Liverpool 3-0 Bournemouth

Mörkin

1-0  Sadio Mané 24.mín
2-0  Wijnaldum 34.mín
3-0  Mohamed Salah 48.mín

Leikurinn

Bournemouth hófu leik með upphafssparki Ryan Fraser og rétt rúmri mínútu síðar átti sá hinn sami fyrsta færi leiksins. Fraser fékk boltann á vinstra megin við vítateiginn og átti fast skot í fjær hornið sem að Alisson varði vel. Við tók stöðubarátta á miðjunni og Liverpool voru meira með boltann en með litlum ógnunum þó. Salah átti klassískan sprett frá hægri væng og með vinstri fótarskot í átt að vinstri vinkli en skotið sigldi upp í stúku og á 12.mínútu varði Boruc vel eftir að Mané hafði lagt upp færi fyrir Firmino í teignum. Gestirnir áttu þó góða kafla á boltanum á upphafsmínútunum og pressuðu af skynsemi þess á milli að liggja djúpt og sækja.

Liverpool sýndi þó yfirvegun og þolinmæði og það skilaði sér um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að flott fyrirgjöf frá Milner á hægri vængnum fann ennið á Mané sem stangaði boltann í nærhornið. Búnir að brjóta ísinn og með meðvind þá fóru heimamenn að hnykkla vöðvana og sýna mátt sinn og megin. Einhverjir skarpskyggnir menn töldu sig sjá rangstöðu í markinu en slíkar samsæriskenningar og villusýnir reyndust ómarktækar og var vísað frá dómi. Stuttu eftir markið sóttu rauðliðar hratt upp í skyndisókn og Wijnaldum fékk boltann í góðu færi í teignum en lagði upp á Sala í enn betra færi en hinn egypski kóngur kingsaði boltann hressilega.

Það var kominn rytþmi og melódía í samspil Rauða hersins og Firmino var agnarögn of þöndum brjóstkassavöðvum frá því að taka boltann niður í úrvals marktækifæri einn gegn Boruc eftir hálftíma leik. Það átti ekki eftir að koma að sök þar sem að einni ögurstund síðar hafði Liverpool tvöfaldað forustu sína. Skoski snillingurinn Robertson sendi flotta fyrirgjöf á Wijnaldum í teignum og sá hollenski minnti á sóknarhæfileika sína frá fyrri tíð með því að lyfta boltanum listavel yfir hinn háaldraða Boruc í markinu.

Heimamenn héldu boltanum vel innan liðsins út hálfleikinn og vörðust vel þegar að Bournemouth leitaði stöðugt eftir skyndisóknum ef boltinn tapaðist. Á lokamínútum hálfleiksins átti svo Salah hörkuskot er hann tók boltann á lofti og hamraði að marki en Boruc var kattliðugur í markinu og varði vel.

2-0 í hálfleik

Seinni hálfleikur var á sínum upphafsmínútum þegar að glæsilegt upphlaup heimamanna endaði með glæsilegri hælsendingu Firmino á Salah sem skrúfaði hann niðri út við stöng og í netið. Frábært mark og sigurinn orðinn öruggur snemma leiks. Eftir þetta réðu Liverpool-menn lögum og lofum á vellinum, héldu boltanum og sköpuðu mörg marktækifæri. Á 56.mínútu átti Wijnaldum góða fyrirgjöf á skallann á Mané sem var dauðafrír í teignum en í þetta skiptið brást honum bogalistin og skallinn fór framhjá.

Heimamenn stýrðu leiknum þægilega að megninu til og á 76.mínútu slapp Salah í gegn en setti skot sitt í slánna. Stuttu síðar svöruðu gestirnir með sjaldséðri sókn en Alisson varði vel fast skot Mousset á nærstöng. Leikurinn var líflegur á þessum kafla og fjórða mark leiksins líklegt en Keita fékk færi í teignum sem hann skaut yfir markið. Undir lok leiksins fengu svo Firmino og varamaðurinn Trent Alexanders-Arnold kjörin marktækifæri til að auka sigurstöðuna en tókst ekki að nýta færin. Ágætur dómari leiksins John Moss blés til leiksloka og öruggur sigur staðreynd.

