Markalaust jafntefli á Old Trafford – Skýrsla

„Fuc**** he**, what a sh** game“ – Jurgen Klopp við Óla Gunnar eftir leik.

Það er ákveðin klisja um derby leiki um að maður nýtur þeirra ekkert sérstaklega á meðan þeim stendur. Hún var virkilega sönn um þennan leik. Ef þú hefðir boðið mér jafntefli fyrir leik hefði ég þegið það með þökkum, en eftir leikinn er maður bara með óbragð í munni.

Leikurinn byrjaði á að Liverpool fékk óbeina aukaspyrnu inn í teig United. Eftir stutta sendingu Hendo negldi Milner boltanum í varnarmann United. Þetta reyndist besta færi í næstum hálftíma, en í millitíðinni gjörbreyttist leikurinn.

Á tíundu mínútu byrjaði Marcus Rashford að haltra um völlinn, en hann var enga síður ekki einn af fjórum leikmönnum sem fóru út af meiddir í fyrri hálfleik. Á tuttugustu mínútu fór Herrera út af fyrir Pereira, fjórum mínútum seinna var það Mata sem vék fyrir Lingard, næstur var það Firmino sem haltraði af velli fyrir Sturridge og að lokum kláraði Lingard leik sinn og Alexis Sanchez kom inn á fyrir hann. Ég man ekki eftir öðru eins í einum hálfleik.

Öll þessi meiðsli tóku taktinn úr leiknum. Þegar leið á hann færðu okkar menn sig upp á skaftið en það vantaði aftur og aftur síðasta boltann til að skapa hættuleg færi. Þrátt fyrir Liverpool væru meira með boltann voru það United menn sem áttu besta færið til að skora, þegar Lukaku laumaði boltanum gegnum vörn Liverpool á Lingard. Þá sýndi Alisson af hverju hann er heimsklassa markmaður, kom hlaupandi út í teiginn og náði að koma hendi á boltann áður en Lingard fór í kringum hann.

Þegar seinni hálfleikur byrjaði vonaðist maður eftir að Liverpool myndu virkilega gefa allt í botn og klára leikinn. United voru vængbrotnir og rosalegt tækifæri til að sigra þá á þeirra heimavelli. Það gerðist ekki.

Seinni hálfleikur var bara lélegur að hálfu Liverpool. Sóknarleikurinn hugmyndasnauður, engin ógn af miðjunni og Salah ósýnilegur. Ég hef sjaldan heyrt Old Trafford jafn háværan og í þessum leik og á meðan leikmenn United stigu upp og nutu sín í látunum, virtust okkar menn skreppa saman. Origi og Shaqiri komu inn á en ekki skánaði spilamennskan. Ég missti töluna á hversu oft okkar menn reyndu háa bolta inn í teiginn sem voru engin ógn og ekki eitt skot á ramman í seinni hálfleik.

Þegar korter var eftir öskruðu allir stuðningsmenn Liverpool þegar Matip setti boltann eigið net, en sem betur fer var rangstæða dæmd á Shaw sem sendi fyrirgjöfina inn í markteig. United voru stórhættulegir í föstum leikatriðum í seinni hálfleik en sem betur fer virkaði rangstöðu gildra Liverpool í hvert skipti.

Þessi seinni hálfleikur hefði getað varið fimm tíma langur, Liverpool hefðu ekki skorað. Ég var dauðfeginn þegar dómarinn flautaði leikinn af, eins og seinni hálfleikur spilaðist þá var mjög fínt að sleppa með punkt.

Besti maðurinn.

Eh? Þetta var rosalega flöt frammistaða, engin hjá Liverpool stóð sig frábærlega. Það eru helst hafsentarnir tveir og Alisson sem koma til greina, ætla að gefa markmanninum þetta fyrir vörsluna í fyrri hálfleik.

Vondur dagur.

Úff hvar á maður að byrja. Milner var slakur, Salah ósýnilegur, miðjuna vantaði neista og Mané var úr takti við liðið. Held að Salah verði að vera kallaður mestu vonbrigðin í þessum leik, í svona leik þarf stærsta stjarnan í liðinu að láta ljós sitt skína.

Ýmsir punktar

 • Firmino fór á hækjum frá Trafford, það er gífurlegt áhyggjuefni.
 • Fjögur jafntefli í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum, tvö markalaus í vikunni. Það er jákvætt að hafa ekki tapað þessum leikjum en við verðum að fara breyta þessu í sigra.
 • Vörnin er aftur orðin eins og klettur, þetta var fimmtánda hreina lakið á tímabilinu. Áhyggjuefnið er sóknarleikurinn. United, Leicester, West Ham og Bayern hefur öllum tekist að núlla hann út undanfarið, Klopp þarf að finna lausn á þessu og það strax í gær. Tvö mörk í síðustu fjórum leikjum er bara ekki nógu gott.
 • Skiptingarnar virkuðu ekki vel. Origi og Sturridge eru leikmenn sem ég fýla, en það verður að fá einhvern öflugri í sumar til að vera fjórði maður í sókninni.
 • Þrátt fyrir að ég gagnrýni miðjuna hér að ofan, þá drap hún svo gott sem alveg á Pogba, sem er búin að vera einn heitasti maður deildarinnar síðustu vikur.
 • Ef ég hefði beðið fram á kvöld með að skrifa þessa skýrslu, hugsa ég að hún væri jákvæðari. Það er frammistaðan í seinni hálfleik sem er að draga mann niður. Það er í raun mjög fínt að ná í stig á Trafford þegar spilamennskan er ekki betra en raun bar vitni.
 • Æ já, gleymdi næstum: Þrátt fyrir að 2019 hafi ekki verið frábært á vellinum, þá er Liverpool á toppnum þegar ellefu leikir eru eftir.

