Man City 2 – 1 Liverpool

Mörkin

1-0   Aguero 40. mín
1-1   Firmino 64. mín
2-1   Sane 72. mín

Leikurinn

City stillti upp í afar sókndjarfa uppstillingu og það var afar eðlilegt miðað við mikilvægi leiksins fyrir þá. Sigur var þörf og jafntefli væri í raun sigur fyrir Liverpool. Að sama skapi var Klopp varkár og ekki mikið út á það að setja af sömu ástæðum. Í takt við taktíkina þá pressuðu City hátt og sýndi mikinn vilja í byrjun leiks. Liverpool héldu kúlinu og gerðu sitt besta til að spila sinn bolta á yfirvegaðan hátt en pressan var öflug og mikið af töpuðum boltum var niðurstaðan.

Liverpool veðraði af sér þennan byrjunarstorm og fengu fyrsta alvöru færi leiksins. Glæsilegt samspil og færsla upp völlinn endaði með færi fyrir Mané í teignum. Skot hans endaði í stönginni innanverðri, skaust út í teiginn og endaði með undarlegri hreinsun Stone í Ederson. Boltinn skaust í átt að marki og fyrir öllum Púlurum var boltinn inni en marklínutæknin dæmdi boltann 1,12 cm á línunni. Ekkert mark en væri áhugavert að vita hvort að tæknin sé fullkomlega fullkomin eða hvort að einhver skekkjumörk séu til.

Lovren henti í eina góða tæklingu og gult spjald meðan að Kompany gerði gott tilkall með tveggja fóta tæklingu á Salah í rautt en slapp með gult. Wijnaldum fékk einnig að sjá gult fyrir tittlingaskít þannig að dómgæslan var ekki alveg í samræmi. Þegar fór að líða að hálfleik sóttu City hart og eftir ágæta vörn til að byrja með fór boltinn á þeirra vinstri væng. Bernardo Silva tókst að koma boltanum á Aguero í teignum sem í litlu plássi tókst að smyrja boltanum upp í nær vinkilinn. Slæmt mál eftir að hafa haldið aftur af City í færum fram að þessu.

1-0 í hálfleik

Seinni hálfleikur byrjaði á sama máta með City að pressa og þeir voru að leggja líf og sál í þennan leik meðan að Liverpool var ekki að ná að spila sinn leik. Vonin var að með tíð og tíma myndi krafturinn þverra sem heimamenn lögðu í leikinn en í upphafi hálfleiks var það ekki að sjá. Liverpool fóru þó að ná að spila boltanum ögn betur á milli sín en slakar sendingar höfðu verið lenskan í fyrri hálfleiknum. Fabinho kom snemma inn fyrir Milner sem var augljóslega ekki í 100% standi og uppspilið skánaði þó að enn væru sendingarnar mistækar. Á 64.mín sendi Trent fallega sendingu á Robertson sem vippaði boltanum snyrtilega á silfurfati fyrir Firmino sem kláraði snyrtilega í netið. Jafn leikur og flott staða fyrir Liverpool miðað við leikstöðuna.

Beint eftir markið skiptu City David Silva út fyrir Gundogan til að styrkja miðjuna. Liverpool áttu sinn besta sprett eftir þetta og virtust vera að stýra leiknum og ná tökum á spilinu. Adam var þó ekki lengi í paradís þar sem að á 70.mín keyrði City enn upp vinstri vænginn og tókst að losa Sané í teignum sem sendi fullkomið skot í gegnum Trent sem fór stöngin inn. Bölvaður bömmer og City fengu öfluga adrenalín-sprautu við þetta mark þegar þeir voru að byrja að missa trú á verkefninu.

Liverpool henti í nokkrar skiptingar eftir þetta en komust ekki í almennileg opin færi þrátt fyrir stöku vandræðagang á Edilson og vörninni. City fengu hins vegar stórhættulegt færi þegar að Alisson varði glæsilega í úthlaupi gegn Aguero. Á endanum fjaraði leikurinn pirrandi út án þess að okkar menn gerðu nokkuð markvert til að ógna markinu í lokin.

Bestu leikmenn Liverpool

Að mínu mati var Robertson langbesti leikmaður liðsins í kvöld. Hafði í nógu að snúast en var samt út um allt og aldrei hræddur við að fá boltann eða að verjast hraustlega. Lagði upp markið og var almennt flottur í sínu framlagi. Van Dijk var flottur að vanda en það er varla hægt að segja að fleiri en þeir tveir hafi risið yfir meðalmennskuna í kvöld.

Vondur dagur

Allir púlarar, leikmenn sem áhangendur, áttu slæman dag í dag þar sem að þetta var gríðarlega mikið tækifæri til að leggja grundvöll að góðu forskoti á toppnum. Auðvitað er enginn titill búinn við þetta enda erum við á toppnum með 4 stig í forskot en jákvæð úrslit í kvöld hefðu gefið okkur öflugan grunn til að byggja á og sent skilaboð til meistaranna og annarra liða í deildinni.

