Upphitun: Bournemouth mætir á Anfield

Á morgun heldur leitinn að deildarmeistaratitlinum áfram þegar suðurstrandar drengirnir í Bournemouth mæta á Anfield. Liðið okkar hefur aðeins hikstað í síðustu tveimur leikjum með jafnteflum gegn Leicester og West Ham og því mjög mikilvægt að hrista af sér slenið og halda áfram að setja þrjú stig á töfluna, sérstaklega þar sem Man City á erfiðan leik á sunnudaginn.

Fyrir tíu árum síðan var Bournemouth hársbreidd frá því að falla úr deildarkeppninni á Englandi en síðan er Eddie Howie búinn að stýra þessum klúbbi yfir í að vera miðlungslið í efstu deild. Í dag situr liðið í tíunda sæti deilarinnar og réttlætanlega vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína. Hinsvegar er tvennt við þeirra stöðu í dag sem hagnast Liverpool í þessum leik. Annarsvegar er liðið búið að vera afleitt á útivöllum á tímabilinu og hafa aðeins náð í níu af þeim 33 stigum sem liðið er með þegar þeir ferðast. Einnig töpuðu þeir eina bikarleiknum sem þeir spiluðu á útivelli og því vonandi að Anfield vinni með okkur í þessum leik. Hinsvegar er það meiðslalisti Bournemouth þessa dagana. Callum Wilson, markahæsti leikmaður liðsins, missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla og er aftur frá núna vegna hnémeiðsla. David Brooks sem hefur farið hamförum á kantinum undanfarið mun ekki spila vegna ökklameiðsla. Auk þeirra eru Lewis Cook og Simon Francis frá út tímabilið og að sjálfsögðu má Nathaniel Clyne ekki spila gegn móðurfélaginu og verður því ekki með á morgun.

Fyrir utan frábæran sigur suðurstrandarmanna gegn Chelsea í þarsíðustu umferð hefur Bournemouth gegnið frekar illa gegn stórliðunum í ár en þetta voru þeirra fyrstu stig gegn topp sex liðunum. Howie hefur stillt upp frekar varnarsinnað í þessum leikjum í ár og ég býst við að það haldi áfram á morgun og því býst ég við að okkar maður Solanke missi sæti sitt í liðinu og það bætist við miðjumaður og Jefferson Lerma komi inn í liðið ef hann er orðinn nægilega heill til að byrja eftir að hafa byrjað á bekknum í síðasta leik. Ég tippa á að liðið verði í þessa áttina.

Boruc

Smith – S. Cook – Aké – Daniels

Stanislas – Gosling – Lerma – Surman – Fraiser

King

Þá að okkar mönnum. Þrátt fyrir úrslit síðustu tveggja leikja og sú staðreynd að Man City er fyrir ofan okkur í töflunni eins og er þá má ekki gleyma því að þetta er enn allt í okkar höndum og City mönnum leið alveg jafn illa eftir tap sitt gegn Newcastle eins og okkur leið í þessum jafnteflum. Mómentumið er fljótt að sveiflast það getur allt eins sveiflast okkur í hag um helgina.

Það komu góðar fréttir í vikunni en þrímenningarnir Trent, Henderson og Wijnaldum eru allir byrjaðir aftur að æfa og er von á að einhverjir þeirra, ef ekki allir gætu byrjað á morgun. Lovren er enn frá en vonast er til að hann verði heill fyrir leikina gegn Bayern en Gomez verður frá í rúman mánuð í viðbót. Ef Trent nær að byrja er vörnin sjálfvalinn þar sem Matip og Van Dijk eru einu heilu miðverðir liðsins líkt og í undanförnum leikjum og Moreno er ekki að fara starta fram yfir Robertson og ég tel að fremstu þrír séu sömu og vanalega þrátt fyrir að Firmino og Salah hafi verið slakir í síðustu tveimur leikjum en hress innkoma Origi í síðasta leik gæti orðið til þess að hann komi fyrr inn í þessum leik ef ekkert er að ganga upp. Hinsvegar er miðsvæðið stórt spurningamerki. Naby Keita átti afleytan fyrri hálfleik gegn West Ham en vann sig vel inn í leikinn í þeim seinni og væri áhugavert að gefa honum sénsinn til að komast loksins í gang en það er erfitt að spila menn í gang í meistarabaráttu. Á mjög erfitt með að gera mér grein fyrir hvaða miðjumenn Klopp notar í þessum leik ef allir nema Chamberlain eru orðnir heilir.

