Gullkastið – Skrautlegur sigur og Arsenal umræða

Crystal Palace gerði sitt allra besta til að eyðileggja partýið og þyrfti hin heilaga þrenning í framlínu Liverpool að bjarga félögum sínum í vörninni til að landa öllum þremur stigunum. Toppbaráttan er því áfram í algleymingi en baráttan um síðasta Meistaradeildarsætið er ennþá jafnari og vert að skoða betur á þessum tímapunkti. Einar Guðnason stuðningsmaður Arsenal var með okkur að þessu sinni hress eftir góðan sigur í Lundúnaslag helgarinnar.

00:00 – 2013/14 style sigur á Crystal Palace
28:45 – Einar Guðna um Arsenal
01:04:20 – Hvaða lið nær 4.sætinu

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Einar Guðnason stuðningsmaður Arsenal og yfirþjálfari hjá Víkingi (Reykjavík).

MP3: Þáttur 224

8 Comments

  1. Að Arsenal, það lítur út fyrir langa göngu hjá þeim að slást fyrir alvöru í top 4. Við hins vegar erum með öll tomp á okkar hendi í efsta sæti. Það er eithvað sem segjir mér, að strákarnir okkar standist þessa raun, eigum reyndar manu á old með þá á einhverju ego flippi, en þannig staða þarf ekkert að henta okkur illa. Sjáum hvernig fer.

    YNWA

  2. Mjög gott að Chelsea sigraði Tottenham í kvöld.

    Ástæðan fyrir því er að þá fær Man City sterkari andstæðing í úrslitum og þurfa að hafa verulega fyrir því 24.feb gegn Chelsea. Tottenham myndu verða án Harry og Ali í úrslitaleiknum svo að þeir fá Chelsea með nýjan gamlan ítalskan sóknarmann.

  3. “fá Chelsea með nýjan gamlan ítalskan sóknarmann”

    Hvaða sóknarmaður er það?

  4. Ég klikkaði Higuain er ekki ítali en var hjá Milan en allavega hann verður með Chelsea gegn Man City og vonandi lætur þá svitna aðeins.

  5. Efast um að Higuain láti þá svitna (orðinn hægari en vinur okkar Lambert) en hann gæti gefið þeim nokkra marbletti.

  6. #6 Eftirtaldir menn eru lykilmenn í Juventus !
    Giorgio Chiellini – 35 ára
    Cristiano Ronaldo – 34 ára
    Leonardo Bonucci – 31 árs
    Mario Mandžuki?- 32 ára
    Juan Cuadrado – 30 ára
    og Juv taldir með annað besta liðið í evrópu á eftir LFC :-). Ég held að þó Higuain sé orðinn 31 árs þá á hann allveg góð 2 -3 ár eftir í topp gæðum bara spurning hvernig hann fellur inn í liðið hjá þeim ?

  7. Nýjar fréttir af meiðslum leikmanna.
    Gomez á lengra eftir en menn töldu og eru enþá 2 vikur í að hann getur æft með liðinu.
    Winjaldum er að æfa með liðinu í dag og gæti náð næsta leik en 100% leiknum þar á eftir.
    Trent er á réttri leið en ólíklegt að hann nái næsta leik.
    Lovren er að æfa á fullu
    Matip er að æfa á fullu
    Djik/Fabinho veikir en ekkert alvarlegt og ættu báðir að ná næsta leik.

    Það eru líkur á því að Klopp þarf að nota Fabinho í hægri bakverði í næsta leik. Trent meiddur, Gomez meiddur, Milner í banni, Clyne lánaður og ég er ekki viss um að hann treystir á kjúkling.

Endasprettur toppliðanna

Níu Brendan Rodgers leikmenn gera næsta sumar spennandi