Næsta verkefni er Watford á miðvikudagskvöld. Það er skyldusigur, svo einfalt er það.

55 Comments

 1. Hefði alltaf tekið stigið á þessum velli en ósáttur eftir leik.
  En við erum á toppnum og þetta er ennþá í okkar höndum og 11 leikir eftir í deildinni, njótum þess.

 2. Jafntefli á OT á þessum tímapunkti uh já ég hefði tekið það fyrirfram en að ná ekki skot á markið allan leikinn er óásættanlegt það er bara þannig.

 3. Sorglega lélegt hjá okkar mönnum þegar andstæðingurinn haltraði í gegnum leikinn.
  Sendingar í rugli og engin barátta.
  Menn að gefa til baka og dóla á miðjunni þegar leiktíminn er að renna út.
  Vandræðalegt.

 4. Hægt og fyrirsjáanlegt gegn döpru og leiðinlegu liði.

  Líður eins við höfum tapað,en erum á toppnum.

  Höfum verið slakir eftir áramót og unnið 3 leiki af 9 og lítið að frétta í sóknarleik liðsins.

  Áfram gakk….

 5. Erfiðasti útileikurinn búinn. Fáum 1 stig og förum á toppinn.
  Framistaðan var nú ekki merkileg og fengum við varla færi í þessum leik(hefðum reyndar átt að fá víti en það er ekki gefið á þessum velli).
  Mér fannst við líta ágætlega út þegar Firmino var inná í sambandi við spil og hreyfingu en Sturridge drap bæði pressuna og hreyfanleikan frami en það er ekki honum að kenna, það er bara ekki hans leikur að vera duglegur.
  Það er samt ekki slæm staða að koma á þennan völl, stjórna leiknum og fara heim með 1 stig og vera drullu fúll með það(það er merki um hvert liðið okkar er komið).

  Maður hefði tekið 1 stig fyrir fram en maður sá samt að það voru tækifæri til að ná í meira en það tókst ekki og voru við nær því að fara stigalausir heim heldur en að bæta við þetta eina stig.

  Það var samt gríðarleg virðing þarna og lágu Man utd menn mjög aftarlega og þá sérstaklega í síðariháfleik þar sem þeir lokuðu vel á Salah/Mane og með steingeldan Sturridge þá var lítil ógn hjá okkur.

  Jæja næsta leikur á miðvikudaginn heima gegn Watford og sá leikur verður að vinnast

  YNWA – 27 leikir 1 tap 66 stig 🙂

 6. Gott stig vorum að klára erfiðasta utivöllinn erum í efsta sæti og þetta er í okkar höndum

 7. Hafði fyrir þennan leik alltaf þegið eitt stig úr þessum leik.

  En miðað við meiðslaáföllin hjá United þá er ég bara alls ekki sáttur við þessi úrslit. Þetta var bara mjööög lélegur leikur hjá okkur. Framlínan algerlega ömurleg og ég hef aldrei séð Salah svona slakan, aldrei! Luke fucking Shaw var með hann í rassvasanum allan leikinn!

  Skiptingarnar mjög umdeildar. Af hverju tók hann Henderson út af?? Miðjan og vörnin var nokkuð solid varnarlega en miðjan var mjööög slök sóknarlega.

  Klopp var klárlega ekki sáttur í lokin……skiljanlega. Liðið þarf að spila miklu, miklu betur ef við eigum að vinna Watford nk. miðvikudagskvöld. Það er alvöru lið og mun sterkara en þetta United lið sem við vorum að keppa við áðan.

 8. En eitt glatað tækifærið Liverpoo viriðs ærla að byrja 2019 afskaplega hægt auliýsi eftir sókninni okkar.

 9. Sælir félagar

  Ég er sammála öllu því sem fram kemur hér fyrir ofan. MU haltrandi í gegnum þennan leik en á þó hættulegasta færið. Sólskerjamóri spilaði Móra taktíkina og hélt hreinu sem var eina markmið hans í þessum leik. Mér fannst okkar menn ekki hafa neina trú á verkefninu og léku ömurlegan leik án færa, án baráttu og án trúar. Það er ekki gott veganesti inn í lokaþriðjung þessa tímabils og eins og MC er að spila núna þessa dagana er þetta nánast búið.

