Everton 0 – 0 Liverpool

Okkar menn heimsóttu Guttagarð og fóru leikar þannig að hvorugt lið náði að skora. Liverpool endar því þessa leikviku í 2. sæti deildarinnar, og þarf núna að treysta á að City misstígi sig í loka leikjum tímabilsins.

Gangur leiksins

Þessi leikur var sjálfsagt nokkuð klassískur þegar borgarslagir þessara liða eru annars vegar, enda mikil barátta og talsvert um spjöld, ekkert rautt þó. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstaklega góður, besta færið fékk Salah á 28. mínútu þegar hann slapp einn í gegn og hefði alltaf átt að skora, en lét Pickford verja frá sér, Henderson átti svo skot sem fór í vörnina í kjölfarið. Ýmis önnur hálffæri litu dagsins ljós, en þó var sóknarþunginn ekki sá sami og við höfum átt að venjast, t.d. í síðasta leik gegn Watford. Maður var þó alveg rólegur, því vörnin var þétt og ekki eins og Everton væru að skapa sér nein færi svo heitið gæti.

Í síðari hálfleik átti maður von á að Liverpool myndi skipta um gír, en það augnablik bara kom aldrei. Firmino og Milner komu inn á eftir 15 mínútur í staðinn fyrir Origi og Wijnaldum, hvorugur þeirra hafði sett mark sitt á leikinn. Líklega fékk Fabinho besta færi hálfleiksins þegar hann fékk boltann á markteig eftir fyrirgjöf, en fyrsta snerting var ekki góð og boltinn var hreinsaður í horn. Salah fékk líka gott færi þegar Matip átti hlaup í gegnum vörnina og kom svo með stungusendingu inn fyrir, en aftur var fyrsta snerting ekki góð, Salah missti boltann aðeins of langt frá sér og hinir bláklæddu náðu að hreinsa í horn. Undir lokin kom svo Lallana inná fyrir Mané, en það hafði engin áhrif. Leikurinn fjaraði út og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Umræðan eftir leik

Vissulega hefur það ekkert verið sjálfgefið að koma á Goodison Park og hirða stigin þrjú. Jú það gerðist fyrir ekki löngu síðan þegar Mané skoraði sigurmarkið á 90+3, en annars hafa leikar oftar endað með jafntefli á þessum velli.
Í raun fannst manni jafnvel líklegra að Everton næðu að pota inn einu undir lokin í dag, því þeir virtust spila af meiri ákefð í restina, en sem betur fer stóð vörnin fyrir sínu. Liðið er blessunarlega ekki að fá á sig mörk, og nú er kominn mánuður síðan Alisson þurfti síðast að hirða tuðruna úr netinu, en það var gegn West Ham þann 4. febrúar. Hins vegar er ekki verið að skora nóg. Jújú, 4-0 gegn Bournemouth og 5-0 gegn Watford eru ágæt úrslit, en það eru jafntefli eins og þetta, gegn United, gegn Leicester og svo gegn West Ham sem eru að fara með stigasöfnunina. Eins og kom fram ofar er liðið ekki lengur á toppnum, og þarf því að treysta á að City tapi stigum. Slíkt er auðvitað ekki gott, og alls ekki gott að liðið sé í þessari markaþurrð sem búin er að vera í gangi síðustu vikur.

Það þarf klárlega að ræða það hvernig miðjan var að standa sig í dag. Fabinho var ansi mistækur, margar feilsendingar hjá honum. Wijnaldum virtist ekki komast í takt við leikinn. Henderson var mjög góður fyrsta hálftímann, en náði ekki að halda því. Síðan komu skiptingarnar hjá Klopp, alveg skiljanlegt að setja Firmino inn á, en hann náði samt ekki að breyta leiknum. Milner átti alls ekki góðan dag eftir að hann kom, og Lallana gerði ekki margt heldur. Miðjan okkar var því tæpast í sambandi meiripartinn úr leiknum. Það má spyrja sig hvort það hefði e.t.v. komið betur út að henda Keita inná, eða jafnvel Shaqiri, en Klopp virðist hafa eitthvað dálæti á Lallana og sjá eitthvað sem við hin sjáum ekki endilega.

Salah hefði svo gjarnan mátt nýta þetta dauðafæri sem hann fékk í fyrri hálfleik, og Mané var ekki með sömu ógnunina eins og í síðasta leik. Origi var nokkuð sprækur á meðan hann var inná. Það var samt vörnin sem stóð sína plikt í dag, líklega verður það Virgil van Dijk sem fær nafnbótina maður leiksins, Alisson gæti líka átt eitthvað skilið enda átti hann eina góða markvörslu þegar hann þurfti að skutla sér á skallabolta eftir hornspyrnu og varði vel. Það verður síðan að segjast að miðjan okkar átti ekki góðan dag, og í raun átti Klopp ekki góðan dag heldur þegar kom að uppstillingu og innáskiptingum.

Hvað er framundan

Næsti leikur er eftir viku, gegn Burnley á Anfield. Það er mjög einfalt: sá leikur VERÐUR að vinnast. Eitthvað þarf að gerast varðandi markaskorunina, og vonandi nær Klopp að fiska eitthvað upp úr hattinum, svipað og það að setja Mané fremstan sem skapaði 5-0 sigurinn gegn Watford.

En við skulum hins vegar ekki missa okkur í bölmóð. Það sem skiptir máli er staðan í deildinni í lok maí. Ekki í byrjun mars. Hefðum við kosið að halda okkur fyrir ofan City? Vissulega. En það eru margir leikir eftir í deildinni, og við spyrjum að leikslokum.

81 Comments

 1. Æi, hvernig er hún aftur tölfræðin þegar elsku drengurinn minn hann Henderson er í liðinu?

  Vinnum við ekki eitthvað færri leiki?

  ps. Þetta var ömurlegt tap á tveimur dýrmætum stigum.

  4
 2. Þetta Liverpool lið hefur ekki grimmdina sem til þarf. Að sjá hvernig þeir leyfðu Everton að tuddast og tefja án þess að svo mikið sem reiðast yfir slíkum töktum við dómarann sýnir hversu mikil lömb þeir eru andlega. Finnst þetta eitt af því fáa sem vantar í þetta annars frábæra lið okkar. Þeir eru alls ekki nógu “street-wise”. Þeir verða að fara að vera meira dirty eins og öll önnur lið á 21.öldinni. Sorry en þannig er bara leikurinn orðinn. Það að taka ekki þátt í honum kostar okkur nokkur stig á tímabili!

