Gullkastið – Tvö töpuð stig á Goodison

Liverpool gaf eftir toppsætið eftir ákaflega pirrandi 0-0 jafntefli á Goodison Park og ljóst að Man City ætlar ekkert að gefa eftir í þessum slag. Watford var tekið í kennslustund nokkrum dögum áður og vonandi gefur sá leikur meira fyrirheit um það sem koma skal hjá Liverpool á lokakaflanum en leikurinn um helgina. Næst er það Burnley og ferð til Munchen.  

Stjórnandi: Einar
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 230

12 Comments

 1. Það eru ótrúlega málefnalegir spekingar sem við eigum. Segja það sem þeim býr í brjósti, LFC er í jójói.
  Á milli þess að skora mörk ársins, þá lippast liðið niður í meðalmensku, hvað veldur? Við erum með mann sem á 1 mark í að skrifa söguna, er bara eins og skugginn af sjálfum sér. EEEEEEn verum jákvæðir, er bara 1 stig sem skilur á milli okkar og manc, þeir munu misstíga sig.
  Eigið góðar stundir.

  YNWA

  7
 2. hvað veldur þessu.. miðjan er vandamálið.. hún er allt of slow, það er allt svo fyrirsjánlegt sem liverpool gerir.

  okkur vantar meira skapandi miðju, uxinn er að æfa á fullu, ég vill sjá uxann, fabinho og keita á miðjunni í næsta leik, með þessari miðju þá munum við sjá mörk.

  5
 3. Hvað veldur, eitt stykki JHenderson er það sem veldur… og þá er ég ekki bara að tala um einhvern einn lélegan leik hjá honum.

  P.s. á ágætis breskan kunningja sem er harður MU fan og þeir segja að það besta við liverpool er að við höfum J.H. sem fyrirliða, segjir allt sem segja þarf.

  4
 4. Smá spá byggð á heildarstiga söfunun og síðustu 6 leikjum

  Ef spáin er rétt þá fær LFC 2 stigum meir en Man City og endar með 1stigi meir í lokin !!!

  Bara svona til gamans

  4
 5. Eru menn eitthvað að skoða OPTA? Áhugavert í umræðunni amk um Hendo að hans stat þar er ekkert spes fyrir tímabilið. Kannski er ég lesa gögnin rangt (vandræðalegt að bera hann td við Gylfa)? 0 mark og 0 skot á rammann.

  Kannski er OPTA bara eitthvað sem Houllier notaði og löngu úrelt, langaði bara að minnast á þetta.

  3
 6. Takk fyrir þetta strákar. Langar að gera athugasemdir við ummæli ykkar dagurinn og Halldór. Þið talið eins og allt sé ómögulegt og að liðið sé að falla. Þessi miðja sem þið hallmælið er m.a. ásamt öðrum búin að ná í fleiri stig í vetur en nokkurn óraði fyrir og fleiri en lengstum hefur gerst í sögunni. Á venjulegu tímabili væri liðið með 5-8 stiga forskot en eins og við vitum er óvanalega mikil stigasöfnun hjá tveimur efstu liðunum. Auðvitað má ræða það hvort hægt sé styrkja miðjuna fyrir næsta tímabil. Ef Fabhino heldur áfram að bæta sig og Keita hrekkur almennilega í gang kvíði ég engu. Síðan eigum við Ox sem getur hjálpað etv strax í vor. Síðan er nú Gini enginn sleði.

  8
 7. Áreiðanleg tölfræði sýnir okkur að Henderson er dragbítur á miðjunni og að Klopp bæði ofmetur og ofnotar hann. Áreiðanleg tölfræði sýnir okkur líka að Salah er of oft ekki að ná sér á strik á móti ,, stórliðum “. Þetta gerir Liverpool að jójó liði.

  7
 8. benta á það strax að þetta er venjulegt tímabil hvað varðar stigasöfnum fyrir framtíðina í enska.. hugsa að lið muni í framtíðinni þurfa 80 stig til að slefa í meistaradeildarsæti,þetta er bara raunveruleikinn eins og hann er orðinn í dag.

  ég vill keita inn í liðið strax í staðinn fyrir henderson.. ef menn eru eitthvað smeikir um að liverpool megi ekki gera breitingar vegna þess að þeir tapi deildinni, hérna er smá svona wake up call.. city vinnur deildina og allur heimurinn veit það, það er ekki til sá maður í heiminum í dag sem trúir öðru.

  2
 9. Uxinn að klára 40 mín með varaliðinu vonandi verður hann kominn í sæmilegt leikform sem fyrst en að vilja nota hann í næsta leik eins og Halldór vil tel ég hæpið hvað þá með Keita sem hefur ekki náð að heilla það sem af er.
  Við erum búnir að skora 64 mörk næst flest mörk í deildinni fá á okkur 15 sem er besti árangurinn og tapa einum leik því blæs ég á alla gagnrýni á að miðjumenn okkar séu ekki að standa sig.
  Við erum að keppa við svindl lið citty sem er eitt besta fótboltalið sem ég hef séð með fulla vasa fjár og kaupa nánast það sem þeir vilja, að við skulum standa þeim jafnfætis fyllir mig stolti og gleði.

  7
 10. Ox meiddist víst aftur í þessum leik með varaliðinu er þetta eitthvað lélegt grín ?

  1
 11. Miðjan mætti vera hraðari en hún er að vernda vörnina nokkuð vel.
  Við höfum það sem við höfum og stöndum við bakið á strákunum þessar örfáu vikur sem eftir eru.
  Látum okkur dreyma um styrkingu þegar glugginn opnar aftur.

  Ég er sannfærður um að menn klári dæmið. Það þurfa að vera 5 stig í toppinn áður en ég fer að efast.
  City á eftir að misstíga sig, það er næsta víst.

  Á meðan við erum solid baka til og náum að klára leiki sem við eigum að klára, þá trúi ég.
  Og við erum að gera það.
  Tveir erfiðustu útivellir okkar í sögunni gáfu okkur tvö stíg og það er gott.
  Ég dæmi ekki heilt tímabil út frá því.

  Sækjum þrjú stig um helgina.

  YNWA

  1
 12. Fólk talar svolítið um miðjuna. Mig langar að tala um soknina. Við erum með 3 sem eru í heimsklassa eða þar um bil. Frábærir leikmenn sem geta unnið leiki. Þeir hafa byrjað allir þrír nánast alla leiki hjá liðinu. Shaqiri leysti þá ágætlega af hólmi framan af vetri eða kom inna og varð fjórði sóknarmaðurinn.
  Núna er aðeins farið að draga af mannskapnum og þá eru Sturridge og Origi varamennirnir. Það er bara eins og það er. Ég fagna öllum Liverpoolmönnum og sérstaklega þegar Sturridge setti hann upp í vinkilinn á móti Chelsea. En að hafa hann sem vara stræker árið 2019 finnst mér ekki vera meistarabragur. Hans tími var 2016 ef ég man rétt. Breiddin er aðeins að hrjá okkur þannig að maður er nú bara raunsær yfir þessu öllu saman og ef liðið vinnur eitthvað þá er það bónus.
  Ætla bara njóta tímabilsins og vona að við vinnum Bayern og sláum United síðan út. Erum með langtum betra lið heldur en þeir hahaha

  2

Everton 0 – 0 Liverpool

Burnley á sunnudaginn