  Lið sem spilar eins og Liverpool gerði í dag verður ekki meistari það er ljóst. Lið sem getur ekki skipt mönnum inná sem geta breytt leik verður ekki meistari, lið sem hefur svona litla breidd í gæðaleikmönnum verður ekki meistari. Lið sem hefur ekki meira sigurhugarfar en Liverpool í dag verður ekki meistari. Það þarf eitt tímabil enn þar sem bætt verður við 3 til 4 heimsklassa leikmönnum til að liðið skili meistaratitli. Þetta lið er einfaldlega ekki nógu vel mannað.

  Það er nú þannig

  YNWA

 10. 12 mörk í 9 leikjum,3 sigrar,4 jafntefli,2 töp.Þetta er árangurinn á árinu ,ekki beint meistaraárangur því miður.

 11. Liverpool bara ekki að spila nógu vel í augnablikinu. Hvað er besta miðjan í liðinu? Held að Klopp viti það ekki sjálfur. En 1.sætið er okkar nú er bara að vinna rest.

 12. Stemmingin virðist vera sú að fyrir leik hefðu menn alveg tekið þetta stig, en eftir á að hyggja hefði liðið átt að herja betur á lemstrað United lið. Ég er sammála því. Líklega vantar fleiri mörk af miðjunni, því ef fremstu 3 eru ekki í stuði þá eru engin mörk eftir í liðinu. Mögulega hefði Keita einhverju breytt, en ég var samt alveg sáttur við byrjunarliðið, og í raun var ég ekkert ósáttur við skiptingarnar heldur. Munum að Shaqiri skoraði 2 í síðasta leik gegn United, og 1 í æfingaleiknum í sumar, og því ágætar líkur á að hann myndi endurtaka leikinn. Hugsanlega hefði ég frekar sett Origi inn á í staðinn fyrir Firmino, því mér finnst hann vera með meiri vinnslu heldur en Sturridge og því líkari Firmino. Sturridge hefði sjálfsagt getað haft meiri áhrif með því að koma inn þegar 10 mínútur voru eftir, svipað og gegn Chelsea á Brúnni.

  Nú er spurning hvernig Klopp stillir upp á miðvikudaginn, því það er jú algjör möst sigur. Líklega ólíklegt að Firmino verði hent út í djúpu laugina, er hann að fara að spila 3 leiki á 8 dögum hafandi meiðst svona í leik? Þá er spurning hvort það verði breytt um kerfi, farið aftur í 4-2-3-1 eða hvað? Kemur í ljós.

 13. Því miður þá er þetta búið. Titillinn tapaðist í dag. Að nota ekki þetta tækifæri að knésetja United er mér ráðgáta. Hvað var Klopp að hugsa að spila ekki á öllum sílindrum til sigurs. Annað hvar var Salah í þessum leik ?

 14. Alveg róleg í að rífa niður liðið. Við vorum að spila á móti heitasta liði deildarinnar í dag og tökum stigið, efstir í deildinni og höfum þetta í hendi okkar. Auðvitað var spilamennskan ekki upp á 10 en Sólskær kann þetta alveg, beindi sóknarmönnum á kantana þar sem engin ógn var. Við hljótum að taka þessu stigi fagnandi. Þessi leikur sýndi okkur líka þörfina á að fá betri varaskeifur til að þurfa ekki að nota Sturrigde, hann er því miður kominn fram yfir síðasta söludag sem leikmaður á hæsta leveli. Nú þarf að taka upp veskið og kaupa eins og einn eða tvo framherja….
  Ps. Pogba undrið sást ekki mikið í dag, Henderson og Fabinjó vissu alltaf hvar hann væri og gátu oftast stoppað hann
  Næsta leik takk.

 15. Hörmulega frammistaða á móti vængbrotnu UTD liði. Maður hefði haldið að okkar menn hefðu nýtt sér erfiðleika í meiðslamálum hjá UTD, en svo var aldeilis ekki. Þeir fóru niður á þeirra plan í spilamennskunni og voru gjörsamlega vonlausir í öllum aðgerðum.

  Salah er svo sér kapituli útaf fyrir sig! Hvað kom eiginlega fyrir manninn? Tapar nánast öllum einvígjum og oftar en ekki týnir boltanum í gegnum klofið á sér og veit ekki meir. Sorglega léleg frammistaða hjá honum, enda skipt út af, þó fyrr hefði verið. Það sást snemma í leiknum að hann var ekki að fara eiga góðan leik þegar hann sendi boltann beint útaf í sendingu út á kantinn sem hefði átt að vera sáraeinföld.

  Hrikalega svekkjandi úrslit og einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að þetta sé að renna okkur úr greipum!

 16. Nú finnst mér komment furðuleg, og farið að kárna gaman. Plís verum ekki lurðuleg, sem lið við stöndum saman.

 17. Dálítið fyndið að lesa hér yfir að titilinn sé úr söguni og líka að menn hefðu tekið 1 stig fyrir fram en þegar það náðist þá var það ekki nógu gott 😉
  Ég skil ekki afhverju það er ekki verið að hrauna á Óla hin síunga fyri að setja Lingard inná sem var greinilega ekki tilbúinn í þetta og þurfti hann að nota aðra skiptingu(það væri búið að slátra Klopp ef hann hefði sett Ox tæpan inná í þessum leik og hann færi meiddur af velli)
  Ég er búinn að sjá Pogba vera á slátra mörgum liðum á miðsvæðinu undanfarnar vikur en hann sást ekki í dag, ég er búinn að sjá lið herja á Millner í bakverðinu og það reyndi ekki mikið á hann.