  2
 3. Sælir félagar

  Ég ætla ekki að tjá mig um þennan leik, frammistöðu einstakra leikmanna eða skiptingarnar hjá Klopp. Hann fer í sama flokk og Leichester, West Ham og MU leikirnir og þá þarf ekki að segja meira nema – andskotinn eigi það. En eins og ég sagði í færslu eftir MU leikinn; lið sem spilar svona vinnur ekki titla.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 4. Ekki góður dagur hjá okkar mönnum, þetta er búið að vera erfitt í síðustu leikjum utan við Watford, breiddin sem að maður hélt að liðið hefði er ekki nógu öflug, ég er ansi hræddur um að þetta hafi verið okkar síðasti séns á titlinum þetta árið, en þá er bara að stíga á gjöfina og reyna að halda í við City og styrkja liðið næsta sumar, losa sig við farþegana og gera enn betur. Áfram Liverpool

  2
 5. ÞAÐ ÞARF ENGA skýrslu eftir þennan helvítis leik. Liðið gjörsamlega andlega kraftlaust og maður skilur bara ekki þessar skiptingar. Hvað með Keita og Shaqiri? Keita staðið sig alla vega vel í síðustu leikjum…
  Já ég er brjálaður og hræddur um að þetta verði vendipunkturinn hjá okkur.

  4
 6. Fyrirsjáanlegustu úrslit allra tíma. Engin óheppni bara verðskuldað.

  Man City er að spila betur þessa dagana og eru því réttilega í efsta sæti. Okkur gekk betur að elta en vera eltir og nú erum við komnir aftur í þá stöðu, áfram gakk.

  2
 7. Fátt um fína drætti og sama spilamennskan og hefur einkennt 2019 heldur áfram. Við höfum verið arfaslakir á þessu ári fyrir undan þennan furðulega leik sem leikmenn mættu í á móti Watford. Því miður þá hefur liðið misst titilinn úr sínum höndum og verra er miðað við spilamennsku þá eru ansi litlar líkur að við séum að fara ná honum heim eftir 29 ára eyðimerkugöngu. 5 jafntefli undanfarið og Það sem hryggir mig í flestum þessum leikjum vorum við ekki nálægt því að fara ræna leiknum :/
  Held að fæst orð segi bara meira enn 1000 orð um þetta Liverpool lið okkar í dag 🙁

  1
 8. Vondur leikur. Fengum fullt af góðum tækifærum til að klára þá bláu, en fáranleg ákvarðanataka/snertingar minnti mig á bumbuboltann á sunnudagskvöldum hér á Fróni.

  City þá komið með forskotið – en þetta er alls ekkert búið. Enga örvæntingu. Nokkuð þægilegt leikjaprógram hjá okkur út mótið. Nú þurfum við að trúa á strákana að þeir taki massífa keyrslu þessa síðustu þrjá mánuði.

  YNWA!

  1
 9. 0-0 léleg úrslit í baráttuleik en ekki ætlar maður að henda einhverjum fyrir rútuna. Þótt að venjan er sú að reyna að finna einn sökudólg þegar sigrar vinnast ekki og er ég viss um að Salah fyrir klúðruð færi og Klopp fyrir að stýra okkur ekki til sigurs fá einhverja drullu núna yfir sig.

  Heimamenn seldu sig dýrt, voru að tefja , senda langa bolta og létu finna vel fyrir sér en Liverpool fékk færi til að vinna þennan leik og úta það gengur leikurinn en þegar menn nýta þau ekki þá einfaldlega vinnur þú ekki.
  Salah fékk tvö dauðafæri og Fabinho eitt en þeir náði ekki að klára þau og svo voru nokkrir boltar sem voru að skoppa inn í teig sem væri helvíti gott að myndu falla með okkur en gerðu það ekki.

  Núna er staðan einfaldlega þannig að Man City eru einir á toppnum og eigum við ekki leik inni gegn þeim og það er helvíti fúllt að láta þá fá örlögin í sínar hendur og sér maður þetta lið ekki tapa mörgum stigum þar sem eftir er(þetta er og hefur verið allt tímabilið besta liðið á Englandi á meðan að við höfum verið að hafa mun meira fyrir stigunum okkar).
  Svona nágranarleikir verða alltaf barátta og þeir eru drullu erfiðir en það pirrar mann að maður fannst við vera betri og maður fannst að okkur vantaði bara þetta eina mark til að ganga frá leiknum því að varnarlega vorum við nokkuð traustir.

  Titilbaráttan er ekki búinn en maður hefur það á tilfininguni að við máttum ekkert misstíga okkur til að landa þessum bikar en við gerðum það í dag en það þýðir ekkert að væla yfir því heldu bara fara í næsta leik og ná í 3.stig(dálítið kaldhæðnislegt að fyrrum lærimeistara Klopp eru að gera nákvæmlega sama og við en þeir hafa haft forskot í langan tíma í þýsklandandi en hafa verið að tapaleikjum undanfarið sem hefur gefið Bayern toppinn).

  YNWA – Erfiðustu útileikirnir á tímabilinu allir búnir Arsenal, Man City, Man Utd, Chelsea, Tottenham og Everton. 9 leikir eftir og þurfum við einfaldlega að vinna restina til að eiga smá séns og það sorglega við þetta er að það er ekki víst að það dugi til en maður verður alltaf að halda í vonina.

  3
 10. Af hverju skipti Klopp ekki Keita og Shaqiri inn á í stað Lallana og Milner. Stór mistök. Þetta er búið ?

  2
 11. Hvað er málið að að skipta Lallana og Milner inná en geyma Keita og Shaqiri?? Eru þeir ekki með meiri hraða og “direct football” en hinir?? Furðulegar skiptingar svo ekki sé meira sagt! Salah algjörlega týndur og búinn að missa taktinn. Henderson orðinn lúinn sömuleiðis. Smeykur um að City með meiri breidd klári þetta í vor.

  3
 12. kominn tími á þessa framlínu…Mane og Salah eru að fara með þetta…klúður eftir klúður. …bekkja þá og svo selja í sumar. Henderson og Milner ?? erum enn með menn sem eru ekki að bæta liðið. þurfum að hreinsa vel út í sumar

  1
 13. City a Utd eftir en eitt það mest svekkjandi er að það er ekki fræðilegur möguleiki á að þeir mæti með sama baráttu móð og Everton í þennan leik, af hverju? Þeir þola Liverpool menn enn minna. Að leiknum þá var þetta svekkjandi og klárlega leikur sem við áttum að klára mv færi. Salah á að gera betur og sömuleiðis Fabinho en það gekk ekki í þetta skiptið því miður. Ekki alslæmur leikur af okkar hálfu sérstaklega mv grannaslag en þetta fór eins og það fór.

