Opin þráður: Stiklað á stóru í landsleikjahléinu.

Vitrir menn segja að besta landsleikjahléið sé stutt landsleikjahlé, sem þetta hlé hefur sem betur fer verið. Nú eru ekki nema fimm dagar í að Spurs komi í heimsókn á Anfield og ég er allavega orðin mökkspenntur fyrir þeim RISA leik. Við sleppum Gullkastinu (ég held að strákarnir þurfi nokkra daga í viðbót til að jafna sig á þeirri gleði) þessa vikuna, en hér eru nokkrar af fréttum vikurnar.

Bestu fréttirnar eru að (hingað til) er að engin fyrir utan Trent og Shaqiri búnir að koma heim meiddir. Þeir meiddust víst báðir fyrir hléið og vonandi ná þeir fullum bata fyrir helgi. Jordan Henderson er greinilega búin að ná sér að fullu og afrekaði það að spila sinn fimmtugasta landsleik fyrir England. Firmino og Alisson byrja með Brasilíu gegn Tékkum í kvöld og svo er Fabinho á bekknum.

Hollendingarnir okkar Van Dijk og Wijnaldum voru báðir á skotskónum gegn Hvíta Rússlandi en töpuðu svo gegn Þýskalandi 2-3. Mané spilaði og skoraði með Senegal gegn Malí í kvöld. Aðrir leikmenn voru afslappaðri í hléinu: Lallana skrapp á ströndina, Milner til Dubai og svo sýnist manni að fríið hafi farið ágætlega í Salah:

Þær gleði fréttir bárust að Joe Gomez sé byrjaður að æfa aftur með aðalliðinu en hann byrjar að spila aftur þegar hann byrjar að spila aftur, við sjáum til hvenær hann er tilbúin að spila aftur, hann þarf allavega einhvern tíma í að byggja aftur upp þolið.

Það er ekkert nýtt að frétta af Lovern og Chamberlain, sá síðarnefndi spilaði með U-23 liðinu fyrir hálfum mánuði og fór út af vegna verks aftan á læri. Það var víst fyrst og fremst varúðarráðstöfun, það stefnir allt í að hann spili eitthvað á tímabilinu.

Í „fréttum sem engin átti von á“ er það helst að Alberto Moreno gæti verið á leið til Barcelona. Samningur Spánverjans  rennur út í sumar og eru Katalónarnir að leita að varaskeifu fyrir Jordi Alba. Ef þetta reynist satt mun ég óska honum alls hins besta, ferill hans hjá Liverpool var ákveðin vonbrigði og hver veit nema La Liga henti honum betur en Úrvalsdeildin.

Á laugardaginn fór fram góðgerðarleikur Liverpool og AC Milan. Leikurinn var hin besta skemmtun og hvet ég ykkur til að horfa brot af því besta úr honum. Ekki á hverjum degi sem Kaká, Pirlo, Cafu, Fowler, Gerrard, Agger, Hyypia, Carragher, Kyut og Luis Garcia keppa á sama vellinum!

Hversu fallegt?

Í öllu leiðinlegri fréttum af þessum leik þá var einn helber hálfviti sem ákvað að góðgerðarleikur væri rétti staðurinn til að vera með rasisma. Búið er að banna fíflinu að koma aftur á Anfield, út ævina. Seinna sama kvöld var ráðist á Gary McAllister á götum Leeds, við óskum honum skjóts bata.

Annars er orðið frjálst og endilega bætið við fréttum sem fóru framhjá mér. Mig langar að varpa eftirfarandi spurningu til lesenda: Hverjir eru að ykkar mati þrír mikilvægustu leikmenn tímabilsins?

9 Comments

 1. Sælir félagar

  Það er gott ef enginn hefur meiðst í þessum landsleikjum. Vonandi verða allir heilir síðasta fjórðung tímabilsins og allir geti tekið þátt í því að landa dollunni heim til Liverpool.

