Byrjunarliðið gegn Cardiff City á Stadiwm Dinas Caerdydd

Bláfuglarnir frá Cardiff taka í dag á móti hinum eldrauða Liverfugli og Rauða hernum hans! Botnbaráttan mætir toppslagnum í einvígi dagsins þar sem að stigin í boði eru mæld í tugmilljónum punda, silfurbikurum og gullmedalíum. Meira gæti varla verið undir fyrir bæði lið og bardaginn verður vafalítið í takt við það.

Höfuðborg Wales hefur hýst margar gylltar minningar fyrir Púlara þegar að Millennium Stadium hljóp undir bagga sem vara-Wembley árin 2001-2007. FA Cup gegn Arsenal 2-1 árið 2001, League Cup vs. Man Utd 2-0 árið 2003 og The Gerrard Final árið 2006 eru helstu hápunktarnir frá þeim ágætu árum. Vonandi verður leikurinn í dag á velskri grundu grundvöllur að gylltu glæsitímabili Liverpool en fyrsta formsatriði er að spila leikinn.

Klopp hafði að vanda margt gamansamt og gáfulegt að segja á sínum blaðamannafundi í fyrradag. Hægt er að hlusta á meistarann hér í þúvarpinu að neðan:

Liðsskýrsla dagsins er í takt við orð Klopp og smá rótering í gangi frá leiknum gegn Porto. Firmino kemur inn í fremstu víglínu í stað Origi, Wijnaldum kemur inn fyrir Fabinho og Keita fær sénsinn í stað Milner. Svona lítur liðsuppstilling dagsins út hjá Rauða hernum:

Bekkurinn: Mignolet, Fabinho, Milner, Gomez, Sturridge, Shaqiri, Origi.

Warnock var nokk kankvís varðandi liðsuppstillingu en hér er hans lokaniðurstaða með fyrirliða íslenska landsliðsins á sínum stað á miðjunni:

Upphitunarlag dagsins er ekki af verri endanum og heldur betur af velskari endanum. Óskabarn Walesverja er Tom Jones og hér flytur hann óskalag okkar Púlara af sinni alkunnu snilld. Hækkum í græjunum að vanda og syngjum með! YNWA!

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

42 Comments

 1. Líst mjög vel á þetta byrjunarlið og Klopp heldur áfram að rótera á miðjunni sem er bara hið besta mál.

  Ömurlegar fréttir frá Goodison. Þetta United lið er bara djók og er að stimpla sig út úr baráttunni um 4. sætið eftir þessa útreið. Halda menn í alvöru að þetta lið sem er gersamlega rúið öllu sjálfstrausti og hæfileikum fari að gera eitthvað á móti City nk. miðvikudagskvöld?! Tel líklegra að City tapi stigum á móti Brighton frekar en United. Engu að síður vondar fréttir fyrir okkur. Hélt í alvörunni með United í þessum leik, sem er í fyrsta sinn!

  Hvað sem öllu þessu líður þá verðum við bara að klára okkar prógramm og vona það besta. Þetta verður drulluerfiður leikur og Aron verður með Cardiff.

  4
  • Tæknilega séð skiptir það okkur engu máli hvernig þessi leikur milli Everton og United fór. Það er bara spurning hvort United nái að hirða stig af City á miðvikudaginn sem gæti mögulega skipt okkur einhverju máli. Get ekki sagt að ég sé bjartsýnn eftir úrslit dagsins, líklega hafa United bara ekki gæðin til að taka stig af City. Maður vonar að derby stemmingin geti mögulega einhverju breytt, og að þeir séu núna eins og sært dýr sem er komið upp við vegg, en hvort það dugar er svo allt annað mál.

   5
   • Sammála Daníel varðandi það að svona útreið united á Goodison gæti ýtt við leikmönnum og stuðningsmönnum gegn City. Hvort að það dugar til er alls óvíst enda eru ljósbláu grannar þeirra mun betra fótboltalið en rauðu djöflarnir. En í það minnsta gæti það fengið þá til að gefa sig alla í verkefnið.

