Liðið gegn Porto

Þá er Klopp búinn að gefa út hvaða lið ætlar að freista þess að tryggja liðinu sæti í undanúrslitum meistaradeildarinnar.

Eins og reiknað var með kemur Robertson aftur inn eftir leikbannið í fyrri leiknum. Hitt kemur örlítið meira á óvart að Firmino setjist á bekkinn og að Origi komi í hans stað. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Origi er í byrjunarliði í Evrópuleik síðan í leiknum gegn Dortmund sællar minningar. Þá koma Milner og Wijnaldum aftur inn á miðjuna í stað Henderson og Keita. Þeir sem víkja fara þó ekki langt, og eru allir á bekknum.

Liðið lítur semsagt svona út:

Bekkur: Mignolet, Firmino, Gomez, Sturridge, Shaqiri, Henderson, Keita

Ef liðið tæklar þennan leik þá bíður okkar safarík viðureign gegn Börsungum, og myndum mæta þar Suarez og Coutinho, að ógleymdum Lionel nokkrum Messi, ásamt öllum hinum. En sú viðureign er ekki í hendi ennþá, og nú er bara að hvetja okkar menn til dáða.

KOMA SVO!!!

39 Comments

 1. Mjög óvænt að sjá Origi byrja inná í svona stórleik en maður treystir Klopp og kannski þurfti Firmino smá hvíld.

  Fyrstu 20 mín verða gríðarlega mikilvægar því að heimamenn munu koma með látum inn í leikinn og ef við stöndumst pressuna þá hægt og rólega missa þeir sína von og vonandi getum við slökk þá von með einu marki(sem þýðir að þeir myndu þurfa að skora fjögur mörk).

  YNWA

  3
 2. Ég ætla semsagt að veðja á að Origi sé vinstra megin og að Mané sé fremstur, rétt eins og var verið að prófa fyrr í vetur. Origi gæti svosem líka verið að koma inn á sama stað og Firmino, en þetta kemur allt í ljós.

  1
 3. Ég er sáttur með þetta, Origi hefur verið að nýta þokkalega þessi fáu tækifæri sem hann hefur fengið og það er flott að sjá hann fá sénsinn núna í byrjunarliðinu.
  Miðjan er öflug varnarlega og ætti að hafa þokkalega yfirhönd í þessari baráttu. Svo er vonandi hægt að gefa Shaqiri og Gomez 30 mín í seinni hálfleik ef að staðan er góð.

  2
 4. Já Origi vinstra megin, Mane á topp. Allt þaulæft held ég. En þvílíkur bekkur, nema Sturridge plötusnúður. Hann hefur fyrir löngu yfirgefið okkur og telur bara pundin nú í míglekri buddu
  .

  1
 5. Speaking to BT Sport, Klopp said: “No issue, actually – just respecting the fantastic form Divock Origi is in for weeks or months already, and bringing in fresh legs.
  “That’s all, the same we do in midfield because we expect a very intense game, we expect a hard-fighting Porto side. So we need to be ready for that.
  “Of course Bobby is ready for that but because he never gives himself a rest, from time to time we have to do it.
  “But it’s not a rest actually, it’s bringing in Div and having that option: speed and all that stuff. That’s what we thought”.

  Klopp um að Origi byrjar og Firmino er á bekknu.

  3
 6. Sigurður Einar hér efstur sá þessar 20 mínútur alveg rétt fyrir sér. Vonandi ná okkar menn tökum á leiknum sem fyrst.

  3
 7. Nú þarf einfaldlega að halda haus það sem eftir lifir leiks. Passa að fá ekki rautt spjald á sig(Mane kominn með gult og væri allt í lagi að taka hann útaf í hálfleik) og maður er hræddur við fauta eins og Pepe að brjóta gróft á okkar köllum.

  Við erum aldrei að fara að fá á okkur fjögur mörk gegn Porto á 60 mín og þurfum við að vera skynsamir í okkar leik.

  p.s hvaða rugl er í gangi í leik City – Spurs

  3
 8. Þetta er búið að vera furðulegur hálfleikur. Ég var mest allan tímann með þá tilfinningu að Porto væri að fara að skora. Þeir sóttu án afláts og sköpuðu sér aragrúa af færum. Gegn liði eins og Liverpool er það mikil áhætta og því kom það mér ekki neitt voðalega mikið á óvart að Mane skoraði löglegt mark en leit út fyrir að vera ólöglegt vegna þess að hann er hraðari heldur en ljósið. Þökk sé Var kom hið rétta í ljós.

  Þessi hálfleikur hefur leitt nokkra hluti í ljós. Það er augljóst að Jordan “Thunder” Henderson og Fabinho eru okkar bestu miðjumenn. Fyrst við erum marki yfir er ég rosalega þakklátur fyrir þessar róteringar því það er mjög nauðsynlegt að leikmenn eins og Firmino og Henderson geti hlaðar rafhlöðunar till fulls.

 9. Sæl og blessuð.

  Blessunarlega tókst okkur að skora. Porto skorar ekki fjögur mörk með þessa sókn gegn þessari vörn.

  Nú þarf að drífa Mané út af vellinum og helst Salah. Flott að ergja Pepé aðeins og gefa honum sitt seinna spjald. Það þýðir ekki annað en að líkur á slösun minnka.

  Vonandi komumst við klakklaust út úr þessu án þess að hafa of mikið fyrir hlutunum.

  1
 10. Það er freistandi að skipta yfir og horfa á seinni hálfleik í Man City – Tottenham.

  1
 11. Jæja herra Klopp nú væri rétt að gera breytingar og henda Hendó inn á miðjuna.

 12. Af hverju er Firminio kominn inná er eitthver þörf á því ? er Origi meiddur ?

 13. Algjörlega truflað að skora þetta mark!!!

  Nú er bara að sigla þetta í höfn.

  Horfi bara á báða leikina, ekkert flókið.
  Þvílík veisla!!

 14. Svakalegur leikur hjá city og spurs….spurs hafa ekkert getað i seinni en eru áfram einsog staðan er nuna 4-3

 15. Ég held að það sé betra fyrir titilbaráttu okkar manna í ensku deildinni ef að City fara áfram því að þá held ég að þeir vinni ekki deildarleikinn gegn Tottenham sem er í hádeginu á laugardaginn kemur. Viss um að þeir verði í smá sigurvímu og að Spurs vilji þá endilega hefna fyrir sig.
  En þá skora Tottararnir með hendinni í þessum töluðu orðum.

  YNWA

 16. Dækarinn að skora fjórða markið! Sorrí ég er farinn að horfa á Guardiola með niðurgang.

  Er samt hræddur um að vonir okkar um að Tottenham vinni City á sunnudaginn eru daufar.

 17. van Dijk – ég á bara engin orð til,en guð blessi samræði foreldra þinna!

  4
 18. Stórbortin úrslit. Barcelona má fara að hafa áhyggjur.

  hvað er í gangi þarna á Etíhad?

 19. Ok. Góðar fréttir og slæmar frá Mansésterborg:

  1. Erum laus við City úr Meistaradeildinni. 🙂
  2. Hef ekki mikla trú á að þeir tapi stigum á sunnudaginn. 🙁

  Fernandinho var ekki með fyrsta klukkutíman af leiknum. Það er eins og þetta lið sé bara hann!

Gullkastið – Yfir til ykkar Man City

Porto – Liverpool 1 – 4