Lazar Markovic til Fulham (Staðfest)

Verulega þungt högg rétt áður en glugganum lokaði, Fulham keypti Lazar Markovic!

Þetta er búið!

Við viljum benda þeim stuðningsmönnum Liverpool sem ekki hafa kost á sálfræðiþjónustu að styðja hvern annan til að takast á við þetta áfall. Það hjálpar að tala saman þegar svonalagað dynur á manni. Ummælakerfið hjá okkur t.a.m. alveg tilvalið.

Þessi ungi og efnilegi leikmaður sem kostaði ekki nema 20m þrátt fyrir að vera eitt mesta efni heimsfótboltans spilaði 19 leiki fyrir Liverpool en hann hefur einmitt (að því er manni finnst) verið í 19 ár á mála hjá Liverpool.

Vegni honum sem allra best hjá Fulham.

17 Comments

  1. Af Twitter reikningi Watch LFC:
    “Michael Edwards has managed to get more money for Lazar Markovic than Arsenal have got for Aaron Ramsey. Build the man a statue.”

  2. Sæl og blessuð.

    Fækkar enn í öndvegishópnum: Brendan’s boulevard of broken dreams.

    Og ég sem spáði Fulham einu af efstu sætunum.

  3. Ætla að labba út í búð og kaupa mér 1 stk. sálfræðimeðferð, reyndar í blautari kanntinum þar sem áfallið er í þess legt. Blessuð sé minning hans.

    YNWA

  4. Skildi aldrei nákvæmlega hvað gerðist með þennan leikmann, var það að hann var hreinlega ekki nógu góður í fótbolta eða var hugarfarið ekki í lagi?

  5. Mér hefur alltaf þótt gaman að horfa á Liverpool, jafnvel þótt Lazar Markovic! hafi verið í liðinu…;)

  6. Momentið þegar hann var rekinn útaf á móti Basel er klárlega toppurinn á ferlinum hans. Án vafa eitthvað það einkennilegasta rauða spjald sem veifað hefur verið á Anfield. Han kominn ca. meter framúr Svisslendingnum og nær samt að teygja fingurinn aftur fyrir sig til að klóra honum í augnkróknum.

    Réttlátt spjald..nei sennilega ekki, eða ég veit það ekki….allt súrrealískt við þennan knáa dreng.

  7. Tek undir með Davíð #4.

    Hvað klikkaði eiginlega með Markovic?
    Veit það einhver?

    Það litla sem maður sá af honum er í minningunni jafnvel betra en sú hörmung sem Keita hefur boðið uppá.

  8. Góðar fréttir
    ég held að það hafi aðallega verið hugarfarið sem var ekki rétt hjá Lazar, Matic sagði þetta um hann þegar hann var keyptur en þeir spiluðu saman hjá Benfica

    “He has such massive potential that if he changed his attitude in training he could be one of Europe’s best players in his position.”

    hæfileikarnir eru ekki nóg ef hugarfarið er ekki í lagi, dæmi um ungan leikmann sem lenti í mótlæti en var með frábært hugarfar er fyrirliði liðsins í dag Jordan Henderson

  9. L.Markovic smitaðist af Salif Diao syndrom og er það nánast ólæknandi sjúkdómur.

    Hann lýsir sér svona:

    1. Þú stendur þig vel á ákveðnu sviði í skamma tíma sem veitir þér ákveðna athygli
    2. Liverpool lýst vel á þig og býður þér stóran góðan og ekki síður langan samning.
    3. Þú ert í skýunum með þennan samning og öllu því sem honum fylgir
    4. Þú ferð ekki alltof vel af stað hjá Liverpool en þú ert að fá vel borgað svo að þér er pínu sama
    5. Liðið reynir að koma þér í gang en það er ekki alveg að ganga en hey þú ert að fá vel borgað og æfa (ath ekki spila) með Liverpool.
    6. Liverpool lánar þig eða reynir að losna við þig en þér langar bara ekkert að fara af því að þú ert aðfá svo vel borgað. Önnur lið bjóða þér spilatíma en þú þarft að taka smá launalækkun sem þú einfaldlega kærir þig ekkert um
    7. Þú æfir með liverpool af hálfum hug og er bara að pæla í því að fá útborgað því að þú veist vel að þú færð aldrei svona launapakka aftur og ferill knattspyrnumans er stuttur
    8. Þú ferð ekki frá liðinu nema alveg í blálokinn eða þegar samningurinn er nánast búinn. Þá talar þú allt í einu um metnað að fá að spila(kaldhæðnislegt finnst þér ekki)
    9. Þú áttar þig á því að núna ertu farinn að spila fyrir næsta samning og þá þarftu að fara að gefa í en þá ferður pínu að sjá eftir því að hafa þurft að æfa með varaliðinu í mörg ár og varst líka bara að gera það að hálfum hug.
    10 .Þú gefur allt í þetta en það er líklega of seint að rífa feril aftur í gang en hey þú mannst alltaf tíman hjá varaliði Liverpool og þegar þú fékkst launaseðilinn 🙂

  10. Sælir félagar

    Þetta er sorglegt. Ég horfði á stóran hluta leiks U23 við einhverja sem eru í neðri deildunum (man ekki hverja) og held að Liverpool hafi unnið 1 – 0. En hvað um það Markovic var í liðinu og ég hefi aldrei séð aðra eins frammistöðu hjá leikmanni í 2 deildinni hér heima hvað þá hjá manni hjá top liði á Englandi. Á þessum 50 mín sem ég horfði á leikinn tók Markovic 2 eða þrjá 5 -10 metra spretti, ekki til að bjóða sig, heldur til að elta bolta sem rúlluðu með kantinum. Hann náði einum þeirra. Annars labbaði hann bara um völlinn eins og þjálfari með upphitunaræfingar.

    Ég hefi ekki séð svona latan og áhugalausan leikmann hvorki fyrr né síðar. Bumbuboltamenn eins og ég var á sextugsaldrinum hefðu gert meira og lagt sig meira fram en þessi vesalings drengur. Það var skelfilegt að horfa á þetta og maður hugsaði einfaldlega hvað verður um þennan mann þegar hann rennur út á samningi. Vonandi hefur hann lagt eitthvað fyrir af laununum sínu hugsaði ég. En nú er öllum áhyggjum af mér létt. Gangi þér sem best Marko minn góður hvar sem þú verður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  11. Þá er hann farinn enda aldrei í neinum framtíðarplönum hjá Klopp. Vegni honum sem best. Klopp heldur áfram að hreinsa til og mun slatti af mannskap fara í sumar held ég.

  12. Eru ekki 7 stykki farinn frá því í sumar fyrir 33 kúlur. Margir fyrir ekki neitt.
    E Can
    J Flanagan
    J Williams
    D Ward
    R Klaven
    D Solanke
    L Markovic

  13. Er ekki alveg örugglega klasula um að hann megi ekki spila gegn Liverpool ?
    Yrði týpískt að hann myndi tryggja Fulham þrju stig gegn okkur

  14. Lengsti samningur sem ég hef séð, það er búið að vera að orða hann frá okkur í 4 ár eða eitthvað álíka.
    Keyptur á háa fjárhæð en skilað minna en núll.
    Gæti ekki verið sáttari.

Liverpool 1 – 1 Leicester

Gomez gæti þurft aðgerð – Lovren líka meiddur