Liverpool verður rólegt á leikmannamarkaðnum

Undanfarið hefur Liverpool gefið það töluvert í skyn að ekki verði keypt eins mikið næsta sumar og jafnvel næstu ár og liðið hefur gert núna undanfarið. Fáránleg skilaboð á margan hátt nú þegar liðið er komið meðal þeirra bestu á ný og spurning hversu trúanlega maður á að taka þessu. Það er ekki eins og Real Madríd, Barcelona, Manchesterliðin, Juventus eða Bayern ætli bara að slaka á næstu misseri.

Árið 2018 keypti Liverpool vissulega dýrasta varnarmann sögunnar og í skamman tíma dýrasta markvörð sögunnar. Ofan á það kom Naby Keita loksins ásamt Fabinho og Shaqiri. Svo lengi sem Liverpool selur ekki “Coutinho” aftur er engin þörf á að kaupa jafn mikið á þessu ári og spurning hvort það sé ekki hreinlega betra að gera það ekki.

Jurgen Klopp heldur því statt og stöðugt fram að þetta lið sé að hefja sína vegferð ekki að enda hana sama hvað gerist á þessu tímabili. Kaup sumarsins bættust við Liverpool liðið sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og liðið í ár er töluvert sterkara. Klopp vill sjá núverandi lið halda áfram að þroskast saman og á meðan hann er við stjórnvölin er líklega ekkert áhyggjuefni að Liverpool ætli sér ekkert endilega að slá einhver met á leikmannamarkaðnum.

Allir lykilmenn Liverpool eru á langtímasamningi og fá mjög reglulega bætta samninga í takti við frammistöðu innanvallar. Samningar skipta ekki öllu máli í nútíma fótbolta en það sem er mikilvægara er að þessir leikmenn hafa enga ástæðu til að vilja fara. Flestir lykilmenn liðsins eru rétt núna að nálgast hátind ferilsins og engin ástæða til að ætla að þeir hætti að bæta sig núna.

Skoðum aðeins nánar leikmannahóp Liverpool með næstu 3-5 ár í huga.

Markmaður

Alisson hefur ekki ennþá náð að klára eitt tímabil með Liverpool, hann hefur því ekki unnið neitt ennþá og býr auðvitað að því að hafa miklu betri vörn fyrir framan sig en forverar hans undanfarin ár. Það breytir því ekki að þetta er besti markmaður sem við höfum séð spila fyrir Liverpool frá því Úrvalsdeildin var sett á laggirnar. Pepe Reina hafði líka geggjaða vörn fyrir framan sig og var á tímabili einn af svona fimm bestu markmönnum í heimi, Það er erfitt að nefna fleiri en svona 2-3 sem eru í Alisson klassa um þessar mundir.

Hann er 26 ára eða einu ári yngri en Peter Schmeichel var þegar hann gekk til liðs við Man Utd. Van Der Sar var 35 ára þegar hann fór til United.

Bakverðir

Andy Robertson er besti vinstri bakvörður Liverpool frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð í það minnsta og hefur læknað mestu vandræðastöðu félagsins undanfarna þrjá áratugi. Hann er 25 ára og ætti að vera nálgast hátind ferilsins ca á næsta tímabili.

Það eru engin heilög vísindi að hátindur leikmanna sé 26-29 ára en það er svona almennt viðmið. Þetta er auðvitað ólíkt eftir stöðum, varnarmenn eru jafnan að toppa seinna á ferlinum og margir af bestu bakvörðunum í boltanum byrjuðu ekki að skapa sér nafn fyrir alvöru fyrr en eftir 24 ára aldurinn.

Moreno sem væntanlega fer í sumar er svo ekki nema 26 ára. Einhver orðrómur er að Klopp taki Adam Lewis upp úr unglingastarfinu til að fylla hans skarð en það væri veruleg áhætta fyrir næsta tímabil. Erfitt samt að sannfæra góðan vinstri bakvörð um að koma til Liverpool og sitja á bekknum.

Staða hægri bakvarðar gæti orðið öllu meira mál fljótlega. Joe Gomez er þrátt fyrir mjög ungan aldur tilbúinn til að leysa stöðu miðvarðar og Trent Alexander-Arnold er mögulega of góður til að spila sem bakvörður mikið lengur. Hver svosem þróun Trent verður á ferlinum er ljóst að þessi staða er í geggjuðum höndum næstu 1-2 árin í það minnsta. Það er galið að hugsa til þess að Trent er bara 20 ára og auðvitað gæti hann tekið ákvörðun um að verða bara besti hægri bakvörður í heimi, mikilvægi þessarar stöðu hefur aukist töluvert í nútíma fótbolta.

Clyne fer næsta sumar ef allt er eðlilegt og til að fylla hans skarð gæti Klopp alveg eins farið þá leið að kaupa alvöru miðvörð í stað bakvarðar og færa Gomez aftur þangað. Rafa Camacho er svo wildcard sem gæti þróast í alvöru sóknarbakvörð.

