Salah sala?

Ástæðulaus ótti sama hvernig fer.

Fyrir rúmlega viku síðan kom birti AS fréttamiðillinn í Madríd frétt þess efnis að Salah væri ósáttur hjá Liverpool og myndi fara fram á sölu í sumar til Real Madríd. Umboðsmaður Salah var fljótur að svara þessum orðrómi.

Þetta svar Abbas hefur ekki dugað því núna er aftur kominn orðrómur á kreik um meint ósætti Klopp og Salah. Franskur blaðamaður Telefoot eða hvað sem blessaður miðillinn heitir bara kominn með skúbbið um Egypta sem spilar á Englandi varðandi brottför hans til Spánar, einmitt.

Það tekur því auðvitað ekki að fjalla um þetta en þessi “frétt” fer auðvitað á flug í öllum “Powerade” slúðurpökkum veðmiðlanna sem hafa ekkert nýtt að fjalla um og birta gjörsamlega allt.

Skemmtilegast við fyrri orðróminn var samt hvað stuðninsmönnum annarra liða var umhugað að hann bara yrði að fara til Real Madríd, eða a.m.k. frá Liverpool. Liverpool borg er jafnan töluð niður af fólki sem hefur ekki farið þangað sem skítugri borg þar sem er alltaf vont veður og rigning á meðan Suður-Evrópa er án allra vandamála eða neikvæðra hliða. Þvílíka ruglið. Það er ekki langt síðan það var London sem var svona svakalega heillandi, fyrir fólk líklega sem hefur ekki farið bæði til Liverpool og London.

Real Madríd og Barcelona eru ekki svona stór út af því að það er svo æðislegt að búa þar, vissulega er það eflaust ágætt en svo var líka á Ítalíu sem dæmi þegar Seria A var aðalmálið. Ef veður væri svona mikið stórmál væru Portúgal, Grikkland og “Júgóslavía” með stærri deildir en England og El Classico væri milli CD Tenerife og Las Palmas.

Aðalatriði hjá leikmönnum er (samhliða peningum) það að vinna til verðlauna eða a.m.k. vera í samkeppnishæfu liði. Peningar og nánast örugg áskrift af verðlaunum er það sem fær stórar stjörnur til að fara til Real og Barcelona. Þegar Coutinho fór fram á sölu fyrir ári síðan skildi maður ekki hvað hann var að spá með að heimta sölu í janúar, Liverpool var loksins í bullandi séns í Meistaradeildinni á meðan hann fengi ekkert að spila í þeirri keppni fyrir Barcelona. Ég skil ekki ennþá þessa ákvörðun hans. Án hans hefur Liverpool núna fleiri stig í Ensku úrvalsdeildinni heldur en Barcelona er með á Spáni, deild sem jafnan vinnst á um 100 stigum.

Þetta mun áfram gerast hjá flestum liðum, stór nöfn fá tilboð sem ekki er hægt að hafna og yfirgefa stórlið fyrir annað stórlið. Liverpool “missti” Coutinho til Barcelona í kjölfar þess að Barcelona “missti” Neymar. Bæði félög voru líklega mikið meira en sátt við kaupverðið sem fékkst fyrir þá og báðir sakna væntanlega sinna gömlu félaga meira en þau sakna þeirra. Þetta er auðvitað ekki alltaf svona, United seldi Ronaldo t.a.m. ódýrt þó það hafi verið heimsmet á sínum tíma.

Eins munum við áfram sjá leikmenn eins og Emre Can láta samninginn sinn renna út til að fá miklu hærri laun annarsstaðar. Koma Ronaldo hefur pottþétt verið sölupunktur einnig enda ætluðu þeir sko að vinna Meistaradeildina núna. Samt fór hann í úrslit með Liverpool á síðasta tímabili og féll úr leik gegn Ajax í vetur á meðan Liverpool er aftur komið í undanúrslit. Það sem er kannski verra fyrir Can er að það hefur enginn minnst á hann það sem af er þessu tímabili, hans hefur svo gott sem ekkert verið saknað og verður gleymdur mjög fljótlega. Spurning hvort hann sakni Liverpool eitthvað?

