Gullkastið – München

Mættir aftur heldur betur ferskir eftir góða ferð til München í síðustu viku, helst á dagskrá var auðvitað München og leikurinn gegn Bayern, torveldur sigur á Fulham og næstu mótherjar í Meistaradeildinni. Heiðar Bræðslustjóri kom með okkur út og var að sjálfsögðu líka með okkur í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Áskell Heiðar Ásgeirsson

MP3: Þáttur 231

Kop.is hitti Anfield Wrap í Munchen

6 Comments

  1. sælir. Ég hef alltaf hlustað í vafra en nú er ég að fara í flug og vantar að vita hvernig þetta virkar.. Á ég að ná í soundcloud og ýta svo á download á þættinum ?

    1
  2. Þú átt að geta náð í þættina og hlaðið þeim niður í gegnum Itunes, Spotify og helstu Andriod kerfi. Eins bíður Libsyn spilarinn upp á niðurhal sem og MP3 skráin neðst í færslunni (fyrir ofan myndina í þessari færslu)

    3
  3. Flottur þáttur að vanda og þakka fyrir mig. Næsti leikur Liverpool-Tottenham verður eithvað. Bæði lið upp við vegg, þó ekki sama veggnum. Við í baráttu um meistaratitil, meðan Tottenham er í baráttu um meistaradeildarsæti. En verður örugglega rætt þegar nær dregur.

    YNWA

    1
  4. Takk fyrir þetta strákar. Gaman að heyra í Ásgeiri enda skynsamur náungi að austan og hefur starfað mikið í Skagafirði. Ekki ónýt blanda það.
    Varðandi þennan leik á móti BM sem ég sat algjörlega límdur yfir. Seinni hálfleikurinn var þvílíkt góðmeti að annað eins hefur varla sést. Ekki endilega í einhverjum listabolta heldur í viljanum og réttu hugarfari. Mér fannst bara BM aldrei eiga breik og eru þeir nú ekki beint neinir bjálfar, nei þvert á mótið eitt af stórliðum Evrópu sl áratugi.
    Næstu leikir verða erfiðir. Spurs eru alltaf góðir þó eitthvert hikst hafi verið hjá þeim eftir áramót. Það gerir þann leik alveg sérstaklega erfiðan því nú þarf Spurs að berjast um að ná 4. sætinu. Þeir virtust eiga 3. sætið víst fyrir ekki svo löngu.

    2
  5. Þessi hlaðvörp eru orðin jafn mikilvæg og að borða.

    Ég velti einu fyrir mér og hef reyndar gert það í mörg ár. Hvernig hafa menn efni á að fara í svona margar fótboltaferðir? Ég veit að fólk er misefnað og allt það en þegar fólk getur hreinlega farið í tugi fótboltaferða á nokkrum árum.

    Allvega, bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu og núna verðum við bara að krossa fingur og tær og vona að allir koma heilir til baka úr þessari ,,blessuðu” landsleikjapásu!

    4
  6. Ef ég má skamma þig aðeins Svavar, en svona spurningu setjum við ekki fram. Okkur kemur efni spurningarinar ekkert við, nái strákarnir að gefa okkur lýsingu og upplifun sína á á tilteknum leik, er ég ánægður, nú ertu kominn inn á einkamál. þetta er ekki sá vettvangur.

    YNWA

Hvað munu margir skila sér úr akademíunni?

Kvennaliðið fær Arsenal í heimsókn