Það voru nokkrir leikmenn LFC sem ströggluðu í kvöld. Salah var ekki upp á sitt besta og var týndur á löngum köflum og í raun var framlínuþrennan ekkert spes þrátt fyrir að Firmino hafi sett sitt mark. Margir voru ósáttir við varnarsinnaða miðjuuppstillingu en á móti hefði mátt segja að við hefðum geta fengið á okkur mun fleiri mörk í fyrri hálfleik með sókndjarfari uppstillingu frá byrjun.

En versta kvöldið átti Trent Alexander-Arnold sem hefur verið sérlegur dragbítur á liðinu á erfiðum útivöllum á þessu tímabili. Átti sitt framlag í markinu okkar en var oft á tíðum eins og nýliði sem gerði skelfileg mistök í sendingum, staðsetningum og ákvörðunum. Það var engin tilviljun að bæði mörk City komu hans megin og þetta er veikleiki sem er erfitt að réttlæta. Ef að Klopp hefði virkilega viljað mæta í leikinn varkár þá á hann ekki að spila TAA í bakverðinum því að honum er ekki treystandi þar.

Umræðan

Þetta er klárlega stigalegur og andlegur sigur fyrir City. Framhjá því verður ekkert horft og annað er afneitun. En ef okkur hefði í byrjun desember verið boðið 4 stiga forskot eftir þetta gríðarlega erfiða leikjaplan þá hefðum við étið þá hendi upp að öxlum. Þetta er frábær staða fyrir okkur þó að við höfum fengið högg á kjaftinn og draumurinn um taplaust tímabil jarðað. Við erum settir aftur á jörðina og það er ekkert það versta í heimi. Stóra spurningin er hvernig liðið og Klopp bregðast við þessu kjaftshöggi. Böns af sigrum í vinnanlegum deildarleikjum væri stórfínt en við vitum að þetta er brjáluð deild þar sem allt getur gerst í hvaða leik sem er. Eigum núna tvo útileiki til viðbótar, annan í bikar og hinn í deild, þannig að álagið heldur áfram. Það sem var þó sorglegt í kvöld var að City vildu vinna þennan leik meira en við og þeir unnu fyrir því á endanum. Þeir sýndu meira sigurvilja. Það má ekki gerast aftur en sem betur er City besta liðið sem við munum mæta á þessu tímabili þannig að illu er best af lokið. En ég hef ekkert meira að segja á kvöldi vonbrigða og held því kjafti.

YNWA

83 Comments

 1. Það slæma fyrsta tap Liverpool staðreynd.
  Það góða við erum samt 4 stigum fyrir ofan CITY !

 2. Virkaði bara eins og City vildi þetta meira..
  Pressuðu allan leikinn.

  Get ekki beðið eftir að Joe Gomes komi til baka.. ugh Lövren

 3. Fyrsta tapið staðreynd og við verðum að taka því. Ekki fara í einhverjar árásir eða rúst. 4 stiga forskot staðreynd og pressan á að fara taplausir í gegnum tímabilið horfin 😉 sárt að tapa, já, heldur betur, en .. þetta lið hefur burði til að vinna deildina og ég er algjörlega sannfærður um það á þessu augnabliki. Eitt tap breytir því ekki. En það reynir virkilega á liðið núna … hvernig tekur það fyrsta tapinu? Sækir í sig veðrið eða fær sjokk og tapar fleiri stigum í næstu leikjum?

  Áfram Liverpool!

 4. Sæl öll

  City betri í kvöld og sanngjarn sigur þeirra. Liverpool allt of rólegir og því ekki tilbúnir í barninginn á miðjunni.
  Geggjuð innkoma hjá Fabinho.

 5. Þetta gat dottið hvoru megin. Óheppni að tapa á heimavelli liðsins sem ég ber enga virðingu fyrir.

  Áfram gakk, við verðum enga stund að jafna okkur á þessu.

 6. Maður var búinn að gleyma því hvað það er ömurlegt að tapa.
  En það verður þá einhver keppni. Fleiri háspennuleikir. Ég vil það.
  Lovren er auðvitað slappastur en við höfum ekkert annað og stöndum með honum.
  En aftur… arrgg
  YNWA

 7. Hræddur um að LFC höndli ekki pressuna. Enginn þarna sem hefur unnið neitt utan við Milner. Endurteknar stress sendingar á mótherja eða útaf vellinum. Komið niður í 4 stig og held að City séu komnir með blóð á tennurnar.