  Þetta var bara gott stig í lélegum leik. Klopp talar um það að það er hægt að bæta margt og við verðum að fara að læra betur að nýta okkur yfirburði út á vellinum með því að skapa fleiri færi gegn liðum sem pakka á okkur en það er verið að vinna í því.
  Síðustu tvö skipti sem við lentum í 2.sæti í deildinni þá unnum við á þessum velli svo að kannski er það ekki máli 😉

  YNWA – Maður er búinn að halda of lengi með þessu liði til þess að leggjast í þunglindi þegar liðið er með forskot í deild þegar 11 leikir eru eftir og aðeins tveir leikir eftir gegn top 6 liðum og báðir á heimavelli.

 18. Einhvern tímann hefði Liverpool tapað nákvæmlega svona leik t.d. 1-0, en ekki með þennan markmann og Virgil í vörninni – og merkilegt nokk 3 hættulega í framlínunni sem ekki má líta af þó þeir hafi ekki gert mikið í dag. Þetta haltrandi Utd lið vinnur ekki fleiri leiki í vetur. Upp með móralinn, YNWA.

 19. Jæja, jafntefli niðurstaðan. Hefði getað verið verra, t.d. tap. Horfum á björtu hliðarnar..
  …liðið er á toppnum
  …aðeins 11 leikir eftir í deildinni
  …keppnin er enn í höndum Liverpool
  …Liverpool á að öllum líkindum léttara prógramm fram á vor heldur en MC
  …liðið fékk ekki á sig mark
  …vörnin er mjög góð

  Umhugsunarefnin eru hinsvegar…
  …er breiddin ekki nægjanleg
  …er Klopp að fara á taugum
  …hvað er í gangi hjá Salah
  …sóknarleikur liðsins almennt
  …gengur illa að skora
  …miðjumennirnir skjóta helst ekki á markið
  …höndla menn illa pressuna
  …eitthvert andleysi í gangi

 20. Jurgen Klopp er sko alveg sammála mér, að þetta var virkilega lélegur leikur hjá Liverpool í dag ( enn og aftur á árinu ). Munurinn á okkur Klopp er bara sá, að það er hann sem ber ábyrgðina. Ég geri bara aftur á móti meiri kröfur en þetta.

 21. Skýrsla komin inn. Hún er ekki eintóm bölsýni, þó ég hafi alveg verið jákvæðari en eftir þennan leik.

 22. Bara til áminningar þar sem flestir eru að missa sig eftir leik að það eru 19 önnur lið í deildinni sem myndu vilja vera í okkar stöðu.

 23. Það er eithvað sem segjir mér að uppleggið hafi verið amk jafntefli, engar áhættur teknar. Á hinn boginn, þá virkuðu okkar menn frekar þungir, eiginlega hálfgert andleysi hjá þeim, sóknir dóu út eins og vindurinn hefði fokið þeim burt, En jafntefli er niðurstaðan, og 1 stig í plús og í efsta sæti. Seinni tíma spekulantar geta svo velt sér upp úr því hvort þessi úrslit séu turning point á gengi LFC að meistaratittlinum eða ekki. Mín skoðun er sú, að úslitin hafi verið á væntingum, svona á bilinu frá 1-10,
  6. Það verða ekki mörg lið sem sækja stig á OT, þannig verum bara nokkuð sáttir og horfum fram á veginn, þetta er ennþá í okkar höndum.

  YNWA

 24. EF, ef við verðum Englandsmeistarar með einu stigi í vor þá var þessi leikur alls ekki svo slæmur eða hvað!!

 25. 1 stig og við erum á toppnum. Við hefðum tekið því fyrirfram. Það sem er líka jákvætt er að city og celski er að fara í framlengingu 🙂

 26. Sæl og blessuð.

  Þetta var sorglegt á margan hátt og eins og leikgreinandi bendir á þá var þetta gullið tækifæri í ljósi meiðsla Mu manna. Þetta er vissulega lið sem hefur unnið alla síðustu leiki í PL að einu jafntefli frátöldu og það fór ekki á milli mála að þetta var allt annað lið en við mættum sællar minningar á Anfield. Við náðum ekki að nýta okkur þennan óvænta meðbyr og það er synd.