3-0 í leikslok og 3 stiga forskot á toppi deildarinnar

Bestu leikmenn Liverpool

Flestir leikmenn áttu flottan leik í dag og það var allt annar bragur á spilamennskunni frá stresskasti síðustu tveggja leikja. Robertson var fantaflottur að vanda og á miðjunni var Fabinho grjótharður. Matip var fínn í hafsentinum og VVD sultuslakur á cruise control. Keita var líflegur og átti einn sinn besta leik síðan hann kom til liðsins í sumar. Milner skilaði sínu og Alisson varði allt sem þurfti að verja. Hin heilaga þrenning í framlínunni var í stuði og sérstaklega var gaman að sjá Firmino sýna sína sambatakta á ný.

Minn maður leiksins að þessu er þó Gini Wijnaldum en hans var saknað í jafnteflinu gegn West Ham. Stýrði spilinu vel á miðjunni, var sókndjarfur og skoraði glæsilegt mark til að kóróna sína frammistöðu. Flottur dagur hjá Hollendingnum brosmilda.

Vondur dagur

Enginn af heimamönnum átti slæman dag í þessum leik og frammistaðan bæði fagmannleg og flott. Þetta er helst vondur dagur fyrir Liverpool-haters sem óska þess að við förum á taugum og klúðrum okkar tækifæri á titlinum. Einnig er ánægjulegt að þetta var vondur dagur fyrir Everton sem að töpuðu þriðja leiknum í röð og voru svo óforskammaðir að hvíla lykilmenn á heimavelli gegn City í miðri viku. Þetta kallast að vera böstaður af Karma Police og bláliðar eru blúsaðir í dag.

Tölfræðin

Við þetta má bæta að Sadio Mané hefur núna skorað í 4 leiki í röð og megi sú markasyrpa halda endalaust áfram. Þá var þetta 13. skiptið sem við höldum hreinu í deildinni í vetur og það er akkúrat helmingshlutfall af öllum deildarleikjum spiluðum.

Umræðan

Líklegt er að léttir og gleði mun vera helst í huga Púlara eftir að hafa komist aftur á sigurbraut og endurheimt toppsætið með 3ja stiga forskot. Anfield var líka öflugur í dag og áhangendur tóku betur undir en í síðasta heimaleik þegar að of mikið stress var í mannskapnum. Á morgun á City að spila erfiðan leik en eflaust vinna þeir hann og setja aftur pressu á okkar stöðu að vinna leik sem við eigum inni. Þá styttist í leiki í Meistaradeildinni og það gæti haft áhrif á deildarformið hjá báðum liðum.

En í dag er hægt að lyfta glasi og skála fyrir góðum sigri og flottri frammistöðu hjá Rauða hernum.

Top of the league! Allez allez allez!

YNWA

55 Comments

  1. Vá hvað við þurftum á svona leik að halda, 3-0 sanfærandi sigur og vorum við pínu klaufar að vinna ekki stærra.
    Í Leicester og West Ham leikjunum þá komust við yfir en fengum mark í andlitið og við náðum ekki að opna varnir . Í dag komust við yfir og náðum þessu öðru marki sem gjörbreyttir öllu fyrir lið sem menn voru að tala um að fyndu fyrir miklu stressi en það var nú ekki að sjá í dag.

    Gestirnir voru ekki að ná að loka eins vel á okkur og hin liðinn í síðustu tveimur leikjum og við nýtum okkur það með því að ná að opna þá aftur og aftur.