Hvernig sem við horfum á þetta eru allir bakvörðir Liverpool á geggjuðum aldri, meira að segja Clyne og Moreno.

Miðverðir

Van Dijk er líklega á hátindi ferilsins núna 27 ára gamall og sá langbesti í heimi í sinni stöðu. Svona tegund af miðverði gæti engu að síður léttilega átt 5-6 ár eftir á hæsta leveli og raunar er nú þegar orðið óhugsandi að hugsa sér Liverpool án hans.

Joe Gomez er 21 árs og meira en efni en Van Dijk var á sama aldri. Hann er hinsvegar búinn að vera meira og minna meiddur í þrjú ár og auðvitað áhyggjuefni hvort hann verði nýr Ledley King frekar en Van Dijk. Hristi hann af sér meiðslin erum við með besta miðvarðapar í heimi næstu 3-5 árin m.v. spilamennsku þeirra í vetur.

Lovren er 29 ára og Matip er ekki nema 27 ára, þeir eru báðir nógu góðir til að spila með Van Dijk í liði sem er að keppa á hæsta leveli í bæði deild og Meistaradeild. Þeir eru báðir bókstaflega búnir að sanna það undanfarna 12 mánuði. En það er ekki hægt að treysta á hvorugan þeirra vegna meiðsla og ljóst að það þarf einn varnarmann til viðbótar sem helst er betri en þeir báðir. Mögulega er þetta óraunhæf krafa og nær Football Manager leiknum en raunveruleikanum sem Klopp þarf að vinna úr. Undanfarnir 2-3 mánuðir hafa verið sérstaklega pirrandi með Gomez, Lovren og Matip alla meidda en þeir mynda klárlega mestu gæði sem við höfum haft síðan Agger og Skrtel voru með Carragher og Hyypia.

Breiddin er tæp í öllum stöðunum í vörninni en kjarninn er eitthvað sem má vinna með næstu árin.

Djúpir miðjumenn

Rétt eins og hjá Dortmund á tíma Klopp tekur það lengstan tíma að þróa miðjumenn eftir hans hugmyndafræði. Kröfurnar sem leikstíll Klopp gerir til miðjumanna eru gríðarlegar. Hingað til hefur hann ekki haft neinn afgerandi góðan eins og Gerrard, Alonso eða Mascherano á miðsvæðinu heldur mun frekar jafnan hóp af góðum leikmönnum. Það er helst að Fabinho sé að byrja að skera sig aðeins úr núna. Hann er 25 ára og ef hann heldur áfram að þróast líkt og hann hefur verið að gera núna eftir áramót verður mjög spennandi að sjá hann 27 ára undir stjórn Klopp. Það hefur t.a.m. nánast ekkert verið talað um Emre Can í vetur.

Wijnaldum sem maður sá ekki hvernig ætti komast í liðið fyrir þetta tímabil hefur spilað eins og hann sé á hátindi ferilsins í vetur. Hann rétt eins og Henderson er bara 28 ára en virka á mann eins og gömlu karlarnir í hópnum.

Milner er sá eini í hópnum sem er kominn eitthvað norður fyrir þrítugt í aldri (33 ára). Hann hefur ásamt Fabinho spilað næstmest í vetur á eftir Wijnaldum. Það hefur hjálpað Liverpool og Milner að hann ætti í landliðinu en spilamennska hans undanfarna ca 18 mánuði sýnir okkur hversu mikið flestir í núverandi leikmannahóp Liverpool ættu að eiga eftir. Milner hefur nota bene spilað nánast sleitulaust frá því hann var 16 ára og lítið sem ekkert meiðst. Hann fer væntanlega hvergi í sumar þó hann sé að renna út á samningi.

Miðað við frammistöðu Marko Grujic í Þýskalandi í vetur er svo ekkert útilokað að Klopp skoði hann í sumar.

Framliggjandi miðumenn

Tímabilið hefur verið vonbrigði hjá Naby Keita og katastrófa hjá Oxlade-Chamberlain en þeir eru aðeins 24 og 25 ára gamlir. Keita ætti að henta Klopp fullkomlega og það er ennþá allt of snemmt að afskrifa hann hjá Liverpool. Hinn óx gríðarlega eftir því sem leið á síðasta tímabil og hefur verið mjög sárt saknað það sem af er þessu tímabili. Þeir ættu að geta gefið nákvæmlega það sem vantar í núverandi hóp.

Ef að ég man rétt var Ox oft meiddur hjá Arsenal líka og spurning hvort hann verði annað Adam Lallana dæmi hjá Liverpool eftir þessi löngu meiðsli. Lallana er 30 ára og þó Klopp elski hann er klárlega kominn tími á miklu betri og traustari mann í hans stöðu.