 8. Fabinho á alltaf að byrja. Við vorum mjög óheppnir, 2-2 hefði verið sanngjarnt.

 9. Man City var bara miklu betra og þeir unnu leikinn þetta er ekki flókið.

 10. Engin skömm að tapa fyrir City á þeirra eigin heimavelli, og ansi erfitt að fara taplaust í gegn um deildina eins og Arsenal gerði hér um árið. Spurning hvort að Lovren ætti bara að læra að þegja svona annað slagið og spara yfirlýsingar og vera ekki í því að jinxa þetta í drasl 🙂
  Annars nokkuð sáttur með stöðu mála fyrir utan tapið sjálft 🙂

 11. Ég sætti mig alveg við 1 tapleik í næstu 21 leikjum. Það hlaut að koma að þessu, ekki okkar dagur og við tökum bara næsta leik. Mér fannst city vilja þetta miklu meira en við. Við erum enn á toppnum.

 12. Betra liðið vann. Enginn meiddist svo við ættum að geta haldið ótrauðir áfram. Finnst ekkert hafa breyst nema stigin eru komin niður í fjögur. Liverpool er ennþá á flugi og City er ennþá aðal liðið. Pæli meira í frammistöðu en þeirri hugmynd að vera taplausir. Það skiptir engu ef liðið er á toppinum og að spila sannfærandi. Þessi leikur breytti því ekki. Naumt tap fyrir meisturunum á þeirra heimavelli.

  Áfram Liverpool!!!

 13. Verðskuldaður sigur sem hefði alveg eins endað jafntefli. Þar sem ég er aðdáandi sóknarbolta vil ég óska City til hamingju með sigurinn því og vona innilega að þeir verði síðasta liðið til að sigra Liverpool á þessu tímabili.

 14. City gerðu það sem þeir þurftu en margt mátti fara betur með leik Liverpool. Lovren gleymdi sér þegar Sergio skoraði þò Alisson átti loka betur horn sínu með hafa hendur uppi. Fabiano kom freskur inn átti flottan leik og ef eitthvað er àtti byrja. Spurning hja Klopp að þétta vörn og miðju 5 min eftir við jöfnuðum. Lélegt fà þetta Sane sigurmark eftir hraða sòkn hjá City.

 15. “Úrslitaleikur” tapast, kannski í lagi þar sem þetta var fyrir City á þeirra velli, samt pínu rispuð plata með þennan gríska harmleik í kringum þessa “úrslitaleiki” hjá okkur undanfarið. Einhver með nýtt handrit?

 16. Þetta var hörkuleikur og sá maður greinilega að bæði lið báru mikla virðingu fyrir hvort öðru.
  Þegar við jöfnuðum 1-1 þá fann maður stemmninguna koma til okkar en því miður 8 mín síðar voru heimamenn aftur komnir yfir.

  Okkar strákur gáfu sig samt greinilega 100% í verkefnið og allt tal um að Man City hefðu viljað þetta meira finnst mér ekki rétt á sér. Við höfum haft nokkrum sinnum í vetur hluti falla með okkur en í þessum leik þá gerðu þeir það ekki.
  Við vorum 1,2 cm frá því að komast yfir og hefði verið fróðlegt að sjá hvernig þetta City lið hefði brugðist við því.
  Kompany var svo stálheppinn að sleppa við rautt spjald en einhverjir hefðu gefið honum jólalit en ekki páska.
  Hvað hefði gerst ef Trent hefði náð að blokka þetta skot hjá Sane í staðinn fyrir að það fór á milli fóta hans.

  Menn vilja tala um vendipunkt á tímabilinu hjá okkur að tapa þessum fyrsta leik og hleypa Man City inn í þetta en ég er á því að þeir væru alltaf enþá inní þessu því að þeir eru það geðveikt lið að þeir gætu hæglegað unnið restina af leikjunum.

  Hvað um það 4 stiga forskot á toppnum – tveir leikir búnir í síðari umferð og það gegn Arsenal og Man City.
  Núna sjáum við hvernig Liverpool bregst eftir að hafa tapað, eftir bikarleikinn gegn Wolves þá er það
  Brighton úti, Palace heima, Leicester heima, West ham úti, Bournmouth heima áður en við mættum Man utd úti.
  Stigasöfnuninn gegn þessum 5 svokölluðum veikariliðum áður en við mættum Man utd tel ég vera lykilinn á því að halda okkur á toppnum.
  Liverpool mun ekki vinna restina af leikjunum en þeir mega ekki misstíga sig gegn liðum fyrir neðan top 6.

  YNWA – Við erum búnir með erfiðasta leik tímabilsins og því miður fórum við með 0 stig heim en áfram með smjörið 🙂

 17. Frábær fótboltaleikur þar sem City voru herslumun betri og verðskulduðu sigur.

  Töpuðum þessu á miðjunni og þar af leiðandi var blunder á vörninni hægra meginn. Vill ekki sjá þessa miðju aftur í stórleikjum.

  Robertson truflaður í þessum leik og Fabinho með frábæra innkomu.

  Förum ekki að taka janúar skitu núna. Áfram gakk næsti leikur takk.

