Byrjunarliðið gegn Crystal Palace á Anfield

Það verður Fuglastríðið í Liverpool-skógi þegar Liverfuglarnir mæta Örnunum úr Kristalshöllinni á Anfield í dag. Rauði herinn býður velkominn aftur einn sinn vonlausasta hershöfðingja í formi herra Hodgson hundraðshöfðingja. Vitringurinn Woy má þó eiga það að hann gerði okkur gríðarlegan greiða gegn Man City nýlega en stóra spurningin í dag er hvort að hann geri okkur grimman grikk. Jafnvel enn grimmari grikk en að hafa verið þjálfarinn okkar!

Klopp the King of the Kop with a Kop flop

Blekið hefur varla þornað á samningum bakvarðanna okkar en Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold hafa glatt okkur Púlara með því að skuldbinda sína framtíð í blóðrauðu treyjunni til næstu 5 ára. Það þýðir að megnið af kjarnanum í liðinu er með langtímasamning og á besta aldri til að gera góða hluti til lengri tíma.

TAA nær þó ekki að halda upp á tímamótin með fótboltaleik því að hann er meiddur í dag og inn kemur hinn fjölhæfi Milner til að leysa hægri bakvarðarstöðuna. Matip er einnig orðinn tímabundið heill heilsu og kemurinn í hafsentinn en Fabinho færir sig upp á miðjuna. Naby Keita kemur einnig inn í liðið en það verður áhugavert að sjá hvernig hann nýtir það tækifæri og einnig hvort að hann verði hluti af þremur miðjumönnum í 4-3-3 kerfi eða spili framar í 4-2-3-1 kerfi sem hefur verið notað reglulega upp á síðkastið. Camacho er með síðasta sæti á bekknum og spurning hvort að hann fái mínútur í dag. En svona hefur Jurgen okkar Klopp stillt upp sínu liði í dag:

Bekkurinn: Mignolet, Sturridge, Moreno, Lallana, Shaqiri, Origi, Camacho

Roy Hodgson stillir upp sínum Kristals-her svona en auðvitað eru helstu ógnirnar þar Zaha og Townsend. Vinur okkar Benteke er tilbúinn á bekknum og fær eflaust létt lófaklapp ef hann kemur inná.

Í ljósi þess að heimsóknin kemur úr höfuðborginni þá er við hæfi að upphitunarlag dagsins sé Lundúna-stríðssöngur með The Clash sem undanfari fyrir “the clash” gegn Crystal Palace. Hækkið í græjunum, leitið að óíslenskri sjónvarpsstöð sem er ekki í kúguðum klakaböndum og sýnir okkur toppliðið í deildinni spila sinn leik.

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

86 Comments

 1. Ég sakna Shaqiri í dag en hann á örugglega eftir að koma inná. Nú er tækifæri fyrir Keita að stíga upp og sanna fyrir okkur og Klopp að hann eigi heima í byrjunarliðinu. Mikið um meiðsli, en við eigum að ná að vinna þetta cp lið. Koma svo rauðir 🙂

 2. Einhver með ábendingu hvar sé hægt að horfa á leikinn… helvítis skítur á stöð 2

 3. Helv hann Henderson. Eyðilagði skyndisókn hjá Palace.
  Alltaf til vandræða!

  (bara svona til að vera með…)

 4. Æðislegt ef við værum með miðjumann sem gæti skorað og lagt upp mörk til tilbreytingar.

 5. Krulli, tæplega væri það Henderson, en þetta mark sem við vorum að fá á okkur má skrifa á veikan varnarleik Milner, sem hefur verið frískari fram á við það sem af er leiks.

 6. Sæl og blessuð.

  Hendo góður, ekki við hann að sakast, og við áttum að fá víti þegar cp maður tók hann með hendinni. Klaufagangur að ná ekki boltanum í þessari pressuvörn … sem svo leiddi til marksins. Keita hefur verið alveg þokkalegur. Það er mjög erfitt að sækja á svona vegg.

