Gullkastið – Toppsætið endurheimt á Old Trafford

Andi Mourinho sveif ennþá yfir Man Utd á Old Trafford um helgina í hrútleiðinlegum leik. Rétt eins og Bayern pakkaði United í vörn og komst allt of léttilega upp með það. Það var nóg annað að frétta í þessari viku, Kepa bjargaði deildarbikarnum, Rodgers er mættur aftur í Úrvalsdeildina og Tottenham tapaði stigum. Liverpool á svo tvo leiki framundan á mjög skömmum tíma.

Bendum á að Upphitun fyrir Watford er hér í færslunni fyrir neðan

00:00 – Gott stig en illa farið með gott tækifæri
39:10 – Kepa bjargaði helginni
51:40 – Brendan Rodgers mættur aftur til Englands
59:00 – Leikir gegn Watford og Everton framundan

Stjórnandi: Einar
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Maggi Þórarins (Beardsley)

MP3: Þáttur 229

3 Comments

  1. Steini er greinilega ekki mikið að kynna sér málin, staðreyndin er sú að Liverpool er það lið sem hefur skorað flest mörk í deildinni eftir hornspyrnur.
    En jú það mætti klárlega alltaf koma fleiri mörk og betri spyrnur fyrir markið.

  2. @2 Fabinho gegn Newcastle um jólin. Hvenær kom siðasta mark uppúr horni á undan því.

Upphitun: Watford mætir á Anfield

Byrjunarliðið gegn Watford