 18. Alltaf rautt á Kompany afdrifarík ákvörðun hjá dómaranum.
  Síðan var Lovren lélegur og líklega ekki ósanngjarnt að segja að hann átti stóran hlut í þessu tapi.
  Áfram gakk nú reynir á að bregðast við.
  YNWA

 19. Þvílíkur leikur og það sást þarna að þrátt fyrir að City séu með ógnarhóp sem er búinn að hiksta smá að þá voru þeir ekkert yfirburðar þó þeir hafi verið betri í kvöld.
  Það er alltaf erfitt að verja forskotið og common á móti City get real. Djöfull er ég stoltur af liði mínu þrátt fyrir fyrsta tap. Að vera á þessum stalli í baráttu um titilinn er ævintýri líkast.
  Ég er þeirrar skoðunar að ef við hefðum of mikið forskot að það hefði getað stigið mönnum til höfuðs. Nú er áfram gakk og við eigum eftir að missa stig en það á City og Tottenham eftir að gera líka svo það eru stórkostlegir tímar framundan. Hefði einhvern getað grunað það að við værum á toppinum með 4 stig í forskot á þessum tímapunkti?
  Og þó svo að við vinnum ekki deildina að þá eru þetta bestu tímar sem ég hef upplifað með liðið í deildinni síðan ég fékk hár á pung 😉

  YNWA

 20. Eitt enn, Sterling skoraði ekki úr dauðafærinu, það var mjög jákvætt. Það hefði drepið mig.

 21. Sæl og blessuð.

  1. Miðjan stóð ekki undir álaginu. Gini er eins og annar maður á útivelli m.v. það sem er á Anfield. Hendo ekki að heilla, hægur og hikandi. Milner fyrirsjáanlegur. Breyttist til hins betra með Fabinho en Shaquiri kom engu til skila. Gini átti stóra sök í markinu sem Aguero skoraði. Vítamín að fá Fernandinho inn á.

  2. Lovren á vafasömum slóðum. Gerði e.t.v. mistök í markinu og hefði getað kostað okkur þriðja markið. Ónákvæmar sendingar. Aðrir varnarmenn fannst mér frábærir. Trent, Robertson og Virgil eru frábærir. Með Gomez í þessum leik hefðum við ekki fengið þessi mörk á okkur. Alison átti samt að verja á nærstöng. Kariusinn fékk svona mark á sig gegn Sane og ég hugsaði með mér að þarna hefði Alison varið.

  3. Mané ekki að alveg heilla. Gamla ónákvæmnin á sínum stað. Með svona trukka í vörn Saudi hefði hann átt að gera meira. Salah átti flottar rispur og mátti alveg skora þegar Stones bjargaði á línu. Það var náttúrulega óheppni.

  4. Saudi var ótrúlega heppið í leiknum. Áttu að fá harðari dóma fyrir ofbeldi, Fernandinho er ótrúlega lunkinn að sleppa við spjald og Kompany hefði mátt fá rautt þegar hann tók Salah niður. Línan var náttúrulega sturluð en það sannast það sem við höfum líka sagt – að hver er sinnar gæfu smiður.

  5. Markið okkar var sturlað og það sem átti að vera mark hefði verið mark ársins ef hann hefði laumast inn.

  6. Lærdómur : Held að okkar menn læri af þessu. Mögulega þurfum við að kaupa eitthvað í janúar – meiri dýpt á miðju, snarpari slúttara, aukaauka miðvörð. Gríðarleg prófraun en það er frábært að vera fjórum stigum fyrir ofan Saudi eftir að við erum búnir að mæta þeim í tvígang. Þetta Saudi lið er með sturlaða miðju og framlínu, synd að geta ekki sótt meira á veika varnarlínu og kúrekamarkmann.

  7. Heimsendir? nei, það held ég ekki. Tökum með okkur vegarnesti úr þessum leik sem hefði getað farið á hvern veg sem var.

 22. Aðalástæðan að við töpuðum var Lovren þvílíkur trúður við erum alltof gott lið fyrir hann , eina hlutverk hans það sem eftir er tímabils á að vera að ná í te fyrir Salah. Við hefðum allaveganna gert jafntefli með Gomez.
  Næst stærsta ástæðan var Klopp við erum ekki búinn að spila þessa 3 manna miðju síðan Napoli heima þeir áttu sinn besta leik þá en skelfilegir í dag. Gini og Fabinho eru búnir að vera okkar bestu miðjumenn í undanförnum vikum og ættu að vera fyrstu menn á blað. Klopp talar alltaf um að menn verða vera í rythma en hann lætur milner byrja inná í stærsta leik tímabilsins þótt hann hafi ekki spilað í hálfan mánuð. Henderson er ekki góður í 6 hann er búinn spila vel með fabinho þegar hann er meira í 8 vill ekki sjá hann aftur sem 6.
  Það sýður á manni ég gjörsamlega þoli ekki Lovren vill bara gefa hann frítt það getur enginn varið hann eftir þennan leik hann var miðlungsmaður þegar við keyptum. Van Dijk getur látið hvaða varnarmann sem er lýta vel út. Og þið sem segjið að menn eiga ekki að finna einn sökudólg þið getið ekkert sagt.

