Gullkastið – LOLris

Titilbaráttan hékk á bláþræði gegn Tottenham en allt fór vel að lokum. Næst er rosalegur apríl mánuður með Liverpool í bullandi séns í tveimur keppnum.  


03:30 – Meistaraheppni?
14:00 – Iðnaðarmiðja, skiptingar og gangur leiksins.
38:40 – Spennandi barátta um Meistaradeildarsæti
56:40 – Southampton á föstudagskvöldi
01:03:00 – Porto í næstu viku – eru þeir betri en í fyrra?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 232b

8 Comments

  1. Takk fyrir þessar skemmtilegu umræðu. Gott að fara yfir stöðuna á þessum tímapunkti, enda rosalegur tími framundan. Annars..
    …Porto með betra lið en þið hyggið
    …lið í 8 liða CL eru alltaf góð, það er ekki það mikil heppni til að léleg lið komist þangað
    …deildin verður að hafa forgang
    …það er óþolandi að þurfa að treysta á sigur hjá MU í einum leik
    …öll landsleikjahlé í vetur búin
    …ef heldur fram sem horfir duga 94 stig ekki til að vinna deildina, fáranlegt
    …sl 23 ár (frá því að núverandi 20 liða deild byrjaði) hefur mestur stigafjöldi hjá liði nr 2 verið 89 stig
    …sl 23 ár hefur næstmesti stigafjöldi hjá liði nr 2 verið 86 stig í tvígang og annað af þeim 2008-09
    …sl 23 ár hefðu 79 stig 10 sinnum dugað til að verða meistari
    …er Shagiri frá í langan tíma?
    …styttist í Ox?
    …Origi er bara ágætur
    …maður getur varla sofið fyrir spenningi

    15
  2. Sannast sagna hef ég meiri áhyggjur af Southamton en Porto. Ekki það að Porto hafa harma að hefna, en við erum bara svo miklu betra lið. Það er annað með Southamton, þar er bara1 leikur og andinn allt annar, þeir að berjast fyrir lífi sínu í deildini. Á móti erum við að berjast fyrir titlinum, sem vegur þungt. En flottir leikir framundan, og vonandi njótum.

    YNWA

    2
  3. Við erum alls ekki að halda því fram að Porto sé með lélegt lið, alls ekki. Umræðan snerist um hvort þeir væru með betra lið en þeir voru með í fyrra og ég sé ekkert sem bendir til þess. Þeir eru komnir einu skrefi lengra í Meistaradeildinni en hafa ekki ennþá mætt neinu risaliði. Roma kemst næst því og þeir eru ekki nærri því jafn sterkir og í fyrra.

    Þeir seldu leikmenn fyrir mun meiri pening en þeir keyptu í sumar þó þeir hafi gert góð kaup. Liverpool hefur á sama tíma stórbætt liðið og það liggur vonandi munurinn. Reyndar var Liverpool betra í Meistaradeildinni í fyrra.

    Deildin þarf ekki að vera í forgangi þegar Liverpool er í dauðafæri að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þetta lið á að eiga nóg inni til að keppa á báðum vígstöðum og nákvæmlega þetta er það sem leikmenn eru að spila leikinn fyrir, titilbaráttu í deild og Meistaradeild.

    Shaqiri var á bekknum í síðasta leik og er kominn 100% á æfingar. Sama á við um að ég held alla aðra leikmenn liðsins sem er geggjað í byrjun apríl. (knock knock) 7,9,13

    10
  4. Takk fyrir mig!

    Rétt upp hönd sem fá aukinn hjartslátt við það að kíkja á töfluna?

    10
  5. Man City var að klára sinn auðveldasta leik sanfærandi 2-0 sigur. Það eru 6 leikir eftir hjá þeim eins og okkur og eru þeir með pálman í höndunum. Maður hefði haldið að það væri stemmning hjá liðinu en neibb, stúkan var gjörsamlega steindauð.
    Empty stadium var orðið hálftómur þegar flautað var til leiksloka og held ég að Asísku auðkýfingar Man city þurfa að fara að fjárfesta í alvöru stuðningsmönnum en ekki bara leikmönum. Annars þekkir maður nokkra gallharða old time Man City aðdáendur en það mætti vera fleiri af þeim á sjálfum leikjunum og var eiginlega meiri stemmning hjá liðinu þegar þeir voru að ströggla hér ár eftir ár.

    Af okkar mönnum er það að frétta að stefnan er sett á 3 stig í næsta leik og komast aftur á toppinn en vitandi það að þetta verður erfiður leikur. Man City er rosalegt lið og eru ekki að fara að misstíga sig mikið og verður við að fara í þennan leik eins og þetta sé sjálfur úrslitaleikurinn um dolluna og setja aftur pressu á þá bláu sem eru að fara í rosalegt prógram.

    YNWA – Ég trúi

    P.s Hvert fóru allir þessir Ole Ole Ole stuðningsmenn Man utd á facebook? Ég var að drukkna í þessu hér um daginn en núna heyrist ekkert en hann má eiga það kallinn að hann fór með þá úr 6.sæti í 6.sæti og tók þá úr FA Cup 😉 – lét grín en ég held samt að þeir hafi verið aðeins of fljótir að signa kappan.

    15
  6. 6 leikir eftir, Liverpool þarf 3 stig úr þessum leikjum til að enda örugglega í top-4.

    1
  7. Það sorglega er að Liverpool gæti klárað tímabilið með aðeins einn tapleik en samt endað í öðru sæti.

    2

Paddy Berger, Vladi Smicer og þú?

Smicer og Berger árita fyrir stuðningsmenn