  1
 14. Skelfilegt að vinna ekki eitt slakasta Everton lið
  síðustu ára, vorum bara ekki nógu góðir til þess.

  3
 15. Hvaða hvaða, áttuð þið virkilega von á að Liverpool myndi fá að valta yfir liðsmenn Everton, engu máli skiptir hver staðan er í deildinni það skiptir engu í þessum derby slag og þetta var klárlega einn af erfiðustu leikjum sem við eigum/áttum eftir. City á eftir að tapa stigi eða stigum og þetta er ekki búið fyrr en það er búið.
  Höfum trúna, þetta fer eins vel og það á að fara, héldu menn virkilega að við værum að fara að taka titil í mars ? Mótið stendur fram í maí og við teljum uppúr kassanum þá, ef stigin sem við höfum þá duga til meistaratitils þá verður það frábært en ef ekki nú þá kemur alltaf næsta tímabil. Við þurfum klárlega að bæta í hópinn til að hafa einhverja breidd, ef það gerist og við höldum svipuðum mannskap þá eigum við klárlega góða möguleika á næstu árum.

  2
 16. Sæl og blessuð.

  Should have could have… Smá súrheit og svekkelsi hérna í nokkrum liðum:

  1. Úrslitaleikjasyndrómið endurtekur sig núna í öllum ögurleikjum. Sorrí en Klopp virðist ekki ná réttu stemmningunni þegar mikið er undir.
  2. Hefði verið auranna virði að henda í reyndan liðsmann í janúarglugganum. Það hefði mátt vera einhver með betra cv en Hendó, Origi og Lallana. Og þetta lán á Clyne… rugl.
  3. Ferðin til Dubai var dúbíus og skilaði veikara liði.
  4. Í báðum leikjum, Mu og Everton, missa menn taktinn og enda í einhverjum langsendingum.
  5. Það hefði þó verið gleymt og grafið í þessum leik ef Salah hefði nýtt dauðafærin.
  6. Það er glæpsamlegt að vera ekki í efsta sæti eftir eitt, aðeins eitt, tap í deild.
  7. City er með þokkalegan meiðslalista og nú erum við komnir á hælana á þeim. Hver veit hvað gerist. Mögulega endurtekur sagan sig og þeir tapa stigum.

  3
 17. ALLTAF ÞEGAR VIÐ ÞURFUM SALAH Á AÐ HALDA Í STÓRLEIKJUM ÞÁ DRULLAR ÞETTA HELVÍTIS OFMETNA HRÆ Á SIG. HANN ER AÐ KOSTA OKKUR TITILINN. SKORAR GEGN HUDDERSFIELD EN ÞEGAR STÓRU LEIKIRNIR SPILAST ÞÁ ER HANN ALLTAF VERSTI MAÐUR VALLARINS!!! ER BÚINN AÐ FÁ NÓG AF ÞESSUM JEFNTEFLUM

  3
 18. Finnst að menn ættu að anda með nefinu áður en þeir kalla mesta markaskrár liðsins hin seinni ár hræ.

  6
 19. Þá er leikurinn búinn. Jafntefli er enginn heimsendir og þið sem æsið ykkur fram og til baka ættuð að gæta hófs í gagnrýninni. Alvöru stuðningsmenn standa alltaf með sínu liði. Umhugsunarefnin eru að vísu nokkur, bæði jákvæð og minna jákvæð:..
  ..þrátt fyrir allt er okkar lið nr 2
  ..keppnin ekki lengur í okkar höndum
  ..flest lið vildu vera í sporum Liverpool
  ..er Klopp að fara á taugum
  ..þola menn illa pressuna
  ..setja stuðningsmenn leiðinlega pressu á liðið
  ..gengur illa að skora gegn liðum sem pakka í vörn
  ..er Shagiri meiddur
  ..er tímabilið eftir 40 mörkin að þjaka Salah
  ..þarf að bekkja Salah
  ..minna leikjaálag kemur ekki vel út
  ..liðið heldur enn hreinu
  ..vörnin er nánast undantekningalaus góð eða frábær
  ..liðið er hörkugott og hef ég fulla trú á því, allt til loka

  2
 20. Gott að fá eitt stig á útivelli. Áfram Liverpool.

  6
 21. 9 leikir eftir félagar (24% af mótinu) óþarfi að taka móðursýkiskast strax.

  5
 22. Ótrúlegt að lesa sum kommentin hérna, það eru 9 leikir eftir og 27 stig í pottinum.
  Slökum

  4
 23. Það er eins og allur vindur sé úr Jurgen Klopp, nú þegar hann kennir vindi úr öllum áttum um jafntefli. Næsta verkefni verður væntanlega að detta út úr meistaradeildinni, en Klopp getur þó tæplega toppað sig úr þessu í heimskulegum skiptingum.

  3
 24. Auðvitað veit maður ekkert hvernig standið er á hópnum, kannski eru allir meiddir eða hópurinn of lítill, en hluti af þessu svekkelsi er klárlega helvítis þrjóska í Klopp eða þá stundarblinda í mesta stressinu. Til hvers í andsk að setja Lallana inn á sem lokaskiptingu þegar okkur bráðvantar mark? Hann hefur ekki skorað síðan í hitteðfyrra! Eins og Klopp er góður að rækta einstaklingana og lyfta þeim á hærra plan þá er eins og að hann detti í eitthvað safe-mode þegar mest er undir, t.d. eins og núna – og í ýmsum úrslitaleikjum – að setja vinnsluhesta inn á miðjuna í staðinn fyrir að leggja allt í sölurnar og taka frekar sjens á skapandi leikmönnum.

  3
 25. Sorry en City er ekki að fara tapa neinum leikjum og ekki á móti þeim liðum sem þeir eiga eftir en við eigum eftir að tapa stigum og gera fleiri jafntefli. Klopp er bara ekki rétti þjálfarinn fyrir okkur og virðist ekki geta klárað dæmið né kann hann að spila á móti liðum sem pakka í vörn því þá virðist hann bara ekki hafa hugmynd hvað hann á að gera.þetta er því miður ekki okkar ár og biðin mun verða lengri.