Auðvitað skiptir það miklu máli að leikmönnum líði vel, Spánn hefur ekki bara forskot á t.d. England hvað verðurfar varðar þegar kemur að Suður-Amerískum leikmönnum heldur er menningin svipuð og það sem er líklega mikilvægast, þeir tala sama tungumálið. Barcelona og Real Madríd eru aðalliðin í latino heiminum og hafa verið í 50-60 ár.

Þetta á hinsvegar alls ekkert við um t.d. Afríku, þar er Equatorial Guinea eina spænskumælandi landið (að hluta) á meðan England, Frakkland, Þýskaland og Holland áttu öll nýlendur í Afríku um tíma. Áhrifa þess gætir m.a. í fótboltanum og afrískum leikmönnum gengur almennt ekki illa að aðlagast í þessum löndum. Án þess að kanna það sérstaklega myndi maður ætla að það eru miklu fleiri leikmenn frá Afríku eða ættaðir frá Afríku að spila í Hollandi, Þýskalandi, Englandi og alveg klárlega Frakklandi en spila á Spáni. Landslið Hollendinga og Frakka hefðu ekki verið þau stórveldi sem þau hafa verið án þessara leikmanna. Fyrir þeim myndi maður ætla að Liverpool og Man Utd séu engu minni félög en t.d. Barcelona og Real Madríd. Sama á við um leikmenn frá löndunum norðar í Evrópu. Ísland er ekkert eina landið sem er með allt á hreinu þegar kemur að enska boltanum en fylgist með þeim spænska í mýflugumynd.

Þetta útilokar það alls ekki að Real Madríd sjái Mo Salah fyrir sér sem aðalskotmarkið sitt næsta sumar og bjóði 200m í hann. En þegar kemur að því að heimta sölu til Barcelona eða Real Madríd er að ég held mjög varasamt að setja Salah og Mané sem dæmi undir sama hatt og Suarez og Coutinho. Það var látið eins og Liverpool bæri skylda til að sleppa þeim úr prísundinni og að þeir ættu skilið að fara til Barcelona. Suarez er t.a.m. fyrsti maðurinn í heiminum sem varð allt í einu svona rosalega umhugað um að búa nálægt tengdafjölskyldu sinni, hafandi fram að því þolað 7-8 ár í Hollandi og á Englandi frá því hann var unglingur. Hann hafði nota bene aldrei búið á Spáni.

Ekkert af þessu á við í tilviki Salah og Mané og nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að þeir vilji fara frá Liverpool til þessara liða. Bara af menningarlegum ástæðum eru aðstæður allt aðrar. Hjá Liverpool eru þeir þar fyrir utan að spila með frábærum kjarna leikmanna frá Afríku þó heimalönd þeirra og menning er líklega ólíkari en milli flestra Evrópulanda.

Það hefur alltaf verið vesen fyrir ensk lið að eiga frábæra suður-ameríska eða spænska leikmenn enda heimta þeir alltaf að fara til spænsku risanna þegar tækifæri gefst. Þetta helst samt jafnan í hendur við árangur. Alonso, Mascherno og Torres voru ekkert á leið frá Liverpool á árunum 2005-2009. Aguero hefur ekki beðið um sölu frá Man City, ekki frekar en David Silva sem dæmi.

Það er samt erfitt fyrir öll lið þegar spænsku risarnir ræsa alla út og setja fjölmiðlamaskínuna sína í gang til að ná leikmanni frá öðru stórliði. Þá gildir það eitt að standa í lappirnar og hámarka algjörlega það sem hægt er að fá fyrir umræddan leikmann. United réði ekki við aðstæður þegar Ronaldo vildi fara, samt var það á tíma Ferguson með félagið. Suarez tók eins og Ronaldo eitt ár aukalega og fór á hámarksvirði á þeim tíma (samt of lítið). Coutinho var geggjuð sala frá sjónarhóli Liverpool og ég er nokkuð viss um að Michael Edwards hafi Jurgen Klopp hlegið alla leið í bankann. Ein ljótasta sagan í tengslum við Barcelona þegar allir tengdir félaginu voru búnir að tala um Fabregas sem var þá leikmaður Arsenal. Satt að segja galið að þessi félög komist upp með þetta í hvert einasta skipti enda bannað að ræða við leikmenn án þess að hafa samband við félagið fyrst. Eins er nokkuð ljóst að spænska landsliðið er erfiður saumaklúbbur.

