Robertson skrifar undir nýjan samning

Andy Roberson hefur heldur betur unnið inn fyrir launahækkun. Gott að sjá félagið ekki taka neina sénsa með lykilmenn. Eins og Emre Can og fjölmargir aðrir hafa sýnt undanfarið eru orðið algengt að góðir leikmenn láti samninginn renna sitt skeið til að bæta samningsstöðu sína.

14 Comments

 1. Geggjaðar fréttir. Einn sa besti í heimi í sinni stöðu í dag

 2. “At Queen’s Park you just got your travel expenses so I found a job on the tills at M&S on Sauchiehall Street in Glasgow,”

  Ég er afskaplega glaður að Robertson sé kominn með aðeins hærra kaup en þegar hann afgreiddi mig í Marks & Spencer búðinni í Glasgow um árið.

  Verst að hafa ekki beðið um eiginhandaáritun þá en er sáttur að nú hefur hann krotað nafn sitt á öðrum stað á öðrum tíma.

 3. GEGGJAÐAR FRETTIR OG KLÁRLEGA EINN AF 4 EÐA 5 MIKILVÆGUSTU MÖNNUM LIÐSINS 🙂

 4. Það má segja að vinstri bakvarðastaðan í sögu Liverpool hefur margoft verið veikleikastaða(ath ekki alltaf). Við höfum oft átt solid kalla þarna en ekki marga sem myndu flokkast sem heimsklassa. Ég er ekki frá því að Andy sé strax búinn að stimpla sig með þeim bestu vinstri bakvörðum sem við höfum átt(vona að hann taki Alan Kennedy á þetta og tryggir tvo evróputitla).
  Þetta eru frábærar fréttir og sést greinilega hvernig Klopp er að byggja þetta lið upp og eru við búnir að vera mjög duglegir að semja við lykilmenn liðsins til margra ára og er framtíðin mjög björt hjá liðinu og nútíðinn er nú alls ekki slæm 😉

  YNWA

 5. Einn af mínum uppáhalds bakvörðum síðan ég byrjaði að fylgjast með fótbolta. Fullkominn fyrir leikkerfi Klopp og ekki síðri forsagan hans Mér fanst sérstaklega skondið þegar mismiklir spekingar ásökuðu Klopp og FSG um metnaðarleysi þegar hann var keyptur af Hull. Hann er búinn að troða tonnþungu fargi af hamsatólgi upp í kokið á þeim gagnrínisröddum og sanna það að verðmiði og nafn er ekki aðalatriði heldur fyrst og fremst gæði og rétt hugarfar.

  Ég vil sjá meira af svona kaupum í framtíðinni. Þá á ég við leikmann sem passar augljóslega inn í leikkerfi Klopp en er ekkert sérstaklega stórt nafn áður en hann var keyptur. Annars er skemmtilegt að vita til þess að þrir leikmenn hafa verið keyptir af liðum sem féllu sama ár úr úrvaldsdeildinni. Wijnaldum, Shaqiri og Robertson. Það sem er ennþá betra er að þeir eru allir byrjunarliðsmenn hjá Klopp eða leikmenn við byrjunarlið.

 6. Einfaldlega besti bakvörður sem við höfum átt í fjölda ára, kemur frá Hull á 8 miljónir og á móti fór Kevin Stewart til Hull á 6 eða 8 miljónir, muniði eftir honum. Þannig að það má segja að Andy Robertson hafi komið nánast frítt til Liverpool.
  Ég veit ekki um neinn veikleika á þessum leikmanni, frábær sóknarlega og mjög sterkur varnarlega. Ein af betri kaupum seinustu ára og þau hafa verið mörg ansi góð síðan Klopp kom til Liverpool.

 7. #5 Brynjar. Ég er algörlega sammála þér… verst að ég er einn af þessum spekingum sem bjóst ekki við miklu af Robbo… en maður er orðinn vanur því að hafa rangt fyrir sér.

 8. Sælir félagar

  Þessi staða er búin að vera okkar helsta vandræðastaða lengi. Því er það mikil ánægja og mjög gott mál að Andy skuli vilja vera þarna áfram þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn albesti vinstri bak á Bretlandseyjum. Takk fyrir það Andy Robertson.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. Nú er talað um og auðvitað viðbúið að hann fái launahækkun. Hafa einhverjar tölur sést um það, svona fyrir forvitnissakir?

 10. Frábærar fréttir.
  Algerlega frábær leikmaður og líklegasta nafnið til að fara aftan á nýju treyuna mína.

 11. Frábærar fréttir fyrir félagið. Því fleiri af lykilmönnum sem skrifa undir langan samning því betra. Sannarlega stefnir AR í að verða í hópi þeirra bestu amk síðan Allan Kennedy leið. Ætli hinn norski Riise hafi ekki verið einna skárstur þessari stöðu sl 2 áratugi á undan AR.

 12. Klopp er engum líkur hann bauð Bernard Sheridan persónulega á næsta leik Liverpool á móti CP og það sem gerir þetta sérstakt er það að maðurinn var að fagna 104 ára afmæli sínu!
  Hann fór fyrst á leik Liverpool á móti Everton 1923.
  Virkilega gaman að þessu

  YNWA

 13. Frábært að fá leikmann eins og Robertson að gera nyjan samning sá besti í sinni stöðu í dag það er bara þannig.

 14. Sælir félagar, ég verð staddur í London 16 mars og þá er eimmitt leikur hjá okkar mönnum , Fulham-Liverpool. Getið þið bent mér á einhverja síðu þar sem ég gæti nálgast miða?
  Þar sem ég hef aldrei farið á leik áður þá eru öll ráð vel þegin!

Gullkastið – Fyrsti sigur ársins

Strákarnir hans Hodgson koma í heimsókn