  En verum jákvæðir Gomez er á leiðinni tilbaka og það hefðir allir tekið 4 stiga forskot á þessum tíma.
  Ef við verðum heppnir með meiðsli hjá aðallega Gomez og Matip þá eigum við séns. Við erum búnir að spila frábærlega í 4231 kerfinu og vill maður sjá okkur nota það út tímabilið þá eigum við góða möguleika að fara alla leið

  Áfram Liverpool

 23. Sælir félagar

  Heppnin féll með MC og ekkert við því að segja, þetta er enginn heimsendir og liðið okkar er ógeðslega gott. MC lagði allt sem þeir áttu í þennan leik frá fyrstu mínútu. Við höfum séð Liverpool liðið agressivara en í þessum leik. Það var þó spurning um sentimetra hvernig leikurinn fór. Það munaði 2 sentimetrum að boltinn færi stöngin inn hjá Mané og það munaði 2 sentimetrum að Sane setti boltann stöngin út. Svona er þetta bara.

  Það er nú þannig

  YNWA>

 24. ok bannað að segja hár á p**g breyti því þá í jólakúlur :):):)

  Alley Alley Alley

 25. Er ég sá eini sem er alltaf ósammála Lúðvík Sverriz? hvað meinarðu að Gini sé annar maður á útivelli en heimaleiki? okkar langbesti maður í fyrri hálfleik en á gulu spjaldi. Finndist vænt um ef þú útskýrðir það aðeins nánar.

 26. Hnífjafn leikur tveggja langbestu liða Englands. City á heimavelli vildi og þurfti þetta meira í dag en voru auk þess heppnir á köflum. Enn á toppnum og nú er mikilvægt að koma trylltir í næsta leik gegn Úlfunum á útivelli. Áfram gakk!

 27. Það þyrfti einhver að koma aftan að Lovren og teipa yfir munninn á honum,slá hann utan undir með leðurhanska og segja honum að grjóthalda kjafti.

  Kompany var bara sáttur með tæklinguna – ef Salah hefði staðið í fótinn þá hefði hann verið frá næsta árið.

  Ennþá á toppnum og þetta er enn í höndunum á LFC.

 28. Verum ekki í neinu væli hér. Lovren gerði engin mistök sem kostuðu, dæmigert að kenna honum um þegar illa gengur. Kannski líður mönnum betur með að finna sökudólg?

  Það gefur og tekur að hafa sóknarsinnaða bakverði, Trent er lykillinn að markinu okkar en við vitum að hann er ekki í hæsta klassa varnarlega. Vorum gegn jafn besta liði í heiminum í dag á útivelli og vorum að mörgu leyti óheppnir að tapa. Mane stöngin út/Sane stöngin inn. Ekkert til að væla yfir, oftar en ekki haft heppnina með okkur á þessu tímabili.

  Næsti leikur og verum ekki að leita að sökudólgum.YNWA

 29. Næsti leikur gegn Úlfunum er reyndar í FA cup þar sem við sjáum væntanlega lykilmenn hvílda. Brighton úti 12. jan. verður gott tækifæri til að koma okkur á beinu brautina á ný í titilbaráttunni.

 30. Sælir Halli.

  Það er gaman að fólk skuli sjá ólíkar hliðar á leikmönnum. Þessi Gini sem var í þessum leik var himin og haf frá þeim sem slátraði miðjunni á Arsenal. Hann hélt ekki boltanu, kom honum illa á samherja, náði ekki að stjórna leiknum og var loks tekinn út af fyrir Sturridge.

  Hvað gerði hann sem heillaði þig svona mikið?

 31. Sáuð þið leikinn í kvöld??? Suss… þvílíkur leikur!
  það er “understatement” að segja að við höfum verið óheppnir að skora ekki þegar það munaði 11mm að boltinn væri inni.
  Við vorum að spila við eitt af bestu liðum í HEIMI á heimavelli með stuðning sem aldei hefur sést/heyrst á þeirra heimavelli og þeir rétt mörðu 2-1 sigur á okkur!
  Við erum búnir að vera í SVAKALEGU álagi í desember, Man City átti MUN auðveldara prógram í des en við… en við erum samt 4 STIGUM Á UNDAN ÞEIM eftir þennan leik..
  Á síðasta tímabili var fyrsti tapleikur Man City á móti Liverpool.. ég ætla að segja “poetic justice” og við munum enda þetta tímabil á sama stað og Man City endaði síðasta tímabil.
  Sáuð þið Klopp í viðtalinu eftir leik? Hann er brosandi, hann sá lið sem getur unnið deildina, það eina sem getur stoppað okkur er eeitt besta lið í heimi á heimavelli.
  Ég ætla að njóta ferðarinnar, ég ætla að njóta þess að vera Liverpool aðdáandi og ég ætla að njóta þess að vera með besta manager sem er í boði í dag!
  Ég held að við séum með besta LIÐ deildarinnar og ég held að við munum klára þetta tímabil á besta stað síðan ég fór að halda með Liverpool árið 1992.
  Það eina sem mátti ekki gerast í kvöld var að okkur yrði slátrað, það var ekki bara að okkur var EKKI slátrað – við vorum óheppnir að gera ekki jafntefli/vinna leikinn!
  Ég hef engar áhyggjur og vá hvað ég hlakka til ferðalagsins!
  YNWA
  Egill Jóhanns.