  Nokkrir punktar:

  1. Shaw átti leik lífs síns gegn Salah okkar. Ég veit ekki hvort egyptinn hefði getað gert honum eitthvað erfiðar um vik en sá enski var amk með hann í vasanum. Ég beið eftir því að þessi bústni bakvörður örmagnaðist en það gerðist aldrei. Að mínu mati er hann maður leiksins.
  2. Við vorum ljónheppin að Smalling skyldi ekki ná að skora í blálokin og oft var tæpt á rangstöðunni.
  3. Áhorfendur voru sturlaðir á leiknum og það fór í taugarnar á okkar mönnum.
  4. Liðið okkar lék mun síðri leik en gegn Munchen. Það 0 – 0 jafntefli var stórbrotin skemmtun að horfa á. Nú voru lykilmenn á miðjunni ekki svipur hjá sjón miðað við þá.
  5. Af hverju í „Fuc**** he**” var hann að setja inn þessa varamenn. Hvað, hvenær, hvernig, hvers vegna ættu Origi og Sturridge að klára þetta dæmi fyrir okkur? Þeir hafa ekkert sýnt í langan tíma en Keita er sjóðheitur og var miklu líklegri til að rjúfa þessa pattstöðu með sóleríi. Þá hefði TAA (ef hann er heill) svo gjarnan mátt koma inn fyrir Milnerinn og við hefðum fengið miklu betri fyrirgjafir.
  6. Þegar leið á leikinn voru tilfinningar mínar af tvennum toga: a) Angist þegar Young og félagar æddu fram völlinn með greddugrimmdarsvip á vörum. b) Sinnuleysi þegar Hendó og félagar unnu boltann, jafnvel á miðjum vallarhelmingi Mu og þversendingar hófust og vippur beint á hafsenta heimamanna.

  Allir klárir í framhaldið? Verðum að vinna hvern einasta leik framundan er.

 27. Ég bara þoli ekki þetta máltæki að við hefðum tekið eitthvað “stig” fyrirfram og samt sem áður vera á toppnum. Þetta orðatiltæki höfum við notað til að réttlæta ömurlega spilamennsku Liverpool frá áramótum allt frá því að við gátum náð 10 stiga forystu á City í byrjun árs og nú er forskotið komið niður í 1 stig þrátt fyrir lítið sem ekkert leikjaálag. Liðið hefur legið á Spánarströndum milli þess sem liðið tapar jafnt og þétt á City og allir virðast ánægðir að taka eitthvað “ 1 “ stig gefið fyrirfram! Liverpool þarf að vinna sína leiki til að vinna Englandsmeistaratitilinn. City er með köllum keppnum og spilar til úrslita eins og í dag og það virðist ekki hafa áhrif á gengi liðsins.

 28. Efast um að það verði þessi leikur sérstaklega sem mun skipta sköpum þegar 38 leikir eru gerðir upp. Vissulega var bullandi tækifæri til að taka öll 3 í dag. Tala nú ekki um þegar maður sér svona stórskemmtilega tölfræði úr leiknum. Man Ur átt fleiri skiptingar í fyrri hálfleik en skot á mark andstæðinganna.

 29. Sælir félagar

  Ingi Sig það væri í lagi ef ég væri sá eini. Svo tek ég undir með G. Einars að taka stiginu er bara bull. Lið í stöðu Liverpool á að vinna svona leiki.

  Það er nú þannig

  Ynwa

 30. Tja Hvað getur maður sagt? 4 jafnteflið í síðustu 5 leikjum… Þegar við mætum löskuðu liði sem spilar Mctomney – Perrira -Pogba Miðjunni Þá tökum við upp á KICK AND RUN bolta. hvaða rugl er Liverpool komið út í ? Það versta var við hefðum getað spilað í 10 kl og aldrei nokkurn tíman náð að ógna De Gea. Voðalega fátt jákvætt með liverpool þessa daganna. Shaqiri er týndur Sturridge Virðist komin fram yfir síðasta neysludag. Origi gerði strax meira á 5 mins eftir hann kom inn á enn Sturridge allan leikinn. Matip maðurin með minnstu boltameðferðina mesta klunnaskapinn í liðinnu átti eina ógnun sem United vörnin og miðjan þurftu að glíma við einu sinni allan leikin..

  Fyrir mér vandræðileg frammistaða hjá Liverpool í þessum leik. Ætla menn virkilega að vera í pollyönnu leik að okkar menn séu svo frábærir þegar City er nýbúið að slátra Chelsea 6-0 Slátruðu Arsenal þar áður í deildinni og virðist geta skorað nokkuð mörg mörk þessa daganna þegar við getum ekki einu sinni sótt á lið og átt skot á markið sem gefur mark?

 31. Sjaldan höfum við fengið betra rækifæri til að vinna United á þeirra heimavelli en í dag. Ég get bara ekki skilgreint hvað er að hjá liðinu. Það er eins og að liðinu sé fyrirmunað að skora. Framherjarnir virðast ekki trúa því heldur að þeir geti skorað. Það sest á allri þeirra hegðun og látbragði á vellinum í dag. Ég veit ekki um ykkur en eitt get ég sagt að ég hafði enga trú og eða tilfinningu fyrir því að í leiknum i dag að Liverpool gæti skorað mark. Sömu tilfinningu hef ég haft í leikjunum eftir áramót að undanskyldum leiknum við Bournemouth. Hvað er að ? Hefur einhver skýringu á því af hverju liðið skorar ekki mörk og virðist hafa misst sjálfstraustið og trúnna á að liðið geti unnið leiki ? Umræður !!!

 32. Ég er stoltur af mínum mönnum í dag, við vorum flottir á þessum erfiða útivelli. Vorum með boltann í 65% af leiknum og gátum vel unnið þetta.
  Það má segja margt um scums í vetur en þeir hafa verið á rönni í undanförnum 10 leikjum eða svo.