Það er til gríðarlegt magn af efnilegum og góðum sóknartengiliðum og mjög líklegt að Liverpool kaupi í þessa stöðu. Það vantar leikmann sem er í sama heimsklassa og Coutinho var fyrir ári síðan en þróun bæði Liverpool liðsins og ekki síst Coutinho styrkir mann samt ennfrekar í trúnni að Klopp hafi alls ekki grátið þá sölu. Tímasetningin var fáránleg og framganga Coutinho ennþá verri/heimskulegri en Liverpool varð strax sterkara án hans með tilkomu Van Dijk og ennfrekar með tilkomu þeirra sem komu í sumar. Oxlade-Chamberlain er alls ekki betri eða hæfileikaríkari leikmaður en Coutinho en það sem hann var að gefa á miðjunni fyrir Liverpool eftir áramót á síðasta tímabili er líklega nær því sem Klopp vill fá á miðjunni en það sem Coutinho bauð uppá.

Það hefur enda komið á daginn að varnarvinna hans hefur ekki heillað hjá Barcelona og eins og staðan er núna er talað um brottför Coutinho sem víti til varnaðar fyrir núverandi stjörnur Liverpool. Það var svosem hægt að segja honum það í janúar 2018 en eins og þetta horfir við manni núna keypti Barcelona Dembéle og Coutinho í staðin fyrir Neymar, þeir eru núna að berjast um sömu stöðuna í Barca liðinu, vel gert.

Vængframherjar

Salah og Mané eru bara 26 ára eða fimm árum yngri en Messi og átta árum yngri en Ronaldo. Ekki að ég sé að bera þá saman við þessa leikmenn en hugsið ykkur hvað Messi og Ronaldo hafa unnið mikið af sínum afrekum eftir 26 ára aldurinn!

Salah sprakk gjörsamlega út á síðasta tímabili, svo rosalega að hann er með 2-3 leikmenn á sér í hverjum leik og skapar gríðarlegt pláss fyrir samherja sína ásamt því að skora og leggja upp auðvitað. Mané hefur sprungið út á þessu tímabili og hefur núna eftir áramót verið að bæta sig með hverjum leik. Þetta eru leikmenn sem báðir leggja upp og skora en eru ekki síður mikilvægir varnarlega. Aðalstjörnur liðsins með Van Dijk klárlega og eins og Klopp segir bara rétt að byrja.

Shaqiri er það næsta sem núverandi hópur kemst því að eiga varamann fyrir þá og fram að áramótum var hans tölfræði mjög góð. Svipaður endasprettur gæti gert útslagið í vetur en hann hefur alveg horfið eftir áramót. Shaq er aðeins 27 ára gamall og með töluvert svigrúm til að bæta sig enn frekar með meiri tíma undir stjórn Klopp.

Næsta sumar gæti orðið stórt fyrir Harry Wilson ef hann fær tækifæri til að sanna sig fyrir Klopp. Hann hefur klárlega tekið gríðarlegum framförum undanfarin tvö tímabil og er ennþá mjög ungur. Þessar aukaspyrnur einar og sér væru mjög velkomnar í vopnabúr Liverpool.

Sóknarmenn

Bobby Firmino mætti sannarlega skora meira en hann hefur verið að gera í vetur og Liverpool þarf alveg klárlega meiri samkeppni í þessa stöðu. Hann er engu að síður fyrsta nafn á blað hjá Klopp fyrir hvern leik og lykillinn að öllum leik liðsins. Mögulega okkar næstbesti varnarmaður á eftir Van Dijk.

Líklega saknar enginn leikmaður Coutinho eða Ox meira en Firmino gerir og án alvöru sóknartengiliðs er eins og ekki sé verið að fullnýta krafta Firmino en hann er þrátt fyrir það ómetanlegur þessu Liverpool liði. Hann er bara ári eldri en Mané og Salah og á því nóg eftir.

Origi er aðeins 23 ára og satt að segja væri ég til í að halda honum eitt tímabil í viðbót og sjá hvort hann þróast í þann leikmann sem búist var við þegar hann var 17 ára í byrjunarliði Belga á EM. Hann yrði ekki fyrsti stóri sóknarmaðurinn til að springa út á þessum aldri. Sögu Daniel Sturridge verður hinsvegar að vera lokið í sumar. Hann er ótrúlegt en satt ekki nema 29 ára en það eru núna fimm löng ár síðan hann var í Liverpool klassa. Þar fyrir utan passar hann alls ekki í leikkerfi Klopp og er ekki nógu traustur til að hægt sé að byggja leik liðs í kringum hans hæfileika.

Rhian Brewseter er svo 19 ára að ná sér eftir langtímameiðsli. Áður en hann meiddist var hann eitt mesta efni í heimi og Liverpool sýndi svo sannarlega í sumar að þeir hafa síður en svo misst trúnna á honum.