 32. Ég ætla að byrja á því að óska ég United áhangendum með að hafa unnið sinn stærsta leik á tímabilinu.

  Stöngin inn – Stöngin út ásamt 1.2 cm frá því að setja annað mark.

  Við unnum ekki né töpuðum deildinni í þessum leik.
  Vorum ósigraðir í 20 leikjum, og erum með 16 stigum meira núna en í fyrra.

  Mættum einu besta liði sem spilað hefur í PL, en það besta er að munurinn er enginn á þessum 2 liðum sem spiluðu í kvöld þetta datt bara City meginn.

  Ekkert svartsýnis raus við erum með geggjað fótboltalið áfram gakk.

  YNWA

 33. Ég hef ekki verið sérstakur aðdándi Lövern í gegnum tíðina. En allt tal um að fyrra markið sé honum að kenna er fráleitt. Bæði Allison og Lövren voru þétt upp við Aguero en skotið var slík snilld hjá honum að ekki varð við ráðið.

 34. þetta var frábær leikur, mikill hraði og hápressa hjá MC. hefði viljað sjá okkur gera það sama. Þannig unnum við þá á þeirra blómatíma sem er nú liðinn. Þeir urðu að vinna og lögðu allt í sölurnar en við sluppum við meiðsli og erum fjórum stigum á undan þeim á toppnum. Sonur minn spurði mig að því hvort þessi miðja sem byrjaði hefði ekki byrjað flesta tapleiki hjá okkur ? Veit það ekki en væri gott að fá álit fróðra manna. Þrátt fyrir að við hefðum ekki átt góðan leik þá hefði jafntefli ekki verið ósanngjarnt, þeir fengu sín færi í lokin þegar við lögðum all í sóknina. Nú þarf að trúa og treysta, finnst tími komin til að leyfa Keita að spreyta sig. YNWA

 35. Óheppni að tapa i kvöld. Óþarfi að klína þessu a Lovren eða aðra. Aguero er deadly finisher. Kompany átti að fá rautt og Stones varði tvisvar á línu.

  Næsta verkefni takk !

 36. Sæll Lúðvík,
  Í fyrri hálfleik var Gini sá eini sem drap boltann niður, kom honum fljótt útúr svæði, stoppaði sóknir og var fastur fyrir, ef þú lest helstu krítík eftir þennan leik að þá er hann þar efstur á blaði ásamt VVD, Robertson og Fabinho sem átti virkilega góða innkomu. Varðandi skiptinguna fyrir Studge að þá var það auðséð eftir allan hamaganginn og endalaus hlaup til baka í svæðin að hann var orðinn þreyttur og á gulu spjaldi. Hann var geggjaður í fyrri en eitthvað hlýtur þú að hafa blindast smá sem er ekkert til að skammast sín fyrir, þetta kemur með tímanum vittu til 😉

  kv,
  Halli

 37. Þetta var ekki sá Gini sem við erum búnir að vera vanir að sá á þessu tímabili (mér finnst hann vera vanmetnasti leikmaður liðsins, búinn að vera geggjaður á þessu tímabili).
  Í fyrra markinu Lovren á hælunum í stað þess að stíga skref áfram og mæta boltanum og við það missir hann Aguero fram fyrir sig sem klára glæsilega.
  Eins og aðrir segja enginn heimsendir að tapa fyrir City (sem eru frá Qatar en ekki saudar) á heimavelli.

 38. Aldrei gaman að tapa, en ég er sallarólegur yfir þessu, og mér sýnist Klopp vera það líka (svona að mestu).

  Snúum úrslitunum í leikjum þessara liða við: gefum okkur að leikurinn á Anfield hefði tapast (t.d. ef Mahrez hefði ekki klikkað á vítinu), en þessi endað með jafntefli (t.d. að Mané hefði sett boltann í stöngina og inn en ekki út). Hvernig væri stemmingin þá? Hún væri bara fín.

  Það er staðan í lok leiktíðarinnar sem skiptir öllu máli. Við spyrjum að leikslokum.