Barcelona og Real Madríd halda ekki einu sinni hvort öðru í skefjum eins og t.d. salan á Luis Figo sýndi á sínum tíma. Nokkrum árum áður höfðu t.d. Laudrup og Enrique farið í stitthvora áttina milli þessara liða.

Hvað ef Salah eða Mané eru aðalskotmark Real Madríd?

Ef að Coutinho kostaði €142m þá er alveg ljóst að Mo Salah er miklu verðmætari. Salah er einfaldlega ein stærsta stjarnan í fótboltanum í dag og ná vinsældir hans langt út fyrir fótboltann. Sérstaklega í arabaheiminum sem hefur líklega aldrei átt eins stóra stjörnu í knattspyrnuheiminum. Bara sem markaðsvara er Salah miklu stærri en Coutinho, hvað þá þegar inná völlinn er komið.

Það er líklega það sem heillar Perez forseta Real Madríd. Þannig að fyrsta spurningin er hversu mikið langar Real Madríd í hann? Næsta spurning er hvort þeir hafi hreinlega efni á honum? Þeir þurfa að gera meira en bara kaupa Salah og hafa öfugt við City og PSG ekki endalaus fjárráð. Það er ekkert sjálfgefið lengur að kaupa bestu leikmenn ensku liðanna. Van Dijk kostaði 75m frá Southampton sem dæmi!

Næsta spurning er afhverju ætti Liverpool að vilja selja hann og afhverju ætti hann að vilja fara frá Liverpool til Real Madríd núna?

  • Salah er núna ein aðalstjarnan í liði sem spilaði til úrslita í Meistaradeildinni í fyrra og er að keppa til úrslita um báða stóru bikarana núna í vetur.
  • Það er ekkert uppbyggingarstarf framundan hjá Liverpool sem tekur 1-3 tímabil, liðið er að toppa núna og hópurinn á besta aldri.
  • Það er ekkert víst að Salah yrði sami leikmaður hjá Zidane/Real Madríd og hann er hjá Klopp/Liverpool. Þetta er fyrir mér stærsta ástæðan, hann varð stórstjarna undir stjórn Klopp og gæti ekki haft það mikið betra hjá Liverpool. Það er ansi hætt við því að hann myndi sakna Klopp meira en Klopp myndi sakna hans, sagan hefur margoft sannað það.
  • Ef að Salah leiðir Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni eða guð minn góður deildinni verður hann ódauðlegur hjá Liverpool, ætti það sama við hjá Real?
  • Hefur komið hósti eða stuna frá honum á þá leið að hann vilji fara?

Hvað Mané varðar á nánast allt það sama við nema hann er kannski ekki eins öflugur markaðslega. Ef að Coutinho kostaði €142m þá kostar Mané meira enda betri leikmaður. Þeir eru báðir með langtímasamning hjá Liverpool og félagið því með öll spil á hendi.

Ef svo ólíklega vill til að Liverpool selji einhvern af sínum bestu leikmönnum í sumar er alveg öruggt að Edwards mjólkar hærra söluverð úr þeim díl en Daniel Levy myndi ná og hvað í fjandanum fær nokkurn mann til að halda að Klopp finni ekki arftaka þessara leikmanna þá um sumarið? Mané og Salah komu sem temmilega underwhelming leikmenn frá Southampton og Roma. Rétt eins og Lewandowski og Aubameyang voru hjá Dortmund. Reyndar voru nánast allir leikmenn Dortmund óþekktir áður en Klopp tók við liðinu og flestum gekk mikið betur undir hans stjórn en á nokkrum öðrum tíma á sínum ferli. Það er alls ekki tilviljun. Coutinho var b.t.w. töluvert meira nobody en Mané og Salah þegar hann kom, Klopp keypti ekki einu sinni nýjan sóknarmann til að bæta liðið án hans. Coutinho hafði nota bene aðeins einu sinni skorað meira en 10 deildarmörk fyrir Liverpool í deildinni, Shaqiri sem hefur spilað 11 leiki í vetur er með 6 mörk, einu meira en Coutinho er með hjá Barca.

