Fulham – Liverpool 1-2

ATH: Forsíðan hjá okkur er aðeins í rugli þar sem HTML texti (myndir o.þ.h.) kemur ekki rétt nema farið sé inn í færsluna sjálfa. Þetta er í skoðun hjá okkur og kemst vonandi í lag bráðum.

Mörk

0-1 – Mané (26.mín)
1-1 – Babel (74.mín)
1-2 – Milner (81.mín)

Helstu atriði leiksins

Rosalega tæpur en sætur sigur á baráttuglöðu Fulham liði. Það hefur verið rosaleg Evrópuþynnka hjá mörgum Meistaradeildarliðum núna um helgina og Liverpool var svo sannarlega engin undantekning.

Það var mjög lítið að frétta þar til Sadio Mané og Bobby Firmino keyrðu aðeins upp hraðann um miðjan fyrri hálfleik og sundurspiluðu sig í gegnum vörn Fulham. Bobby tók gott hlaup upp að endamörkum fékk boltann frá Mané sem tók straujið inn í teig og fékk þar boltann aftur og skilaði honum heim. Mané hefur verið okkar langbesti maður það sem af er ári og hélt áfram að undirstrika það þarna.

Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svona nokkurnvegin í takt við versnandi veður á Craven Cottage fjaraði leikur okkar manna út. Fulham var svosem ekkert að gera þannig en þetta var aldrei þægilegt. Milner og Origi komu inn þegar rúmlega korter var eftir og átti Milner ömurlega fyrstu snertingu undir engri pressu og sparkaði snúningsbolta upp í loft. Ekkert vesen enda Van Dijk á svæðinu. Hann ætlaði að skalla þetta til baka á Alisson en þeim tókst að klúðra þessu svona líka hroðalega með þeim afleiðingum að Babel komst einn í gegn og skoraði í tómt markið. Alisson tekur líklega megnið af sökinni á sig í þessu tilviki en þvílík röð mistaka. Spurning hvort þetta sé þessi veikleiki Van Dijk sem Babel var að tala um? Gefum Babel þó að hann fagnaði þessu ekki enda ennþá harður púllari.

Þetta var nákvæmlega það sem allir stuðningsmenn Liverpool höfðu óttast og ljóst að Liverpool hefur ekki efni á að tapa stigum gegn Fulham. Blessunarlega er einn leikmaður Liverpool sjóðandi heitur um þessar mundir og hann bjargaði deginum. Þökkum reyndar Rico í marki Fulham fyrir líka því hann missti klaufalega fyrirgjöf inn í teig sem féll fyrir fætur Mané. Markmaðurinn tók utan um Mané og reif hann niður, klárt víti nema því sért alveg staurheimskur Everton maður. (Tim Cahill var í settinu hjá Sky eftir leik að reyna halda því fram að þetta hafi ekki verið víti). 

Það segir kannski allt sem þarf um formið sem Salah er í núna að Milner fór frekar en hann á punktinn og setti boltann í mitt markið. RISASTÓRT víti.

Liverpool hélt út á lokakaflanum og voru nær því að bæta við undir restinga en þetta var aldrei nokkurntíma þægilegt og satt að segja mjög slakur leikur hjá flestum leikmönnum liðsins.

Maður leiksins

Það var aðeins einn leikmaður að spila á getu í dag. Sadio Mané skapaði og skoraði fyrra markið og fékk vítið sem var vendipunktur leiksins. Ekki oft svona auðvelt að velja mann leiksins.

Vondur dagur:

Fyrir utan Mané voru allir vel undir pari í dag og töluverð þreytumerki á liðinu. Mo Salah fær svona 3,0 í einkunn fyrir þennan leik sem verður að teljast einn af hans verri fyrir Liverpool. Hann tekur vissulega mikið til sín og er að skapa pláss fyrir Mané og Firmino en guð minn góður hvað hann hann var slakur í dag. Það er hver hægri bakvörðurinn á fætur öðrum að eiga leik lífsins um þessar mundir. Hann komst einu sinni einn í gegn þökk sé Mané en gaf boltann á markmanninn. Hann hrekkur í gang eftir landsleikjapásuna.

Miðjan var öll langt frá sínu besta og þá sérstaklega Fabinho. Wijnaldum hefur stundum horfið í svona leikjum og Milner byrjaði hroðalega þegar hann kom inná. Lallana var hinsvegar sæmilegur og auðvitað frábært ef hann er að komast í leikform.

