Gullkastið – Fyrsti sigur ársins

Brighton hefur verið það lið í vetur sem hvað erfiðast var að brjóta niður og því gott að taka öll sex stigin úr viðureignum liðanna. Hver/hvor verður stjóri United í ágúst? Roy Hodgson er með 1% betri árgangur hjá Palace en vanalega. Miðamál á Liverpool leikjum. Þetta er það helsta á dagskrá í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 223

7 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn Einar, SSteinn og Maggi. Það bættust ef til vill ekki við mikið af upplýsingum í þessum þætti enn gott spjall samt. Sá á vefnum að Mané er ákveðinn í að vinna ensku deildina. Nú er bara málið hvaða áhrif þetta hefur. Venjan er sú að þegar liðsmenn Liverpool koma með svona yfirlýsingar þá fer næsti leikur í vaskinn. Ég er honum að vísu alveg sammála en hitt svo annað hvað rétt er eftir haft. Við sjáum til.

  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Sigkarl, var að lesa ummæli eftir Mane þar sem hann er fjúkandi illur út í þá fjölmiðla sem birtu þetta, þar sem þessi ummæli hans væru alls ekki rétt, fake news.

  YNWA

 3. Þetta er miklu betri þáttur en sá á undan…..var orðinn svo svakalega þyrstur á að hlusta á hinn…. :p

Meiðslalistinn – opinn þráður

Robertson skrifar undir nýjan samning