Sá eini sem ég myndi fara á taugum yfir að missa frá Liverpool fyrir utan Klopp er Virgil Van Dijk, næst á eftir honum er Alisson. Svei mér þá ef bakverðirnir koma ekki þar á eftir enda þetta allt vandræðastöður í mörg ár. Enginn af Salah/Mané/Firmino er einu sinni besti sóknarmaður sem ég hef séð hjá Liverpool undanfarin fimm ár (Suarez). Þeir eru hinsvegar besta alhliða sóknarlína sem ég hef séð hjá Liverpool, hvað á Klopp mikið í því?

Engin ásætða til að vera með minnimáttarkennd

Ég nota bene hef enga trú á að neinn af þeim sé að fara í sumar enda allir á langtímasamningum. Þar fyrir utan bendir gjörsamlega allt til þess að enska deildina sé búinn að ná þeirri spænsku og að á næstu árum breikki bilið frekar en ekki.

Fyrir 3-4 árum fóru öll stærstu nöfnin í þjálfarabransanum til Englands og röðuðu sér á liðin þar. Guardiola, Klopp, Conte, Mourinho og Wenger var enn hjá Arsenal. M.a.s. Benitez og Pellegrini eru hjá Newcastle og West Ham núna. Samhliða því voru gerðir nýjir sturlaðir sjónvarpssamningar sem líklega nálgast hinar fjórar stóru deildirnar samanlagt.

Samhliða því er búið að breyta reglum varðandi skiptingu sjónvarpstekna á Spáni jafnar milli liða eftir að öll hin liðin hótuðu verkfalli.

Tími Ronaldo er liðin hjá Real Madríd sem situr núna í þriðja sæti með 64 stig á Spáni og féll úr leik í Meistaradeildinni gegn unglingaliði Ajax sem slátraði þeim 1-4 á Bernabeu. Aðalleikmenn þeirra núna eru Modric (33), Ramos (33) og Benzema (31). Stóra stjarnan ætti að vera Bale (29) sem er orðaður við lánssamning næsta sumar þar sem ekkert lið vill kaupa hann og taka við þessum launapakka. Þessir fimm leikmenn ásamt auðvitað Ronaldo er ekkert grín að skipta út og ekkert víst að þeim takist að halda sér samkeppnishæfum á meðan. Þeir eru ekkert með neinn einkarétt á því að vera númer eitt og hafa ekki lengur Franco eða álíka spillt stjórnvöld á bakvið sig. Real verður auðvitað áfram stórveldi en það er margt sem bendir til að þeir séu ekkert væntanlegir alveg strax aftur. Peréz þarf þá að selja æfingasvæðið eina ferðina enn til að fjármagna það.

Barcelona er einnig í enduruppbyggingu en eiga ennþá Messi í fullu fjöri. Hann er samt 31 árs og Suarez 32 ára. Það er ekki sjálfgefið að fylla skarð Suarez og vonlaust að fylla skarð Messi. Eins vont fyrir þá að missa hann út án þess að fá neitt söluverð fyrir hann sem gengi upp í kaup á nýjum leikmanni. Þeir seldu sinn líklegasta arftaka (Neymar). Rétt eins og Real Madríd kemur Barcelona aftur en þeim hefur ekkert gengið neitt fullkomlega að fylla skarð Puyol, Xavi og Iniesta. Núna er farið að styttast í annan endan hjá Buscuets, Pique, Suarez og Messi.

