Loksins aftur leikur!

Á miðvikudagskvöldið mun Liverpool leika sinn fyrsta leik í að ég held örugglega tíu ár. Nei allt í lagi kannski ekki tíu ár en í ansi marga daga allavega og eftir ansi þétt prógram í desember og byrjun janúar eru þessir ellefu dagar eins og heil eilífð.

Í þessari pásu fóru leikmenn til að mynda í smá ferð til Dubai þar sem voru teknar æfingar í sólinni og menn fengu smá svigrúm frá pressunni sem hefur fylgt liðinu undanfarnar vikur. Menn koma því vonandi endurnærðir til baka eftir fríið og tilbúnir í næstu törn leikja áður en það kemur svo annað svipað frí fyrir fyrri viðureignina gegn Bayern í Meistaradeildinni og þá hefst önnur ansi strembin törn.

Það var ansi mikið líf og fjör í síðasta leik Liverpool þegar okkar menn fóru aftur í fortíðina og buðu upp á 4-3 sigur gegn Crystal Palace, eitthvað sem við höfðum ekki séð lengi og ég vil helst ekki sjá aftur á næstunni. Það var því kannski ágætt að fá smá frí eftir þetta!

Það vantar enn upp á breiddina í hægri bakvarðarstöðunni þar sem Trent Alexander-Arnold er líklega ekki klár í þennan leik en verður líklega tilbúinn fyrir West Ham um næstu helgi, Joe Gomez fékk basklag í meiðsli sín og verður ekki klár á næstu vikum og Milner sem leysti af í hægri bakverði í síðasta leik fékk að líta rauða spjaldið rétt undir lok leiksins og verður því í leikbanni. Fabinho fór meiddur út af en er kominn á ról aftur eftir að hafa farið meiddur út af gegn Crystal Palace og ætti að vera klár sem og Gini Wijnaldum sem var ekki með. Eitthvað var um veikindi um helgina en þeir leikmenn ættu eflaust að vera klárir. Þá er Alex Oxlade-Chamberlain ekki lengur meiddur samkvæmt Klopp og er nú að fara að vinna sig í leikform, sem eru frábærar fréttir.

Harry Maguire var tæpur fyrir leikinn en Puel hefur greint frá því að hann ætti að vera klár í slaginn fyrir Leicester sem er styrkur fyrir þá enda hann þeirra öflugasti varnarmaður. Annars eru þeirra helstu lykilmenn klárir fyrir leikinn en Leicester hafa ekki riðið feitum hesti undanfarnar vikur. Í síðustu fimm leikjum hafa þeir tapað fyrir Newport í bikarnum og Southampton, Wolves og Cardiff í deildinni. Þeir unnu svo Everton þarna á milli og þar áður unnu þeir Man City á heimavelli. Það getur því verið ansi erfitt að lesa mikið í þetta Leicester lið sem eru með flottan hóp en geta rokkað á milli þess að vera mjög öflugir og hreint bara nokkuð slakir.

Það er nær ómögulegt að giska á rétt lið Liverpool fyrir þennan leik þar sem hægri bakvarðarstaðan er rosalega stórt spurningarmerki. Rafa Camacho gæti byrjað sinn fyrsta deildarleik í hægri bakverðinum og ég vona það eiginlega frekar en að Klopp muni taka Fabinho af miðjunni til að setja hann í bakvörðinn. Hins vegar kæmi það kannski ekki á óvart ef Klopp tæki reynslu Fabinho framyfir Camacho þar sem bæði Henderson og Wijnaldum eru klárir í slaginn og hafa fengið góða hvíld. Hugsanlega gæti hann hafa notað fríið til að vinna í einhverri smá öðruvísi útfærslu til dæmis í formi þriggja hafsenta kerfis þar sem bæði Lovren og Matip eru nú orðnir klárir.

Fremstu þrír verða eflaust með klassísku formi og mér finnst líklegt að Shaqiri komi í framlínuna með þeim. Keita fékk tækifærið með þeim gegn Crystal Palace en náði ekki að grípa tækifærið nægilega vel og þykir mér ólíklegt að hann haldi sæti sínu.

Ég ætla að taka algjört skot út í loftið og giska á þetta lið:

Alisson

Camacho – Lovren – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Fabinho

Shaqiri – Firmino – Mané
Salah

Henderson gæti byrjað, Fabinho gæti verið í bakverðinum, Matip í miðverðinum, Keita gæti byrjað eða hvað svo sem okkur dettur í hug. Það er fullt af flottum möguleikum í boði fyrir Klopp og liðið verður að minnsta kosti ansi öflugt og vel endurnært.