Ben Woodburn sem hefur verið alveg afskrifaður hjá stuðningsmönnum Liverpool er ekki lélegri en svo að hann er ennþá að byrja landsleiki fyrir Wales og fá hrós frá landsliðsþjálfaranum. Hann er bara 19 ára.

Sumarglugginn

Liverpool mun alveg klárlega eitthvað láta til sín taka á markaðnum í sumar og nokkuð ljóst hvar má bæta hópinn. Það verður samt ekki síður spennandi að sjá hverjir fara í staðin. Það eru nokkrir leikmenn á mjög líklegum brottfararlista sem hafa tekið mjög mikið pláss á launaskrá og jafnvel er hægt að fá pening fyrir einhverja þeirra.

Daniel Sturridge hefur verið einn launahæsti leikmaður liðsins undanfarin fimm ár án þess að hafa nokkurntíma staðið undir broti af því. Hann fékk nýjan samning eftir tímabilið 2013/14 sem er að renna út núna í sumar.

Alberto Moreno er einnig að renna út á samningi og fer væntanlega á hooverboard-i aftur til meginlandsins.

James Milner er á mjög góðum samningi einnig sem rennur út núna í sumar. Hann kom á Bosman samningi sem gerði enn meira svigrúm að láta það fara í launagreiðslur sem annars hefði farið í kaupverð. Hann hlítur að eiga inni 1-2 ára samning til viðbótar og afhverju ætti hann að vilja fara annað?

Nathaniel Clyne er með samning sem rennur út árið 2020 en fer væntanlega í sumar. Hvort sem það verði aftur á lánssamningi eða fyrir fullt og allt er ekki líklegt að hann verði áfram á launaskrá hjá Liverpool. Þar losnar um launapakka sem er miðaður við byrjunarliðsleikmann.

Danny Ings er líka með samning til 2020 en fer væntanlega í sumar fyrir a.m.k. þá fjárhæð sem Liverpool borgaði fyrir hann.

Adam Bogdan er ennþá á launaskrá hjá Liverpool FFS

Adam Lallana er með samning sem rennur út árið 2020. Það er erfitt að sjá fyrir sér að annað lið vilji borga honum þau laun sem hann fær hjá Liverpool en hann rétt eins og Sturridge hefur ekki staðið undir þeim samningi sem hann fékk þegar hann kom.

Joel Matip og Divock Origi eru líka með samninga til 2020.

Simon Mignolet var ósáttur við að fá ekki að fara í sumar, hann er með samning til 2021 og því væri kannski hægt að fá eitthvað fyrir hann þegar hann fer í sumar. Hann er með samning sem er miðaður við aðalmarkmann Liverpool.

Að auki eru ungir leikmenn eins og Wilson, Grujic, Kent, Ojo og Ejaria ekki líklegir til að eiga framtíð hjá Liverpool. Þar gæti verið töluverður peningur í leikmannasölum.

Það ætti því að vera töluvert svigrúm í sumar að stórbæta hópinn með leikmönnum sem Edwards og Klopp kaupa í staðin fyrir þá sem hér eru taldir upp sem komu allir nema Matip áður en Klopp tók við liðinu. Þetta er hópurinn sem við myndum flokka sem svokallaðan “deadwood” núna. Sá hópur hefur oft verið töluvert veikari en þetta undanfarin ár.

Liverpool má samt alls ekki slaka á núna og þrátt fyrir tal um rólegan leikmannamarkað trúir maður ekki öðru en að Liverpool bæti við sig 2-3 góðum leikmönnum.

13 Comments

  1. Frábær pistill

    Ings fer til southampton fyrir 20 mills fengum á 7 mills. Samningurinn við southampton er árs lán og svo skyldugir til að kaupa á 20 mills.

    Ef Leeds fer upp held ég og vona að hann fari þangað hann er á alltof háum launum (150 þús) til að vera hjá okkur. Er annaðhvort mjög góður eða skelfilegur er búið að vera 50/50 í vetur þannig.

    Vill ásamt Ings og Milner sjá Sturridge,Lallana,Lovren,moreno,mignolet og Clyne fara það yrði um 750 þús á viku af launaskrá 39 milljón pund á ári af launaskrá sem myndi gefa okkur svigrúm til að kaupa 3 mjög góða leikmenn(framherja , sóknartengilið , hafsent) og varamarkvörð og vara vinstri bakvörð. Þá yrði Klopp loksins kominn með sitt lið einsog hann vill sjá það.

    5
  2. Sæl og blessuð.

    Þessi vetur hefur þróast á annan hátt en maður sá fyrir sér:

    1. Keita eru auðvitað mikil vonbrigði. Maður hefði séð hann í þessu hlutverki sem vantaði svo mjög – matandi framlínuna á sendingum. Ég játa að ég skil ekki alveg hvað er í gangi með hann. Veikindi og vírusar, flugþreyta, tungumálaörðugleikar og guð má vita hvað. Hef aldrei áður heyrt svona lagað um prófessjónal fótboltamann. Það hlýtur því að vera spurning að skoða öflugan framliggjandi miðjumann. Er sá hollenski Mephis ekki eins og draumur Klopparans? Hann virkar á mann sem Chambo-de lux.