Ekki það að Frenkie De Jong er frábær byrjun á næsta sumri fyrir þá og lið eins og Ajax er einmitt miklu líklegri markaður fyrir spænsku risana heldur en ensku liðin. Real er nú þegar búinn að kaupa varnarmann frá Porto sem rúmlega sjöfldaðist í verði frá ágúst til janúar. Þýsku liðin, Benfica og Porto, S-Ameríka, Holland og Frakkland. Þarna hugsa ég að þessi lið verði frekar en á Englandi nema þá til að nýta sér aðstæður. Hazard er á síðasta ári á samningi. Pogba, Martial, Rashford og De Gea gætu heimtað sölu verði liðið ekki í Meistaradeild. Sama með bestu leikmenn Spurs sem hafa ekki allir skrifað undir langtímasamning. Enska deildin hefur alltaf verið galin markaður, bestu ensku liðin ættu því að vera fullkomlega galin markaður, Coutinho er gott dæmi um það.

Það sem ég er að reyna koma frá mér er að það er nákvæmlega engin þörf fyrir ensku liðin, sérstaklega Man City og Liverpool að vera með minnimáttarkend lengur gagnvart Barcelona og Real Madríd. Ef þau vilja kaupa okkar bestu leikmenn þurfa þau heldur betur að borga. Barcelona fjármagnaði stóran hluta af núverandi liði Liverpool sem sýnir að við erum ágætlega sett ef það þarf að fylla skörð einhverra leikmanna. Ógnin spænsku risanna reyndar helmingi minni næstu tvö árin fyrir Liverpool enda var partur af Coutinho sölunni að setja 100m skatt á næsta leikmann sem þeir myndu kaupa frá Liverpool (næstu þrjú árin eftir söluna). Það er líklega ástæðan fyrir því að slúðurmiðlarnir reyna ekki einu sinni að orða okkar bestu menn við Barcelona. Þar fyrir utan er Liverpool liðið á miklu betri aldri en báðir spænsku risarnir.

Eins og ég kom inná í upphitun fyrir Barcelona um daginn þá var enska deildina mun öflugri en sú spænska fyrir áratug. Þegar Liverpool vann í Istanbul var staðan 5-1 fyrir Liverpool í Meistaradeildartitlum. Eins og þetta horfir við mér núna eru tími enska boltans kominn aftur.

Sérstaklega Liverpool. 

19 Comments

  1. Salah og meintar dýfur

    Salah er frábær leikmaður. Hvernig stoppar maður frábæra leikmenn? Með öllum mögulegum ráðum. T.d. að koma því rugli af stað Salah sé dýfukóngur. Þá er hægt að halda honum eða beita öðrum brögðum sem eru ólögleg í fótbolta til að stoppa hann.

    Stóru liðin svindla fyrir allan peninginn. Mancity er ekki sjálfbært og uppfyllir ekki financial fair play eða Ramos í fyrra þegar hann glímaði Salah niður í úrslitaleiknum.

    Liverpool eru nice guys og þess vegna lenda þeir í öðru sæti.

    2
  2. held það eitt og sér að ramos sé hjá real sé nóg til að salah myndi aldrei hugsa um að fara þángað.

    held að salah muni halda á meistaradeildardollunni í sumar nema eitthvað stórkostulegt gerist í deildinni, að city tapi fyrir united og missi stig á móti burnley þá gætu þeir sett aleiguna í newcastle leikinn sem kæmi niður á meistaradeildinni.. sé það ekki ské öðruvísu.

    1
    • City er að fara gera jafntefli við Leicester sem mætir þeim í leik nr 37.

      3
    • “Held að það eitt og sér að Ramos sé hjá Real sé nóg til að Salah myndi aldrei hugsa um að fara þangað.”
      Nákvæmlega þetta!

      3
  3. Sælir félagar

    Las þennan pistil í lestinni á leið á hótelið og var satt að segja afar ánægður með Einar Matthías. Það er nauðsynlegt að taka upp þessa umræðu og ég skil ekki klúbbinn að fara ekki ekki í fjölmiðlastríð útaf þessu meðan stór hluti leikmanna er dökkur á hörund og mikil hreyfing með því að láta hörundsdökka leikmenn njóta sannmælis og berjast gegn fordómum.

    Það er ekki nokkur vafi að Salah og fleiri hörundsdökkir leikmenn njóta ekki sannmælis í enskum fjölmiðlum og ég tala nú ekki um ef þeir eru þar að auki útlendingar. Drulludelar eins og Neville systirin sem er í baráttu við andlegu aukakílóin hjá MU ættu þá að snúa sér að vesalingunum sem spila hjá þeim og byrja á að taka til í eigin garði.