Bakverðirnir voru nokkurnvegin á sömu línu og Salah, hvað kom eiginlega fyrir hjá þeim eftir stoðsendingakeppnina gegn Watford? Varla hitt á samherja og átti Trent sérstaklega erfitt í dag. Van Dijk og Matip héldu sóknarmönnum Fulham að mestu niðri og það er ódýrt að skamma Van Dijk of mikið fyrir markið, Milner og sérstaklega Alisson taka það meira á sig.

Umræðan:

 • Þessi leikur verður gleymdur mjög fljótlega, skyldusigur sem var aðeins of torsóttur en góð lið vinna leiki þó þau spili ekki vel.
 • Sadio Mane er núna markahæstur í deildinni ef við tökum vítaspyrnur ekki með.
 • Tottenham næst eftir tvær vikur, síðasta landsleikjapása tímabilsins framundan.
 • Lovren var á bekknum í dag, Gomez ætti að koma aftur eftir landsleikjapásuna, Lallana er farinn að byrja leiki og Ox ætti að byrja að æfa af fullum krafti núna eftir helgina. Allt getur þetta talið á lokasprettinum.
 • Liverpool verður á toppnum næstu tvær vikur en City á auðvitað leik til góða og mæta einmitt Fulham næst.

47 Comments

 1. Jæja…

  1. Bayern leikurinn hefur örugglega setið í fólki.
  2. Stress út af stöðunni
  3. Salah er að spila á 50% afköstum miðað við gullaldardagana
  4. Fulham er miklu neðar en gæði liðsins segja til um.
  5. Origi er að koma sterkur inn
  6. Mané er maðurinn.

  Top of the league!!!

  36
 2. jæja pjúff 3 stig og aftur yfir City það er ekkert hægt að biðja um meira.

  13
 3. Erfitt en yndislegt.
  Nú væri svo gaman ef Salah færi nú að detta í gang.

  Y.N.W.A

  11
 4. Takk fyrir það, sigur er það sem skiptir öllu máli. 76 stig í húsi og markatalan 70-18, ekki slæmt það. Þið neikvæðnipésarnir getið gleði ykkar á ný og verið pínulítið upplitsdjarfari. Dálítill meistarabragur á þessu hjá okkar mönnum, ekki neitt sérstakir en vinna samt. Nú er bara að fylgja þessu eftir en næst er landsleikjahlé en þau hafa nú ekki alltaf komið vel út fyrir okkar menn, þ.e. leikirnir eftir hléið. Held að verði breyting á því núna með óslitinni …………….. til vors.

  14
 5. Lélegur leikur og við klaufar að vera ekki búnir að gera út um leikinn. Salah virðist vera með lítið sjálfstraust þessa dagana. Spurning um að kippa honum úr byrjunarliðinu. Hvar er Shaqiri… Lallana er ekki að gera neinar rósir. Síðan finnst mér Milner búinn að vera slakur að undanförnu. Fabinho slakur í þessum leik. Mane geggjaður. En komnir á toppinn ?.

  7
 6. Salah þarf að fara að skora þetta mark númer 50 svo hann getið farið að njóta þess að spila fótbolta aftur, þetta er farið að hrjá honum ansi mikið og leggjast illa i hann en við sem betur fer eigum við 1 stk Mane sem er gjörsamlega geggjaður leikmaður.
  Við á toppnum og 7 leikir eftir.

  7
 7. 3 stig og maður er bara sáttur
  Hversu oft hefðum við klúðrað svona leik en það sem stendur uppúr er að við gerðum það ekki í dag og er þetta annar leikurinn í röð í deildinni þar sem við höldum haus og klárum verkefni eftir að hafa fengið mark í andlitið.
  Við vorum miklu betri en Fulham í dag.
  Við stjórnuðum leiknum frá A til Ö
  Við fengum nokkur góð færi til að klára þetta
  Við hefðum áttu að fá eina jafnvel tvær vítaspyrnur áður en þeir jöfnuðu
  EN á meðan að staðan er bara 0-1 fyrir okkur þá er alltaf möguleiki og það má segja að traustustu menn liðsins í vetur Millner, Dijk og Alisson klúðruðu og Babel þakkaði fyrir sér en ég kunni að meta að hann fagnaði ekki.

  Stuðningsmenn Liverpool margir hverjir búnir að gefa upp vonina, bölvandi fyrir framan sjónvarpið og margir farnir að tala um að þarna tapaðist titilinn en eins gott að þeir sömu séu ekki í Liverpool treyju því að þeir 11 sem voru inná náðu í 3 stig á þessum 15 mín sem eftir voru.