    2. Þessir þrír frammi hafa auðvitað staðið sig með sóma, en þessi gríðarlega kappsemi sem vakti aðdáun í fyrra er ekki til staðar í sama mæli. Hraðaupphlaupin þar sem hornspyrna í okkar teyg leiddi af sér mark hinum megin á vellinum andartökum síðar – man ekki eftir mörgum slíkum í vetur. Framan af var Mané ótrúlega mistækur, gaf í fætur andstæðinga, skaut þegar hann átti að gefa, gaf þegar hann átti að skjóta! Núna er Salah karlinn köflóttur og Firmo hverfur stundum í sortann. Á þessum ögurstundum nú vor þegar leikir enduðu í jafntefli, hefðir maður svo sannarlega viljað sjá meiri vilja og kraft en þó fyrst og fremst slútt. Þurfum við fagmannlegan potara sem getur klárað sóknir þegar þeir eru með markstíflu? Origi er ekki alveg þar, þótt hann hafi sjálfsagt á tíðum fengið of harða dóma. En þarna úti hljóta að vera naskir markaskorarar sem geta brotið upp leiki eins og oft hefur verið þörf á að gera.

    3. Þótt vörnin sé æði, þá hefur manni oft fundist of grunnt á því góða og eins og höf. segir – hvað gera menn ef Virgillinn slítur hásin eða eitthvað slíkt. Það er ekki lítið álag að burðast með þennan skrokk! Myndum við vilja tefla fram varaskeifum í hans stað svo vikum eða mánuðum skipti? Tek undir þau sjónarmið að full þörf er á alvöru bakköppi ef Gomezinn ætlar ekki að braggast og haldast heill.

    4. Hendo-syndrómið er svo annar kafli og miðjan öll. Hvað er málið með miðjumenn sem skora varla mark og leggja sáralítið upp? Hafið þið séð þá þegar þeir fá boltann í fætur í vítateig andstæðinga? Þeir detta nánast um sjálfa sig! Hjáróma raddir hafa heyrst í gegnum tíðina, að Sigurdsson sé maðurinn sem liðið vantar. Þær eru óðara kvaddar í kútinn og menn segja hann ekki eiga erindi í lið af þessu kvalíteti. Já, hann er auðvitað núna kominn fram yfir síðasta söludag og allt það – en hann er með 12 mörk það sem af er tímabili og með ærlega framherja væru stoðsendingarnar í heimsklassa. Fer ekki að vera kominn tími á miðjumann sem getur skapað meiri ógn utan að velli? Maður fann þetta þegar við mættum RM, vansællar minningar. Úff… að sjá þá þarna Kroos og Modric, báðir stórhættulegir um leið og þeir eru eins og flugumferðastjórar með sendingar sínar. Nægir okkur Shaq í þessu hlutverki (gamli Þróttarinn) eða þurfum við uppfærslu?

    Já, liðið hefur spilað mjög ólíkan bolta því sem var í fyrra og maður átti von á í vetur. Mögulega liggur skýringin í því að þessi týpa af bolta sem við spilum núna, fer betur með skrokkinn á leikmönnum. Það leynir sér ekki þegar Mu fær nýjan og broshýran stjóra hvað baráttuviljinn getur verið skeinuhættur. Nú hrynja þeir niður í meiðsli – alveg eins og okkar menn gerðu eftir að Klopp hafði spanað þá áfram í einhverja mánuði.

    En ég er ekki að kvarta. Frábært tímabil að baki – spyr bara hvort það kosti ekki eitthvað xtra að komast á þann stað að hampa bikar í þessari kröfuhörðu deild.

    16
  3. Takk fyrir þessa greiningu. Held að lítið verði verslað þó allt í lagi væri að styrkja liðið um einn bakvörð og einn sókndjarfan miðjumann. Þegar rætt er um liðið verður umræðan að vera sanngjörn. Heilt yfir hefur liðið verið frábært í vetur og að segja annað er bull. Flestir leikmenn hafa verið góðir en auðvitað misgóðir og hafa meiðsli spilað þar nokkra rullu. Gagnrýnin á miðjuna er stundum ósanngjörn en greinilega er lagt upp með það í vetur að betra sé að halda hreinu en að skora fullt af mörkum. Því spila miðjumennirnir frekar varfærnislega og hugsa mikið um varnarleikinn. Sama hvað okkur dreymir mikið þá kemur aldrei nýr Gerrard, duglegur, vel spilandi leiðtogi með mikið markanef.
    Ég er ekki sammála þér Árni með að losa sig við Milner í sumar. Ég vill hafa hann eitt tímabil í viðbót og lofa honum eftir það róa á önnur mið. Milner er eitt af þessum límum í liðinu, gefur mikið af sér, duglegur og ómeiddir leikur hann yfirleitt vel. Vissulega gæti hlutverk hans í liðinu minnkað næsta vetur. Ég hef eins og aðrir áhyggjur af Lallana og Ox til frambúðar því erfitt er að treysta á meiðslapésa sem lykilmenn. Ef Keita verður næsta vetur jafn góður og verðmiðinn á honum segir til um styrkist miðjusvæðið til muna og verður fjölbreyttara. Kannski er tími Henderson liðinn og amk fer að verða tæpt með hann sem aðalfyrirliða í liðinu.
    Ef kaupa á leikmann á miðjusvæðið þá finnst mér þeir einu sem koma til greina eru á Alison/VvD kaliberi. Silva, Pogda, Son eða einhverja á þessum standard.