    Flestir man utd menn hafa síðustu daga og vikur viljað að liðið tapi gegn City til þess að Liverpool eigi minni séns á titlinum. Þeir hata sem sagt Liverpool meira en þeir styðja velgengni síns eigins liðs. CL-sæti er í húfi og liðið þeirra í brattri niðurleið en samt vilja þeir fórna sínu liði útaf hugsanlegum titli á Anfield.

    En eftir þennan Everton-leik þá gæti þessi afstaða þeirra fengið hraustlegt reality check. Gary Neville var búinn að kortleggja hvernig utd mætti tapa fyrir City eins lengi og þeir myndu vinna alla hina leikina en það plan er núna í rústum. Þeir mega ekki við neinu öðru en að ná einhverju úr Manchester-grannaslagnum. Fín úrslit að því leyti fyrir Liverpool í dag.

    4
 2. Ef Utd ætlar að fara í Meistaradeild þá dugar ekkert nema 3 stig gegn City. Risaleikur fyrir þá og þeir koma mjög mótiveraðir til leiks. Það mun þó ekki breyta neinu þar sem svona rusl lið vinnur ekki lið eins og City, því miður. Jafn mikar líkur að Brighton fá stig og United gegn City.

  Ef einhver mun hjálpa okkur set ég trúna á Brendan Rodgers eða Jóa Berg. Er með öðrum orðum ekki bjartsýnn á ensku deildina en ef við yfirstígmu þessa Barcelona hindrun þá erum við í dauðafæri að landa Champions league dollunni.

  3
 3. Við þurfum að fara að stóla á fyrrum stjóra okkar Brendan Rodgers og lærisveina hans í Leicester á að taka stig gegn Man. City. Ekki eru United líklegir til þess.

 4. Sæl og blessuð.

  ,,Við spilum bara einn leik í einu” sögðu þeir í 1991 sigurliði Víkinga undir stjórn Loga Ólafssonar. Það þótti mikil speki á þeim tíma sem endurómaði svo í viðtölum við aðra þjálfara næstu tímabil. Það er m.ö.o. ekki á neitt lið leggjandi að spila fleiri leiki í einu og hvað þá ef þeir eru á milli tveggja annarra liða.

  Við mætum því Cardiff með það í huga að sá leikur einn skiptir máli í dag. Hvað framtíðin ber í skauti sér er alls óvíst. Þessi lið sem hafa plokkað stig af City eru ekki bara í úrvalsflokki (eins og Liverpool og mögulega Chelsae (sem skíttapaði svo næsta leik)). Þar eru líka minni spámenn. Þetta fer mjög eftir dagsformi, vindátt, tunglstöðu, heppni oþh.

  Sjáum hvernig fer á eftir. Leikurinn verður snúinn og erfiður. Það mun taka mjög á mannskapinn að brjóta niður velska vörn og okkar menn þurfa að leggja sig alla fram. Það þýðir t.d. að þeir mega alls ekki spila fleiri leiki á sama tíma. Slíkt væri hreint óráð.

  Gleðilega páska.

  6
 5. Hi kop.is
  Grow your bitcoins by 10% per 2 days.
  Profit comes to your btc wallet automatically.

  Try http://bm-syst.xyz
  it takes 2 minutes only and let your btc works for you!

  Guaranteed by the blockchain technology!

 6. Óvökvadur völlur og engir boltastrakar i Cardiff. Warnock alltaf jafn hress.

  1
 7. Ekki lítur þetta vel út 0-0 á móti Cardiff come one eru þeir að skíta á sig eins og venjulega úff.

