Dominik Solanke til Bournemouth

Nú rétt í þessu var opinbera síðan að staðfesta það að Dominik Solanke hafi verið seldur til Bournemouth.

Umræðan er að við fáum 19 milljónir punda núna sem geti farið upp í 25 með alls konar klásúlum og að laumað hafi verið inn “buy back” klásúlu í samninginn…a la Michael Edwards.

Solanke kom til okkar í fyrra frá Chelsea og við greiddum fyrir hann u.þ.b. 3 milljónir í sérstakri tribunal greiðslu frá Chelsea. Hann kom inná í mörgum leikjum, m.a. í úrslitum CL en náði ekki að setja nema 1 mark fyrir félagið og nú í vetur hefur hann dottið aftur fyrir Sturridge og Origi í bekkjarröðinni.

Svo það er mjög skiljanlegt að hann vilji fara strákurinn enda mikið efni sem hefur fengið heilmikið lof fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Englands og á einn A-landsleik að baki. Hann kom til okkar þar sem hann fékk ekki leiki með Chelsea og nú væntanlega fær hann þær mínútur sem hann þarf til að taka næsta skref.

Þetta er allt skiljanlegt. Hér á ferð er góður leikmaður sem hefur t.d. sýnt það í U23ja ára liðinu okkar að hann er hörku klárari þegar rétt er upp á hann spilað en á sama hátt náði hann aldrei því flugi með aðalliðinu sem maður vonaðist til, en full ástæða til að óska honum alls góðs og gott til þess að vita að við eigum möguleika á að kippa honum til baka ef honum tekst að verða “næsti Harry Kane” eins og Bretarnir töluðu um í fyrravetur.

Það er líka mjög sterk umræða um það að Nathaniel Clyne fari með honum suður á bóginn og spili fyrir Eddie Howe á láni til vors. James Pearce búinn að tvíta það svo væntanlega er það rétt að fara að gerast…en í öðru leikmannaslúðri er verið að bera það til baka að Adam Lallana fari á lán til vors.

Takk fyrir okkur Dom, gangi vel!

24 Comments

  1. Èg vona að við séum með “buy back clause” í þessum díl. Solanke er gríðarlegt efni og á framtíðina fyrir sér. Hópurinn þynnist bara ef Clyne fer líka, hvað þá Lallana. Liverpool þarf á leikmönnum að halda í seinni hluta tímabilsins, hvað þá ef við erum enn í þremur keppnum. Með þessum leikstíl og pressu þá geta menn meiðst eins og sýndi sig á síðasta tímabili. Erum við þá að fá einhverja inn í staðin eða ?

  2. Vona honum gangi vel mér líkaði vel við hann en því miður þá gekk þetta ekki nógu vel upp hjá honum með okkur og vonandi gerir hann góða hluti með Bournemouth.

    Já tek undir með Hödda eins og ég sagði áður þá var ég ekkert að hrópa húrra þegar ég frétti að Clyne væri að fara á lán aðalega útaf mér finnst hann vera gæða leikmaður og hefði viljað hafa hann í hendi ef illa færi með meiðsli og annað slíkt.

  3. Sæl og blessuð.

    Þetta segir manni að einhverjar þreifingar séu í gangi á markaðnum. Einhver sem dettur ,,af himnum ofan” eins og dæmi eru um í seinni tíð.

    Synd annars að karlinn skyldi aldrei pluma sig hjá okkur. Man ekki betur en að hann hafi staðið sig vel í æfingaleikjum.

  4. Liverpool búið að fá 60 milljónir frá bournmouth fyrir Brad Smith Jordan Ibe og núna Dom Solanke, það er ágætis viðskipti

  5. Gott hjá Dom. En það yrði eftirsjá að Clyne. Traustur leikmaður sérstaklega í vörninni. Það hefði verið áhugavert að sjá hann koma inn á í gær fyrir TAA

  6. Klopp hugsar stórt…Solanke og liklega Clyne jafnvel einhver annar fara….það gefur rými fyrir einhvern sterkan leikmann til að koma i hópinn i glugganum…

  7. Sælir félagar

    Solanke valdi Liverpool á sínum tíma svo þetta er enginn auli og það er eftirsjá að honum. Ég held nefnilega að hann eigi eftir að verða “ansvílli” góður eins og einn góður maður sagði fyrir margt löngu. Þá er gott að eiga rétt á að kaupa hann aftur. Clyne var aldrei minn maður en þrátt fyrir það hefði ég viljað halda honum því hans sterkasta hlið er að verjast og við getum þurft á því að halda til að hvíla TA Arnold á einhverjum tímapunkti.

    Ég er sammála L. Sverriz (eins og svo margir eru oftast) um merkingu þessa fyrir liðið. Það er eitthvað í gangi sem við vitum ekki um ennþá. Klopp fer ekki að þynna hópinn nema eitthvað sé í pípunum. Ég á von á að það sé eitthvað gott og jafnvel verulega gott. Ef til vill einn svakalegur miðjumaður og sóknarmaður af betri sortinni. En hvað veit maður svo sem?

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Þegar Clyne kom var hann alger stórhátíð miðað við það sem Liverpool hafði haft á undan honum í hægri bakk *looking at you Glen Johnson*. Fjalltraustur varnarmaður en kannski engin sóknarraketta. Ég þakka honum vel unnin störf að sinni.

