Kvennaliðið fær Chelsea í heimsókn

Ekki nóg með að við höfum leikinn gegn Bayern að ylja okkur við þetta miðvikudagskvöldið, heldur munu stelpurnar okkar líka spila, en núna í kvöld kl. 19 hefst leikur liðsins gegn Chelsea. Það er búin að vera svolítil pása hjá liðinu vegna leikja í bikarnum, landsleikjahlés og fleira, en nú hefst gamanið aftur.

Liðið hefur verið tilkynnt og lítur svona út:

Bekkur: Kitching, Hodson, Kearns, Babajide, Murray

Á bekknum er að finna Bo Kearns, hún kemur úr unglingaliðinu og er í fyrsta skipti (svo ég muni) á bekk með aðalliðinu. Hún er búin að vera hjá Liverpool síðan hún var 8 ára.

Við uppfærum svo færsluna með úrslitum og stöðu í deildinni að leik loknum.

Létt upphitun og liðið gegn Bayern

Bayern 1-3 Liverpool