    Eins og Einar bendir á þá er framtíðin liða eins og LIverpool sem er nákvæmlega með liðið á réttum aldri af réttri samsetningu og getur ekkert nema bætt sig. Lið eins og Real M. og Barca, MU og MC Juve og fleiri eru öll á þeim stað að þurfa að endurskipuleggja lið sín að stórum hluta meðan Liverpool þarf ekki að bæta við nema 1 til 2 klassaleikmönnum á ári til að halda liðinu í toppformi og bæta það sem úreldist.

    Takk fyrir þenna skemmtilag og fróðlega pistil Einar Matthías og enn og aftur eruð þið kop-arar að dekra við okkur stuðningsmenn besta liðs í öllu universinu.

    Það er nú þannig

    YNWA

    20
    • það að hafa 3 stk í liðinu sem eru 29 -32 er ekki mikið hlutfall, Klaas-Jan Huntelaar er þarna bara að nafninu til til að fá síðustu greiðslur áður en hann setur skóna á hilluna.
      Meðalaldur sókn er samt 25 ár þó að Huntelaar sé talinn með eða ertu ekki örugglega að tala um hann ? (Hudentaler ?) miðja er 22 ára meðalaldur og vörn er c.a. 23 ára meðalaldur.
      Það er nátúrulega geggjað afrek að vera með þetta lið í 4 liða úrslitum meistaradeildarinnar líklega meira afrek en að koma Íslandi inn á EM eða HM.

      3
      • Afsakið,auðvita var ég að meina Hudentaler.Ég hlustaði í gær á fótboltaþðátt á danskri útvarpsstöð þar sem Ajax var til umræðu og þar kom fram að Ajax hafi horfið frá því að byggja bara á unglingum sem hefur greinilega borið árangur alveg eins og hjá Liverpool sem ætluðu jú fyrir nokkrum árum að gera það sama en sáu fljótt að það var ekki leiðin til árangurs á vellinu.

        2
      • Já þú varst að meina Hudentaler auðvitað hvernig læt ég en er hann ekki 45 ára eða 46 ára ?

  4. Ajax eru með einn reynslubolta í hverri línu, Blind, Lasse og Tadic. Huntelaar er almennt á bekknum.

    Þetta Ajax lið er virkilega flott, fóru aftur á upphafsreit fyrir nokkrum árum og það er að skila sér núna

    2
  5. Sé ekkert í kortunum að nokkur vilji yfirgefa LFC, sama hvað slúðurmiðlar segja. Hvað Mane og Salah varðar, þá er líklegast að um fake news sé að ræða frá Real Madrid, dálítið kunnuglegt trix frá þeim ranni. Eins með eithvert ósætti milli Salah og Klopp, sé ekki hvernig það mögulega geti komið til, hvert gæti ósættið mögulega verið milli þessara snillinga, ekkert.

    YNWA

    3
  6. Frábær pistill og ég er svo sammála. Hvaða heilvita leikmaður ætti einu sinni að hugsa um það að vilja fara frá Liverpool?
    Klopp er fáránlega gott rekord hvað varðar að gera leikmenn betri og þó svo að titlar hafi látið á sér standa að þá er ansi stutt í þá (7,9,13).

    Áfram manhú á morgun… sjitt hvað það er vont að segja og skrifa þetta… hahhahhaha!

    5
  7. ‘Eg veit ekki. Þegar hópurinn er skoðaður er hann býsna sterkur. Ég held að það sé enginn að fara í sumar, tel það mjög ólíklegt.

    Persónulega væri ég spenntur fyrir að fá Ryan Sessegnon til að leysa af Moreno. Hann væri raunveruleg samkeppni við Robertson og er þar að auki bara 19 ára gamall. Hann getur líka spilað sem vængmaður og því fínasti kostur. Ef það er einhver Andy robertseon týpa þarna úti, þá væri ég spenntur fyrir honum ef Ryan Sessegnon er of dýr.

    Ég held að það verði ekki margir keyptir í sumar, Mesta lagi þrír og þess í stað verður einbeitingin sett á að halda í þann hóp sem við höfum.

