Kvennaliðið mætir City í bikarnum

Þess er að vænta að athygli stuðningsmanna Liverpool sé fyrst og fremst á leiknum gegn Fulham sem hefst núna kl. 14:15, og þess vegna er niðurröðunin á leikjum kvennaliðsins pínku óheppileg því liðið leikur núna kl. 14 gegn City í 8 liða úrslitum FA bikarsins. Leikurinn er sýndur beint á Facebook. Liðinu er still upp svona:

Bekkur: Kitching, Little, Kearns, Linnett, Hodson

Aftur er Bo Kearns á bekk, en hún hlaut frumraun sína með aðalliðinu í tapinu gegn Chelsea í síðasta leik.

Það má reikna með erfiðum leik fyrir okkar konur, þar sem City er búið að vera á siglingu undanfarna mánuði, en að sjálfsögðu vonum við að þeirri siglingu ljúki í leiknum í dag.

Við uppfærum annars færsluna með úrslitum síðar í dag.


Leik lokið með sigri City, 3-0. Eitt mark í fyrri hálfleik og tvö í þeim síðari.

Byrjunarliðin á Craven Cottage

Fulham – Liverpool 1-2