 8. Sælir félagar

  Það er nokk sama hvernig önnur lið spila ef okkar lið spilar eins og það hefur gert í fyrri hálfleik. Það vinnur enga leiki með svona frammistöðu

  Það er nú þannig

  Ynwa

  1
 9. Firmino/Salah með tvö dauðafæri en annars höfum við verið í vandræðum með að opna þá enda það kannski ekki skrítið þar sem þetta er 11 manna pakka rétt fyrir utan eigin vítateig í 45 mín.

  Cardiff eru andstæðan við UTD í dag þeir gefa allt í leikinn og vita að þeir eru að spila við betra lið. Þeir tefja eins og þeir geta, þeir reyna að fiska aukaspyrnur(til að tefja) og þeir eru mjög þéttir.

  Okkar menn eru samt að reyna og reyna að komast í gegn og það hefur tekist og þá verður að nýtta þau færi því að þá þurfa þeir að færa sig framar.
  Núna höfum við 45 mín til að skora og ætla ég að spá því að við náum því enda hafa okkar strákar ekkert annað sýnt á þessu tímabili nema að þeir gefast aldrei upp.

  Spurning samt um hvort að okkur vantar einhvern opnara þarna á miðsvæðið og þurfum við kannski að fórna einum vinnuhest fyrir Shaqiri eða Sturridge(já Sturridge er snillingur að vinna úr þröngum stöðum).

  YNWA

  2
 10. úff……mjög erfitt eins og við var að búast.

  Við verðum bara að halda áfram og þrýsta og þrýsta. Vera þolinmóðir og færa okkur upp völlinn. Er ánægður með þegar Matip nýtir sér plássið og kemur upp völlinn. Neglurnar verða nagaðar upp í kviku, það er ljóst. Spennustigið er hátt.

  2
 11. Ekki eyðileggja páskana fyrir mér Liverpool!! Ég meika ekki þetta helvítis City lið. Megum ekki gefa þeim þetta!!
  VERÐUM AÐ SKORA

  1
 12. 0-0 í hálfleik, þurr völlur og allt gert til þess að hægja á öllu spili og leiknum. Við eigum samt að vinna þetta cardiff lið. Þurfum að bæta okkur verulega í seinni hálfleik. Vill sjá Milner og Shaqiri inná eftir ca 65 mín ef ekkert gengur, fyrir Keita og Winjaldum.

 13. Sæl og blessuð.

  Þetta er mikil prófraun eins og búast mátti við. Heimsækjum þá í aðdraganda dauðastundariinnar og þá er við öllu að búast. Oft sem kemur aukakraftur í blálokin og þar eru þeir núna.

  Sorglegt að sjá hvað þeir fóru illa með færin en mögulega hefur völlurinn þar einhver áhrif.

  Nema… Trentarinn er ekki að heilla mig og ekki Keita heldur.

 14. Giniiiiiii!!!!

  var að þusa með sjálfum mér yfir því hvað hann væri ósýnilegur en svo kemur þessi perla. Krafturinn í skotinu var eins og samanlögð frústrasjón stuðningsmanna!

  Beint fyrir framan traveling kop!

  2
 15. Hvað er að, dauðafæri eftir dauðafæri en ekki nýtt. Ég vil láta setja inná hungraða leikmenn. Sárir í og Sturridge.

 16. YYYYYYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  1
 17. Uff hvað þetta var gott víti. Alltaf víti allann daginn, var pínu efins fyrst en í endursýningu þá 100% viti.

  4
 18. Hvernig í ósköpunum dettur leikmönnum Cardiff í hug að mótmæla því að þetta var ekki víti. Salah var handleikinn allan tímann þegar hann var með boltann þar til hann lét sig falla. Þetta var víti allan ársins hring, öll ár til eilífðarnóns.

  Fáranlegt að mótmæla þessu.

  6
 19. Held að ég væri til að leggja pening undir að fotbolti.net komi með frétt um en eina dýfuna hjá Mo Salah……..

  6

Kvennaliðið fær Bristol í heimsókn

Cardiff City 0-2 Liverpool