Síðustu daga hefur mest verið rætt um stuðningsmenn félagsins en Anfield var frekar hljóðlátur gegn Leicester og ég var sjálfur á London Stadium gegn West Ham og það kom mér einmitt á óvart hversu lítil stemmingin var meðal Liverpool stuðningsmannanna nema þegar við vorum yfir í leiknum. Maggi skrifaði flotta færslu um þetta sem er hægt að finna hér fyrir neðan. Klopp bætti við þetta á blaðamannafundinum í morgun

“I think I never left it in doubt how much I appreciate the support, and I believe in the help of support.
“It would be nice [if they turn up early]. It’s getting exciting, it was always clear there would be games you have to really keep your nerves, in the stand, on the pitch. That’s a part of the game.
“So the good thing is we pretty much know what we have to do, on the pitch and in the stand.
“I’m really looking forward to [Saturday’s game]. It’s a 3 o’clock kickoff, it’s not that dark, but we can create an outstanding atmosphere.
“Everybody who saw matches in the past knows how big an influence atmosphere is.
“I don’t know if I have to ask for it, but whoever wants us to succeed in this game, and in general wants to help, I don’t have the English saying for it, but it’s like shouting your soul onto the pitch.”

Það er ákveðinn klisja að stuðningsmennirnir séu tólfti maðurinn en við hofum oft séð hvernig Anfield hræðir andstæðingana sem þangað koma, sérstaklega í stórleikjunum. Nú eru sjö deildarleikir eftir á heimavelli og þeir sem þangað fara verða að gera allt sitt til að hjálpa og halda leikvanginum sem því vígi sem hann hefur verið á þessu tímabili. Í sextán heimaleikjum í öllum keppnum á þessu tímabili höfum við unnið þrettán gert jafntefli við Man City og Leicester og tapað gegn Chelsea í deildarbikarnum.

Alisson

Trent – Matip – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Fabinho – Keita

Salah – Firmino – Mané

Ég ætla að skjóta á þetta byrjunarlið hjá okkur á morgun. Henderson hefur verið svo brothættur að þó ég myndi sjálfur vilja hafa hann inni á miðjunni býst ég við að hann verði á bekknum til að vera klár fyrir Bayern og Man Utd. Helsta spurningin hjá mér var Keita eða Shaqiri en fannst Keita sýna líf í seinni hálfleiknum gegn West Ham meðan Shaqiri hefur verið í smá lægð í síðustu leikjum sem hann hefur spilað.

Þá er það að spánni en ég held að Liverpool hristi af sér slenið og keyri yfir Bournemouth á morgun, menn að koma tilbaka úr meiðslum meðan þeir eru að missa sín lykilmenn í meiðsli. Ég ætla að skjóta á 4-0 sigur þar sem allavega eitt markanna verður ekki skorað af fremstu þremur sem væri fyrsta deildarmark Liverpool ekki skorað af þeim þremur síðan 26. desember!

Endilega hafið okkur með í twitter umræðum í aðdraganda leiksins með myllumerkinu #kopis

10 Comments

  1. Sælir félagar

    Það er auðvitað krafa að vinna þennan leik á Anfield þó eitt stig dugi okkur í efsta sætið. Anfield þarf að vera sú gryfja sem hann hefur verið það sem af er leiktíð nema með einni undantekningu. Krafan er því klisjan “stuðningsmenn eru 12 leikmaðurinn” og að áhorfendur láti svo í sér heyra að bergmáli í Manchester og hrollur fari um þau lið sem þar eru að gaufa við knattspyrnuiðkun.

    Niðurstöður síðustu tveggja leikja hafa ekki verið að vonum. Skýringar á því eru efalaust margar meðal annars meiðsli í leikmannahópnum. Nú skulum við vona að þeir leikmenn sem leikfærir eru skili 3 stigum í hús og það helst með yfirburðum. Ég sjálfur þori ekki að spá neinu. Spár mínar undanfarið hafa verið víðs fjarri raunveruleikanum svo best er fyrir mig að sleppa öllum spádómum fyrir þennan leik og muna svo að vera í Klopfather bolnum á morgun.