  Mikilvægustu leikmenn okkar nú um stundir eru Virgillinn, Alisson og Firmino. Strax þar á eftir og nánast á sama stigi eru Mané og Salah.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
 2. Ég er næstum sammála Sigtryggi um mikilvægustu fimm, myndi nú samt setja Mané tvímælalaust inn í topp 3 þennan vetur, og sennilega myndi ég líka taka Salah fram yfir Firmino, og setja hann þá í fjórða. Þó Alisson hafi sýnt góða takta í vetur þá hafa gæði varnarinnar verið slíkar að það hefur næstum því ekkert reynt almennilega á Alisson. Stoðsendingar bakvarðanna myndu svo jafnvel toppa hann niður.

  En annað mál þetta klám hjá þeim Rooney og Ferdinand segir þetta ekki allt um standardinn sem Liverpool hefur nokkuð sem mc hefur ekki náð enn?

  https://www.skysports.com/football/news/12040/11672345/wayne-rooney-says-liverpool-winning-the-premier-league-would-be-a-nightmare?fbclid=IwAR3iGg6TGxBz2QBSlRS5mzPWKwQA7yCI7jxgraaCw5MnDsv4OvfOk_Ug-fM

  3
 3. Takk fyrir þetta. Landsleikjahléin reyna oftar en ekki á taugarnar því leikmenn okkar virðist vera einstaklega meiðslasæknir í þessum hléum. Vona að meiðslin séu í lágmarki núna en þó eru TAA og Shagiri eitthvað meiddir. Gott ef Comez kemst á skrið fyrir lokatörnina sem verður ansi strembin og allt svo mikilvægir leikir, amk 9 leikir á einhverjum 6 vikum og meira ef Lpool fer áfram í CL. Ég ætla ekki að tjá mig um mikilvægustu leikmennina en mikilvægi fer eftir svo mörgu m.a. leiðtogahæfileikum, fyrirmynd, baráttu ofl. Aftur á móti held ég að ekki sé vafi um besta leikmann tímabilsins fram að þessu.

  6
 4. Sæl og blessuð.

  Moreno er að mínu áliti mikilvægasti maðurinn, þegar hann situr á bekknum. Fyllist angist ef hann réttir úr sér, svo ekki sé nú talað um ef hann fer að hita upp. Sem betur fer hefur leiðin ekki legið inn á völlinn nema í örfáum tilvikum og þeim vill maður helst gleyma.

  11
 5. Mjog erfitt ad velja mikilvægustu 3 og nanast ómögulegt sama hvad madur hugsar tetta. Get tad engan veginn. Eina sem eg veit ER ad Van Dijk a toppsætid og sennilega efstu 3. Salah ER sennilega alltaf nr 2 tratt fyrir ad skora litid undanfarid , hann ER enn ad gera helling og einu marki fra markahæsta manni deildarinnar. Ef a ad Skoda sidustu vikur ER mane alltaf tarna en yfir timabilid ER Salah mikilvægari en Mane. Firmino skiptir gridarlefu mali einnig og swo ma ekki gleyma wijnaldum SEM menn heldu ad kæmist ekki I lidid I vetur en sa er buin ad Vera storkostlegur og heldur betur stigid upp og kemur til greina hja mer SEM madur timabilsins hja okkur svei mer ta, allavega Midad vid væntingar. 🙂

 6. Sumir eru fljótir að gleyma. Alisson er ástæða þess að við erum enn í CL.

  2
 7. Sælir Félagar. Það er bara þannig YNWA. Moreno er minn uppáhaldsleikmaður. Mér finnst að við ættum að selja Mane, firmino og salah og fá inn Borini. Lambert, Markovic og Balotelli. Síðan væri ekki amalegt að fá José Enrique, Sahin og Steward Downing og Brad Jones.

  8
 8. Ef Philippe Coutinho snýr aftur til Englands, vill fólk hér sjá hann í Liverpool eðs sátt með hann fari til Manchester Utd, ég held hann myndi styrkja bæði lið en er ekki spenntur að fá hann aftur. Mér varð bókstaflega óglatt þegar Torres fór til Chelsea, en finn ekki fyrir þannig með Coutinho.

  2

Liverpool verður rólegt á leikmannamarkaðnum

Spurs mæta á Anfield