    Frábær framistaða hjá strákunum og var gaman að sjá Keita fá 90 mín sem gefur honum sjálfstraust og að Trent kom inná sem þýðir að strákurinn er klár ef Klopp vill byrja með kappan í næsta leik(eftir 10 daga). Winjaldum er fyrsti maðurinn á blað hjá okkur á miðsvæðinu og er í algjöru lykilhlutverki með dugnaði sínum og já má ekki segja að hann á alltaf inn á milli eitt töfratrix eins og sást í dag.
    Það sem maður var samt ánægðastur með var að sjá Firmino mæta aftur til leiks og hvernig hann lagði upp þriðjamarkið var algjör snilld.
    Allir að spila vel hjá okkur í dag þótt að maður fannst Matip stundum mjög tæpur að missa mann framhjá sér þá slapp hann vel frá þessum leik.

    YNWA – 3 stiga forskot á toppnum. Ég ætla ekki að detta í það að breytta mér í Chelsea aðdáanda á morgun maður fer bara að fyrirmynd strákana og hugsar eingöngu um Liverpool og ekkert annað.

  2. Þetta var líklega aldrei spurning. 3 stig, ekkert mark fengið á sig, og ég veit ekki til þess að neinn hafi meiðst.

    Svo ætla ég pínkulítið að halda með Chelsea á morgun. Væri samt bara mjög sáttur með jafntefli.

  3. Milner var að segja það í viðtali að Winjaldum hafi verið veikur og var ekki sjáanlegur í gær. Mætti bara í leikinn og var besti maður liðsins.

  4. Svakalega góður leikur hjá okkar mönnum. Allir góðir, Keita mjög góður og sóknarþríeykið og Robertson líka. Wijnaldum maður leiksins og TAA kom sterkur inn af bekknum sem var frábært að sjá 😀

  5. hef lengi kallað eftir því að fá að sjá þessa 3 saman á miðjunni og áttu þeir allir frábærann leik og stjórnuðu spilinu alveg hægri vinstri
    Fabinho- vá hvað hann les leikinn vel og er með góðar staðsetningar og er svo hrikalega klókur að vinna boltann.
    Keita- sáum það í dag að drengurinn er með töfra og er svakalega góður fótboltamaður. Mín skoðun er sú að hann þurfti bara að fá smá run… núna fekk hann 3 leikinn í röð og átti stórleik
    wijnaldum- þarf ekki að segja neitt um hann alltaf jafn góður og er að sýna mikilvægi sitt

    YNWA

  6. Sælir félagar

    Ég vil þakka liðinu fyrir þennan leik og frammistöðuna í honum. Hvílíkur munur að fá Wijnaldum til baka og hann, Fabinho og Keita gjörsamlega átu þessa 5 manna miðju Bournemouth, Mér sýnist að Keita sé að ná áttum en hinir tveir eru í heimsklassa. Þegar ég sagði um daginn að Fabinho væri eini heimsklassa miðjumaðurinn í liðinu þá gleymdi ég Wijnaldum og bið hann afsökunar á því. Virgillinn komin í sitt fyrra form og Matip virkaði bara mjög vel með honum í dag. Einhvernvegin hafði maður engar áhyggjur af vörninni í dag því hún var algjörlega geirnegld nema í upphafsókn B‘mouth sem aðeins fór um mann. En það var líka í eina skiptið enda Alisson mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum.

    Það var gott að sjá TAA koma síðustu 20 mín og gaman hefði verið fyrir strákinn að skora ú færinu sínu. Milnervélin tikkaði allan leikinn og Robertsons frábær í fyrirgjöfum sínum sem eru oftast fastar með jörðinni og eftir því hættulegar. Hinsvegar var sendingin hjá honum á Wijnaldum mögnuð og afgreiðsla Gini ekki síðriFramlinan með Bobby fremstan og Mané og Salah sitt hvoru megin var stórhættuleg og 3 – 4 mörk í viðbót hefði ekki verið ósanngjarnt í færum talið. Við erum á toppnum aftur og ef liðið hefur þann kraft og vilja sem það sýndi núna þurfum við ekkert á stuðningi dökkbláa olíuliðsins, gegn því ljósbláa, að halda.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Virkilega góður leikur hjá okkar mönnum. Keita flottur og í raun voru allir leikmenn mjög góðir í dag og nánast rannsóknarefni hvernig við ekki náum að skora fleiri mörk.

