Byrjunarliðið gegn Everton

Ekki miklar breytingar síðan í síðasta leik, og Origi byrjar þar með tvo deildarleiki í röð síðan égmanekkihvenær.

Alisson

Trent – Matip – Virgil – Robertson

Fabinho – Henderson – Wijnaldum

Salah – Mané – Origio

Bekkur: Mignolet, Milner, Keita, Lallana, Sturridge, Shaqiri, Firmino

Gæti auðvitað alveg verið eitthvað meira í ætt við 4-2-3-1 með Fabinho og Henderson samhliða á miðjunni, og Gini meira framliggjandi. Kemur í ljós.

Firmino er semsagt orðinn nógu hress til að vera á bekknum, mikið væri nú gaman að sjá hann koma inn og valda smá usla í Everton vörninni.

Minnum svo á #kopis myllumerkið á Twitter, nú eða umræðuþráðinn við þessa færslu.

54 Comments

  1. Daníel. Gylfi er aldrei okkar nema í landsleikjum og ef hann gerir eitthvað gott gegn djöflunum

  2. Gylfi heldur með Man Utd, spilar með Everton og sagði nei við Liverpool fyrir Tottenham.

    Koma svo Liverpool!!!

  3. Greinilegt að kaldhæðni skilar sér ekki vel í kommentum. Ég er miður mín.

  4. Sæl og blessuð.

    Ég satt að segja nenni ekki einhverri depressjón hjá Salah á þessum tímapunkti. Það er á svona dögum og vikum sem gaurar eins og hann eiga að stíga upp.

    Töggurnar eru á yfirsnúningi og þær endast ekki í þeim gírnum út leikinn. Nú þarf að sýna þolinmæði og nýta hvert færi.

  5. mikið svakalega þarf Salah að fara að komast í gang aftur frekar sorglegt að sjá hann nú miðað við fyrir nokkrum vikum, vonum bara að Mané eigi stórleik því hann er sá eini sem er heitur af þeim sem eru inni.

  6. Þetta var alveg skelfilegur fyrri hálfleikur, vona innilega að þeir mæti til leiks í þeim seinni.

    YNWA!

  7. Já Salah klúðraði dauðafæri en hefur annars verið mjög sprækkur í þessum leik.
    Everton menn greinilega skíthræddir og þeira sóknir eru Pikford með 50 metra sendingu og reyna að vinna annan bolta( og tefja tefja tefja).
    Everton liðið er þétt og færi sig ekki mikið fram en þegar við höfum náð smá spili þá höfum verið náð að ógna vel og höfum verið fengið eitt dauðadæri og nokkrar stöður þar sem vantaði herslumunin að við kæmust í dauðafæri.

    Ég reikna með að þetta verður svipað í þeim síðari. Everton menn verjast og beita skyndisóknum(já eða markspyrnum) og við reynum að opna varnarmúrinn og vona ég að Firmino eigi að lámarki 30 mín af fótbolta í öklanum.
    Völlurinn er mjög sleipur og sést það hvernig boltin flýtur hratt og menn eiga í erfileikum með fyrstu snertingu og að fóta sig.

    Höfum trú á verkefninu
    YNWA

  8. Svona getur nú fótbolti verið leiðinleg íþrótt á að horfa. Og það í jafn mikilvægum leik. Það góða er að Everton virðast ekki vera að reyna að skora fyrst. Ætla að treysta á Salah, hann setur sigurmarkið og Alisson heldur hreinu.

  9. Everton er bara í kick and run mode með Pickford að negla lengst fram trekk í trekk. Hrútleiðinlegur fyrri hálfleikur að baki og vonandi verður seinni eilítið skárri.

  10. erfitt að brjóta everton á bak aftur í þessum leik og verðum við að ná betri færum en ég held við fáum nú ekki betri færi en færið hjá Salah vonum að Shaqiri komi inn og setji eitt draumamark.

  11. Núna færa everton menn sig lengra fram og þá eigum við að fá betri sénsa og núna vonum við að nýtingin verður betri.

  12. nei núna vill ég að klopp skipti Salah út fáranlegar ákvarðanir með 4 menn með sér en reynir skot úr vonlausu færi vill sjá Shaqiri spila meira á meðan salah er langt frá sínu besta.