  Klopp sá að Fulham var að færa sig uppá skaftið og ákvað að þétta þetta aðeins og tók út Lallana/Firmino fyrir vinnu hestin Millner og Origi. Nokkrum sek síðar er Millner búinn að klúðra og planið að þétta þetta aðeins fór strax út í veður og vind.
  Millner var rétt í þessu að segja í viðtali að Klopp hafi sagt honum að róa leikinn og halda þessu þéttu þegar hann kom inná en hann hafi skemmt það plan hjá Klopp.

  Jæja 3 stig, liðið okkar á toppnum og ekki ætla ég að væla það heldur bara fanga 🙂

  YNWA

  11
 8. Takk fyrir það, sigur er það sem skiptir öllu máli. 76 stig í húsi og markatalan 70-18, ekki slæmt það. Þið neikvæðnipésarnir getið tekið gleði ykkar á ný og verið pínulítið upplitsdjarfari. Dálítill meistarabragur á þessu hjá okkar mönnum, ekki neitt sérstakir en vinna samt. Nú er bara að fylgja þessu eftir en næst er landsleikjahlé en þau hafa nú ekki alltaf komið vel út fyrir okkar menn, þ.e. leikirnir eftir hléið. Held að verði breyting á því núna með óslitinni …………….. til vors.
  Umhugsunarefni um miðjan mars 2019..
  ..Salah skorar ekki 44 mörk í vetur, það er nokkuð ljóst
  ..Firmino skorar ekki 27 mörk í vetur, það er nokkuð ljóst
  ..Mane er búinn að skora 20 mörk í vetur, jafnmörg og síðasta vetur
  ..Milner er býsna seigur og öruggur á punktinum
  ..fáum á okkur aðeins of mörg mörk uppá síðkastið
  ..er TAA hálfmeiddur?
  ..er Keita alveg frá?
  ..Origi er bara ágætur
  ..hvar er Shagiri, af hverju fær hann ekkert að spila?????

 9. 7 leikir eftir.

  helda áframm, vissulega lítur fulham út fyrir að vera drasl sem auðvelt ætti að vera að vinna stórt en þegar komið er á lokasprettinn þá eru þetta einmitt verstu liðin til að spila við en við sluppum í dag.

  1
 10. Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér í dálítinn tíma er að það virðist svo auðvelt fyrir varnarmenn að ýta Salah af/frá boltanum. Hvers vegna ætli það sé?

  3
 11. Þetta var nálægt því að vera skellur. Mjög ljúft andvarp í lok leiks.

  En hrikalega finnst mér vanta sköpun frá öðrum en fremstu þrem. Það opnar enginn annar neitt nema hugsanlega Matip þegar hann tekur a rás 1x í leik eða ef Lallana nær að pressa boltann inn í teig hjá andstæðingunum í build-up-inu þeirra.

  Það þarf eitthvað að fara að létta Salah-Firmino-Mane Lífið með því að skapa eitthvað fyrir þá.

  2
 12. Sælir félagar

  Ég tek stigunum fagnandi en hjálpi mér hvað þetta var slakt.

  Hvað tapaði Salah boltanum oft?

  Hvað átti TAA margar miheppnaðar sendingar fyrir markið?

  Hvað bjó miðjan til mörg tækifæri?

  Hvar værum við ef Mané væri ekki svona góður?

  Af hverju var Lallana svona lélegur í þessum leik?

  En stigin voru þrjú og þrátt fyrir hvað Salah tapaði bolrtanum oft þá átti hann þátt í markinu ásamt Mané og Milner. Niðurstaða leiksins var góð og svona off leikir koma alltaf inn á milli. Þeir eru að vísu búnir að vera of margir eftir áramót en vonum bara að ekkert verði af þeim í okkar síðustu 8 leikjum.

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 13. Sigkarl legit spurningar hjá þér en Lallana var samt betri en Gini og Fabinho í dag .

  13
 14. Maður er bara feginn að liðið hafi þann character að klára svona leik þrátt fyrir að eiga lélegan leik þaes fyrir utan Mané sem virðst bara ætla halda áfram að vera bestur.

  3
 15. 31 leikur – 23 sigrar – 7 jafntefli – 17 hrein lök – 1 tap! Y. N. W. A

  22
 16. Sá ekki leikinn, kannski sem betur fer, hefði sennilega lyft þrýstingnum of hátt, því óneitanlega var þessi leikur ekkert smá mikilkvægur. Lesið milli línana, þá var obbinn af liðsmönnum okkar að spila illa, shit happends. Samt hef ég ekki tölu á frekar slæmum leikjum okkar manna á þessari leiktíð, sem þó hafa ekki tapast, heldur jafntefli eða eins og í dag sigur, erfiður sigur. Síðan eigum við magnaðan leik eins og á móti BM, þar sem flest gekk upp. En þrátt fyrir allt eru 3 stig í húsi, það er sem skiptir máli.