    Frábært að fá Gini og Trent til baka.

    Mikilvæg þrjú stig og ekki síður mikilvægt að halda hreinu því það er það sem vörn og markmaður nærast á.

    Nú er bara að stilla sig inn á tíu daga bið og þunglyndi fram að næsta leik.

    Áfram Liverpool!

  8. Hazard skorar 3x à morgun gegn City.Eazy game sì?an bara United næstu helgi og þà ætti þetta a? detta inn.

  9. Flottir í dag ætla bara ekkert að kvarta bara gleðjast meira svona! 🙂

  10. Þessi miðja lýtur vel , okkar besta miðja! Ef pogba hefði gefið þessa sendingu sem Keita gerði í þriðja markinu hefðu united menn tekið fram sleipiefnið og sky verið með klukkutíma þátt um hvað pogba er góður. Ég vill sjá þessa miðju á old trafford. Nú vonar maður að spánarferðin fari betur í hópinn en dúbaiferðin. Koma svo.

  11. Flottur leikur, hefði viljað 2-3 mörk í viðbót og ná einnig betri stöðu gagnvart City í markatölu.
    Nú er bara að nýtta tímann vel fram að Bayern og vonandi koma allir heilir úr landsliðsverkefnum.

    það er nu þannig.

  12. Gaman að sjá Keita setja loksins í annan gír og sendingin hjá honum í markinu algert gull!

  13. Sæl og blessuð.

    1. Gini Winjaldum er okkar Fernandinho. Við teljum alltaf upp Virgil, Alison, Salah – og já þeir eru lykilmenn og ómissandi en þessi miðjumaður er kjölfesta í liðinu.
    2. Keita er á réttri leið. Flott tölfræði og snilldarsending. Hann vill greinilega bíða fram að Bayern leiknum með að opna markareikninginn.
    3. Allir voru sér og sínum til sóma. Enginn undir 7 í einkunn og amk. Robertson, Gini og Mané fannst mér eiga heima í níunni.
    4. Ekki fara til Dubai í þessu 10 daga hléi.
    5. Chelsea vinnur óvænt á morgun eftir að Fernandinho fær rautt fyrir að brjóta á Hazardinum á … 54. mínútu. Þriggja leikja bann. Þið lásuð það fyrir … hér.

  14. Leikskýrslan hefur verið útfyllt og send til formlegrar birtingar.

    YNWA
    Beardsley

  15. Takk fyrir góða skýrslu og að minnast á Gini Wijnaldum.

    Tel að hann sé einn af okkar mikilvægustu leikmönnum og fáránlega sterkur hlekkur á miðjunni. Fínn varnarlega, getur skorað eitt og eitt mark (ekki eins og við séum að drukkna í miðjumönnum sem vita hvar markið er staðsett), og svo hef ég tekið eftir því að okkar frábæra sóknartríó virðist smella mun betur saman þegar hann er þarna rétt fyrir aftan þá.

    Elska þennan gaur og hann er def okkar besti miðjumaður í dag!

    En flottur dagur, töffarar að mæta svona til leiks og öskra á City og aðra að við erum ekkert að hverfa hægt inn í myrkrið!

    Taka svo fokking United á Gamla Troðningnum þarna í Manchester eftir 2 vikur!

    YNWA!