  2
 26. Sæl og blessuð.

  City á þrjá erfiða leiki í röð um miðjan apríl:

  14. CP (úti)
  20. Tottenham (heima)
  24. Mu. (úti)

  Ef þeir ná 9 stigum úr þessu rönni þá verðskulda þeir efsta sætið en ég held þeir geri það ekki. Okkar erfiði kafli er að baki þótt Chelsea og Tottenham séu eftir þá eru þau bæði á heimavelli.

  2
 27. Á ekki orð yfir ummælum sumra hér. Titillinn hvorki vinnst né tapast í byrjun mars og það eru 27 stig eftir í pottinum. City á eftir að tapa stigum og þetta ræðst í síðustu umferð.

  5
 28. Úff, vondur leikur, vond úrslit og vond staða sem við erum komnir í.

  Auðvitað er þetta ekkert búið, 9 leikir eftir og allt getur skeð. Það er hins vegar full ástæða til að hafa áhyggjur af liðinu eins og Souness bendir á. Það er mikil taugaveiklun hjá leikmönnum og allt of margir farþegar í liðinu um þessar mundir. Jú, jú, við getum pirrað okkur út í Salah og Fabinho að hafa ekki nýtt þessi færi, en hvað er að frétta af miðjumönnunum okkar þegar kemur að sóknarleik? Ekkert, nákvæmlega ekki neitt. Hvað eru miðjumennirnir okkar búnir að skora mörg mörk á tímabilinu? Mjög fá, það er ljóst.

  Hvað um það, áfram gakk. Burnley næst á Anfield, skylusigur að sjálfsögðu. City mun ekki misstíga sig á heimavelli á móti Watford.

  1
 29. Mikið svakalega fer þetta í taugarnar á mér og þá er ég ekki að tala um leikinn heldur sófasérfræðingana hérna inni sem kalla sig stuðningsmenn. Ég get svo sem “ignorað” stráklinga eins og Andra og Gunnar, enda geta þeir ekki verði mjög gamlir svona miðað við skrifin, en ég er meira hissa neikvæðninni í mönnum eins og Sigkarl.
  Hélt einhver að þetta yrði léttur leikur á heimavelli Everton. Eru menn hissa á að hann setti Milner inn á í svona Derby slag frekar en Keita. Milner átti flottan síðsta leik en Keita búinn að vera mistækur.
  Auðvita er ég fúll að hafa gert jafntefli, en skrifin hjá mönnum hérna inni fara miklu meira í taugarnar á mér. YNWA (nema þegar þið vinnið ekki……).

  6
 30. Í alvöru talað. Eru menn bara farnir að kalla Salah hræ, selja Mané og Klopp er ekki rétti maðurinn? Slökum aðeins á.
  Það er nóg eftir af þessu. T.d á City eftir að fara á Old Trafford og þeir eru í hatrammri baráttu um CL sætið. Sama hversu illa þeim er við Liverpool þá verða þeir að fá úrslit þar.

  Það á margt eftir að gerast áður en þetta mót klárast.

  3
 31. Helvítis like ekki að virka ætlaði bara að líka við hjá Steina hann segir allt sem segja þarf.

  YNWA.

  3
 32. Sammála Steina. Margir hérna að haga sér eins og ofdekraðir frekir krakkar (Og það vita allir að það eru leiðinlegustu krakkarnir) og ættu að skammast sín.

  Þetta var aldrei að fara verða walk-in-the-park í dag. Ég hef þurft að minnast svo oft á það, við svo marga, að á vellinum eru 11 andstæðingar gegn þínu liði. Þetta eru nákvæmlega eins menn sem vilja nákvæmlega jafn mikið vinna leikinn og þú og þínir kallar. Stundum spilar dagsform inn í, stuðningur getur gert það, dómarinn, taktík, orka, þreyta, vilji, heppni, óheppni…… meira segja getur vindurinn spilað inn í, þó margir utd menn haldi að það sé í fyrsta skipti í sögu fótboltans sem það gerist eftir daginn í dag….

  Viljinn hjá Everton var bara meiri í dag, því miður. Og það þýðir ekki að viljinn hafi ekki verið neinn hjá okkur. Settu þeir leikinn vel upp? Nei alls ekki, þetta var skíta taktík en hún virkaði, dúndra fram og tefja. Það er viðbjóður að horfa á þetta og þeir munu eflaust ekki nota þetta gegn neinum öðrum en okkur. Þeir voru á heimavelli með 35 þúsund manns með það eina markmið að hjálpa sínum mönnum í gegnum 90 mínútur án þess að tapa. Og viti menn, jafnteflið var sigur í þeirra augum. Það er svo stutt á milli hláturs og gráturs, Salah með aðeins meiri fókus og heppni hefði getað klárað þetta í fyrri hálfleik með tvem mörkum, game over og öllum drullu sama hvort að Lallana hafi komið inná eða ekki. Við hefðum líka getað tapað ef eitt að þessum hálffærum þeirra hefði dottið fyrir lappir Gylfa.

  Ég mæli með því að menn taki nokkra djúpa andadrætti og hugsi dæmið upp á nýtt. Baráttan um fyrsta sætið mun líklega ráðast í síðustu umferð. Það verða pottétt 2-3 sveiflur í viðbót. Ef einhver hefði boðið mér að vera einu stigi eftir City eftir 29 umferðir í byrjun mars hefði ég líklega beðið manneskjuna að vera raunsæa og hafa þau allavegana þrjú.

  Hef ég trú? já svo sannarlega.

  YNWA

  2
 33. Jájá svekkjandi jafntefli.
  En að henda inn handklæðinu í byrjun mars eins og sumir hér inni er barnalegt.
  Viljið þið fá titilinn í coco puffs pakka?
  Það verður barátta til enda, blóð sviti og tár.
  Ævintýralega spennandi umferðir og þannig vil ég hafa það takk fyrir.
  Fyrir utan að ég trúi að við löndum þessu á endanum.
  YNWA

  1
 34. Sælir félagar

  Takk fyrir skýrsluna Daníel hún segir allt sem segja þarf og er á svipuðum nótum og það sem flestir hér segja en ef til vill með lágstemmdara orðfæri. Það er gott að einhverjir eru ánægðir með leikinn, stigið og allt. Ég er það ekki og skammast mín ekkert fyrir það. Það var enginn að búast við flugeldasýningu og rúst í þessum leik þó sumir (eins og ég) hafi látið digurbarkalega fyrir leik. En þessi frammistaða var ekki góð svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

  Það eiga eftir að verða fleiri leikir á útivelli þar sem lið pakka í vörn og frammistaða eins og í dag mun ekki brjóta þau á bak aftur. Það er engin ástæða til að ætla að Liverpool tapi færri stigum en MC miðað við spilamennsku þessara tveggja liða undanfarið. Að sjá þetta ekki er merki um blindu frekar en raunsæi. Það kemur því ekkert við hvort fólk er góðir stuðningmenn eða vondir. Það virðist þjóna lund einhverra að kalla aðra vonda stuðningsmenn ef þeir eru óánægðir með Liverpool liðið. Þvílíkt bull.