Þegar leikurinn hefst gæti verið að bil Liverpool og Man City verði eingöngu eitt stig því City á leik annað kvöld gegn Newcastle og verður að teljast nokkuð líklegt að þeir taki þrjú stigin þaðan. Pressan á Liverpool gæti því verið töluvert öðruvísi frá því í síðustu leikjum þegar Liverpool lék á undan eða á sama tíma og fékk tækifæri á að breikka bilið áður en City spilaði. Það verður því ansi fróðlegt að sjá hvernig Liverpool bregst við ef og kannski þegar City eru með sín þrjú stig í húsi.

Við sáum þegar Leicester mætti City að þetta er gott lið sem getur valdið ursla og leikmaður eins og Jamie Vardy er nú ansi þekktur fyrir það að gera stóru liðunum grikk. Það er því ansi margt sem ber að varast í þessu Leicester liði og eins og áður segir er ansi erfitt að lesa í þá fyrr en á hólmin er komið.

Liverpool hefur gengið vel gegn liðum eins og Leicester og vonandi mun það halda áfram, eflaust hefur leikurinn gegn Crystal Palace verið ákveðin vakning fyrir liðið og leikmenn þess. Ágætis löðrungur sem fær menn til að vakna og reyna að ganga úr skugga um að þetta verði ekki aftur upp á teningnum. Það væri mjög flott ef liðið næði að halda hreinu aftur eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk í leiknum áður til þess að sýna fram á að sá leikur var bara tilviljun.

Loksins er biðin að klárast og við sjáum Liverpool mæta aftur á fótboltavöllinn eftir ansi langan tíma. Það er Leicester á miðvikudagskvöld, útileikur gegn West Ham næsta mánudagskvöld og heimaleikur gegn Bournemouth helgina eftir áður en það kemur tíu daga pása fyrir leikinn gegn Bayern Munchen. Allt leikir sem Liverpool ætti öllu jafna að sigra. Ég vil níu stig af níu mögulegum þegar næsta pása kemur og vonandi stenst það. Byrjum á Leicester og þremur stigum, það er það sem skiptir máli.

40 Comments

  1. Sælir félagar

    Ég hefi alltaf svolitlar áhyggjur þegar okkar menn koma úr afslöppun og eiga að vera vel hvíldir og klárir í slaginn. Mér finnst nefnilega að þeir séu þá stundum heilan hálfleik að koma sér í gang. Það getur verið dýrt og vonandi er þetta bara bull í mér og þeir mæta með vélina á góðum snúningi og ganga á öllum stimplum. Ef allt fer að vonum ættum við að vinna þetta 4 – 1 þar sem Vardy mun pota einu í stöðunni 2 – 0 en okkar menn bæta þá við tveimur mörkum og klára þetta af öryggi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Dijk er enþá veikur og hefur ekkert æft með liðinu eftir að það kom heim, ef hann æfir ekki á morgun er talið að Lovren/Matip munu byrjan leikinn 🙁

  3. Jæja leikur á ný. Ekki þarf að fara langt aftur í tímann þegar hlé í deildinni (og þá oftast landsleikjahlé) var ávísun á meiðsli og vesen. Vonandi er ekkert slíkt á ferðinni nú um stundir en flensuskítur getur haldið leikmönnum frá.
    Þessi leikur er snúinn og alls ekki auðveldur. Held að Henderson byrji þennan leik þar sem álagið er ekkert óskaplegt framundan. Spurning með hægri bakvörðinn. Á eðlilegum degi myndi é segja 2-0 eða 3-1 en eins og vitum eru ekki allir dagar eðlilegir.

  4. Talað um að Dijk sé veikur og verði mögulega ekki með á morgun. Jafn pirrandi eins og það væri þá er samt gaman að sjá hvort að liðið haldi haus þegar hann er ekki með, ég held að liðið sé orðið mun andlegra sterkara núna en eins og t.d í meistaradeildarleiknum gegn Real þegar Salah fór útaf.

  5. Dúddi nr 5…þetta er ekki tímapúnktur til einhverja skemmti tilrauna með andlegan styrk leikmanna…koma svo í kvöld Benitez og félagar…

  6. Sæl og blessuð.

    Ef titillinn kemur ekki í hús í vor, eigum við eftir að rifja upp:

    1. Sentimeterinn sem munaði í leiknum á móti City.
    2. Lánið á Clyne
    3. Ferðina til Dúbæ þegar Virgillinn veiktist.

    Annars er aldrei að vita hvað benitez og félagar gera í kvöld. Held að þeir verð vel mótiveraðir og karlinn vilji gera allt fyrir sitt gamla félag. Verst hvað þeir eru lélegir og þeir fölbláu eru með fáránlega gott lið.