    5
  4. Takk fyrir góðan pistil, bjargaði strætóferðinni í vinnuna.
    Ég yrði ekki hissa ef Milner færi til Leeds ef þeir komast upp. Hann er orðinn það gamall að það væri ákveðin rómantík í að klára ferilinn þar og ég hugsa að Liverpool bjóði honum aldrei jafnhá laun og hann er á núna.

    Ings fer, Sturridge fer, Moreno fer og svo vona ég að Mignolet og Lallana fari líka. Ég hugsa samt sð Lallana fari ekki.
    Í stað Mignolet væri snilld að fá ungan og hungraðan markmann á bekkinn. Betra að vera með einhvern sem er spenntur fyrir verkefninu en einhvern sem er fúll að fá ekki að fara.

    2
  5. Erfitt að spá fyrir um plön FSG og Klopp en persónulega yrði maður ósáttur með einhver rólegheit á markaðnum. Sérstaklega þegar maður vill að liðið keppi um alla titla. Enn eitt árið þar sem ensku bikarkeppninnar eru látnar mæta afgangi. Gjörsamlega óásættanlegt með öllu.

    Moreno fer og þá þarf up-grade á honum, ekki varaskeifu fyrir Robertson, einhvern sem ætti að geta treyst á til að spila 15-25 leiki á tímabili og þrýstir á Roberston um byrjunarliðssæti. Held að það sé nokkuð klárt að Milner fari til Leeds ef þeir komast upp. Hann er að renna út á samning og það er ekkert verið að pæla mikið í því, bara bíða og sjá hvað gerist með Leeds. Trent er auðvitað orðinn góður en gæti orðið heimsklassa, og þá helst vonandi spilandi í sinni upprunalegu stöðu, á miðjunni. Væri alveg til í að sjá það gerast á næsta tímabili. Þá vantar nýjann hægribak. Einn sem maður hefur hrifist af á þessu tímabili er Wan-Bissaka hjá CP en verðmiðinn hefur hækkað rugl mikið og Arsenal og City o.fl. hafa sýnt áhuga. Þannig að ef liðið ætlar sér eitthvað held ég að tveir bakverðir séu á innkaupalistanum.

    Lovren má selja á meðan eitthvað fæst fyrir hann og Gomez og Matip spila aldrei heil tímabil án vesens þannig að einn heimsklassa miðvörður er á listanum og væri De Ligt væri algjör draumur. Miðjan með Gini, Keita, Lallana, Hendo, Fabinho, Ox, Lallana, Shaq og kannski Trent er vel mönnuð en öll viljum við þessa heimsklassa tíu og líklegast er það efst á listanum.

    Frammi þarf meiri breidd og meiri gæði til að leysa skytturnar 3 af velli. Væri spenntur að sjá Wilson koma inn. Orogi er alveg nothæfur en myndi vilja a.m.k. einn sem gæti talist like for like til að leysa hina heilögu þrenningu af, Dybala þar efstur á mínum lista.

    Þannig að ef róleg sumarinnkaup eru gk, 2 bakverðir, miðvörður og sóknarmaður þá er ég sáttur 🙂

    2
  6. Smá leiðrétting með Milner – SSteinn benti mér á að hann er með samning til 2020 en það er útbreiddur misskilningur að hans samningur renni út í sumar.

    James Pearce:

    “There seems to have been a bit of confusion around the length of James Milner’s contract but I’ve checked and it definitely runs until the summer of 2020. That’s why there’s no rush to think about an extension and all parties are relaxed about the situation.

    Milner will be 34 by the time his current deal expires. He might fancy a new challenge then in the twilight of his career. I think much will depend on how he performs over the next 12 months. If he keeps playing like he is currently then I’m sure Liverpool will offer him a new deal.”

    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/sadio-manes-future-james-milners-15204014

    12
  7. Flott grein á frábærri síðu.

    11 manna byrjunarlið okkar þegar allir eru heilir er drullusterkt, breiddin er hinsvegar að mínu mati ekki nógu góð og þar þarf að bæta í.

