Liðið gegn Brighton

Þá er komið að ferð í mávahreiðrið og Klopp hefur ákveðið að stilla upp í 4-2-3-1, vonum að það fari vel á erfiðum útivelli en liðið er eftirfarandi

Alisson

Trent – Fabinho – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Henderson

Shaqiri – Firmino – Mané
Salah

Bekkur: Mignolet, Moreno, Matip, Milner, Keita, Camacho, Origi

Þetta er liðið sem á að koma í veg fyrir að liðið tapi þremur í röð og halda forskotinu á City sem spilar á mánudaginn gegn úlfunum. Minnum á að nota myllumerkið #kopis í umræðu um leikinn á Twitter!

YNWA

50 Comments

  1. Verðum að vinna þennan það er morgunljóst hef trú á þessu liði og uppstillingu koma svo !

  2. Það er komin smá pressa á liðið eftir 2 tapleiki þannig að sigur í dag er griðarlega mikilvægt svo menn fari ekki að missa sjálfstraustið

  3. Nú sér maður að breiddin hjá okkur er kannski ekki svo ýkja mikil. Við megum alls ekki við fleiri meiðslum á næstu vikum.

    Held að baráttan framundan standi og falli með heilsu lykilmanna fram á vor. Ef við missum VVD, Mane eða Salah í einhverjar vikur held ég að þetta verði of erfitt hjá okkur.

    En gríðarlega mikilvægur leikur í dag og ég hef trú á okkar mönnum eins og vanalega. 1 – 3 og við náum okkur aftur í 7 stiga forskot í deildinni.

  4. Þetta lítur ekkert illa út miðað við þann mannskap sem við höfum úr að moða, hef séð það miklu svartara hér áður fyrr. Spái 1-3.

    YNWA

  5. TAA eitthvað tæpur í upphitun.
    Við megum ekkert við þessu.
    Koma svo
    YNWA

  6. Breydd liðsins er vissulega þunnur þrettándi eins og er, en hvað sem því líður þá bara VERÐUR ÞESSI LEIKUR AÐ VINNAST !!!

  7. Af hverju tók Gummi Ben upp á því að muldra meira og minna þegar hann et að lýsa leikjum eða kannski er ég að verða heyrnarlaus ?

  8. Ekki eru góðir kostir fram á við á bekknum ….., það verður nú bara að fá einn sóknarmann í hópinn ….., takk fyrir.

  9. Sæl og blessuð.

    Ægileg þynnka á bekknum. Sé ekki að við séum að fara að breyta neinu til batnaðar með því sem þar situr.

    Og þarna voru sentimetrarnir enn okkur óhagstæðir.

    Verður okkar ógæfu nú allt að vopni?

  10. Það þarf einhverja snilli til þess að brjóta þennan varnarmúr á bak aftur. Koma svo rauðir !!!!
    Verða að láta boltann ganga hraðar, allt spil og hægt.

  11. Vá hvað það er lítil hreyfing á Henderson og Wijnaldum. Þeir fara varla yfir miðju.

  12. Henderson hægir á öllu spili.

    Fekir í glugganum ef við ætlum að gera atlögu að titlinum

  13. Djöfull vantar okkur miðjumann sem getur splundrað vörnum andstæðingsins með hættulegum sendingum upp völlinn. Gini, Hendo og Shaq gert lítið annað en að hægja á spili með þversendingum í fyrri hálfleik.

  14. Þetta minnir pínu á heimaleikinn gegn þeim.
    Þeir eru eiginlega í 6-3-1 því að þeir eru með fjögramannavarnarlínu og kanntarnir detta líka alveg niður og er ljóst að þeir ætla sér ekki að gefa okkur pláss fyrir aftan sig né fyrir framan vítateigin.
    Það er helst þegar kanntarinn þeira þarf að detta inn að við náum að búa til smá pláss fyrir Andy og Trent.

    Annars erum við að reyna að vera þolimóðir, Andy/Trent fara hátt upp og Winjaldum/Henderson eru tilbaka á miðsvæðinu og leyfa Shaqiri að leika lausum hala.
    Við höfum fengið 2-3 hálflæri á meðan að þeir hafa ekkert verið hættulegir enda aðeins rétt um 20% með boltan.
    Við þurfum að gera þetta aðeins hraðar og reyna að fá Mane/Firmino/Salah í gang en Salah hefur varla snert boltan í þessum leik.
    Ég er viss um að Klopp sé með einhverja hugmyndir til að finna pláss á þeira vallarhelming og spái ég að við sjáum allt annað liverpool lið í þeim síðari.

    YNWA

  15. Henderson dregur lappirnar og miðjuspilið virkilega slappt í fyrri hálfleik. Ég bara krefst skiptinga strax og sigurs í þessum leik, takk.

  16. Sælir félagar

    Þetta er skelfilegt. Liverpool hefur ekki átt eina einustu alvöru tilraun á markið. Þessir háu bananaboltar eru étnir af Dunk og Duffy. Ég skil ekki þessar andlausu bak- og þversendingar á eigin vallarhelmingi. Liðið fær ekkert fyrir að vera 80% með boltann ef ekkert mark er skorað. Þetta er bara hræðilegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. Mestu vonbrigðin eru hvað Henderson er gjörsamlega geldur þarna á miðjunni.
    Aldrei nein tilraun til að brjóta eitthvað upp. Engin sending sem opnar eitthvað.
    Ok við fáum ekki á okkur fastbreak á meðan.
    Þetta er þolinmæðisvinna. En fjandakornið … miðjumaður eins og Henderson verður að geta tekið amk einn mann á öðru hvoru eða séð hlaup frammá við.