 7. Djöfull er ég stressaður yfir þessum leik og MUað vinna 2-0.
  Verðum að tala seinni hálfleik með trompi

 8. Það er ekki alltaf hægt að treysta á að þrír fremstu galdri eitthvað fram. Verðum að fá e-ð sóknarlega frá öðrum leikmönnum liðsins. Gjörsamlega galið hvað það kemur lítið sóknarlega frá miðjumönnunum okkar.

 9. Sæl og blessuð.

  Epískur harmleikur – þessi fyrri hálfleikur. Hrikalegt að fá ekki víti þegar cp fúllbakk handlék boltann en dómarinn hélt þetta væri hönd Manés. Við vöðum í færum – það er ekki flóknara – hver frískallinn á fætur öðrum en þetta endar allt í höndum hins aldna markmanns.

  Nú þarf að bretta upp á ermar:

  1. Shaq inn fyrir Keita. Ég ét engan sokk í dag.
  2. Fáum örugglega fjölda færa í seinni hálfleik – nýta þau!
  3. Þeir þreytast á þessu el-puerco hlutverki. Líklega taka þeir sóknarmanninn út af og múra enn meira í vörnina. Þarf að skora áður en það gerist.

 10. Fabinho frískastur á miðjunni, en við verðum bara að fá Shaqiri inn á sem allra fyrst ef ekki á illa að fara.

 11. Alveg er furðulega lítil ógn af Keita, þrátt fyrir alla hæfileikana.

  Verður ekki Klopp að taka hann útaf og setja orkukubbinn inná?

 12. Hendo á nátturlega bara ekkert að vera í þessu liði, sést hvað hann er oðin slappur þegar hann er ekki með góða spilara með sér, því miður.

 13. Var þetta ekki líka víti og rautt á Sakho þegar hann slær Salah í andlitið inni í teig? Er það ekki bara eftir bókinni? Og þá tvö víti sem ekki hafa verið dæmd?

 14. Sammala #12, thad var pressa hatt a vellinum sem Palace spiladi sig i gegnum, og thad skapar thessa 1on1 stodu fyrir Zaha gegn Milner. Mer finnst Milner mjog berskjaldadur einn gegn Zaha a storu plassi og thvi ekki vid hann bara ad sakast. Mer fannst dekkningin a hlaupinu hans Townsend leleg. Vornin droppadi alltof langt nidur thegar Zaha ognadi og svaedid i kringum vitapunktinn alveg galopid til ad hlaupa inni.

  Eg vil fa Shaqiri a haegri kantinn, Mane yfir a vinstri, Bobby i holuna og Salah a toppinn i 4-2-3-1 kerfi. Tha ma taka Keita utaf fyrir Shaq. Skil vel ad hann fai sensinn i dag en thad sest ad hann er ekkert ad tja sig inna vellinum. Tekur faeri af Robbo thar sem Robbo er tilbuinn ad hlada med vinstri – klassiskt merki um tjaningarleysi. Thad er augljost ad hann er thogull a vellinum og segir ekki ord, og fyrir vikid verdur hann passivur. Thad tharf aggressiva leikmenn i svona leiki. Hann er orugglega med einhverjar hugmyndir um opnanir og moguleika sem hann ser en eg efast um ad hann se mikid ad tala um thad vid lidsfelagana, hann virdist taka the back seat og tekur ekki mikid til sin. Hann tharf meiri tima thad er augljost. Klopp er tholinmodur og vonandi heldur thvi afram.

 15. Palace að fara vinna þennan leik allan daginn. Liverpool er að detta niður í lélega leiki og menn farnir að leika sér að detta í vítateignum núna leik eftir leik ömurlegt upp á að horfa.

  spái þessum leik 3-1 fyrir Palace og Salah fær rauða spjaldið fyrir leikaraskap.

 16. Eins og ég var búin að nefna áður þá hefur Liverpool ALDREI skorað gegn liðum sem Roy Hodgson kemur með á Anfild.
  Það er vonandi að það gerist í dag en tölfræðin segir annað.

  YNWA

 17. Thessi gaeji skorar ALLTAF!! haha!

  Thessi leikur er buinn! Their baeta nuna vid nokkrum og kjoldraga tha!