  Ég er búinn að styðja þetta lið lengur en öndin hefur þökt í vitum flestra sem hér eru að tjá sig. Sá stuðningur hefur verið óbilandi í áratugi og það nokkuð marga. Sá stuðningur er óbilaður enn. Samt tel ég mig þess umkominn að gagnrýna frammistöðu liðsins þegar ástæða er til. Frammistöðu stjórans líka. En ég styð Jurgen Klopp meðan hann er stjóri Liverpool en ég gagnrýni hann ef mér finnst ástæða til. Svo nenni ég ekki að hlusta á eða svara þessu kjaftæði um góða og vonda stuðningsmenn framar. Menn geta bara átt sig með það.

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
 35. Bíddu halló Habnafjörður…

  Mér finst ég vilja gráta smá þegar ég fattaði að svona margir aðdándamenn Liverpool eru svona leiðilegir og neikveðnir með liðið okkar. Ha?? Fist þegar ég var að byrja að horfa á kop.is þá var ég svo gleðinn með jàkveðnina og liðshemdina í hópnum og svo loggs þegar við erum búnir að vera betri en nokkursinnum í mörg ár þá fara allir bara að væla eins og Skúli frændi þegar hann er fullur og seigja að selja Klopp! Vó!? Erekki í læji með alla suma hérna? Mér finst Steini vera mjög sannlegur með sem hann sægði. Ef það má selja eitthvern þá eru það sona frekir aðdàndamenn. Við erum Liverpoolmenn og ættum að vera kátlegir með að vera smá svekkjaðir með glötuð stig því við erum kannski næstuþví að vinna bikarmeistaradeildina loggsins, ekki bara reina vera í númer 4 til að spila þarna Tjempjons deildinni.
  Hættið að grenja eins og auli og halda með liðinu okkar!
  Áfram Liverpool!!!!
  Newer Walk alon!!!

  2
 36. Ótrúlegt að lesa skammaryrði hérna og uppgjöf, eins gott að sumir af ykkur séu ekki að þjálfa eða spila með liðinu okkar ?

  Ég horfði á þennan leik og þetta var bara týpískt derbyslagur. Við vorum sterkari en nýttum ekki færin í dag, því miður.

  City voru búnir að vinna deildina í fyrra á þessum degi en því fer nú víðs fjarri að svo sé nú!

  Við eigum alltaf Brendan okkar í lok tímabilsins og ef hann hjálpar okkur að vinna deildina þá mun taka Hatara-dansinn á Klaustrinu!

  3
 37. Demit, það virðist allt mojo vera fara úr okkar liði. Þriðji 0-0 leikurinn á skömmum tíma. Það næst ekki upp nein meistarapressa í lokin á leikjum.

 38. Mér finnst ekkert skrítið að mojo-ið sé aðeins farið úr liðinu. Við höfum gott lið með góða leikmenn en því miður er ekkert winning-mentality í hópnum okkar. Milner kannski með einhverja titla en þeir eru ekki mikið fleirri. Þegar bætist ofan á það að svo virðist vera að allur heimurinn vilji að City taki þetta og keppist um, að annaðhvort tala Liverpool niður eða andstæðinga Liverpool upp á hverjum degi ásamt allri pressunni sem stuðningsmenn okkar setja á okkar ástkæra lið þá er ekki skrítið að taugarnar þenjist, mistökum fjölgi og stigum fækki.

  1
 39. Fullt af kommentum hérna að ofan sem segja það sem ég vildi koma á framfæri.

  Setjum nú okkur aðeins í spor Everton manna. Þetta var eini leikurinn sem eftir var í mótinu sem skipti þá einhverju máli. Þeir börðust mjög vel og eiga hrós skilið. Við áttum ekki frábæran leik vegna þess að þeir lokuðu á allt og voru miklu grimmari. Færanýting hefur alveg verið töluvert verri og fjandinn hafi það, við höfum tvisvar unnið á Goodison síðustu 9 árum. Þetta var erfiðasti útivölllutinn sem við áttum eftir og svo eigum við vængbrotin Chelsea og Tottenham heima. City eiga Tottenham heima og ManUtd úti.

  Bæði lið eiga ennþá eftir að tapa stigum og það eina sem hægt er að gera núna er vona að þau verði fleiri city megin.

  Anda.

  2
 40. klopp setti allt í sömu körfu og keyrði á deildina sem var einmitt það sem við vildum.. maður vissi fyrirframm þegar maður horfði á leikjaprógrammið að united og everton yrði leikir sem við myndum droppa stigum.. samt sé ég ennþá möguleika á að droppa 2 stigum í viðbót í eitt jafntefli á móti chelsea eða tottenham.

  vitum að city á crystal palace eftir úti, einmitt þeir unnu city á etihad í vetur, þeir eiga líka úflana eftir úti já og united sem er að berjast um að ná meistaradeildarsæti.. þannig að city á hæfilega eftir að droppa stigum.

  það er nóg eftir í pakkanum.. og hugsa ég að þetta ráðist ekki fyrren í síðustu umferð.

 41. Skil ekki alveg þessa notkun á Keita. Búið að vera bras á honum, spilar síðan sinn lang besta leik gegn Bournemouth, á fínan leik gegn Bayern og svo eftir það fær hann ekki mínútu! Algerlega tilraunarinnar virði að setja hann inn á þessa steingeldu miðju sem við stillum upp leik eftir leik. Ekki missklija mig en þetta eru fínir miðjumenn sem við eigum en miðja skipuð af Fabinho, Wijnaldum, Henderson/Milner er ekki að fara gera neitt sóknarlega. Fyrir utd leikinn var talað um að það þyrfti bara að taka Pogba úr umferð og þá væri miðjan farin hjá þeim, hvern þarf að stoppa hjá okkur???