  YNWA

  1
 17. Sma pæling, hefði ekki verið rað að leyfa Salah að taka vitið, reyna að koma sma sjalfstrausti i hann aftur, veit að það hefði verið áhætta miðað við hvernig hann hefur verið að spila en samt………..?

 18. Mane heldur lífi í baráttunni, hef miklar áhyggjur af Fabinho, hægur, slappur, stimplar allt heim eða tilbaka , sennilega lært af Henderson og svo er Robertson að koma upp um sig, tekur aldrei mann á og er með alltof marga sendingafeila, af hverju finnst mér að Arnold nenni þessu ekki

 19. Ég held að allur drulluáròðurinn sem Salah varð fyrir um meint svindl og fisk hafi haft töluverð àhrif á hann…virðist hrökkva undan frekar en að beita líkamanum eins og hann gerði… nokkrum sinnum í undanförnum leikjum hefur hann reynt að standa af sèr tæklingar og tapað á því. Sýnir hvað skíta àróður fjölmiðla og misviturra sérfræðinga/andstæðinga getur gert!

  17
 20. Sammála Þóri hér fyrir ofan varðandi áhrfin sem drulluáróðurinn virðist hafa á Salah.

  Mjóg góð skýrsla þó ég sé reyndar smá ósammála einu atriði í henni. Ég geri mér grein fyrir því að kannski er ég einn um þá skoðun en mér finnst Salah vera dæmdur full hart og eiga skilið betri einkunn en 3,0 fyrir leikinn. Að vísu get ég ekki neitað því að ekkert gekk upp hjá honum og sjálfstraustið hjá honum virðist ekki vera mikið hjá honum þessa dagana. En hann má þó eiga það að hann var að reyna allan leikin (reyndar stundum að reyna of mikið) og var alltaf að bjóða sig og var mikill þáttakandi í leiknum. Vakti sérstaka aðdáun mína þegar að hann keyrði til baka í einni skyndisókn Fullham í seinni hálfleik og varð orðinn aftasti maður hjá okkur og átti stóran þátt í því að ekkert varð úr þessari skyndisókn Fullham. Maður hefur svo oft séð það með leikmenn að þegar að sjálfstraustið skortir þá láta þeir sig týnast í leiknum og sjást ekki en það á alls ekki við um Salah og það finnst mér mjög virðingarvert. Við vitum öll hvaða hæfileika hann hefur og nú er hann eins og góður rithöfundur að kljást við erfiða ritstíflu. Ég er viss um það að þegar að 50 úrvalsdeildarmarkið kemur á munu allar flóðgáttir opnast og hluturnir aftur fara að falla með honum.

  42
 21. Manutd steikurnar vilja meina að þetta hefði aldrei átt að vera víti. Þetta var 100% klárt víti. Er einhver ósammála þvi???

  13
 22. Má ekki gleyma því að Salah dregur að sér mikla athygli og það er alltaf verið að passa hann mjög vel, hann er alltaf ógn og því losnar um aðra.
  Samt sammála nokkrum hér að mér finnst hann missa boltann auðveldlega og virðist pínu linnur. Klárlega hefur þessi umræða um hann haft áhrif og ætli það hafi ekki verið planið þ.e að komast inna sálina á honum.

  3 stig í dag kemur skapinu Lífið lag.
  Áfram svo
  Ynwa

  11
 23. Gunnar. Hefuru einhverntíma séð eða heyrt djöfladýrkendur játa að Liverpool hafi átt að fá víti eða að það sé réttur dómur þegar andstæðingur Liverpool fær rautt?