  7. Einhver sjéns að Liverpool kaupi Perisic..Hann virðist á fõrum fyrir lítið miðað við gæðin..

  8. Lúlli nr 7…þú getur fjarlægt dramann nr 3 út Dijk spilar á morgunn

  9. 🙁 Ég hélt að Benitez myndi gera Man City þetta pínu erfitt en neibb, byrja með boltan en lenda undir eftir 25 sek og leikurinn búinn.

  10. Newcastle er ekki að fara að gera neitt á móti city. Nú er bara að vona að við gerum okkar enda næstu leikir ekkert auðveldir. Vonandi kemur það ekki í bakið á okkur að lána Clyne, og vonandi eru leikmenn ekki alltof sultu slakir eftir þessar æfingar í Dubai. Mér finnst nefnilega alveg eins og Sigkarli að þeir hafa oft mætt úr þessu “fríi” í einhverju kæruleysi og einhverju rugli.

    Við verðum samt að vinna þennan leik því city heldur áfram að þjarma að okkur, sama hvað þeir spila marga leiki umfram okkur !

  11. Newcastle greinilega að stríða City 1-1. 15 mín eftir að leiknum ! Skildi Benitez koma Liverpool til hjálpar !

  12. Newcastle greinilega að stríða City 1-1. 15 mín eftir að leiknum ! Skildi Benitez koma Liverpool til hjálpar !

    2-1

  13. Newcastle eru búnir að lenda 12 sinnum undir a þessu timabili og tapa öllum þeim leikjum….Benitez og Klopp elska að brjóta upp gamla MÚRA…

  14. Sælir, ég er að selja internet tippex penna svo þið getið strokað út þetta rugl sem hefur verið skrifað hérna fyrir ofan!

    Hodgson, Benitez eru einhverjir fleirri Liverpool stjórar í Úrvalsdeildinni ?

    Má ekki koma Hogdson einhverstaðar að ?

  15. Sæl og blessuð.

    Styttu af Benitez fyrir utan Anfield, takk. Það sannast hvííkt rugl að var hjá Guardiola að tefla fram öflugu liði trekk í trek í þessum bikarleikjum. Þeir voru með tóman tank og sýndu ekkert í þessum leik að frátöldu marki eftir 25 sek. Nú mæta þeir sterkari liðum fljótlega og álagið á þeim í hinum leikjunum verður sýnu meira ef vonir dofna um árangur í PL. Þeir þurfa því að setja enn meira púður í þá.

    Pressan er minni á okkar mönnum en það væri uuuunaðslegt að vinna Leicester þó ég sé fjarri því bjartsýnn.

    Stórbrotið.

  16. Elsku Benitez.

    He’s the best thing from Espanola
    he’s much better than Guardiola
    benitez
    it’s Rafa Benitez.

    YNWA

  17. Jæja nú er halda haus annað kvöld og nýta sér þessi frábæru úrslit !

  18. Frábært.
    Nú er að klára 6 stig í þessari umferð.
    Leikurinn á morgun gæti orðið svipaður og hættulegur.
    Okkar menn 80% með boltann en andstæðingurinn tilbúinn að stinga.
    Vonandi vvd hressist.
    YNWA

  19. Það var einn vel gildur KRingur sem sagði eitt sinn, mín uppáhaldslið eru KR, Juventus og Newcastle, öll með svipaða búninga, reyndar á KR búningurinn að hafa uppruna sinn frá Newcastle. En að aðalatriðinu, einhver flottustu úrslit fyrir okkur sem við gátum ýmindað okkur fyrirfram. Tala nú ekki um byrjunina, sem var ekki beint uppörfandi, en KRingar komu til baka, myndi einhver segja, því margir KR ingar þar á meðal ég eru LFC kallar. En sem sagt, þetta voru flott úrslit fyrir okkur, léttir aðeins pressuni sem annars hefði orðið. Nú er komið að okkar mönnum á morgun að standa sína plikkt.

    YNWA

  20. Góð úrslit fyrir okkur í kvöld en þau geta verið frábær ef við vinnum á morgun.
    Á morgun þá sjáum við hversu vel liðið okkar höndlar pressuna á að geta komist í 7 stiga forskot í deildinni.
    Menn að tala um að þetta minkarpressuna á okkur fyrir morgundaginn en ég tel að þetta auki hana en fremar. Benitez var að pakka í varnarmúr og skora samt tvö mörk gegn Man City(sem er pínu fyndið því að hann sagði þetta fyri leikinn að það hafa sóknardjarfari lið en Newcastle skorað færi mörk gegn stórliðum á þessari leiktíð, þegar hann var spurður út í varnarmúrinn sinn).
    Leikurinn á morgun getur orðið vendipunkturinn á tímabilinu.