    2
    • Sæll Brynjar

      Mér finnst kaup á 3 klassaleikmönnum anzi mikil kaup inn í þetta lið. Þá meina ég ekki að ég gæti vel þegið þrjá heimsklassa leikmenn. Ég á hinsvegar ekki von á svo mörgum. Liverpool er að setja 40 000 000 evra á Marco Grujic (ath stafs.) og hefur í raun úr nógum peningum að spila. Samt á ég ekki von á nema einum, í mesta lagi tveimur leikmönnum en það munu vera ungir heimsklassaleikmenn að mínu viti

      Það er nú þannig

      YNWA

  8. -1 tap i PL
    -Undanurslit i CL
    -Geggjadur stjori og lid a BESTA aldri, allir spolgradir i titla
    -Eigendur sem eru viljugir ad styrkja lidid og bakka upp stjorann (e.g. innri umgjord i toppmalum)
    -Studningsmenn sem…tharf ekkert ad segja meira
    -Graen pila upp a vid

    Her ad ofan er eg ad lysa draumascenario hja hvada klubbi sem til er. Svona umgjord er ekki rifin upp af gotunni. Thetta er Liverpool i dag. Eg skora a menn ad finna meira spennandi klubb i Evropu akkurat nuna, sem er med reyndan og throskadan hop sem getur challengad bestu lidin og tikkar i boxin her ad ofan. Eitt er ljost ad RM eda Barca falla ekki undir thennan hatt, ekki i dag. Thad eru lid sem thurfa ad fara ad endurnyja sig (og RM eru komnir fram a sidasta soludag med sitt lid), og vera med allt a hreinu i bakherbergjum sinum ADUR en su uppbygging hefst. Sjaid Man Utd sem daemi. Bakherbergin thar eru i algjoru rugli og klubburinn er ekki nalaegt thvi ad challenga eitt ne neitt. Engin stefna, engin hugmyndafraedi, og svo aetla menn ad finna sokudolga og benda a Pogba og adra lykilmenn lidsins. Vandamalid er miklu miklu dypra en svo. Umgjorin og stjornin a klubbnum er nr. 1, 2 og 3. Undirstadan tharf ad vera i lagi. Undirstadan i Liverpool akkurat nuna er eins og klettur og thad er allt til alls til ad na arangri. Hvad vill alvoru atvinnumadur meira?

    Vardandi borgina. Eg by sjalfur i midborg Liverpool og hef buid vida erlendis og verd ad segja ad her er allt tipp topp og til fyrirmyndar. Glaeny midborg, allt tandurhreint og fint, hafnarsvaedid geggjad, veitingahusin eru storkostleg, mjog god sofn, verslun gefur odrum borgum ekkert eftir, skolarnir eru mjog godir, og thad er alltaf eitthvad um ad vera herna, plus thad ad verdlag herna er mjog vinalegt vid veskid. Eg myndi segja ad borgin er eins og LFC akkurat nuna, allt a uppleid og mjog jakvaed stemmning hvert sem madur fer. Til hamingju med ad vera studningsmenn Liverpool – besti klubbur i heimi verdur bara betri og betri.

    40
  9. Geggjaður pistill, þið eruð snillingar allir sem einn, það er frábært að vera stuðningsmaður Liverpool!!!

    1
  10. Spurt er um Salah og lítið um svör..
    …ef Salah vill fara þá er um að gera að leyfa honum það. Ekkert er verra en að halda mönnum sem vilja ekki vera.
    …það væru mikil mistök hjá Salah að fara þegar glæsilegir sigurtímar eru í uppsiglingu
    …gjörsamlega óþolandi að koma leikmönnum í heimsklassa til eins að spænsku frekjurnar hirði þá af okkar liði
    …eftir taktana í víatspyrnunni um daginn eru greinilega að byrja einhverjar stælar í karli
    …Salah verður að átta sig á því að félagið er nr eitt
    …annars er Salah drengur góður og hefur sýnt það

    2

Cardiff City 0-2 Liverpool

Gullkastið – Búið að loka gamla skólanum