  Ef eitthvað er átti Liverpool að fá annað víti þegar Gini var tekinn niður stuttu áður en vítið sem liðið fékk var dæmt

  7
 24. Þrátt fyrir augljósa þynnku eftir fögnuðinn í meistaradeildinni þá voru okkar menn einfaldlega miklu betri en andstæðingarnir í þessum leik.
  Það vantaði þó herslumuninn til að klára þetta.
  Jákvætt hvað Origi kemur núna inn af krafti en það er einmitt það sem þarf á þessum endaspretti.
  Eftir landsleikjahlé bætist vonandi enn í flóruna menn sem geta haft jákvæð áhrif inn í leiki. Skrítið að sjá ekki Shaqiri koma inn þessa dagana en menn fara meira í passíva gírinn til að halda þegar stressið í endasprettinum magnast.
  Það gæti bitið í einhverjum leiknum sem eftir er.
  Öftustu tveir með sjaldséð mistök. En van Dijk var einfaldlega óaðfinnanlegur fyrir utan það.
  Þó svo Salah eigi erfitt uppdráttar og hann nánast haldi engum bolta þegar menn líma sig við hann þá dregur hann að sér. Mané er að nýta sér það frábærlega með sínum hlaupum. Hef engar áhyggjur af Salah, hann springur aftur út með hækkandi sól.
  Nú hreinsa menn andann með því að skipta um umhverfi og koma svo ferskir til baka vonandi.
  Spennan magnast.
  YNWA

  6
 25. Getur ekki einhver tekið með sér smá Lýsi og Brennivín og helt því í kallinn næst þegar hann á leið hjá eða á leik ? Var úti í Rome að reyna horfa á leikinn í síma mínum flöktandi milli 3G og 4G fraus alltaf rétt áður en mörkin komu og því varð ég í fyrsta skipti í vetur að horfa á þau í highlight eftir leik, en hvað um það sigur er sigur og 3 stig í hús er það sem skiptir máli.

  YNWA.

  3
 26. Eina góða við þennan leik er að hann kláraðist og þrjú stig fengust. Allt annað má gleymast. City mun strauja yfir þetta arfa slaka Fulham lið eftir landsleikjahléið með 5—6 marka mun. Við létum Fulham líta vel út í dag.

  4
 27. Það var gott að við mættum ekki sterkar liði en Fulham í dag. Fannst við eiga sigurinn skilið samt. Ágætis fyrri hálfleikur og með smá heppni hefði liðið skorað tvö mörk. 3 stig skipta öllu.

  3
 28. Mikið hrikalega var þetta mikilvægur sigur, mér gæti ekki verið meira sama hvernig þessi þrjú stig komu.

  9
 29. Vardandi Salah, tha er tha rett sem kemur fram her ad ofan ad hann er stifdekkadur I 90 minutur. En ad sama skapi er hann ad fa opnanir og plass nokkrum sinnum I leikjum sem hann fer mjog illa med. Thad vantar sannfaeringu I hann. Mer finnst hann fara I adgerdir a halfum hrada og eins og thad se eitthvad hik a honum, eins og hann se ad ofhugsa hlutina. Mer finnst hann tapa boltanum gridarlega oft og snertingarnar thungar.

  Thad er fint fyrir hann ad hvila sig sma I raudu treyjunni i nokkra daga og koma svo til baka og helst setjann a moti Spurs. Ef hann gerir thad hef eg tru a ad hann fari a flug sidustu vikur timabilsins.
  Annad med Salah sem hefur pirrad mig pinu I vetur, er hvad hann er buinn ad vera linur I varnarstodum med mjog god taekifaeri a ad taka boltann af monnum. Eg atta mig a ad hans fokus er fyrst og fremst fram a vid en mer finnst hann fara illa med taekifaeri a ad disposessa menn – og tha meina eg daudafaeri a ad gera thad, en menn labba bara framhja honum oareittir. Sjaum baedi Firmino og Mane miklu duglegri vid thetta og thad er mun erfidara ad leggja I tha.

  Atta mig a thvi ad hann atti lykil varnarhlaup til baka I gaer a moti Fulham, en eg er ad tala um thegar boltinn er nanast hans en menn labba samt framhja honum eins og keilu.

  2
 30. Það sem gleymist með Salah já vissulega er hann skugginn af sjálfum sér meðað við síðasta tímabil en cmon hann var aldrei að fara leika þetta eftir haldiði virkilega að þjálfarar hinna liðana segi við varnarmenn sína núna gerum eins og síðast ? nei er nokk viss um að það sé skipun um að 2-3 fari í hann á öllum tímum og gefi honum ekki 1 cm það hefur í raun best sýnt sig hvernig Mané hefur verið að skora í staðinn nákvæmlega útaf því það opnast pláss fyrir hann útaf þeir telja Salah enn meiri ógn en Mané.

  Það tala allir eins og Salah sé bara lélegur allt í einu samt með 17 mörk og 7 stoðsendingar semsagt í öðru sæti í EPL um þessar mundir leyfum þessum höturum að efast um Salah það skiptir okkur engu máli við erum með Mané og Firmino líka þetta er að dreifast meira núna.