    Eftir að Man City unnu okkur í 21 umferð og minkuðu þetta niður í 4 stig fóru margir að tala um að þarna hefðum við glatað stóru tækifæri að halda þessu ekki í 7 stigum eða auka þetta í 10.
    Núna er staðan sú að í 24. umferð fáum við tækifæri að fara með þetta í 7.stig og væri það nánast eins og að þurka út þetta tap gegn City(nánast ekki samt alveg)

    Það er samt ekkert gefið í þessu og ef Newcastle getur unnið City þá geta Vardy og félgar unnið okkar en ég hef trú á strákunum hans Klopp og get varla beðið eftir leiknum.

    YNWA

  21. Geggjað hjá Benna 🙂

    En held að núna geta United menn ekki skotið áfram Salah…. sáuði hbernig hann hrundi í vítinu áðan við smá snertingu á öxlina 🙂

  22. Fljótlega eftir fyrsta markið strax á fyrstu mín sá ég í hvað stefndi. City breytti aldrei um gír. Voru greinilega þreyttir og áhugalausir eftir 4 leiki á sl. 11 dögum. Liðið var ekki líkt sjálfu sér og það vantaði alla græðgi og áræðni sem einkennir liðið þegar það spilar á öllum sílindrum. Héldu áfram að rúlla bolta langt fram í seinni hálfleik án þess að gera atlögu að öðru marki og héldu að hlutirnir gerðust af sjálfu sér. Maður sá á svip Guardiola að hann var hræddur og hann virtist vita í hvað stefndi. Newcastle voru mjög sterkir varnarlega og komu þeim í öppna skjöldu með beittum skyndisóknum einkum í seinni hálfleik. Á lokaminutum voru þeir úrræðalausir og mjög ólíkir sjálfum sér. Þeir virtust ekki hafa trú á verkefninu. Þá er eitthvað alvarleg að. Takk Benitez. Þessi úrslit ættu að kveikja í Liverpool. Tækifærið að vinna titilinn hefur aldrei verið betra sl. 29 ár. Eftir að hafa horft á City tapa í kvöld er ég nú mjög sáttur við að við féllum úr báðum bikarkeppninum. Nú eða aldrei !!!!!

  23. Roy Hodgson –
    Manchester City 2-3 Crystal Palace

    Rafa Benitez –
    Newcastle 2-1 Manchester City

    I salute you both.

  24. city er ekki að meika pressuna.

    hugsa að þeir tapi stigum á móti arsenal og chelsea líka.

  25. Sælir félagar

    New. 2 – 1 M.City. Þetta sýnir að allt getur skeð í fótbolta og vonandi kemur það ekki í bakið á okkur annað kvöld. Takk Rafa fyrir að auka möguleika Liverpool á TITLINUM í vor. Þetta er eins og Einar Matthías sagði, “gott að vera laus við þessar bikarkeppnir” eða eitthvað slíkt og fékk skömm í hattinn hjá mörgum en ég var honum sammála og er enn. M. City er bara búið áðí þrátt fyrir að vera með stærsta og öflugasta hópinn. “Það er gott, það er reglulega gott . . .” eins og kallinn sagði þó í öðru samhengi væri.

    Það er nú þannig

    YNWA

  26. Ég er mjög þakklátur fyrir að Liverpool sé fallið úr öllum bikarkeppnum fyrir utan aðalbikarkeppnina sem er og verður alltaf útsláttarkeppni meistaradeildarinnar. Mörgum kann að finnast það metnarlaust viðhorf en fyrir mér er það raunsætt. Leikjaálagið er einfaldlega allt of mikið og það er að sjást á öllum þessum óvæntu úrslitum sem eru að gerast í þessari deild.

    Núna tapaði Man City fyrir Newcastle. Það kom mér mjög á óvart. Þegar Man city spilar sinn leik er liðið ógnvekjandi drápsvél sem slátrar hverju sem er sem verður á vegi þeirra. Nú er bara að vona að Liverpool nái að sýna sitt rétta andlit gegn Leicester en ég held það sé sýnd veiði en fjarri því gefinn. Þeir eru með hörkugott lið og er því best að vera með báðar fætur niður njörvaðar við jörðina.

    Það væri verulegt ánægjuefni ef Liverpool næði að vinna deildina í ár. Þessi eilífa 29 ára gamla þórðargleði á kostnað okkar aðhangenda er orðin langþreytt og kominn tími til þess að losna undan þessum níðþunga álagakrossi sem fylgt hefur liðinu.

    Hingað til hefur Liverpool farið erfiðu leiðina. Vonandi er það að breytast. Kærkominn sigur á morgun væri mér mikið fagnaðarefni.

Kvennalið West Ham kemur í heimsókn

Gullkastið – RAFA BENITEZ