    Auk þess er það áhyggjuefni hversu margir meiðslapésar eru í hópnum sem ekki er fyllilega hægt að treysta á, t.a.m. Lovren, Gomes, Henderson, Matip, Ox. Tel ekki Lallana og Sturridge með þar sem þeir eru í dag einfaldlega ekki nógu góðir fyrir okkar sterka lið.

    Lengi má bæta góðan hóp, ef á þó ekki að kaupa mikið í sumar tel ég samt sem áður nauðsynegt að fá miðjumann sem ógnar framávið og styður fremstu 3 og nothæfa varaskeifu fyrir fremstu 3 ef þarf að dreifa álagi eða ef meiðsli koma upp.

    Best er samt að liðið er komið á þann stall að maður hefur ekki minnstu áhyggjur af því hvort Real eða Barcelona langar eða langar ekki í einhvern okkar manna.

    Vona innilega að við reynum ekki frekar við Fekir, hef fylgst með honum í vetur eftir allan farsan varðandi hugsanleg kaup. Hann er svo latur án bolta að ég er ekki viss um að Sturridge slái honum við í göngutúrum um völlinn. Dybala yrði draumur og nú eru Liverpool komnir á þann stall að slík kaup eru bara alls ekki óraunhæf.

    4
  8. Held samt að ef Leeds fer upp vilji Milner fara til þeirra og LFC verði við ósk hans.

    5
  9. Ég er enþá á Lallana vagninum.

    Ég vill halda reynsluboltum í hópnum þótt að maður lítur ekki á þá sem fasta byrjunarliðsmenn. Ég vill að við aukum breyddina en ekki minkum hana. Þessi maður er mikið meiddur en ég tel vel þess virði að halda honum áfram því að EF(ath stórt) hann nær að halda sér heilum heilt tímabil þá er þetta einfaldlega landsliðsklassa gaur og hann er með alla þætti sem Klopp elskar hjá leikmönnum(vinnusemi, hlaupagetu, vinsæll samherji og útsjónarsemi).

    Mér finnst allt í lagi að fækka eitthvað en það þarf ekki að fækka öllum sem hafa ekki verið að gera mikið í vetur. Bætum frekar í og aukum breyddina enþá meir og ég tel Lallana hafa þau gæði til að vera enþá hjá Liverpool en á tímabili þegar hann var einu sinni heill þá var hann einn af okkar bestu leikmönum og átti fast sæti í liðinu og Enska landsliðinu ef út í það er farið.

    11
  10. Sælir félagar

    Það er eðlilegt að vera á Lallana vagninum meðan ekki er alvöru sóknartengiliður í hópnum. Naby Keita átti að vera þar en nú er sterkur orðrómur um að hann sé til sölu fyrir 49 millur. Mér finnst hæpið að það sé rétt. En hvað veit maður sosum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  11. Þessi Keita orðrómur kom nú upphaflega frá the s*** þannig að ég legg ekki mikla trú á það að svo stöddu en það er ljóst að maðurinn er að ströggla aðeins við að aðlagast. Kæmi mér á óvart að menn myndu gefast upp á honum svo fljótt. Hérna áður fyrr þegar að pressan á árangur var aðeins minni þá þótti þetta eðlilegt að menn tækju heilt tímabil í að aðlagast nýju liði, nýju landi og nýju lífi nánast en það er bara búist við meiru af mönnum núna vegna hærra kaupverðs. Ég myndi vilja sjá Keita með LFC á næsta tímabili. Það er klárt að það kemur nýr sóknarmaður inn fyrir Sturridge, Dybala er blautur draumur það væri ekki slæmt, svo virðist sem að Klopp vlji fá inn hafsent enda vill enginn lenda í sömu stöðu aftur varðandi meiðsli í þeirri stöðu það var hreint með ólíkindum og sem betur fer var Fabinho mættur og klár í að leysa af þar og gerði það vel en sá kappi er hægt og sígandi að verða einn af mikilvægustu mönnum liðsins partur af nýrri varnar hryggjasúlu ef svo má segja Alisson, VVD, FAB. Varane, Koulibaly og De Light allir verið nefndir og allt mismunandi kostir en þó allir góðir kostir, væntanlega hverfur Matip eða jafnvel Lovren þá á braut. Spái því að Karius komi til baka og vermi bekkinn og Migno biðji um sölu. Önnur kaup/sölur treysti ég Klopp og félögum 100% fyrir, það verður haldið áfram að styrkja þennan hóp eins og gert hefur verið síðustu 2-3 ár, klárt mál. YNWA.