  Aquero er með 18 mörk og 6 stoðsendingar og með 51% á target meðan að Salah er með 64% á target já skal alveg taka undir með það að Salah þarf að fara skora og fá meira sjálfstraust fyrir framan markið en hann er algjör lykill af því hvernig okkur gengur þó hann sé ekki endilega að skora eins mörg mörk.

  Hann kemur að fleiri mörkum en Kane og Aaubameyang og er á pari við Aquero en Salah er eini sem er ekki nógu góður ?

  17
 31. Fullham eru vaxandi undir stjórn Scott Parker. Vonandi ná þeir í stig í næsta leik 😉

  LFC hefur oft lent í vandræðum eftir CL bombur eins og við sáum í Munich og þetta var einmitt þannig leikur, post CL þynnka. Mér fannst gríðarlega góður karakter að landa 3 stigum eftir þennan ófögnuð.

  Verð að segja að það er margt sem lítur vel út þessa dagana og gefur tilefni til bjartsýni, menn að koma inn úr meiðslum, liðið komið í 8 liða í CL og með mótherja sem á að vera hægt að komast í gegnum. Topp of the league og pressan sett á City. Ekki hægt að biðja um meira á þessum tímapunkti.

  9
 32. Núna tæplega sólarhring frá leikslokum er ég til í að endurskoða aðeins einkun Salah í leiknum í svona 5,0. Fannst hann alveg sjóðandi lélegur í þessum leik og virka ansi þreyttur sem er kannski skiljanlegt. Hann er búinn að spila miklu meira á þessu tímabili en hann hefur gert áður á ferlinum. Frábært að hann fái núna tveggja vikna frí. Hann dregur áfram mikið til sín og það er með ólíkindum að horfa á meðferðina sem hann fær frá dómurum. Hann er dæmdur brotlegur við minnstu snertingu en fær sjálfur nánast ekki neitt, þetta er hlæilegt á köflum.

  Hann bjargaði okkur einu sinni ágætlega varnarlega þegar hann þaut til baka og kom í veg fyrir að Fulham næði þrír á einn stöðu. Vinnusemi sem er ekki sjálfgefin hjá elítu sóknarmönnum.

  Þetta var einn af nokkrum slæmum leikjum en það er ekki eins og hann hafi verið afleitur alla þessa sjö leiki sem hann hefur ekki náð að skora í núna undanfarið. Hann var geggjaður gegn Watford og mjög góður gegn Bayern t.a.m.

  Eins er ágætt að hafa í huga að framlínan er að skora svipað mikið samanlagt núna og á síðasta tímabili
  2017/18: 57 goals in 38 matches, 1.5 per match
  2018/19: 45 in 31 matches, 1.45 per match

  Það vantar ennþá meira frá miðju og vörn sóknarlega frekar en sóknartríóinu.

  18
 33. Sæl og blessuð.

  Nú beinast sjónir að liðinu í öðru sæti. Vissulega eru skýjabólstrar á bláum himni:

  Hver veit hvað Babel og félagar gera í næsta heimaleik? Þeir sýndu sannarlega lífsmark á köflum í gær. Oft fóru þeir illa með okkar menn, sóluðu sig í gegnum miðju og langleið að vítateig. Þá hikuðu þeir og sendu boltann til baka! Markvörðurinn var á köflum skelfilegur og bjargaði þessum þremur stigum fyrir okkur en leikurinn var samt allan tímann í járnum. Sé alveg fyrir mér að í þrengslunum þarna á þeirra heimavelli geti sitthvað gerst. Síðast sluppu City menn fyrir horn gegn Swansea. Ætla að leyfa mér að vera hæfilega bjartsýnn. 65% sigurlíkur þeirra bláu. 30% jafntefli. 5% heimasigur!

  Cardiff verður labbitúr í lystigarðinum fyrir þá fölbláu. 95% sigurlíkur. 5% jafntefli! Ekki séns að Aron og co. eigi eftir að vinna.

  Svo koma þrír leikir sem ég myndi segja nokkuð tvísýna:

  Crystal Palace á útivelli. Eftir útreiðina vorið 2014 ber ég alltaf óttablandna virðingu fyrir Arnarhreiðrinu. Gamli skröggur kann að verjast og þeir eru með fáránlega góða leikmenn. 50% útisigur 40% jafntefli 10% heimasigur.

  Tottenham á heimavelli. Hvítliðar eru með bakið upp við vegginn og verða að gefa allt í leikinn. Myndi segja að sigurlíkur City væru 60%. 20% jafntefli og 20% útisigur.

