Gullkastið – Bullandi mótvindur

Liverpool upplifir janúarmánuð jafnan eins og við hin enda langleiðinlegasti mánuður ársins. Mánudagur mánaðanna. Hann er blessunarlega búinn og vonandi betri tíð í vændum. Tvö jafntefli í vikunni á meðan City og Spurs unnu sína leiki og því um að ræða verstu viku tímabilsins það sem af er vetri. Fínt að vera þrátt fyrir það ennþá á toppnum með 2,48 stig að meðaltali í leik. Það var af nægu að taka í þætti vikunnar.

00:00 – Janúar, kalt, meiðsli, snjór og flensa.
21:00 – Klopp og hans sýn á leikmannahópinn
33:20 – Leicester og West Ham
44:00 – Hefði Clyne spilað síðustu leiki?
51:00 – Toppbaráttan eftir þessa viku
59:40 – Bournemouth

Stjórnandi: Einar
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 226

Punktar í þætti:

Hroðaleg stigasöfnun í janúar miðað við allar keppnir

Stigasöfnun í deild alls ekki nógu góð heldur

Munur á hópum Liverpool – City – Spurs

21 Comments

 1. Veit ekki til hvers ég er að skrifa þetta, og auðvelt að segja við mig, til hvers í fjand.ertu þá að því. En eithvað segjir mér að skoðanir á LFC séu sennilega jafn margar og áhagnendurnir. En það er samt eitt svo kristal tært, við erum í efsta sætinu, og eigum að gera okkur far um að vera jákvæðir þó á móti blási um stundarsakir, kemur fyrir bestu lið. Eðlilega eru til hellingur af sófaspekingum, sem segja sína skoðun hvað Klopp á að gera, og gera ekki, en á endanum er það Klopp sem er stjóri Liverpool. Ef einhver á að hafa raunverulega yfirsýn um stöðuna þá er það hann. Við höfum fulla ástæðu til að treysta á hann, hann er stjórinn okkar.

  YNWA

 2. Myndi ég vilja skipta við eitthvað annað lið í deildinni um sæti í töflunni? Nei.
  Myndi ég vilja skipta Klopp út fyrir einhvern annan stjóra í deildinni? Nei.
  Myndi ég vilja vera með stærri hóp og færri í meiðslum? Já. En þetta er pakkadíll, og ég er sáttur með pakkann sem við erum með.

  Munum líka að með stærri og breiðari hóp (þ.e. ef það hefðu verið keyptir fleiri leikmenn), þá þýðir það færri tækifæri fyrir unga leikmenn. Ef Klopp væri stjóri sem kaupir fleiri leikmenn hefði Trent e.t.v. aldrei fengið sénsinn sem hann fékk. Ef og hefði og allt það.

 3. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan þátt og ég er búinn að vera á Firmino vagninum nánast frá upphafi veru hans hjá Liverpool og er það enn. Ég held því fram að í liðinu okkar sé enginn betri í fótbolta en hann hvað sem líður síðasta leik. Hvað breiddina í liðinu varðar þá er ég sammála Magga að breidd markast af hvað það eru góðir leikmenn sem geta komið inn í hverja stöðu en ekki bara fjöldi leikmanna.

  M. City hefur 2 heimsklassa leikmenn í hverri stöðu en það höfum við ekki. Hvað erum við með marga heimsklassa miðjumenn? Hvað erum við með marga heimsklassa varnarmenn og hvað erum við með marga heimsklassa framherja? Eins og staðan er núna höfum við ef til vill tvo heimsklassa varnarmenn plús heimsklassa markmann. Ef til vill einn heimsklassa miðjumann og þrjá heimsklassa framlínumenn. Samanlegt eru þetta sjö heimsklassa leikmenn þannig að miðað við það vantar 4 heimsklassa leikmenn inn í byrjunarliðið.

  Það eru menn í liðinu sem eiga líklega eftir að verða heimsklassa leikmenn; TAA og Robertson og Gomes. En aðrir eru ekki á leiðinni þangað svo langt sem verður séð amk. sem ég sé. Því má segja að M. City sé líklega amk. 5 til 10 mönnum betur mannað en Liverpool liðið. Það er því mikið afrek hjá Klopp og liðinu að vera 3 stigum fyrir ofan ljósbláa olíuliðið. Það breytir samt ekki því að það þarf að fylla mikil skörð í leikmannahópnum sem er skortur sem einmitt núna er að bíta í bakfiskinn úr liðinu.

  Þeir sem ég tel vera heimsklassa leikmenn í leikmannahópi Liverpool eru: Alisson, Virgil v D., Lovren (aðallega vegna frammistöðu Króata á síðasta stórmóti), Fabinho, Firmino, Salah og Mané. Hugsanlega verður Nabi Keita það ef hann tekur tvö til þrjú skref framávið. Með þetta í huga finnst manni að Klopp hefði mátt styrkja liðið í janúarglugganum ekki síst með meiðslasögu allra miðvarðanna í huga nema VvD. Það fannst öllum nema Klopp að eitthvað þyrftir að kaupa í janúarglugganum þó skoðanir væru skiptar um í hvaða stöður. Þannig er það alltaf en flestir vildu fá kaup sem skiptu máli á lokasprettinum – nema Klopp.

  Ég ætla samt að biðja fólk að misskilja ekki, ég er Klopp maður fram í rauðan dauðan. En menn gera mistök og það gerir Klopp líka. Það hefur verið þannig í vetur að varla hefur sama miðvarðarparið leikið nema 2 til 3 leiki saman í mesta lagi. Það segir meira en mörg orð. Framherjarnir okkar hafa ekkert back up nema Sturridge og Origi. Hvorugur strendur undir því að vera alvöru varamaður þó Origi hafi slysað inn þriggja stig marki á móti Everton. Þetta er ekki boðleg staða að mínu viti.