  16. var allt annað að sjá liðið núna en í síðustu 2 leikjum.

    keita hægt og rólega að komast í gáng, vildi samt sjá hann taka skot fyrir utan teyg en það kemur.
    frábært að sjá alexander arnold kominn til baka og gott 10 daga frí frammundann hjá þeim.

    hef engar áhyggjur af united, þeir eru með svo lélega vörn að þetta verður veisla fyrir liverpool að spila við þá sérstaklega ef þeir ætla að spila sóknarbolta, góð taktík fyrir liverpool að liggja í vörn og keyra á skyndisóknir.

    verður gaman að sjá hvort að chelsea reinir eitthvað á morgun eða hvort leikmönnunum sé bara orðið slétt skítsama og nenni ekki að spila lengur.

  17. Takk fyrir góða skýrslu. Hvar get ég séð helstu atriði leiksins?

  18. – Anfield showed the fuck up
    – The players responded brilliantly
    – Fabinho world class, MOTM
    – Finally another clean sheet
    – Keita with a spirited display
    – Mane scoring in 4 consecutive games
    – Glad to have Trent back
    – Three points clear at the top.

    I’m fucking elated.

  19. Ekkert stress bara njóta ! Frábær leikur í alla staði sól og gleði.
    YNWA.

  20. Það er nokkur tími síðan ég var svona sultu slakur að horfa á okkar stráka spila knattspyrnu. Maður sá það eiginlega frá fyrstu mínútu að leikurinn var algerlega í okkar höndum, aldrei spurning um hvort, heldur hversu stór sigurinn yrði. Allir stóðu undir væntingum, og vil ég sérstaklega hrósa Keita, sem steig upp, og vonandi stígur hærra þegar á líður. Eigum eiginlega að bjóða velkominn nýjan aðalliðsmann félagsins. Það er engu af Klopp stolið, þegar leikmannakaup eru annars vegar, kallinn er alveg spes. Hverjum hefði dottið í hug, í alvöru, að Robertson yrði þetta hryggjarstykki sem hann er, skorskan bersevisser keyptur frá Hull, sem nb hefur sannað sig svo um munar. Ef Keita heldur áfram á þessari braut, þá var biðin eftir honum biðinar virði, það er eithvað sem ég fíla við þennan strák, hann þarf kannski sinn tíma, sem er vonandi kominn og með auknu sjálfstrausti þá á hann aldeilis eftir að springa út, og við að njóta.

    YNWA

  21. Ég var að mynda ungu kynslóðina á handboltamóti í Kórnum í Kópavogi frá 8 í morgun til 18:30, svo leikurinn var rétt að klárast hér á bæ. Gaman að sjá Naby Keita sýna hvað í honum býr. Hann var skapandi, duglegur og stungan sem endaði með þriðja markinu var algjörlega fyrsta flokks. Fabinho var ekkert slor heldur, var að skila sínu á báðum endum vallarins í sexu hlutverkinu og þá ekki síst fram á við! Spennandi leikmaður sem á vonandi meira inni.

    Gini Wijnaldum er samt okkar mikilvægasti miðjumaður eins og sakir standa, var bæði taktmælir og “enforcer” í dag. Segi ekki að hann sé ómissandi en það er ekki tilviljun að hlutlausir margir völdu hann í EPL lið fyrri hluta tímabilsins fyrir nokkrum vikum; frábær fótboltahaus og ósérhlífinn. Það er svo verðmæt blanda. Fáránlega vel gert hjá honum að sjá að vippan væri “on” og jafnframt óaðfinnanlega framkvæmt.

    Ekki má gleyma Sadio Mané sem er búinn að vera virkilega sprækur undanfarið og skorar í leik eftir leik. Megi það halda áfram sem lengst! Sá var góður í dag.

    Frábær frammistaða og aftur virðast Firmino og Salah geta tjáð sig með hugboðum einum saman – ekki fyrsta þannig hælsendingin frá Bobby sem skilar marki. Það er varla þörf á að minnast á Alisson og van Dijk, enda gerðu þeir sitt, eins og við erum farin að venjast.

