Liðið gegn United!

Jæja þá er ljóst hvaða ellefu hetjur fá það hlutverk að byrja á móti lærisveinum Óla Gunnars:

Grái kallinn er Milner, Trent ennþá að komast í gang

Á bekknum eru svo Trent, Lallana, Keita, Sturridge, Shaqiri, Origi og Mignolet.

Semsagt Trent fer útaf fyrir Milner, Fabinho kemur inn á miðju í stað Keita og Van Dijk tekur sína stöðu. Ekki alveg liðið sem maður bjóst við, en líklega besta miðjan okkar og þar verður aðal orrustan háð.

Til að verja Old Traffort hefur Norðmaðurinn stillt upp eftirfarandi liði:

Það er ekki laust við að það sé komin gífurlegt stress í mann. Koma svo strákar!!!

63 Comments

 1. Úff lýst illa á hægan milner í bakverði. Hefði viljað sjá keita fyrir hendo. Vona að fab sé í sexunni ekki hendo. Koma svo við erum Liverpool

 2. Að því að ég las “Alex” í Alexander-Arnold, varð spenntur og var ekki að vanda mig. Búin að laga þetta, úbbs.

 3. Uxinn er ekki á bekk, en þetta lið okkar er miklu sterkara en utd á pappírunum og við ættum að taka þetta. Þessir leikir eru hinsvegar eins og derby leikir og oftast 50-50 leikir. Vona að við tökum þetta, erum líka ferskari en þeir. Tökum þetta 1-3 þrátt fyrir að de gea eigi stórleik.

 4. Í stórleikjum er gott að hafa leiðtoga, reynslu og karaker þetta hefur James Millner nóg af og því held ég að hann er þarna inná.
  Trent er mun betri sóknarlega en hann er stundum alveg týndur varnarlega á meðan að Millner er hægari varnarlega en er samt alltaf í sinni stöðu og er traustari hvað það varðar.

  Annars er spennan að stigmagnast höfum trú á liðinu

  YNWA

 5. Er einhver með stream því reddid soccerstreams virðist ekki virka lengur.

 6. Sæl og blessuð.

  Mér finnst merkilegt að hafa Trentarinn á bekknum og Milner í bakverðinum. Það verður annasamur dagur á skrifstofunni hjá honum í dag með spólgraðan Rashford á kantinum.

  Það er skammt öfganna á milli hvað dýptina varðar. Nú erum við með veldjúpa miðju – Keita og Shaquiri klári í slaginn og það þýðir að varamenn geta komið inn og breytt gangi leiksins, eins og síðast. Vonandi verður enginn desperat í lokin og setur Origi skömmina inn á eða Sturridge. Frekar að þeir treysti vörnina.

  Ætla að láta eftir mér bjartsýni fyrir þennan leik. Held við höfum þetta 0-2. Keyrum á þá frá fyrstu mínútu og sprengjum þá á 70. mínútu þegar mörkin tvö koma hvort af öðru. Ætli Keita karlinn skokki ekki inn af bekknum og setji hann í þriðju snertingu?

 7. Þá er það komið, uppstilling í stórleiknum. Sennilega er TAA ekki alveg 100% klár, annars hefði hann byrjað. Milner er sennilega í standi svo það er alls ekkert óeðlilegt að hann byrji, bara spurning um stöðuna. Bekkurinn sterkur. Nú er bara að…
  …halda haus
  …ekkert stress
  …spila sinn bolta
  …ekkert múður út í dómgæslu eða annað
  …byrja á fullum krafti
  …nýta færin (lesist Mane)
  …ekkert áhættuspil afast (lesist Alison)
  …nýta hornin betur en í síðustu leikjum
  …anda rólega
  Áfram Liverpool

 8. Trent á alltaf að byrja þetta nema hann sé eitthvað tæpur á meiðslum sem gæti útskýrt þetta en hey Klopp stjórnar þessu

 9. Forhertur stálslagur í uppsiglingu og býst ég við geggjuðum leik. Fabinho pakkar pogba saman og Salah verður kominn með 52 mörk eftir þennan leik! Dreymdi það ekki 🙂
  3-5!
  YNWA

 10. Klopp hlýtur að vita hvað hann er að gera með að hafa Milner þarna í staðin fyrir TAA. Hann treystir honum á móti rashford eða hann gæti þess vegna set Robertson upp á móti honum. Þessir 11 sem eru inná eiga að ráða við þetta verkefni og ég trúi því að við tökum þetta. Koma svo Liverpool !

 11. Ég hef ekki hugmynd hvernig þessi leikur mun þróast þar sem þetta er Man Utd á útivelli og mikið í húfi hjá okkar mönnum. Enginn Martial og engin Matic ætti að vera okkur til góða, en það er óvíst að svo verði.
  Allvega, svaka spenntur.

  #YNWA

 12. Horn og aukaspyrnur hjá okkar mönnum…..góður tími til að ná sér í kaffi
  YNWA

 13. Ætla ekki vorkenna okkur með Firmino , 3 farnir útaf meiddir hjá United úfff.