 39. Æi, þessi leikur var svo ég segji hreint út ósangjarn. Er hund fúll yfir þessu tapi, ekki vegna þess að við vorum eithhað verri, heldur vegna þess að manc fengu ódæmd á sig helling af ljótum brotum, þar skipti sköpum. Voru grófir og komust upp með það. Ég sé ekkert að því að tapa fyrir betra liði, en manc var það ekki. Er líka á því að okkur hafi vantað stemminguna, sigurtilfinninguna

  YNWA

 40. Ætla ekki að kenna dómaranum um en spjaldið á Winjaldum var rugl, dúddinn rennur og ekkert brot, óheppni að vera ekki komnir yfir (ótrúleg) grísa afgreiðsla hjá ljóskunni, City átti að vera einum færri allan seinni og svo er spurninginn sem þið hafið örugglega skoðað margoft, var Sterlingsógeðið rangstæður áður en hann kemur boltanum á Sane? Annars skapaði dýrasta lið veraldar með líklega besta stuðning á vellinum sem þeir hafa nokkrum sinnum fengið, færri dauðafæri í leiknum en við. Eflaust einhverjir ósammála en Salah og Firminho í hrikalegum færum í seinni, talandi ekki um millimetrana í fyrri þar sem eina skotið þeirra á markið datt inn.
  Megum við halda ótrauðir áfram með líklega besta Liverpoollið seinni ára YOU’LLNEVERWALKALONE

 41. Allt í góðu, tek nú ekki mikið mark á Thisisanfield yfir höfuð þér að segja væri nær að líta á Liverpool echo eða hlutlausa miðla. En þú mátt endilega segja mér í hvaða útileikjum Gini hefur verið svona slappur? Hann hefur verið mest consistant á þessari leiktíð í allra manna tali og heldur betur stigið upp svo ég er bara ekki að fatta þessa athugasemd frá þér?

 42. Við hefðum allir tekið 4 stiga forskot á ManCity í byrjun des. Einn og hver einasti. Það eru ekki mörg lið sem taka stig af City á þeirra heimavelli. Með smá heppni hefðum við getað tekið jafntefli.
  Nú er spurning hvernig við ætlum að bregðast við þessu. Höldum áfram okkar gjörsamlega frábæra tímabili og vinnum næstu leiki og sjáum til hvernig þetta spilast.

  Hef fulla trú á Klopp og hans mönnum.

 43. Ósammála skyrsluhofundi með TAA. Ég reyndar skil ekki þennan sleggjudom átti ma sendinguna á Robertson I markinu. Var einna flottastur Liverpool manna framan af. 75 prósent af sóknum city fóru upp hans megin en hann dealaði við það. Mér fannst Lovren meiri skúrkur í kvöld þó ég verji Lovren nú oftast.

 44. Stöngin inn hjá City … stöngin út hjá Liverpool, bókstaflega! Þetta var einfaldlega frábær fótboltaleikur, en því miður þá datt lukkan ekki okkar megin í dag þrátt fyrir heiðarlega tilraun. Fyrsta tapið en enginn heimsendir. Þetta verður spenna allt til enda sem er bara skemmtilegt. Glasið hálffullt!

 45. Þetta er auðvitað svekkjandi að koma til baka og jafna og vera heilt yfir meira ógnandi en City þegar við sóttum. En staðreyndin er að við töpuðum á útivelli fyrir einhverju best spilandi fótboltaliði enskrar knattspyrnu í kvöld. Fúlt, en lífið heldur áfram. Svo má geta þess að í síðustu 6 leikjum hefur City unni þrjá og tapað þremur á meðan að Liverpool hefur unnið 5 og tapað einum. Þess vegna er Liverpool enn efsta liðið í ensku úrvalsdeildinni. Nú er bara að rífa þetta úr sér og halda áfram.

  YNWA.

 46. Sane med eitt mesta stongin inn sem eg hef sed, og Mane med stongin ut sem er sidan bjargad a linu eftir kludur hja Stones/Ederson.

  Liverpool skopudu ser fin faeri og pinnudu City menn oft djupt nidur a vollinn. Liverpool er miklu sterkara en a sidustu leiktid, og augljost ad thessi tvo lid eru mjog jofn hvad getu vardar. Thetta verdur spennandi seinni hluti timabilsins.

  Eg hlakka til ad fa Gomez aftur i hjarta varnarinnar. Mer finnst Lovren bara ekki nogu haefileikarikur leikmadur fyrir Liverpool. Hann er oft svolitid lost og illa stadsettur og lengi ad atta sig, og ad auki er hann ekki eins physical og Gomez.

  Annars skiladi lidid godri frammistodu. Nu er bara ad halda afram ad vinna skyldusigra og halda thessu 4ja stiga forskoti. Thad setur fina pressu a City. Mer finnst varnarlina City ekki eins sannfaerandi i uppspili og menn vilja meina. Thad eru mjog shaky touch hja theim flestum nanast i hverjum leik og eg held ad lid seu farin ad fatta thad og komast a bragdid. Vonandi na Wolves ad strida theim i naesta leik eins og their gerdu vid Spurs sidast.