    En bottom line, yfirburðirnir voru algjörir í dag. Meira svona og vonandi stendur dökkbláa olíufélagið sig gegn því ljósbláa á morgun. Væntingarnar eru þó býsna hóflegar.

    Hér má hjá MOTD, Liverpool – Bournemouth er fyrstur: https://old.reddit.com/r/footballhighlights/comments/aoxi4m/bbc_match_of_the_day_week_26_09feb2019/

    Við erum að mínu mati með besta stjóra heims í Jürgen Klopp. Lifum og njótum, er meðan er! YNWA!

  22. þetta var nákvæmlega það sem þurfti að gerast í dag að fá mómentið og sjálfstraustið aftur. þetta er nefnilega spirall upp eða spirall niður. Sjáið bara MU sem geta ekki hætt að vinna. Þess vegna verður geðveikt að mæta þeim næst og klára hjá þeim runnið. Þetta getur ekki verið betra.

  23. Frábær sigur og nú er bara að vona að chelskí geri okkur greiða á morgun!

  24. Frábær frammistaða ef marka má MOTD. Ég vil sjá miklu fleiri komment og jákvæða stemningu herna inni eftir svona góða leiki!!! Koma svo Chelsea…

  25. Frábær leikur í gær, loksins fáum við að sjá þessa yfirburði aftur. Liverpool lét Bournmouth líta mjög illa út, en við skulum ekki gleyma því að þetta lið vann Chelsea 4-0 fyrir stuttu síðan.

    Wijnaldum er að fara aftan á næstu treyju, það er nánast öruggt. Hann gerir eiginlega aldrei neitt sem grípur myndavélarnar og fær fólk til að tala um hann eftir leik, en hann gerir allt hitt, og í dag þetta snyrtilega mark. Fabinho og Keita áttu líka góðan leik, Fabinho er alltof góður á miðjunni til að nota hann í hafsent eða bakverði.

  26. Ef við fáum Gini aftur í þessu formi og Keita sem brjálaða hýenu þarna á miðjunni, þá kvíði ég ekki framhaldinu. Við megum samt ekki við neinum skakkaföllum, það er stranglega bannað að meiðast!

  27. Takk fyrir það. Öruggur sigur og þó stærri hefði verið. Ekta Liverpool lið mætt á svæðið og þá eiga liðin varla breik, sérstaklega á Anfield sem er að verða það vígi sem það var þekkt fyrir svo áratugum skipti. Allir stóðu sig vel og flest jákvætt..
    ..liðið að verða öruggt um að ná topp fjórum
    ..þrátt fyrir skitu í tveimur leikjum um daginn er liðið á toppnum
    ..Keita er að skrúfa sig í gang, á þó enn eitthvað inni
    ..Milner er ótrúlegur, leysti bakvörðinn áaðfinnanlega
    ..TAA að koma á nýjan leik
    ..Gini verður bara betri
    ..Salah þiðnaður eftir janúar frostin
    ..Mane skorar í hverjum leik
    ..Alison hélt hreinu
    ..Robertson er að verða besti bakvörður Bretlandseyja
    ..gefur vonir um seinni slæmi kaflinn í vetur sé búinn

  28. Hvað er þetta Allez allez allez ? Hvaða þýðingu eða merkingu hefur þetta?

  29. Þetta er miðjan sem ég væri til í að sjá oftar. Keita var rosalegur og loksins sá maður til hvers hann var keyptur.

    Wijnaldum er óðfluga að verða einn besti alhliða miðjumaður deildarinnar og Fabinho er með rosalega yfirsýn og veitir vörninni aðstoð sem er nauðsynleg björg í bú fyrir öftustu línuna.

    Svo mætti alveg finna aðra staðsetningu en Dubai fyrir hópefli,en kannski er þetta óþarfa nöldur í mér yfir staðsetningunni en hópeflið er engu að síður mikilvægt.