  Þvílíka neikvæðnisskýið hérna, úff… Kem til baka þegar mökkurinn er fokinn í burtu.

 33. ,, Vorum með boltann 65 % af leiknum og gátum vel unnið þetta “, en af hverju unnum við þá ekki ? Jú framlínan virtist vera áhugalaus og náði ekki nokkrum takti. Það er bara staðreynd að Klopp er ekki lengur með þetta, því er nú helvítis ver Svavar.

 34. #36 “Það er bara staðreynd að Klopp er ekki lengur með þetta….” Hvað er eiginlega að frétta?! Hafa menn ekkert kíkt á stöðuna í deildinni??

  Jú, jú, smá mótlæti um þessar mundir en fullt eftir að mótinu og við erum í bílstjórasætinu. Hver segir að City muni vinna alla leikina sem framundan eru. Unnu Mikka mús bikarinn áðan en sá sigur kostað sitt. Bæði LaPorte og Fernandinho dottnir í meiðsli og verða ekkert með þeim a.m.k. næstu tvo leiki.

  OK. við þurfum að finna Mojoið okkar aftur en ég vil ekki skipta við neitt lið um þjálfara, það er alveg á hreinu.

 35. Venjulega hefði maður sagt að það væri vel ásættanlegt stig á Old Trafford en eina vandamálið er að til að vinna titilinn er 1 stig = tap(nánast) ekki flókið dæmi.

 36. Ummæli sumra hér eru svo undarlegt að maður veit varla hvað skal segja. Margt má segja um þennan leik og ekki allt fallegt. Niðurstaðan samt sú að annað liðið fór á toppinn og hitt datt niður í 5. sætið. Áfram veginn. #topoftheleague

 37. Held að eitt stærsta vandamálið sé það að þó að Klopp sé stórkostlegur þjálfari og karakter að þá
  líður honum sjálfum ekkert vel í titilbaráttunni (hefur sagt það sjálfur margsinnis) og auðvitað smitar þetta inn í hópinn. Guardiola hins vegar þráir að vera þarna og er algerlega titlasjúkur. Það er hægt að gagnrýna hann fyrir að taka eingöngu við liðum sem eiga nægan pening og eru margfaldir meistarar en það sýnir það samt að hann hann er tilbúinn í þennan pakka þar sem kröfurnar eru titill eða titlar á hverju tímabili. Að mínu mati er þetta hans X-faktor, þessi óstjórnlega löngun í titla og árangur. Maður sér það svo á leikmönnum City þessa dagana að þeir mæta ofur peppaðir í hvern leik á fætur öðrum á meðan leikmenn Liverpool mæta til leiks eins og að þeir séu að fara í fótbolta með litla frænda út í garði. Þjálfarar eru höfuð allra liða og eftir höfðinu dansa limirnir.

 38. Sæl og blessuð aftur.

  Á betri degi hefði þetta lið látið Mu finna fyrir því en ég held það megi ekki vanmeta áhorfendur sem voru í banastuði og peppuðu sína menn upp um leið og þeir drógu máttinn úr okkar mönnum. Þá fer ég ekki ofan af því að þessar skiptingar Klopps voru … dularfullar.

  Það eykur samt bjartsýnina að tveir af lykilmönnum City skuli vera frá einhverjar vikur. Þar er vissulega lykilmaður í hverri stöðu en þeir eiga varla varaskeifu fyrir Laporte og þaðan af síður Fernandinho. Munum, að þeir töpuðu sínum stigum í fjarveru þess síðarnefnda og nú er bara að vona að West Ham geti gert þeim skráveifu. Hver skyldi staðan vera á meiðslalistanum hjá þeim? Veit það einhver? Þetta skiptir náttúrulega lykilmáli.

 39. Eitt samt sem veldur mér pínu áhyggjum er að því minna sem leikjaálag er á Liverpool, því verri verða úrslitin, eða hvað? Er ekki bara betra að spila á 3-5 daga fresti og þá hápressu leiki og rótera hóp. Í staðin fyrir að spila á 7-10 daga fresti og spila enga hápressu, en hugsa bara um pressuna sem fylgir því að vera í toppbaráttunni ?

 40. Sóknarleikurinn er slæmur þegar matip á besta sprettinn framávið

 41. Bitlaus sóknarleikur enn eina ferðina! Hraðinn farinn og þá er enginn til að klára þessa leiki, ekki er Salah og co að fara taka menn á og koma sér í færi

 42. Það hefur margt breyst á 2 árum fyrir LFC. Það helsta er að öll lið sem við spilum núna eru að raða 11 mönnum fyrir aftan boltann. Og MU meira að segja 14 í fyrri hálfleik… Það þýðir að við þurfum að breyta aðferðum.

  Að kvarta yfir því að okkar 3 framherjar skori ekki gegn 5 manna varnarlínu stórliða eins City, Bayern, eða MU gerir lítið gagn. Vandinn er helst tvíþættur.