  2
 42. er enn ógeðslega svekktur eftir þennan leik. Ótrúlega döpur frammistaða og ég tek undir orð James Pearce hjá Liverpool Echo að það er ekki hægt að afsaka það neitt að fara á sama level og Everton. OK. það var hægt að lifa með jafntefli á Gamla klósettinu en ALLS EKKI Guttagarði. Er líka frekar pirraður út í Klopp að fara að kenna vindinum um hvernig fór.

  Auðvitað er þetta ekkert búið, langt í frá, en City er komið í bílstjórasætið, 9 umferðir eftir og við höfum spilað mjög illa úr okkar málum eftir áramótin, það er því miður þannig.

  Veit ekki hvar City ættu að tapa stigum úr því sem komið er. Alls ekki á Gamla klósettinu allavega. United menn munu örugglega hvíla Pogba, Rashford og DeGea fyrir þann leik.

  Þetta er vondur mánudagur.

 43. Liverpool var aldrei nálægt þvi að setja mark i gær. Sóknin steingeld eins og i mörgum jafnteflisleikjum að undanförnu. Vörnin hins vegar pottþétt með heimsklassa markvörð bak við sig. Það skyldi þó aldrei verða þannig að varnarleikurinn skili okkur Englands meistaratitlinum i vor.

  1
 44. Eins og scouserinn sagði:

  “calm down, calm down, calm down”

  Nóg eftir og ég hef enn bullandi trú á verkefninu, Klopp og liðinu.

  Við erum Liverpool og við verðum að trúa.

  3
 45. Það er oft svo stutt á milli hláturs og grátust í þessu sporti að hálfa væri nóg og stundum falla hlutir með manni og stundum ekki.

  1. það munaði millimetrum að við kæmust yfir gegn Man City
  2. Keita átti allan daginn að fá víti gegn Leicester og Winaldum gegn Man Utd
  3. Salah fær dauðafæri gegn Everton og Fabinho líka

  Á meðan fær Man City mjög soft víti gegn West Ham og skora mark sem markvörðuinn átti að verja gegn Bournmouth.
  Þetta er samt allt EF og HEFÐI sem skilar sér í engum stigum en segja manni að það er oft mjög lítið á milli. Þú getur verið að spila vel en færð ekki mörg stig og svo getur þú verið að spila illa og fengið hlutina með þér og nælt þér í 3 stig.
  Liverpool liðið hefur spilað verr á útivelli gegn Everton og sigrað en í gær var liðið mjög þétt, fékk þrjú dauðafæri sem það skoraði ekki úr og fer því heim með 1 stig. Það er engin ánægður með 1 stig einfaldlega af því að við erum í titilbaráttu en eins og einn fótboltasérfræðingurinn sagði eftir leikinn í gær að stig á útivelli gegn Everton eru aldrei léleg úrslit en við þurftum samt meira.

  Maður sagði það eitt sinn að ef við værum á toppnum eftir þennan Everton leik þá væri maður bjartsýn á að við myndum enda á toppnum í lokinn en núna erum við búinir með erfiðustu útileiki tímabilsins og erum 1 stigi á eftir Man City.
  Þetta verður drullu erfitt en þetta er ekki búið og maður hefur fylgst með þessu sporti í áratugi og veit það að það á eftir að koma óvænt úrslit þegar taugarnar verða þandar.

  Höfum trú á verkefninu YNWA

  Liðið okkar er drullu sterkt. Það sem okkur vantar er þessi skapandi miðjumaður en við fylltum aldrei þetta Coutinho skarð heldur settum bara annan vinnuhest á miðjuna sem skilar sér í því að við fáum varla mörk á okkur( 15 mörk í 29 leikjum er auðvita stórkostlegt) en samt höfum við náð að skora 64 mörk á tímabilinu sem þýðir að við erum alveg áægir að sækja líka( Man City eina liðið með fleiri mörk en við).
  Klopp er að búa til gríðarlega sterkt lið sem þarf aðeins að fínpúsa og fá meiri breydd, þetta verður ekki síðasta árið hans í toppbaráttuni á Englandi.

  5
 46. Sælir félagar

  Að athuguðu máli er ég algerlega sammála Sigurði Einari hér fyrir ofan

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 47. Þessir leikir. Það er ekki nema vegna stórkostlegra afglapa í starfi hjá Pickford að þessir darby leikir væri ekki ömurleg skemmtun þetta tímabilið. Sleppi bara að horfa á þá á næsta tímabili.

 48. Ég hef miklar áhyggjur af Mohamed Salah sem iðulega týnist í leikjum þegar mikið liggur við, eða það er amk tilfinning mín og sennilega deila margir henni. Andstæðingar Liverpool hafa náð að halda Salah niðri með því að líma vinstri bakvörð sinn á hann. Sást vel í gær að Digne elti Salah lengst upp að miðlínu og fylgdi honum eftir allan leikinn. Þetta hefur maður séð fleiri bakverði gera hjá nokkrum liðum og yfirleitt er Salah frekar tíðindalítill í þeim leikjum. Að því sögðu fékk Salah úrvalsfæri til að skora en nýtti það ekki sem undirstrikar það að hann virðist aðeins eiga erfitt uppdráttar núna, undantekningn sem sannar regluna var vissulega frábær frammistaða gegn Watford (þó án þess að skora) en Watford spila yfirleitt þannig að kantarnir eru vel opnir og leikjaplan Klopp gekk fullkomlega upp í þeim leik.

  Ég hef hinsvegar tröllatrú á þessu verkefni og það sannast enn betur þegar eftirfarandi tíst er lesið

  @LFC have faced Everton twice previously on 3rd March. Both times at Goodison. Both times Liverpool avoided defeat. Both times went on to win the title (and a European trophy) – 1973 and 1984.

  2
 49. Hvað er í gangi með Klopp, farinn að haga sér eins og Móri. Þolir ekki spurningar blaðamanna, engin að spyrja rétt að hans mati. Vindur hefur orðið áhrif leikinn hjá honum, eða var kannski svona mikill vindur að hann gat ekki hugsað nógu betur um inna skiptingarnar. Og svo toppar hann þetta með að láta boltastrák fanga athygli sýna.
  Held að allir hjá lfc þurfi að hissja upp um sig buxurnar.

