlara verði a.m.k. mörg á leik Burnley og City sem fram fer núna kl. 13:05, en á sama tíma munu stelpurnar okkar leika næst síðasta leik tímabilsins þegar þær heimsækja Birmingham. Staðan í deildinni er núna þessi:

Liverpool og Birmingham eiga það bæði sameiginlegt að hafa þannig séð lítið að spila um í þessum síðustu tveim leikum tímabilsins, Birmingham eru sem stendur í 4. sæti deildarinnar en Liverpool í því áttunda. Birmingham gætu með hagstæðum úrslitum komist upp fyrir Chelsea í þriðja sætið, en hvort það sé líklegt er svo annað mál. Liverpool á hins vegar alveg sæmilega möguleika á að komast upp í sjöunda sæti deildarinnar, og skjóta West Ham niður fyrir sig. Þá er ennþá tölfræðilegur möguleiki á að liðið komist upp í sjötta sætið, en þá þarf Bristol að tapa sínum leik og Liverpool að vinna báða sína leiki sem eftir er.

En semsagt, hvorugt þessara liða eru í toppbaráttunni og eru bæði örugg um sín sæti í deildinni.

Liðið sem byrjar leikinn á eftir verður eftirfarandi:

Bekkur: Preuss, Little, Kearns, Hodson, Charles

Fátt sem kemur á óvart í uppstillingunni, nema þá einna helst að Fran Kitching er kölluð til og Anke Preuss sest á bekkinn. Þær hafa svosem verið að rótera aðeins þó svo að Preuss sé klárlega aðalmarkvörður liðsins. Akademían er búin þetta tímabilið svo Bo Kearns mætir aftur á bekkinn.

Ef það finnst eitthvað streymi á leikinn þá munum við henda því inn í athugasemdir.

Aðrir leikir sem fara fram í dag eru m.a. leikur Arsenal og Brighton, en með sigri geta Arsenal konur tryggt sér titilinn. City mætir Yeovil, en glöggir lesendur taka eftir neikvæðri stigatölu hjá Yeovil konum. Skýringin á því er sú að liðið fór í greiðslustöðvun og því voru einhver stig dregin af liðinu.

Við munum svo uppfæra færsluna með úrslitum leiksins og breyttri stöðu síðar í dag.


Leik lokið með sigri Birmingham, 2-0, bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik.

Þetta ásamt öðrum úrslitum dagsins þýðir að staðan í deildinni er núna þessi:

Þessi úrslit þýða að Birmingham skreið upp í þriðja sætið, a.m.k. tímabundið, þar sem Chelsea eiga leik til góða vegna undanúrslitanna í Meistaradeildinni. Þar sem West Ham vann sinn leik er það orðið ljóst að Liverpool endar leiktíðina í 8. sæti, burtséð frá því hvernig leikirnir í síðustu umferðinni fara (byrjaði ekki Klopp á því að Arsenal konur eru meistarar þetta árið, og eru vel að því komnar. Mig minnir að þær spili við City í síðustu umferðinni, en sá leikur hefur enga þýðingu lengur.

Þess má geta að á fyrsta tímabili Jürgen Klopp – þar sem hann tók við á miðju hausti – lenti hann einmitt í 8. sæti í deildinni. Nú er Vicky Jepson að klára sitt fyrsta tímabil eftir að hafa tekið við liðinu formlega á miðju hausti, og endar líka í 8. sæti. Tilviljun? Hver veit?

Liverpool – Huddersfield 5-0

Barcelona – Mes que un club