  1. Til að skapa kringumstæður fyrir mark þarf vörn andstæðinganna að vera úr takti. Það gerist illa þegar við spilum tveimur varnarsinnuðum tengiliðum (Hendo og Fab), sem safna boltanum næstum alltaf og senda svo boltann seint á yfirkeyrandi bakvörð, eða miðvörð sem kemur upp–það er alltof hægt til að skapa glundroða. Því til viðbótar eru tengiliðirnir allir ragir við að skjóta og spila sjaldan þríhyrninga inn að D-boga til að draga menn frá Mane og Salah. Við þetta minnkar plássið á vængjunum til að komast inn fyrir vörnina (sem og með því að lið eru að spila mjög aftarlega gegn okkur). Hér stöndum við City langt að baki. Lausnin er bæði að breyta kerfinu, og að spila ekki bæði Hendó og Fab (ekkert á móti þeim, þeir eru báðir æði) þar sem það bætir einum í vörn án þess að fá nokkuð framávið. Eins þá verðum við að þora að taka áhættur. Keita gerir það, en einsamall og án reynslu í PL þá rennur það of oft út í sandinn. Það þarf að vera hreyfing með honum bakatil, og of oft þá bíðum við með tvo hikandi tengiliði fyrir aftan hann.
  2. Hinn gallinn hefur verið að bakverðirnir okkar eru rosalega fljótir og skemmtilega spilandi, en frekar einhæfir. Robbó þarf að skjóta á markið annað slagið til að halda sínum manni niðri, eða skera sig inn til hægri og opna fyrir tengilið utan á sig. Við sjáum margoft að bakverðir á móti honum draga sig inn í boxið og loka plássinu fyrir Mane, og þá kemur annað hvort kross eða til baka sending á Bobby sem dregur úr kraftinum. Og með mikilli virðingu fyrir Salah og Mane þá eru þeir ekki menn sem vinna úr háum krossum, og lágir krossar virka ekki þegar allir vita að þeir eru að koma. Varðandi TAA, þá er hans helsta vandamál að hann ætti að vera miðjumaður. Þegar hann fer fram finnst manni alltaf að hann sé með puttana krossaða til að muna að hann verður að hlaupa strax hálfan völlin tl baka til að verjast. Það hjálpar ekki sóknarboltanum. Og þetta magnast enn þegar Milner spilar hægri bak, sem hann er ekki góður í.

  Ég held samt að þetta sé viljandi hjá Klopp. Held að hann treysti ekki Matip og Lovren og hafi því beislað miðjuna svolítið og sé meðvitað að treysta á snilld framherjanna til að skora og halda svo jöfnu með því að spila varkárt. Þegar Gomez kemur aftur og TAA er að fullu heill, þá á ég von á því að Keita (eða Uxinn) komi inn með Gini, og Hendó og Fab skiptist á að spila sexuna. Amk. vona ég það. Því að öll lið sem við spilum gegn eru búin að lesa litlu gulu hænuna um hvernig á að verjast gegn LFC eins og við erum að spila núna. Það er sorglegt að segja það, en LFC síðustu vikur hefur verið að spila Mourinho bolta eins og hann var fyrir 10-15 árum síðan. Vona að það verði ekki viðvarandi og sem betur fer er Klopp ekki líklegur til að nenna því.

 43. Kerfið okkar í dag byggist á því að miðjumenn okkar sem eru varnasinnaðir Hendo/Fabinho séu á fullu í 90 mín. Bæði í hápressuni og svo þarf að keyra tilbaka og hjálpa bakvörðum og vernda miðsvæðið.

  Á síðustu leiktíð vorum við oft bara með einn í þessari stöðu en við vorum að leka inn fullt af mörkum þegar lið keyrðu á okkur og ég held að Klopp hafi stopað vel í þau göt og er okkar styrkleiki á þessari leiktíð frekar sterkur varnarleikur en blúsandi sóknarleikur.
  Svo snýst þetta líka í mannskapinn sem við höfum. Ég held að við værum oftar með meiri sóknarmiðju ef t.d Ox væri heill og myndu við þá sjá Fabinho aftastan með OX/Winjaldum fyrir framan sig á fullu en Keita/Shaqiri/Lallana hafa geta stigið upp í þessa stöðu í vetur.

  Það voru allir að vorkenna Man utd í þessum leik útaf því að menn fóru af velli, þeir enda samt með framlínuna Rashford, Alex og Lukaku á meðan að við erum með Mane, Sturridge og Origi. Af þessum tveimur þá tæki ég allan daginn Man utd valmöguleikana.
  Við lentum í sömu vandræðum þegar Klopp kom fyrst og þá fóru lið að pakka gegn okkur þegar þau réðu ekki við hápressuna okkar og við lentum í vandræðum með að skora gegn varnarpakka.

  Nú þurfum við bara að finna lausnir á þessu en það er helvíti gaman að vera kominn á þann gæðastað að stórlið séu farið að pakka í vörn gegn okkur og það líka á sínum eigin heimavelli. Það þýðir að við séum orðnir drullu góðir.

  YNWA

  p.s forgansverkefni síðasta sumar var að kaupa markvörður og það tókst líka svona ljómandi vel, næsta ár er það annar hágæða sóknarmaður til að opna varnir andstæðingana.

