Paddy Berger, Vladi Smicer og þú?

Já, það er óhætt að segja það að framundan er ansi hreint mögnuð heimsókn. Við erum sko ekki að tala um neina gúmmítékka. Vladimir Smicer og Patrick Berger eru væntanlegir til landsins um næstu helgi og verða heiðursgestir á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Mikið rosalega er það á tæru að ég muni sækja þann viðburð og vil ég hvetja þig lesandi góður til að gera slíkt hið sama hafi þú aldur til. Árshátíðir klúbbsins eru fyrir löngu orðnar þekktar fyrir frábæra skemmtun þar sem færri hafa komist að en vilja. Mikil ásókn er í hátíðina í ár, en búið er að bæta við nokkrum aukamiðum og því ennþá séns að bæta sér í hópinn. Nú er um að gera að hafa hraðar hendur.

Hún fer sem sagt fram næsta laugardag og verður haldin í Silfursölum, Hallveigarstíg 1. Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk. Dásemdar matur verður borinn fram og veislustjóri verður sjálfur Sveppi krull. Eins og áður segir þá verða þeir Paddy Berger og Vladi Smicer heiðursgestir hátíðarinnar, en Arngrímur Baldursson (LFC History Addi) mun spyrja þá spjörunum úr og fá svör við slatta af skemmtilegum spurningum. Það verða svo eðal Poolararnir í Stuðbandinu sem halda uppi stemmaranum fram eftir nóttu.

Hægt er að kaupa sér miða með því að smella hérna.

Það styttist í dæmið, hlakka til að sjá þig.

3 Comments

  1. 3 punktar eftir Wolves – Man utd

    1. Man utd tapaði sem þýðir að þeir verða að ná úrslitum gegn Man City. Það er ekki hægt að leika sér að tapa þeim leik til að skemma fyrir Liverpool(of lítið eftir)
    2. Luke Shaw er að fara í tveggja leikja bann vegna 10 gula spjalda sem þýðir að hann nær Man City leiknum(bann gegn West Ham og Everton)
    3. Um helgina þá heldur maður með Wolves gegn Watford í enska bikarnum, afhverju? Jú því að við eigum Wolves í lokaleik og ef þeir eru að fara í FA CUP finals viku eftir okkar leik, þá gætu þeir hvíld leikmenn og leikmenn passa sig að detta ekki í leikbann.

    11

Liverpool 2, Tottenham 1 (Skýrsla)

Gullkastið – LOLris