 14. Okkar menn ekki að leika vel, en verða að nýta sér þessar skiptingar Man U

 15. Stundum spilar Milner eins og hann sé 16 ára, þá er ég ekki að tala um hversu sprækur hann er…….

 16. Veit ekki hvor eru verri okkar menn eða united þetta er sorglegur fyrri sem einkennist af mönnum að fara meiddir útaf.

 17. Milner og henderson búnir að vera skelfilegir sóknarlega. Salah ekki að taka réttar ákvarðanir. Vill sjá trent og keita inná allaveganna keita til að brjóta þetta upp. Við eigum að vinna þennan leik koma svo

 18. Er einna hræddastur við að Milner verði rekinn út af – Vil sjá Shaqiri inn á

 19. Vill sjá TAA inn i staðinn fyrir Milner áður en hann fer útaf með rautt. Og svo má shaqiri koma inn fyrir salah bráðum

 20. Hvað er eiginlega uppleggið hjá Klopp? Ótrúlega dapurt í alla staði. Engin ákefð, ekkert flæði, engin áhætta tekin.

 21. Þessi sóknarleikur er svo hægur, fyrirsjáanlegur og dapur að það nær engri átt. Það er eins og menn verði að taka 100 snertingar á boltanum áður en að þeir senda hann frá sér og yfirleitt senda þeir hann til baka til hliðar eða á mótherja. Það er eins og að það sé ekkert sóknarplan í gangi.

  YNWA!

 22. Væri til í að sjá tölfræði yfir það hversu margar sendingar miðverðirnir okkar eiga sín á milli.

 23. Joel Matip hefur verið hættulegri í þessum leik heldur en Salah. Ömurlegt. Gæðaleysið algjört!

 24. Virðist ekk vera neinn áhugi að vinna þennan leik. Ef það er ekki séns núna þá hvenær. Svo skiptir hann Origi inná. Á ekki orð.

 25. Þetta er bara virkilega sloppí spilamennska og áhugalaus.

  Verð að segja það.

 26. Metnaður Jurgen Klopp felst greinilega í jafnteflum, hundleiðinlegum jafnteflum.

 27. Ömurlega lélegt.

  Vona að city taki þennan titil

  Liverpool a ekkert skilið

 28. Mögulega höfum við verið að spila yfir getu fyrir áramót, liðið virðist vera uppurið hugmyndum framávið amk núna, eins og við þufum aðstoð frá mótherjum til að komast í sæmileg færi. Eins gott að við erum komnir með alvöru markmann, annars hefðum við ekki fengið stig úr þessum leik.

 29. Rosalega er liðið búið að detta niður í skemmtanagildi síðustu vikurnar. Ömurlegt jafntefli gegn lélegu liði

 30. Þetta er svo ömurlegt, Klopp er bjáni, við getum ekki rassgat bla, bla, bla…..við erum í fyrsta sæti og það tekur engin frá okkur í dag.
  YNWA

 31. Gott jafntefli á erfiðum útivelli. Verum glaðir erum í efsta sæti í deildini:)

 32. Uh. Erum við ekki efstir?
  Gerðum jafntefli við lið sem er á fleygiferð.
  Getum ekki kvartað yfir jafntefli á Old trafford

 33. Maður hefði allveg getað sleppt því að horfa á þetta því ég var fyrir dögum síðan búnn að vera viss um að þetta færi jafnt hélt reyndar að þetta myndi fara 1-1 en jafnt var það allavega.
  Nú eru bræðurnir Jan og Feb að verða búnir og þá kemur þetta allt saman hjá okkur !!
  kæru vinir höfum trú á verkefnið allt til enda.

  YNWA.

 34. Þetta var erfiður leikur gegn liði sem er eitt það dýrasta í deildinni. Þótt þeir hafi ekki átt góðan leik og verið í meiðslavandræðum þá eru þeir samt með hóp sem kann að verjast og gripu í gamla taktík frá Móra gamla sem var að þjálfa þarna í gamla daga. Þeir steindrápu leikinn, lokuðu svæðum gríðarlega vel og svæfðu okkar menn. Svona er bara deildinn, gríðarlega erfið og ef menn halda að City labbi í gegnum þessa síðustu leiki án vandamála þá held ég að þeir hinir sömu hafi rangt fyrir sér. Þeir voru að missa 2 af sínum bestu og mikilvægustu mönnum í meiðsli og þeir verða frá í nokkrar vikur, amk Fernandinho sem mér sýndist vera með nárameiðsl. Hann og Laporte bætast við langan lista hjá City.

  Það verða allir leikir erfiðir það sem eftir er, líka fyrir önnur lið en Liverpool, að væla hér á síðunni hjálpar ekkert. Við erum í bullandi séns, betri en í langan langan tíma, njótum þess.

  Leikurinn við MU var ömurlega leiðinlegur en hvað hann var spennandi. það verður ekki tekið frá okkur þegar liðið okkar er í toppbaráttu að hver einasti leikur er háspenna frá upphafi til enda.

  Ef við erum ekki ánægðir með það hvenær er þá ástðæða til að gleðjast með sínu liði ?

  YNWA

Old Trafford á sunnudag

Markalaust jafntefli á Old Trafford – Skýrsla