    BM eftir 9 daga og vonandi haldast menn heilir fram að því.

  30. Slæmu kaflarnir tveir. Liverpool reið ekki feitum hesti í þeim sem sýnir hve frábært liðið hefur verið þess á milli.
    26. sept – 7. okt 4 0 2 2 2-4 2 stig
    5. jan – 4. feb 6 2 2 2 9-9 8 stig

  31. Þröstur #31

    Allez allez allez er franska og þýðir svona ca.bát Áfram áfram áfram!

  32. Djöfull vantar einn Diego Costa núna en Higuain er svosem sæmilegur hehe

  33. Man City ekki lengi að klára Chelsea.
    Chelsea byrjaði af krafti og pressuðu heimamenn en Man City fékk aukaspyrnu og Alonso gjörsamlega gleymdi sér og Sterling skoraði eftir c.a 4 mín svo kom fljótlega annað mark og Chelsea menn virka bugaðir.
    Þetta Man City lið er besta lið á Englandi það er bara þannig en það þýðir ekki að við getum ekki gert atlögu að þeim. Þegar þú ert með Sane, D.Silva, Mahrez og G.Jesus á bekknum þá ertu með epískt lið og held ég að ekkert annað lið í heiminum gæti leyft sér slíkan munað.

    p.s 3-0 núna eftir 17 mín

  34. Ja hérna – hvað er að gerast hjá Chelsea þessa dagana?

    0 – 3 eftir 18 min…..

  35. Af hverju gátum við ekki fengið chelskí í þessu ömurlega formi? Þetta er verra en everton og huddersfield til samans.

  36. 6-0 og leikurinn ekki búinn. Hverjir aðrir en við viljum að Liverpool vinni titilinn? Það er ljóst að eingöngu sigur gegn manjú kemur til greina. Manjú vill frekar að city vinni en við, nú þarf að bretta upp ermar allrækilega. Markamunurinn eykst og eykst.

  37. það greinilegt að við verðum bara að stóla á okkur sjálfa.

  38. Það að City séu ekki langefstir í þessari deild sýnir hvað Liverpool eru hrikalega góðir. Við erum búnir með City svo ef okkar menn klára sitt mega City vinna rest 6-0. Þetta er í okkar höndum en við megum sennilega ekki tapa meira en 2 stigum í viðbót.

    Við eigum líka Chelsea líka eftir á Anfeild.

  39. Það eru 12 leikir eftir og þeir á sky tala nú bara um liverpool þarf að vinna 11 leiki og gera eitt jafntefli því að þetta City lið er ekki að fara að tapa stigum.

  40. þessi úrslit chelsea komu mér ekkert á óvart, vill enginn vera þarna lengur og allir að bíða eftir að stjórinn verði rekinn.

    hazard farinn að hugsa um sólina á spáni í sumar.

    ef við töpum fyrir united þá vinnur city deildina á markamun.

  41. Sæl og blessuð.

    Spáði chelsea sigri en áttaði mig ekki á því að þeir eru höfuð- og fótalaus her. City á eftir að tapa stigum, MU og Tottenham eiga eftir að þvælast fyrir þeim.

    Það er nett afrek að vera með svona þunnan hóp og vera samt á þessu líka hvínandi blússi.

  42. Er yfirleitt ekki að tjá mig um önnur lið, enda slétt sama. En come on, er Chelsea svona hrikalega lélegt!
    Hvar í andsk. á manc að vinna þá 6-0.

    YNWA

  43. Chelsea ætluðu að pressa city hátt uppi en gerðu það ekki sem lið og eftirleikurinn var auðveldur hja City…Sarri er greinilega ekki að ná til leikmanna….City virðist setja i annan gír þegar þeir mæta stóru liðunum…það eru meiri líkur að þeir tapi stigum gegn littlu liðunum…við höfum uppá eitt jafntefli að spila og vinna rest þá er bikarinn okkar ef menn haldast heilir þá getum við það og gerum ÞAÐ…

  44. engin pressa á liverpool.