  Mu á útivelli. Það er útilokað að nokkur leikmanna Mu spili undir getu af ótta við að okkar menn hampi titlinum. Það er einfaldlega alltof mikið undir fyrir þá og í raun er eina vonin um að þeir fái eitthvað út úr tímabilinu, er gamli góði Wenger bikarinn. Leyfi mér að giska á 50% sigurlíkur blárra. 30% jafntefli og 20% heimasigur.

  Restin eru skyldusigrar fyrir City. Allir leikirnir eru skyldusigrar fyrir okkur en ég held að City komi til með að tapa stigum, tveimur til þremur.

  8
 34. leikir sem eftir eru.

  liverpool – tottenham á ekki eftir að vera walk in the park, verður erfiður leikur sem verður að vinnast, chelsea gæti verið tricky en enn og aftur segi ég að sá leikur verður að vinnast.. þessir 2 leikir gætu léttilega endað báðir á jafntefli.

  newcastle úti er ekki auðvelt og úlfarnir úti er heldur ekki auðveldur leikur en sem betur fer í lok tímabils.

  horfum á city:

  crystal palace, burnley, united og tottenham.. þetta gætu verið leikir sem sem næðu stigum af city.

  í þessu dæmi segi ég að við verðum að vinna tottenham í næsta leik, þá verða þeir basicly komnir með sömu stig og arsenal og komnir í bobba og hugsamlega gæti endað utan meistaradeildar og það er einmitt þessi eltingarleikur við meistaradeildarsæti sem gæti hjálpað okkur.

  við þurfum alla þá heppni sem til er, þetta er satt að segja allt í okkar höndum.. vinnum við alla okkar leiki efast ég ekki um að við endum fyrir ofan city.

  5
 35. Mjög góð greining hjá ykkur, háttvirtu lesendur! Ég er nokkuð viss um að sjittí munu gefa eftir á síðustu vikunum… Ekki bara óskhyggja, heldur er komin verulega þreyta í mannskapinn þeirra.

  Ég veit að ég á ekki að segja þetta en ég held að við getum klárað prógrammið okkar. Við höfum verið að klára leikina okkar en samt verið að spila ,,hálf illa”. Ég hef trú á að við munum smella saman og keyra yfir restina af tímabilinu.

  Var í ,,vinnuhelgarferð” í Póllandi með kennarakollegum mínum og einn þeirra er svona óþolandi týpa af manhúmanni. Mig langaði að grenja úr gleði þegar hann varð vitni af tapi scums í símanum sínum á veitingastað niður í bæ á laugardagskvöldinu. Sérstaklega eftir að þessi ,,ágæti” norðmaður var búinn að syngja einhverja helvítis óla gunnars söngva. Ég gæti hreinlega ælt út af þessari umfjöllun sem á sér stað í þessu landi og ég vona innilega að hann fái stöðuna en klúðri svo öllu strax í kjölfarið. Olí gunnar er nefnilega hrokatittur í anda rauðnefs. Til að toppa helgina þá unnum við svo okkar leik á sunnudeginum. Svona fullkomin helgi, eins og það kallast á góðri íslensku!

  24
 36. Sælir félagar

  Ég tek undir með Einari Matthíasi um Salah. Hann er greinilega bæði þreyttur, orkulaus og og vantar sjálfstraust. Hluti af því er dómgæslan. Hún fer með hann eins oghann sé bæði mjög grófur leikmaður og síbrotamaður á vellinum. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er leitun á jafn prúðum leikmanni og Salah. Skil ekkert í klúbbnum eða einhverjum á hans vegum að setja ekki saman myndband um þessa drulludómgæslu þar sem farið er svona með þennan leikmann.

  Það er nú þannig

  YNWA

  14
 37. Ef við tökum aðra dolluna af þessum sem eftir eru þá má MANÉ fara á 200M evra. Munum alltaf geta fundið lausn á að styrkja liðið fyrir þann aur. Vinnum við ekkert þá skulum við gleyma því að selja Mané. #mín skoðun.

  Tekið af mbl.

  Sa­dio Mané, sene­galski fram­herj­inn sem hef­ur farið á kost­um með Li­verpool í vet­ur, er sagður með efstu mönn­um á óskalista Zinedine Zi­da­ne, knatt­spyrn­u­stjóra Real Madrid, fyr­ir næsta keppn­is­tíma­bili.