  13. Ákvarðanatakan hjá okkar mönnum er skelfileg, með Mo Salah í aðalhlutverki.
    Á venjulegum degi væru þeir búnir að stúta þessu Guttagarðsliði.
    Svakalega pirrandi!

  14. Leiðinlegt að það séu United og Everton af öllum liðum sem ætla að eyðileggja fyrir okkur titilbaráttuna

    YNWA

  15. núna eru Everton miklu líklegri og eins og okkar menn séu svolítið á afturfótunum núna verður að spýta í lófana og taka þessa skíta bláliða og vinna þennan leik.

  16. Sæl og blessuð.

    Anda inn… anda út… anda inn… ok. hætta nú þessu bulli, gera það sem þarf að gera og vinna þessa skemmdarverkamenn!!!

  17. Þetta aumingjagengi hefur engan áhuga á að vinna nokkurn skapaðan hlut!

  18. Stefnir í erfiðan mánudag hjá okkur poolurum. Ég veit að það eru 15 mín eftir…en mér bara lýst ekkert á þetta.

    Já ok auðvitað er Lallana lukkutrollið að koma inná….

  19. andskotans bull núna á lallana að koma inn hvað hefur hann gert af viti síðasta árið og enn einn leikur þá sjáum við shaqiri vera ónotaður vill miklu frekar sjá hann inni en lallana

  20. Skelfilegt að sjá að einföldustu sendingar eru að klikka, pressan um titilinn farinn að segja til sín.

  21. Þaðer koma í bakið á okkur þrjóskan í Klopp í janúarglugganum. Að kaupa ekki einn eða tvo leikmenn fór með þetta.

  22. öööööö…. ef einhver hefði boðið mér að við værum í … öðru sæti þegar 9 umferðir eru eftir…

    Rata út.

  23. Salah er buinn ad fara svo illa med otrulega marga sensa, baedi opin faeri og open play moguleika. Buinn ad vera hormulegur ad undanfornu. Liverpool tharf meiri breidd. Thessir front-3 spila og spila og spila og eru gjorsamlega bunir a thvi thvi thad er ekkert nothaeft a bekknum.

  24. Sorglegt að sjá þetta fara svo á en eitt árið, City kemst í flug gír við þetta en okkar menn falla niður í þunglyndi

  25. Klopp er ekki heilagur, og almáttugur hvað hann þarf að taka þetta á sig. Mikið ömurlegar voru skiptingarnar hjá honum. Liðsvalið lætur mann klóra sér í hausnum og hvernig hann kælir alla okkar squad players er ótrúlegt. SPILAÐU Á FLEIRI EN 11 MÖNNUM!

    Afhverju er Moh Salah að spila enn einn hörmungarleikinn á þessu tímabili? Á bekkinn með manninn.
    Shaqiri, Sturridge? Eru þessir menn ekki í myndinni?
    Adam Lallana og James Milner eru að koma inná þegar við erum að reyna sækja sigur. Þetta er ekki boðlegt.

  26. Ef þú vilt græða pening, þá leggur þú umdir á 0-0 jafntefli þegar Liverpool á stóran leik. Ömurleg frammistaða af öllu leiti, ekki einn jákvöður punktur!

  27. djöfull er nú fúlt að horfa á city slefa 1-0 sigra og við að tapa 0-0 þarf að hysja upp um sig brækurnar og ná smá jafnvægi í þetta lið vinna watford 6-0 og tapa svo fyrir everton 0-0 ekki boðlegt

  28. Þetta Liverpool lið hefur ekki grimmdina sem til þarf. Að sjá hvernig þeir leyfðu Everton að tuddast og tefja án þess að svo mikið sem reiðast yfir slíkum töktum við dómarann sýnir hversu mikil lömb þeir eru andlega. Finnst þetta eitt af því fáa sem vantar í þetta annars frábæra lið okkar. Þeir eru alls ekki nógu “street-wise”. Þeir verða að fara að vera meira dirty eins og öll önnur lið á 21.öldinni. Sorry en þannig er bara leikurinn orðinn. Það að taka ekki þátt í honum kostar okkur nokkur stig á tímabili!

  29. Þrjú 0-0 jafntefli í síðustu fjórum leikjum. Pressan að fara með menn eða hvað?

Upphitun: Heimsókn til Gylfa og félaga!

Everton 0 – 0 Liverpool