    Klopp hristir upp í þessu í hálfleiksræðunni.
    YNWA

  18. p.s Djöfull er það sorglegt þegar menn fara í nornarveiðar og taka Henderson bara fyrir þegar á að gagnrína eitthvað. Það má vel vera að einhverjir líta á hann sem veikan hlekk en í þessum leik þá sé ég ekki marga leikmenn sem eru að skara framúr og hefur Henderson ekker verið verri en t.d Winjaldum/Shaqiri sem eru með honum á miðsvæðinu eða hinir týndu sóknarmenn okkar.

  19. Sæl og blessuð.

    Leikhlésræða Lúðvíks:

    1. Of hægt og of staðið hjá okkar mönnum. Þarf sneggri sendingar og markvissari ef á að komast í gegnum þetta röndótta tjald.
    2. Þeir fara farlega – henda sér ekki í tæklingar. Þetta sá maður líka í City leiknum þegar þeir bláleiðu æddu eins og bestíur í allt en mínir menn voru sekúndunni lengur að fara í átökin. Brætonar eru með sama leikplan.
    3. Mikil pósessjón – lítil sköpun, minnir of mikið á post-Suárez daga Rogers. Vantar bara Coutinho og Lallana þarna til að taka sirkússnúninga ofan í allt tafsið.
    4. Þynnka á bekk. Sé engan á bekknum sem gæti mætt með uppbrettar ermar og tjúttað aðeins í þessu.
    5. Með þessu leikplani er vandséð að okkur takist að skora. Það þarf að taka áhættu – eins áhættusamt og það nú er.
    6. En… ekkert raus. Það er heill hálfleikur eftir og hvað er ekki hægt að gera í heilum hálfleik?

  20. Hund leiðinlegt. verðum að gera mark!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  21. Þetta verður pirrandi leikur, við erum tæp 80% með boltann en ekki skot á markið.

    Brighton liggja mjög djúpt að hætti Moirinho style með alla sína menn og eru skipulagðir.
    Okkar menn verða að vera þolinmóðir og ná marki ekki missa hausinn og fá á okkur mark.

    Þetta verðurðu þolinmæðis verk.

    Koma svo 3 stig….

  22. Sturridge ekki á bekk er grunsamlegt….vonandi er hann þá á utleið og skapandi miðjumaður td Fekir eða önnur sprengja að koma inn….

  23. Held það væri betra að hafa Wijanldum i hafsent og færa Fabino a miðjuna

  24. Með Henderson … hann á að vera lykillinn þarna á miðjunni þar sem honum er leikið.
    Fyrirliði og enskur landsliðsmaður og við gerum miklar kröfur til hans.
    Hann hefur fínan tíma í þessari lykilstöðu í þessum leik en er engan veginn að nýta sér það.

    Þess vegna tek ég t.d. Henderson út því hann er lykillinn við það að það fari að myndast eitthvað flæði.
    Ég er ekkert að jarða hann en ég vil bara fá meira frá honum.
    YNWA

  25. Vill sjá Salah færðan ut á hægri.
    Firmino upp á topp.
    Og Shaqiri í tíuna, þar sem hann er sennilega okkar mest skapandi og besti sendingarmaður.

  26. Henderson og Gini verða að stíga uppá í seinni hálfleik, alveg sama hvað hver segir þá er uppspilið allt allt of hægt í gegnum þá, þeir hlægja leik liðsins alltof mikið niður sem hentar Brighton fullkomlega.

  27. Sæl og blessuð!

    Æðislegt. Frábært einstaklingsframtak hjá Salah. Þeir hafa leikið sér að eldinum með þessu nuddi í okkar mönnum inni í eigin teig og það hlaut að koma að því að víti yrði dæmt.

    Og hver er dómarinn? Bara elsku Vinurinn?

  28. 10 – Of the last 10 Premier League penalties taken by left-footed players, six have failed to score – the other four have all been scored by Mohamed Salah. Consistent.

  29. 3 stig öruggt vörnin með þetta mjög vel gert erfitt að spila á móti Brighton á útivelli

  30. Mjög erfiður útivöllur og frábær úrslit. Fyrsta skipti í 10 mánuði að Brighton skorar ekki á heimavelli.

    Ég froðufelldi af reiði þegar Keita var eitthvað að gaufa með boltan í lokinn og tapaði boltanum. Andskotinn hafi það drengur farðu að gera einfaldari hluti. Salah Virgil og Fabinho bestir í dag. 3 punktar… Næsti leikur.

  31. Betra í síðari hálfleik og fagmanlega klárað. 3 stig heim og mjög mikilvægt sálfræðilega að ná að vinna eftir tvö töp.
    Næst á dagskrá er heimaleikur gegn Leicester og svo ætlar Klopp með strákna í smá sumarfrí í sólina áður en við keyrum á þetta í lokasprettinum bæði í deild og meistaradeild.
    Verð að segja að það verður langþráð hvíld en liðið fær hana útaf því að liðið tapaði fyrir Wolves(annars væri liðið heima að undirbúa sig fyrir útileik gegn Stoke í rigninguni þar)

Gullkastið – Hvar er Clean Sheet Klavan?

Brighton 0-1 Liverpool