  France Foot­ball seg­ir að Zi­da­ne hafi sett Mané á þriggja manna for­gangslista sinn og hvatt for­seta Real Madrid, Flor­ent­ino Perez, að kaupa hann frá Li­verpool, hvað sem það muni kosta.

  Þá seg­ir spænska blaðið Don Balon að Barcelona vilji líka fá Mané og að Li­o­nel Messi sé sér­leg­ur aðdá­andi hans og sjái Senegal­ann sem full­koma viðbót við sókn­ar­línu Katalóníuliðsins.

  Don Balon seg­ir jafn­framt að Li­verpool sé þegar búið að bregðast við þessu með því að til­kynna áhuga­söm­um að þeir muni krefjast 150 millj­ón evra fyr­ir Mané, um 136 millj­ón punda, fyr­ir Mané sem hef­ur skorað 17 mörk fyr­ir Li­verpool í úr­vals­deild­inni í vet­ur, og þrjú mörk í Meist­ara­deild Evr­ópu. Hann gerði nýj­an lang­tíma­samn­ing við fé­lagið fyrr á þessu tíma­bili.

 38. Hef enga trú á að LFC hafi sett eh verðmiða á Mané eins og þeir séu tilbúnir að selja hann. Hahaha, falsfrétt.is

  3
 39. Sælir félagar

  Sammála Halldóri um að LFC sé ekki búið að setja verðmiða á Mané. Klopp er búinn að segja að enginn byrjunarliðs leikmaður LFC sé til sölu. Hygg að verðmiðinn á Mané verði ekki undir 200 mil evra ef og þegar hann fer.

  Það er nú þannig

  YNWA

 40. Held reyndar að þessi þróun sé að snúast við. Ef leikmenn virkilega hugsa aðeins lengra en tvær vikur fram í tímann þá sjá þeir að Klopp er að gera margfalt betri hluti fyrir ferilinn en aðrir þjálfarar. Svo ekki sé nú talað um gaura eins og ZZ sem virðist vera með einhvern njálg í yrkinu sínu.

  Núna þurfum við bara að klára tímabilið á fullum krafti og helsta áhyggjuefnið hlýtur að vera þetta ,,blessaða” landsleikjahlé en ég las að aðeins 33 leikmenn frá Liverpool munu ferðast með landsliðum sínum. Vonandi koma þeir allir heilir til baka!

  3
 41. Klopp er að búa til ákveðin kjarna sem hann mun byggja í kringum. Salah/Firmino/Mane eru okkar framlínukjarni og eru allir á langtíma samning.
  Liverpool var ekkert að setja neinn verðmiða á Mane því að þótt að við myndum selja hann á 136m punda eins og verið er að segja þá er ég ekki viss um að við myndum finna annan eins leikmann á lausu til að fylla hans skarð.
  Ég tel að Klopp taki 2-3 tímabil í viðbót með Liverpool og fari svo aftur til þýskalands þar sem Bayern mun bíða hans eða Dortmund aftur en þangað til mun hann halda öllum sínum kjarna og verður engin pressa frá eigendum Liverpool að láta hann selja einhverja leikmenn sem hann vill ekki missa.
  Klopp er reyndar þannig að hann mun aldrei standa í veg fyrir leikmanni sem vill fara frá Liverpool. Coutinho fór af því að honum langaði að fara, Klopp reyndi að tala hann til en það gekk ekki og því var tilganslaust að halda í kappan.

  Við erum að upplifa eitt mest spennandi tíma hjá liverpool síðan að við vorum með rosalega sterkan kjarna frá 2005-2009. Ég held nefnilega að þetta tímabil sé frekar byrjun á einhverju rosalegur heldur en einhvern endapunktur(eða hápunktur) hjá Klopp og félögum.

  YNWA

  5
 42. Ekki séns að þessi snillingur sé að taka við þessu bjórfyrirtæki sem Bayern er. Hann er prinsipp-maður og það er alveg örugglega eitt af hans prinsippum. Frekar fer hann og tekur við Mainz 05 og rífur þá upp aftur nú eða þýska landsliðið.

  Ég held að við ættum að fara fljótlega að huga að því sem mun gerast þegar Klopp fer því þó svo að hann sé bara 50 ára að þá er ekkert víst að hann verði nema í örfá ár í viðbót hjá okkur. Auðvitað viljum við hana hann í 20 ár en það er hæpið. Getur ekki bara Gerrard farið að hætta þessu veseni í þessari mikka mús deild þarna í skotlandi og farið að læra af Klopp hvernig á að gera þetta?

  1

Kvennaliðið mætir City í bikarnum

Hvað munu margir skila sér úr akademíunni?