  3
 50. Gefum þessu tíma Klopp er búa til gott lið bla bla bla vá hvað ég er orðinn þreyttur á þessum orðum sem sumir eru búnir að nota í mörg ár. Er að búa til gott lið hva í ósköpunum þarf maðurinn mörg ár ég bara spyr. Hvað tók þetta langan tíma hjá solskjær að rífa upp Utd mörg ár kannski NEI nokkrar vikur og þeir eru komir í 4 sætið og menn ætla virkilega að þræta fyrir það að Klopp sé góður þjálfari ,en nei hann er það ekki kannski ekki vondur þjálfari en ekki sá besti og ef ég man rétt þá var hann farinn að dala þegar hann kom frá Dortmund. Ég held því miður að þrjóska og vondar ákvarðanir séu að skemma fyrir Klopp og hann er ekki að fara vinna neitt með Liverpool.

  3
 51. Velkominn á spjallið Robbi Utd maður 😉
  Það þarf engan tíma liði er orðið drullu gott nú þegar og hefur Klopp gert frábæra hluti með Liverpool. Ég er á því að ef vatnsberi Man utd þá hefði tekið við liðinu þá hefðu þeir flugið upp töfluna enda allt komið í bullandi leiðindi í klefanum. Man utd liðið er eitt það dýrasta í deildinni(liðið þeira er bæði dýrara og með mun meiri launakostnað en t.d liverpool liðið) og að þeir séu að berjast um Wenger bikarinn er auðvita skelfilegt tímabil hjá þeim.

  Látum okkur sjá samt Liverpool liðið
  Markvörður = Heimsklassa
  Vörn= Ein sú besta í evrópu
  Miðja = Vinnsluhestar en vantar smá gæði fram á við
  Sókn = Heimsklassa
  Breydd= Betri en var en vantar samt meiri

  Við erum aftur á móti að berjast við Man City
  Markörður= Heimklassa
  Vörn= Frábær
  Miðja= Heimsklassa
  Sókn= Heimsklassa
  Breydd = Ein sú besta í Evrópu

  Þetta er virkilega krefjandi verkefni en við náum aldrei að spila eins fótbolta og Man City því að við höfum ekki fjármagn í það en við þurfum að þétta vörnina meira en þeir, við þurfum að nota smá kraft og gauragang meira en þeir og þannig höfum við verið að ná í stig.

  Eitt besta Liverpool lið í söguni er 1988 liðið en það náði 90 stig í 40 leikjum sem gerir 2,25 stig í leik.
  Liðið okkar í dag er með 70 stig eftir 29 leiki eða 2,4 stig í leik og er því að fá meiri út úr hverjum leik en líklega eitt af okkar allra bestu liðum.
  Við erum einfaldlega að berjast við algjört ofurlið í ár(þetta er ekkert Leicester tímabil 2016 þar sem 81 stig duguðu til).

  Klopp tók við Liverpool á miðju 2015/16 tímabilinu þar sem liðið endaði í 8.sæti með 60 stig
  2016/17 komu t.d Mane/Winjaldum/Matip inn í liðið en hann hreinsaði til og 15 leikmenn fóru frá liðinu. Liðið vann Wenger bikarinn og endaði með 76 stig

  2017/18 Salah/Robertson/Ox/Dijk(solanke líka) og liði náði aftur Wenger bikarnum en núna meira sanfærandi en með 75 stig en meistaradeildinn var pínu að trufla deildina.

  2018/19 Alisson/Keita/Shaqiri/Fabinho og liðið er að berjast um titilinn með 70 stig eftir 29.leiki

  Klopp er búinn að rífa þetta lið frá miðjumoði í að vera contender í meistaradeild og berjast um Enskatitilinn og skilja lið eins og Chelsea, Tottenham, Man utd og Arsenal langt fyrir aftan okkur í deildinni.

  Nánast öll hans kaup hafa virkað sem er fáranlegt en það er helst 4,7 m króna kaup á Karius sem klikkuðu(Solanke var keyptur á 4 m punda og seldur á 19 m punda svo að það voru nú ekki slæm fjárfestin á einu ári).

  Klopp er ekki bara góður þjálfari hann er heimsklassa þjálfari. Það hefði verið miklu auðveldara að fara til Bayern, Man utd, Real, Juventus en öll þessi lið hafa haft samband við kappan undanfarinn ár og farið í verslunarleiðangur en eins og með Dortmund þá er Liverpool alvöru áskorun þar sem penningar vasanir eru ekki fullir( þess má geta að Liverpool hefur verið í sögulegum hagnaði eftir að Klopp tók við) og ég mann eftir ástandinu á liðinu þegar hann kom og ég sé hvernig ástandið er núna og sem Fowler sem mitt vitni þá er liðið búið að taka ótrúlega framfarir á skömmum tíma að annað eins hefur ekki sést síðan að Bill Shankley mætti á svæðið.

  YNWA

  p.s Klopp er ekki yfir gagnríni hafinn þótt að maður talar um að hann sé heimsklassa en allir stjórar gera misstök. Það sem hann hefur samt gefið manni er trú og fyrir það fær hann traust og ég efast um að margir stjórar hefðu getað rifið þennan klúbb eins hratt upp og Klopp(the normal one)

  20
 52. Sælir félagar

  Það er fallega gert af þér Sigurður Einar að hýða þennan MU strák hæls og hnakka á milli. Svona fullkomlega málefnasnauður bullukollur og aulaskapurinn fram úr hófi þarf á hirtingu að halda.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 53. Ha ha ha er búinn að halda með Liverpool síðan 1979 og hef alveg séð bæði sigra og töp en þessi maður er bara ekki að gera góða hluti sorry og hann er búin að fá langan tíma og er líka búinn að fá fullt af góðum mönnum og já líka fullt af peningum en samt er hann að drulla á sig á síðustu metrunum og virðist ekki geta klárað dæmið því það er ekki nóga að spila til úrslita þú þarft að vinna líka þá leiki og það virðist Klopp ekki geta.

  1
 54. Nú er mér öllu lokið. Ég vil bara ekki heyra þessa neikvæðu Klopp gagnrýni. Þetta með vindin og að hann þoli ekki gagnrýni er tilbúningur á samfélags miðlum. Orð hans eru slitin úr samhengi og búnar til fyrirsagnir sem eiga sér enga stóð í raunveruleikanum. Klopp er að besta sem hefur gerst hjá Liverpool á seinni árum . Hver er þessi “robbi” sem er yfir sig ástfanginn af sínum Solskjaer og svo svakalega ánægður með árangur United á sl vikum svo hann heldur varla vatni . Getur hver sem er skrifað hér á síðuna jafnvel hörðustu stuðningsmenn United.