 44. Takk Andri fyrir frábæra útlistun á þeim vandræðum sem Liverpool hefur verið í á þessu ári. Virkilega faglegt og ég tek undir allt sem fram kemur í greininni hjá þér. Verst að Klopp getur ekki lesið þetta.

 45. Þvílík neikvæðni hér á síðunni. Man city á eftir að tapa stigum. Þeirra aðalmaður á miðjunni er meiddur í nokkrar vikur. Það getur ekkert lið farið í gegn um heilt langt tímabil, spilað um 50 leiki án þess að fara í lægð á einhverjum tímapunkti. Verum jákvæð og spyrjum að leikslokum. Klobbarinn fær pening í sumar til að kaupa leikmenn, já, leikmenn.
  Við verðum meistarar. Hlustið á þann gamla sem þetta skrifar.

 46. Las á veraldarvefnum í morgun a? Klopp hefði flippað i klefanum eftir Utd leikinn og einkum í átt að.Henderson. Mjög gott mál finnst mèr. Henderson er líklega sá leikmaður sem ég held minnst uppá í liðinu.

 47. Henderson sýndi Klopp óvirðingu með að taka ekki í höndina á honum ef þetta er rétt sem maður las um það. Fáranlegt alveg sama hvernig gengur og ef þjálfarinn tekur þig útaf þá sýniru honum þá virðingu sem hann á skilið og þá sérstaklega Klopp sem hefur sýnt Henderson óbilandi traust og hefur þig sem fyrirliða Liverpool einu af besta liði í heimi um þessar mundir!

  Vona samt að þetta sé bara eitthvað blásið upp af fjölmiðlum og þetta sé miskilningur annars mun maður missa álit á Henderson eftir þetta.

 48. Fullkomlega sammála #44
  Alan Shearer er með svipaðar vangaveltur á BBC MOTD: https://www.bbc.com/sport/football/47352421

  Með núverandi (varfærna) uppstillingu með 2 djúpmiðjumenn er eins og Klopp sé að verja forskot – kannski er þetta eitthvað sálrænt hjá honum.

  Liverpool toppaði í mars og apríl í fyrra eftir að hafa nánast “fokkað upp tímabilinu” í janúar og febrúar og þurfti að taka áhættu. Þá hafði VVD hafði aðlagast, sjálfstraustið aukist og liðið lék með tvo orkubolta með djúpmiðjunni (Henderson), oftast James Milner og Uxann. Þá náði L’pool upp “hard rock” hápressu og þá komu færin fyrir skytturnar þrjár. Ég myndi vilja sjá L’pool leita aftur í þá “áhættusæknari” uppstillingu; annað hvort Fab eða Henderson í djúpmiðju og 2 af þeim Wijnaldum, Milner og Keita með þeim og TAA aftur inná í bakvörðinn.

  Rifjum upp það helsta frá þeim tíma – ég hef trú á að liðið nái aftur upp þessum leik í mars:
  https://www.youtube.com/watch?v=eBZItu85G80

 49. Þetta var erfiður leikur gegn liði sem er eitt það dýrasta í deildinni. Þótt þeir hafi ekki átt góðan leik og verið í meiðslavandræðum þá eru þeir samt með hóp sem kann að verjast og gripu í gamla taktík frá Móra gamla sem var að þjálfa þarna í gamla daga. Þeir steindrápu leikinn, lokuðu svæðum gríðarlega vel og svæfðu okkar menn. Svona er bara deildinn, gríðarlega erfið og ef menn halda að City labbi í gegnum þessa síðustu leiki án vandamála þá held ég að þeir hinir sömu hafi rangt fyrir sér. Þeir voru að missa 2 af sínum bestu og mikilvægustu mönnum í meiðsli og þeir verða frá í nokkrar vikur, amk Fernandinho sem mér sýndist vera með nárameiðsl. Hann og Laporte bætast við langan lista hjá City.

  Það verða allir leikir erfiðir það sem eftir er, líka fyrir önnur lið en Liverpool, að væla hér á síðunni hjálpar ekkert. Við erum í bullandi séns, betri en í langan langan tíma, njótum þess.

  Leikurinn við MU var ömurlega leiðinlegur en hvað hann var spennandi. það verður ekki tekið frá okkur þegar liðið okkar er í toppbaráttu að hver einasti leikur er háspenna frá upphafi til enda.

  Ef við erum ekki ánægðir með það hvenær er þá ástðæða til að gleðjast með sínu liði ?

  YNWA

 50. Sæl og blessuð.

  Þegar þeir hrundu niður eins og flugur þarna Mu-liðarnir á fyrsta stundarfjórðungnum, varð mér hugsað til upphafs tímabilsins hjá Klopp. Það var sama ,,deyjafyrirklúbbinn” mentalítetið hjá liðsmönnum. Menn gáfu sig alla í hvern leik og við sáum líka ævintýralegan árangur. En svo urðu brak og brestir, liðbönd brustu og hnjáliðir löskuðust. Núna er þetta orðið meira Mourinho-ish hjá okkur – ekki eins ævintýralega gaman en fer líklega betur með lappirnar!

Liðið gegn United!

Upphitun: Watford mætir á Anfield