 18. Elska þessi arfaslöku skot frá Dijk sem hafa tendence til að enda sem glórulausar stoðsendingar 😀

 19. Loksins heyrist í áhorfendum Liverpool. Vandræða lélegt í fyrri að mínu mati.

 20. Allt annað að sjá til leikmanna Liverpool fram á við í seinni hálfleik !

 21. Allt annað að sjá liðið í seinni eftir að þeir keyrðu tempóið upp. Var að spilast alltof þægilega fyrir Palace í hálfleik. Nú er það bara að keyra yfir þá.

 22. Flott byrjun á seinni hálfleik og flott hvernig keita er buinn að vera sprækur þessar 10 mínútur og vonandi heldur hann því áfram

 23. Enn toppa svokallaðir stuðningsmenn LFC sig hérna á þessari síðu. Þvílík lítilmenni Robbi, Dog23 og hvað þið allir kallið ykkur.
  Þið eruð ekki Alvöru stuðningsmenn í mínum huga!

  Þetta er ekki búið fyrr en það er flautað – aular

 24. hvaða rugl er þetta?

  fjandakornið.

  Jæja Shaquiri fer þá inn á eftir allt.

 25. Langt síðan maður sá þetta að liverpool fái á sig mark eftir horn núna er bara að halda áfram eins og seinni hálfleikur er búinn að spilast

 26. Jæja hinn gíneski Joe Allen þakkar fyrir sig. Ekkert afleitur leikur en ekkert sem stendur upp úr – jú þessi stoðsending sem var þó bara ein af 99 sem þeir áttu sín á milli í vítateig cp.

  nú er að sjá hvað orkukubbur gerir.

 27. Hvurn skollann eigum við nú á bekknum til að graníttreysta þessa stöðu?

 28. ST#24

  Sagt er að Keita hafi komið til Liverpool algjörlega mállaus á ensku, þrátt fyrir árs fyrirvara. Þegar það bætist við afar mikla feimni, að sögn Klopps, þá er ekki von á mikilli tjáningu inni á vellinum.

  Og í því skoraði Salah mark númer 50!! Lífið er ljúft!

 29. Milner bætti fyrir varnarleikinn sem gaf mark – Virkilega glæsilega að þessu marki staðið – Alvöru leikur !

 30. Verðskuldað seinna rautt. Sýndist Milner hitta Zaha nákvæmlega þar sem hann miðaði á öklann á honum.

 31. Hver af fremstu þremur er ekki að standa sig?
  • Salah (46′ 75′ ),
  • Firmino (53′),
  • Mané (90’+3)

 32. Vá hvað hjartað sló ört yfir þessum leik. Margt um hann að segja en best að óska bara öllum stuðningsmönnum til hamingju með stigin þrjú.

 33. Satt að varnarleikur Liverpool var ekki góður í dag, bara alls ekki, en við getum þakkað okkar fremstu mönnum sigurinn og svo Fabinho, sem átti góðan leik.

 34. Jæja okkur tókst það sem city gat ekki.
  Vinna palace á heimavelli

 35. Þvílik yfirferð á Mane verst í okkar vitateig og skorar svo hinu meginn

 36. Var ekki óþarfi að reyna drepa mann úr stressi samt hvað er að frétta vá.

 37. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Roy bíður upp á spennandi leik á Anfield?

 38. #81 Borkur. Sammala!

  Vinnslan i Mane buin ad vera frabaer i vetur. Hann hefur att flest “ground duels” (50/50 navigi thegar boltinn er a jordinni) allra leikmanna lidsins med 176 stk og unnid 89 af theim i EPL. Naestir a listanum eru Salah (135 ground duels / 75 won) og Robbo (122 ground duels / 63 won). Thessi 176 stk. hja Mane duga honum i 8. saeti i thessum stats flokki medal midjumanna i deildinni.

  Hann er med flestar recoveries af forwards i deildinni (98 stk). Recovery heatmappid hja honum synir lika ad hann er ad vinna boltann ut um allan voll, ekki bara vinstra megin a vellinum.

  Frabaer leikmadur!

Trent skrifar undir nýjan samning

Liverpool 4-3 Crystal Palace