Byrjunarliðið gegn Southampton

Klopp hefur þá stillt upp liði sínu fyrir sjötta síðasta leik deildarinnar í ár. Enn eitt tækifærið að taka efsta sætið, að minnsta kosti tímabundið og halda pressunni á City. Liðið lítur svona út í dag:

 

Keita og Fabinho koma inn frá því í síðasta leik og verður gaman að sjá hvort Keita nái að setja mark sitt á tímabilið í dag!

Lið andstæðinganna er svo svona

Gunn

Valery – Vestergaard – Yosida – Bednarek – Bertrand

Ward-Prowse – Höjbjerg – Romeu

Long – Redmond

Minni á umræðuna her fyrir neðan og á twitter á kopis myllumerkinu

54 Comments

 1. Þetta er flott, svona lið sem á að vera sóknardjarft, verður gaman að sjá hvað Keita mun gera, mikið vona ég að hann sýni okkur gæðin sín.

  YNWA

  3
 2. vá hvað mér líst vel á þetta byrjunarlið.

  eina sem gæti gert þetta 100% fullkomið væri að gomez væri þarna og uxinn í stað wyjnaldum.

  1
 3. Veit ekki afhverju en hef enn mikla trú á að Keita muni vera mikilvægur fyrir okkar klúbb ..
  Vonandi nær hann að sýna afhverju Mr Klopp vildi fá hann áður en tímabilið klárast og komi sterkur inn í það næsta .

  1
 4. Flott lið i kvöld vonandi kemur Keita vel frá honum
  Og allt liðið okkar. Það eru meiri likur að við vinnum siðustu 6 leikina, en city sína 6 miða við liðinn sem city á eftir….allir leikir eru efiðir sumir eru bara erfiðari city á 3 þannig leiki eftir…koma svo 3 stig í kvöld…

  1
 5. Keita þarf að sýna okkur af hverju Klopp keypti hann. Vonandi verður þetta ekki eins stressandi og síðasti leikur. Við þurfum að fara að sjá sóknarleikmenn okkar í sínu besta formi, vonandi tökum við þetta sannfærandi. KOMA SVO LIVERPOOL ! !

 6. Ætlar þessi Keita að fara stíga upp. Hann klóm ekki til baka að hjálpa vörninni.

  1
 7. Liverpool er hætt að halda hreinu, allt of auðvelt hjá þeim að skora hjá okkur. Nú þurfum við rokk og ról bolta ! ! ! ! ! PLEASE

  2
 8. Hvað er í gangi með þetta helv lið Southampton bara miklu betra lið og gætu verið komir í 3 mörk

  2
 9. Ekkert plan í gangi, bara klafs upp miðjuna. Við verðum að fara að taka þessa menn á og skjóta fyrir utan teig !

 10. Jæja… Einhvern veginn hljóta menn að kenna Henderson um þetta allt saman..

 11. Pakka í vörn og beita svo skyndisókn og þú vinnur Klopp. Maðurinn kann ekki að brjóta svoleiðis lið niður þannig er það bara.

  2
 12. Keita er maðurinn og á heima í byrjunarliðinu !!! Ekki Milner og Henderson takk.

  2
 13. KEITA!!

  Hvernig var ekki hægt að dæma víti þegar Salah var snúinn niður í snúningsglímubragði? Ótrúlegt alveg!

  5
 14. Salah fær bara EKKERT frá dómurum í dag. Varnarmenn geta tæklað,rifið niður og haldið hvernig sem er, hann fær bara EKKERT. Vonandi byrjum við að spila meira okkar leik í seinni hálfleik, og rúlla yfir þetta lið.

  4
 15. Erfiður fyrrihálfleikur frábært að Keita skoraði…trúi ekki öðru en við mætum brjálaðir i seinni og klárum þennan leik…

  1
 16. Sæl og blessuð.

  Þetta var martraðarbyrjun og miðjan skelfileg. Gini stóð eins og glópur og leyfði þeim röndótta að taka skeiðið inn í teig þar sem hann svo framsendi hann á þennan Long. Robertsson var á milli hans og annars sóknarmanns og persónluega finnst mér hann afsakaður. Svo kom annað og enn betra færi í framhaldinu þar sem téður Long hitti ekki boltann fyrir opnu marki og Virgillinn þurfti að setja hann yfir með frían mann í bakinu. Keita var augljóslega ekki að uppfylla varnarskyldur sínar á þessum tímapunkti og maður skilur af hverju hann hefur verið í skugganum.

  Ofboðslega lélegt.

  Svo pökkuðu þeir í vörn og við vorum óheppin að Mané skyldi ekki hafa skorað. Markið hjá Keita var svo gríðarlega öflugt en það er rannsóknarefni af hverju Salah fékk ekki dæmt víti þar sem varnarmaður spilaði þarna amerískan fótbolta en ekki þann enska.

  Það var samt ótrúlega gaman að Keita skyldi skora. Vonandi léttast á honum lappirnar við það.

  Nú þarf að fá sóknarleik að hætti 2017-18 þar sem féndur vita ekki sitt rjúkandi ráð. Framlínutríóið þarf að finna mójóið sitt.

  3
 17. Jæja herra Klopp nú ferð þú að setja Miller og Hendó inná takk fyrir.
  Andskotinn sjálfur alltaf víti en ekkert dæmt

  7
 18. Sæl og blessuð.

  Nú er það spurning hvort það verður Shaq eða Lallana sem kemur inn á fyrir Keita.

 19. Shaq verður að koma inná.Pælið í því hvað honum langar að spila og sýna sig , og SKORA !

  1
 20. Snuðu um tvær vítaspyrnur. Í öðru tilvikinu kom rendar mark en Keita átti að fá dæmt víti þegar hann var felldur.

  Fullkomlega óskiljanlegt.

  5
 21. Nei, ætli það verði ekki Origi sem mætir til leiks. Hann er ekki alveg búinn að sannfæra mig en við erum svo sem með næga pósessjón en vantar bitið frammi.

  1
 22. Nú væri ágætt að vera með Clyne og geta sett Milnerinn á miðjuna.

  Just sayin’

  3
 23. Hendóóóóóó!!!!

  Keita og Hendó búnir að skora? hver er næstur? Alison???

  8
 24. Æðislegt að sjá passionið í fyrirliðanum þegar hann skorar loksins.

  12
 25. Þegar Hendo loksins skorar, þá getur Liverpool ekki annað en unnið.

  7
 26. Er það bara ég … eða er fimm manna vörn ekki ávísun á vandræði?

 27. Er þessi gul spjöld-söfnun fyrir fátæka algjör óþarfi? 🙂

  Góður sigur … alltof mörg spjöld á síðustu 5 mínútunum … en hver er sosum að pæla í því … ? Efsta sætið er okkar aftur.

  1
 28. Hendó Hendó Hendó ole !! er að fara á Chelsea næstu helgi sumar og sól djöfulsins gleði

  YNWA.

  6

Southampton annað kvöld

Southampton 1-3 Liverpool