  Það er nú þannig

  YNWA

 4. Takk fyrir það. Sammála þér Daníel, ég myndi ekki vilja skipta á stjóra eða liði. En umhugsunarvert eru þessi meiðslaálög sem virðast hvíla á liðinu svo ef veikindi bætast þar ofan á. Hvurn andskotann létu þeir ofan í sig þarna í æfingarferðinni syðra. Auðvitað verður maður að líta á björtu hliðarnar;
  ..möguleiki að Keita spili sig í gang
  ..einhverjir úr unglingaliðinu geta fengið sénsinn
  ..etv kemur enn betur í ljós hvaða stöður þarf að styrkja
  ..einnig sést hverjir geta og verða ekki í framtíðarplönum
  ..liðið er enn á toppnum
  ..enn halda þarf vel á spöðunum í næstu leikjum
  ..eftir síðustu tvo leiki þá er næsti leikur algjör lykilleikur
  ..svo áfram Liverpool

 5. Mér finnst aðaláhyggjuefnið að Keita er ekki í takti. Hann er ekki að sjá sendingar samt er hann sá sem er mest að reyna og þ.a.l. sóknir í súginn. Það er bara helvíti dýrt og skilur á milli. Held að hann sé farinn aftur á bekkinn því miður.

 6. Það var allan daginn vitað að Everton myndu aldrei hjálpa Liverpool.
  Svo að þeir setja Gylfa og Richarlison á bekkinn en þeir eru án efa bestu menn liðsins.

 7. Everton kastar bara inn handklæðinu fyrir leik. Bjóst svo sem ekki við öðru en vonandi eru leikmenn Everton ekki sammála þjálfara sínum og sýna gæði þó svo bestu leikmennirnir séu fjarverandi.
  YNWA

 8. Man City ekkert að spila vel í þessum leik en það breyttir litlu fyrir þá á meðan að þeir fá 3 stig. Þeir skoruðu með skalla eftir aukaspyrnu með einni síðustu snertingu fyrihálfleik.
  Everton menn ekki sátir við dómgæsluna.

 9. áttu menn í alvöru von á að Everton myndu eitthvað gera á móti City??

  Þeir munu hins vegar mæta dýrvitlausir til leiks á móti okkur þann 3. mars nk. Þið getið alveg treyst því.

 10. Ég horfði nú á mest allan leikinn og ég verð að segja að Everton gáfu ansi mikið í þennan leik enda atvinnumenn. En city einfaldlega of sterkir

 11. Ef vörnin okkar væri ekki komin í sama far og síðustu ég-veit-ekki-hvað-mörg-ár þá hefðum við unnið Leicester og West Ham og værum á toppnum með 4 stiga forskot og leik til góða.

  Maður er bara ógeðslega fúll yfir því að Klopp hafi ekki styrkt hópinn í janúar.

  En auðvitað vonar maður ennþá að Klopp geti töfrað eitthvað út úr þessum hópi og að City muni tapa einhverjum stigum í svakalegri leikjahrinu sem er framundan.

  Áfram Liverpool!

 12. Horfið á björtu hliðarnar. Þurfum “bara” 37 stig úr síðustu 13 leikjum og titillinn er okkar! 🙂

  Já, ég er nokkuð viss um að City vinni alla þá 12 leiki sem þeir eiga eftir.

 13. ég sé ekkert stoppa city úr þessu.

  liverpool verður að vinna alla leiki sem eftir eru til að meika þetta.. það er ekkert en ef jafntefli bull lengur.. þeir töpuðu tryggingunni á móti 2 skítaliðum sem heita leicester og west ham og þurfa núna að valta yfir united á old trafford, everton á goodison, taka chelsea og tottenham á anfield.

  sorry en við hentum þessu frá okkur í síðustu 2 leikjum og það er staðreind.

 14. City eru bara alls ekki sannfærandi frekar en okkar menn og ég er alveg sannfærður um að þeir munu tapa fleiri stigum þó þeir hafi ekki gert gegn þessu slakasta Everton liði í mörg ár.

  Slökum aðeins á – það er febrúar.

 15. Akkúrat það sem þurfti á þessum tímapunkti.
  City uppfyrir á markamun.
  Það dugir til að okkar menn verða dýrvitlausir og fara á rönnið.
  Yndisleg spenna.
  YNWA

 16. Ég vildi að þessi jafntefli hefðu komið í desember og við værum með tvo sigurleiki í röð. Þá værum við nebbla í frábærum málum ennþá að láta City hafa fyrir þessu og við myndum líta bjartsýnis augum á framhaldið.

  Öndum rólega. Eftir helgi verðum við með 3 stiga forskot, með leik til góða og búnir að rétta af markahlutfallið. Setjið dollarana ykkar á Liverpool og Chelsea.

  Þetta fer að skýrast betur á næstu vikum. Samkvæmt dagatali á árlega skitan okkar að vera búin (Þetta er farið að verða óhugnalegt) og spilamennskan að batna. City er á leiðinni í rosalegt prógram og mega ekki fara missa menn í meiðsli og leikbönn, vonandi kemur það niður á spilamennskunni þeirra og þá sérstaklega í deildinni.

  Fögnum því að við séum ennþá í bilstjórasætinu í fáranlega skemmtilegri toppbáráttu.

 17. Já til þess að styðja trú mína á að Chelsea taki óvæntan sigur um helgina er að ég er nokkuð viss um að Fernandinho, mikilvægasti leikmaður City nældi sér í gult spjald og ég held það 5ta í kvöld og ef reglunum hefur ekki verið breytt þá þýðir það eins leiks bann.

West Ham 1-1 Liverpool

Að setja hlutina í samhengi