    þeir verða bara að vinna alla leikina sem eftir eru í deildinni.

  45. Er nokkuð viss um að ef við náum að forðast tap á Olf Fartford sunnudaginn 24. febrúar nk. þá verður titillinn okkar. Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur leikur.

    Deili ekki skoðun manna að United eða Spurs (á útivelli) muni flækjast fyrir City. Ekki gleyma því heldur að ALLIR United og Everton stuðningsmenn vilja frekar að City vinni titillinn en við.

    Þurfum algerlega að treysta á okkur sjálfa. Þetta er svo sannarlega allt samann enn í okkar höndum!

  46. Getur einhver sagt mér afhverju city er sett í fyrsta sæti,búið að spila einum leik meira, veit að þeir eru með betri markatölu einhver ??

  47. Hverjum er ekki drullusama hvað stuðningsmönnum manhju og nevertons finnst um okkur? Þetta er ennþá í okkar höndum, það skiptir öllu máli. Bikarkeppnirnar eiga eftir að eyðileggja deildarrönnið hjá sittý.

  48. Liðið að þiðna á Spáni.
    Vonandi kemur ekki upp pest.
    Fyrir utan uxann þá er sérstaklega gaman að sjá Brewster í Spánarhópnum.
    Ég er sannfærður um að hann muni slá í gegn hjá okkur.
    YNWA

  49. Sælir félagar

    Af hverju var hætt með lækin á kommentakerfinu. gaman væri að geta lækað eða eitthvað á komment sem manni finnst góð. Hin getur maður bara latið liggja á milli hluta eins og verið hefur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  50. City liðið er jú auðvitað frábært, en skulum ekki gleyma að það er stutt síðan Chelsea var jarðað 4-0 af liðinu sem við unnum 3-0 um helgina… Bournemouth.. City hefur að auki tapað 4 leikjum, og aðeins einn af þeim var á móti topp 6 liði (Chelsea)

    Það er talað um svaka krísu og hikst í liðinu, en eftir 26 leiki erum við komin með 20 sigra, 5 jafntefli og 1 tap… ótrúlega óraunhæfar kröfur miðað við fyrri ár… Skemmir pínu að við búum á þeim tíma sem City eru með langbesta liðið..Takið þeirra ofurlið út úr jöfnunni og við værum hylla þessu liði sem því besta í sögu klúbbsins..

    City hafa sýnt að þeir geta tapað stigum á móti minni liðum rétt eins og við höfum gert. Þeir eru ekki að fara í gegnum sína loka 11 leiki með 100% record… það dettur inn tap og jafntefli inn á milli.. rétt eins og hjá Liverpool..

    Ég tel það mjög mikla svartsýni að segja að þetta sé næstum búið ef við vinnum ekki manu í næsta leik… þetta tímabil er alveg búið að koma með sín surprises along the way og mun gera það fram á endann..

    Tökum góða chill pill, treystum liðinu og Klopp og vælum bara ef það verður staðfest að þetta sé búið, ég ætla allavega að trúa þangað til það gerist

  51. Aron Ramsey 400k á viku, hæst launaðasti Breti frá upphafi. Hvað er að frétta? Þá vitum við af hverju E. Can fór. Helvíti geta þeir borgað Ítalirnir, nældu í Ronaldo líka.
    Meistaradeild í kvöld ,vonandi bjóða PSG Óla Gunnar til leiks og vinna United 5-0.

  52. Tek undir með Sigkarli, má halda like-fídusnum. Einnig má endurvekja 20+ highlight fídusnum sem var á gömlu síðunni, fínn filter ef maður er á hraðferð

Byrjunarliðið vs. Bournemouth á Anfield

Kvennaliðið tekur á móti MK Dons í bikarnum