    Það er nú þannig

    YNWA

    Ps. ég verð að spá, ég get ekki stillt mig um það, en ekki segja neinum frá því 5 – 0 segi ég og nú skal það rætast.

  2. 3 stig í boði á morgun og ég hef trú á að okkur takist að ná þeim.

    Ég sá allan leikin hjá Bournemouth gegn Cardiff um daginn og þótt að þeir töpuðu leiknum þá voru þeir stóraliðið í þeim leik. Sóttu nánast stanslaust allan tíman á meðan að Cardiff börðust hetjulega í vörn allan leikinn(í minningu Sala). Þeir fengu slatta af færum sem fóru ekki inn á meðan að Cardiff skoraði úr einu sínum. Svo ekki láta blekkjast á þeim úrslitum.

    Anfield verður að búa til smá stemmningu og leikmenn verða að fara á fullu krafti í leikinn því að andstæðingurinn okkar er líkara hættulegu Palace liði en varnarsinnuðum Leicester/West Ham mönnum(sem eru með öðruvísi hættur).

    2-1 sigur okkur manna spá ég og förum við með 3 stiga forskot á útivöll gegn Man utd þar sem það verður leikur ársins.

    YNWA

  3. eins gott að þeir mæta með hausinn í lagi í þennann leik.

    vinna þetta 5:0.. þeir þurfa að setja statement og ekkert bull.

  4. Skal viðurkenna, það er smá kannski ekki beigur í mér, en einhverstaðar þar í nánd. Á sama tíma er tilhlökkun að sjá liðið okkar springa út, sem verður að fara að gerast, annað er ekki í boði. Ég á þá von að þessi leikur verði eins konar turning point, viðsnúningur á alvöru íslensku. Ég spái 3-0, sagt og skrifað.

    YNWA

  5. Sæl og blessuð.

    Held það sé best að við vinnum þennan leik.

    Fleira var það ekki að sinni.

    Góðar stundir.

  6. Sælir félagar

    Ég hitti góðan félaga og Liverpool mann áðan. Við heilsuðust með virktum og tókum tala saman. Auðvitað barzt tal okkar að leiknum í dag og svona. Hann skammaði mig svo fyrir að vera neikvæður. Hann krafðist þess að ég væri bjartsýnn og jákvæður. Þetta er auðvitað sjálfsögð krafa og ég skal reyna að verða við henni.

    Ég viðurkenni að ég hefi átt erfitt með að vera jákvæður eftir tvo síðustu leiki en ég tel mig vera bjartsýnan fyrir hvern leik. Ég held að ég hafi spáð fyrir um báða síðustu leiki afgerandi sigrum. Þrjú eitt og fjögur eitt. Svo gat ég ekki stillt mig í bjartsýninni fyrir leikinn á eftir og spáði 5 – 0. Ef þessar spár mínar eru ekki bjartsýnar og jákvæðar þá veit ég ekki hvað bjartsýni er.

    Hitt er bæði satt og rétt að ég var ekki mjög jákvæður EFTIR leikina við Leicester og West Ham. En hverjir voru það svo sem. Ég held að ég hafi lítið skorið mig úr öðrum stuðningsmönnum innan lands sem utan í því. En alltaf snýr maður aftur og trúir og trúir. Það geri ég og það gerum við flezt. En raunsæi og ábendingar um eitthvað sem betur hefði mátt fara (janúarglugginn) er ekki neikvæðni heldur lýsir það framur áhyggjum og kvíða undirritaðs.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Á förnum vegi hitti ég Kviðmág minn. Við spjölluðu um leikinn framundan. Ég sagði þú settir í hana þrjú. Já, ég veit sagði hann. En svo sagði hann: Þú settir í hana tvö.. Er huxi enn. Fer leikurinn 5 – 0?

  8. Hvar finnur maður Acestream linka nú til dags, búið að loka á Reddit/streams.

  9. Engin ástæða til svartsýni og munum að njóta ferðalagsins. Liðið okkar spilar yfirleitt stórskemmtilega og ég reikna með því í dag. Býst við sigri, vonandi verður hann stór, en ég þigg líka nauman, ljótan sigur.
    Umfram allt skulum við njóta þess að horfa á góðan fótboltaleik.

Að setja hlutina í samhengi

Byrjunarliðið vs. Bournemouth á Anfield