    11
  12. Fínustu vangaveltur hjá þér. Svona okkar á milli þá ertu uppáhalds penninn minn hér á Kop.is. Þú ert skemmtilega orðheppinn og laus við orðskrílni. Setningar eins og að Milner sé ein leikmaðurinn sé kominn eitthvað “norður yfir þrítugt” eru mér að skapi. 🙂

    Ég er hlinntur því að vera fjárfesta ekkert of mikið í sumar og leyfa hópnum þess í stað að þroskast dafna. Ég tel Keita eiga mikið inni og Champerlain er að koma aftur á fullt skrið. Eins og þú nefndir gæti Grjuik mögulega komið aftur ef hann er að standa sig vel í Þýskalandi.

    Breiddin er fín að mörgu leiti. T.d getur Chamberlain leyst af vængmannsstöðunar auk, shaqiri, ef allt fer í kaldakol þar Fabinho hefur spilað sem miðvörður og Mane og Salah hefur verið stillt upp sem framherjum í sumum leikjum. Henderson og MIlner hafa leyst af bakvarðarstöður. Leikmenn eru sem sagt að leysa af margar stöður á vellinum.

    En það sem kemur á móti er að leikmenn verða þá að stíga upp úr unglingaakademíunni. Það eru vissir leikmenn þar sem hafa gripið augu mín þar. T.d Wilson, Kent, Allan, Ejara, Curtis Jones, Camacho, Woodburn og það eru sífellt ný andlit að koma fram á sjónarsviðið. Spurningin er sú hvort einhverjir af þessum leikmönnum hafi burði til að spila fyrir Liverpool. Ég er nokkuð viss um að Klopp sjái þegar nokkra leikmenn sem hann er handviss um að geti komist alla leið og því vilji hann frekar beina sjónum sínum að því að þróa leikmenn áfram í stað þess að kaupa nýja.

    Trúi því samt að einn eða tveir leikmenn verða keyptir. Tíminn mun leiða hið sanna í ljós.

    2
  13. Skemmtileg og góð grein og margt sem ég er fyllilega tek undir sem síðuritari tekur fram, Það er til gamans hvað við sófasérfræðingarnar höfum ólíkar hugmyndir og hvað við sjáum mismunnandi notagildi í leikmenn sem prýða okkar treyju. Það er hægt að segja Byrjunarliðið okkar séu drullu sterkt enn það má heldur ekki koma mikil meiðsli þá er stórt skarð höggvið í okkar lið.

    Hvaða lið eigum við að bera okkur saman við í Ensku úrvalsdeildinni? Líklegast er Man city næst því spila 4-3-3 eins og við og breiddinn töluverð hjá þeim. fremstu þrír Sane – Aguero – Sterling – Varamenn Mahrez – Jesus Þarna er risastór munur á Mane – Firminho – Salah – Okkur vantar klárlega meiri breidd framávið ef menn meiðast. Pælið í því Kevin De Bruyne er búinn að vera meiddur mest allt þetta tímabil. Gjörsamlega besti leikmaðurinn þeirra síðustu 2 tímabil með sturlaðar tölur Samt er City í rassgatinu á okkur 2 stigum á eftir okkur með leik inni. Haldiði virkilega að Liverpool hafði getað ráðið við Salah meiddan í nokkra mánuði? Það þarf ekki annað enn horfa á 2014-15 tímabilið þegar okkar besti leikmaður meiddist trek í trek og hefur ekki enn náð fyrri getu. City átti ekki eitt stykki af Silva heldur 2 til að bera upp leikinn í staðin fyrir Bruyne!

    Það er ekki bara að það vanti breidd framávið. Þá fynnst mér vanta betri leikmaður við hlið Virgil. Lovren – Matip hafa báðir verið svona tæpir upp á að geta spilað leiki og Gomez greyjið eins og ég fýla hann er alltaf meiddur lágmark 100 daga á ári.Dýrt spaug að missa hann Desember – Janúar – Febrúar – Mars. Því miður ekki í fyrsta skipti sem hann tekur svona fjarveru og ekki það síðasta 🙁

    Sterkasta byrjunarliðið fyrir mér inniheldur Alison – Trent – Virgil – Gomez – Robertson – Fab – Gini – Keita – Mane – Firminho – Salah – Leikmenn sem eru nógu góðir til að áfram – Lovren – Matip – Shaqiri – Milner – Chamberlain – Origi – Sölulistan Mignoelt Tja Hvað var Brendan Rodgers að reykja að halda hann væri betri en Reina ? – Lallana átt 6 góða mánuði hjá okkur síðan hann kom – Henderson hefur átt þátt í einu marki á þessari leiktíð Það eitt er sturluð staðreynd með Mane og Salah fyrir framan sig…..- Sturridge Tja ekkert getað síðan voruð 2014 – Moreno Því miður Langt frá því að vera nógu góður.

    Enn Hvað veit ég ? skítugur verkmaður sem hefur aldrei þótt liðtækur spriklari og horfir bara á fótbolta í sófanum og titla mig sem vanvitan sófasérfræðing.

    4

Kvennaliðið fær Arsenal í heimsókn

Opin þráður: Stiklað á stóru í landsleikjahléinu.