  4
 55. Ef að innleggin hans Sigurðar Einar væru ekki svona assgoti löng þá myndi ég vilja innramma þau og hengja upp á vegg 🙂

  Þetta Liverpool lið er búið að tapa EINUM leik í deildinni á þessu tímabili, EINUM, og það var gegn einu lang best mannaða liði sem sést hefur frá því að homo sapiens fyrst reimað á sig takkaskó. Sá leikur fór fram á útivelli og City liðið þurfti einn sinn allra besta leik til að landa naumum sigri. Þetta City lið væri búið að klára þessa deild og stinga alla af fyrir löngu síðan ef ekki væri fyrir Klopp.

  Við höfum núna fengið tvö markalaus jafntefli gegn erkifjendum á útivöllum þar sem boðið var upp á gamaldags skítabolta. Ekki töp, heldur jafntefli. Framundan eru 9 leikir og 27 stig. Ef allt fer á besta veg gætum við endað í 97 stigum en samt endað í 2 sæti. Ég ætla að reyna að horfa á alla þessa leiki og njóta þess í botn að vera í baráttu um titilinn við þetta ótrúlega vel mannaða lið MC. Ef það gengur ekki þá bara gengur það ekki og áfram gakk.

  Þeir sem kjósa að vera í fýlu yfir öllu öðru en blússandi sigurgöngu alla daga þurfa að láta balansera hjá sér væntingarstangirnar.

  17
 56. hvernig sem þetta fer þá vona ég að klopp verði þarna næstu 10 árin 🙂

  bíð spenntur eftir að sjá hvaða stórstjörnur hann kaupir í sumar…. 🙂

  3
 57. Eitt alveg óviðkomandi leiknum, en þessar breytingar á síðunni finnst mér alveg glataðar, skil ekki þörfina á að breyta því sem var virkilega fínt.

  3
 58. Það hljóta að koma upplýsingar um þetta í podcastinu á eftir

 59. Hífa og slaka, við erum augljóslega aðeins að vinna í síðunni, fór smá í mínus hjá okkur um helgina og erum að reyna laga það.

  15
 60. Eitt er það þó og það um Henderson karlangann,en það er ekkert að frétta framávið með hann á miðjunni – ekkert.

  Salah týndur og klaufskur á stundum. Þetta færi á móti Pickford á að klára – punktur.
  Lífið heldur áfram en ég vil sjá meira af Keita.

  Hatrið mun sigra……(allir vilja að City sigri,nema þá við).

  3
 61. Það segir sína sögu þegar Everton fagnar 0-0 jafntefli eins og þeir hafi verið að vinna bikarúrslitaleik.

  Áfram gakk, nóg eftir af mótinu og við náum toppsætinu aftur!

  5
 62. Hvaða rugl er þetta í kommentum.

  Milner er settur inn af því að Liverpool var að tapa miðjusvæðinu, hann átti greinilega að setja pressu á miðjumenn Everton og þröngva þá í erfiðari sendingar.
  Lallana er skapandi leikmaður sem getur komið með lykilsendingar, þess vegna var hann settur inná.

  Augljóslega þá skilaði hvorug skiptingin sér en það er auðvelt að sjá hvað Klopparinn var að reyna.
  Það sem okkur skorti í þessum leik var frammistaða frá Wijnaldum, mest skapandi miðjumaður Liverpool, sem náði aldrei takti við leikinn. Annars frábær leikmaður.

  Mótið er klárlega ekki búið og allt tal um það að pressan sé e-h frekar á Liverpool en Man City er bara kjánaleg.

  3
 63. Ömurlegar fréttir frá Madrid. Ég var svo búinn að hlakka svo til að slátra þeim í þessari keppni og ná
  þannig fram sætri hefnd.

  2
 64. Ein áhugaverð EPL 38 leikja staðreynd:

  Ferguson náði mest 91 stig 99/00
  Wenger náði mest 90 stig 03/04

  Það eru allar líkur á því að LFC endi með yfir 94 stig en vinni ekki endilega EPL!?!?

  4
 65. Afhverju var ekki búið að kaupa Dusan Tadic frá stórútsöluliðinu Southampton ? Er hann ekki þessi 10 sem okkur vantar ? Ekki það hann vill örugglega komast aftur í bestu deild í heimi þannig að upp með veskið í sumar Klopp.

  YNWA.

  3
 66. Vá, ég sem var orðinn mikill aðdáandi VAR-kerfisins. Skil ekki hvernig í fjandanum dómarinn getur metið það að dæma eigi víti á það að fá boltann í afturendann á sér. Þetta lyktar eins og kúamykja.

  3
 67. Ótrúlega leiðinlegt og skrítið að segja það…. en United er með svona þúsund sinnum meiri neista og trú heldur en við nokkurn tímann, sérstaklega eftir leik kvöldsins!

  4
 68. Á hvað varst þú að horfa Svavar boltinn fór alltaf í hendina á Frakkanum og já það er karakter í þessu Scum liði því miður.

  7
 69. gamla góða Solsker lukkan að koma þeim áfram aldrei víti aldrei og sérstaklega þegar horft er til þess að í ensku deildinni virðast hendur bera orðnar partur af leiknum svo oft fer boltinn í hendi í þar að hálfa væri hellingur og líka með það í fersku minni að LFC átti að fá 2 stk víti á móti þessu lukku liði sem ég hef varla geð á að nefna nafni svo mikið er óbragðið í mínum munni. En jákvæða við er að Ajax og Lukka eru kominn áfram og því vona ég svo innilega að við förum áfram og mætum öðru hvoru þeirra!

  YNWA.

  5
 70. Ég horfði á þetta í beinni og stend fastur á því, aldrei víti. Varnarmaðurinn snýr rassgatinu í boltann og hoppar upp. Enginn ásetningur og algjör gjöf. Finn ennþá skítafýlu af þessu.

  6
 71. Utd taka bikar í ár. Annaðhvort FA eða CL. Meðan við vinnum líklega ekki neitt. Virðumst bara ekki getað klárað verkefnin. Þrír tapaðir úrslitaleikir undir Klopp.

  8
 72. Vær ekki ráð fyrir ykkur United menn að vera bara á ykkur spjallsvæðum?

  8

Byrjunarliðið gegn Everton

Gullkastið – Tvö töpuð stig á Goodison