  9. Svona hreyfingar eru eðlilegar og jákvæðar.
    Eitthvað efnilegt kemur inn í staðinn. Menn hafa sýnt takta í kaupum undanfarið.
    Ég er spenntur og býst við góðum janúarglugga.
    Því meira þokkalegt sem fer út, því meira gott og betra kemur inn.
    YNWA

  10. Ok, ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki að Clyne myndi fara frá okkur núna. Vonandi erum við þá að fá styrkingu á næstu dögum eða vikum. Við eiginlega verðum að gera það enda væri glórulaust að veikja hópinn núna í öllum þessum látum okkar!

  11. Clyne farinn á láni út tímabilið, nú hlýtur eitthvað að vera í gangi. Það hlýtur að koma einn inn ! Eða hvað ? Þessir tveir eru í 22 manna hóp hjá okkur, mér finnst vanta í hægri bakvörð samkeppni við TAA. Eða sóknarmiðjumann

  12. Spái því að það komi hafsent inn í þessum glugga (Kalidou Koulibaly
    ) og Gomez verði notaður í hægri bak.
    Einnig kemur Fekir inn og mögulega Werner svo þá verðum við þéttir í gegn út veturinn.

    Alisson og Mignolet í marki
    TAA og Gomez í hægri bak
    Robertson og Moreno í vinstri bak
    VVD – Lovren – (Koulibaly) og Matip í hafsent
    Henderson – Fabinho – Wijnaldum – Milner – Keita – Shaqiri og Lallana (Fekir)á miðjunni Alex Oxlade-Chamberlain kemur svo inn í Mars/Apríl
    Salah – Firminho – Mané – Sturridge – Origi og (Werner) frammi

  13. Finnst ekkert líklegt að þó þessir tveir hafi verið seldir að einhverjir aðrir komi inn, allavega ekki í janúar glugganum. Clyne hefur spilað minna en 300 mínútur síðustu tvö tímabil og Dom ekkert spilað á þessu timabili, er það nokkuð? Annars óska ég þeim báðum alls hins besta. Kæmi mér svosem ekki á óvart að Clyne sé að fara einfaldlega til þess að gera pláss fyrir Comacho svo hann krefjist þess ekki að fá að fara til Sporting CP.

  14. Fjórtán sigrar eftir fram á vor, eitt tap og eitt jafntefli. 97 stig munu duga.

    Hér færi ég fram sannleikann.

    Góðar stundir.

  15. Þetta sýnir nú hvað þeir eru snjallir í leikmannamálum hjá Liverpool þessa stundina. Vara vara vara framherji liðsins seldur á 19 milljónir. Vonandi notar þeir peninginn og kaupa nokkra kjúlla frá Manchester liðunum. Svona aðeins að stríða þeim á nýju ári.

  16. Held það komi nú ekkert inn í janúar þótt að Clyne og Solanke séu farnir, 2 menn sem höfðu ekkert impact á liðið af viti. Timo Werner kæmi aldrei fyrr en næsta sumar sé eitthvað til í þeim sögum.

  17. Fekir ferðaðist ekki með liðinu sínu í dag.. sagt að það sé eitthvað i gangi ?

  18. Clyne og Solanke með um 100þús pund samanlagt á viku, eru það ekki laun fyrir einn nýjann? 😉

  19. Allt skyldusigrar hjá United sem Mourinho hefði unnið. Aumingja United ef þeir enda með Óla sem þjálfara áfram vegna góðs gengis í leikjum sem eru auðveldir.

  20. Nr 4, Southampton er rétt hjá Bournmouth svo þetta er smá tilbaka frá þeim reikningi ?

  21. Fekir fer trúlegast til chelsae þar sem Fabregas er að fara til Monako. En ég væri sáttur að fá Timo Werner núna í januar. Setja Salah á kantinn aftur og hafa Firmino fyrir aftan Werner.

  22. Solanke farinn, veit ekki hvort ég er sáttur við það eða ekki. Efnilegur leikmaður sem á mikið inn en hvað um það. Clyne fer á láni til Bournemouth er það ekki öruggt? Eins og þið hafið bent hér á í umræðum er eitthvað í gangi sem skýrist væntanlega á næstu dögum. Er ekki hæpið að verið sé að versla bakvörð? TAA er þrátt fyrir allt hörkuleikmaður og einn sá efnilegast í heimi og heill Comez getur alltaf leikið bakvörð og síðan höfum við Milner ef í harðbakkann slær. Er ekki miklu frekar eitthvað verið að spá í miðjumann eða jafnvel ekki neitt fyrr en í sumar. Jæja, það kemur allt í ljós, leikmannahópurinn er hörkugóður eins og er en auðvitað mega menn ekki meiðast fram á vor.

  23. #21 Hjalti, ég er alveg sammála, við erum með svo sem ágætan hóp, en TAA hefur veriði meiddur og ekki spilað nógu vel að mínu mati á móti topp 6 liðunum, ekki nógu stöðugur, en það mun eflaust batna, svo er Milner búin að vera meiddur og var 33 ára í gær, Gomez er enn meiddur þannig að það er ekkert mikið “cover” í hægri bakvörð. Við sáum það á síðasta tímabili að þunnur hópur þýðir tap í úrslitaleik CL. Við viljum hafa meiri breidd þá en að geta bara valið úr 11 mönnum til að byrja svoleiðis leiki. Mér líst alls ekki á að Pulisic og svo kannski líka Fekir séu báðir að fara til olíurisans celski. Annars er verið að tala um að þeir séu að brjóta einhverjar reglur með því að vera með yfir 30 leikmenn á láni víðsvegar um evrópu.

Man City 2 – 1 Liverpool

Úlfarnir heimsóttir í bikarnum