 47. sá ekki henderson í þessum leik frekar en svo mörgum öðrum. hamm mætti fá hvíld mín vegna

 48. Margir að hrósa Trent, Daily mail gaf honum 8, Gary Lineker talaði um að hann væri of góður til að enda sem bakvörður. Mér fannst hann góður í leiknum.

 49. Það eru ekki töp sem skera úr á milla sigurvegara og tapara. Heldur hvernig íþróttamenn bregðast við þeim. Nú er að bíta í skjaldarrendur.

  Fernandinho átti stórleik og var munurinn í þessum slag. Hann fékk að olnboga sig áfram og hrinda mönnum í byrjun leiks og bully-aði miðjunni okkar til og frá mestallan leikinn. Á meðan var fyrirliðinn okkar Henderson eins og kurteis enskur kettlingur á miðjunni hugsandi bara um að brjóta niður sóknir og senda stuttar sendingar. Henderson spilaði alla útileikina í CL og við töpuðum þeim öllum. Liverpool er rosa vinnusamt og save með hann sem leiðtoga í stórleikjunum og treystum á einstaklingsframtök 3 fremstu. Í kvöld mættum við bara liði sem er með enn betri aðila í að galdra fram mörk uppúr engu. Í kvöld var þetta bókstaflega stöngin út hjá okkur og stöngin inn hjá þeim.

  Lovren er svo kominn í hóp jinxara Liverpool þegar extra vel hefur gengið síðustu 29 árin. Bara gat ekki haldið kjafti um að Liverpool gæti farið taplaust í gegnum tímabilið og missir svo einbeitingu hvað eftir annað í næsta leik. Þetta hefur gerst svo ótal oft áður að leikmenn og þjálfarar Liverpool byggi skýjaborgir úr karlmennskugrobbi bara til að sjá þær hrynja stuttu seinna. Ætla menn aldrei að læra?

  Að þessu sögðu þá vorum við soldið heppnir að Mahrez skyldi skjóta himinhátt yfir í vítinu í fyrri leik liðanna á Anfield. Heilt yfir þá eiga City líklega bara skilið að hafa 3 stigum meira úr viðureignum liðanna í vetur. En við erum hinsvegar 4 stigum fyrir ofan þá og eigum léttara prógramm eftir. Chelsea og Tottenham heima og höfum öll örlög í okkar höndum.

  Kannski hefðum við átt að setja reynsluboltann Clyne í hægri bakvörðinn eins og gekk svo vel gegn Man Utd. TAA átti í stökustu vandræðum með hraðann á Sane allan leikinn og var oft illa staðsettur. Gary Lineker sagði að við ættum að hafa hann bara hægra megin á miðjunni frekar. Ég hefði viljað sjá Fabinho byrja. Þurftum einhvern sem gat unnið boltann á miðjunni og búið til skyndisóknir. Hans löngu lappir hefðu líklega virkað mjög vel í þessu miðjukraðaki í fyrri hálfleik.
  Man City voru hræddir og þetta var frábær séns að búa til mjög góðan buffer í næstu lið fyrir febrúar þegar leikjaálagið eykst til muna. Miðað við leikjaprógrammið næstu 4-5 leiki sé ég þó ekkert til fyrir stöðu að við verðum með meira en 4 stiga forskot þegar við tökum á móti Bayern. Þá þurfa menn líka að grjóthalda kjafti um framtíðarstöðu Liverpool og einbeita sér 100% eingöngu að næsta leik. Það eru 17 úrslitaleikir eftir og við erum í dauðafæri ef við höldum rétt á spilunum.

 50. Hélt að það myndi einhver mynnast á völlinn hjá þeim fannst grasið ansi vel vaxið ætli þeir hafi ekki efni á því að slá grasið eða var verið að taka W.B.A á þetta ?
  Annars hundfúll en ætla ekki að skjóta neinn niður nema að ég verð að vera sammála öðrum varðandi Lovren hann átti mjög dapurt kvöld og var búinn að vera bulla eitthvað í fjölmiðla um taplaust gengi o.s.frv er náttúrulega eitthvað sem á bara banna ! En nú fer að vora og sól að hækka og þá fáum við enn betri bolta frá okkar mönnum og hvað er hægt að fara fram á meira.

  YNWA.

 51. “Gary Lineker sagði að við ættum að hafa hann bara hægra megin á miðjunni frekar”

  Rangt hjá þér AEG, ættir sjálfur að geta íslenskað þetta nema þú sért að vitna í önnur ummæli:

  “Brilliant play from @LFC. I do think @trentaa98 is too good a footballer to be a fullback. Must end up in midfield”

 52. TAA skúrkurinn? Það var vitað að það yrði fjölmennt á hann og mér fannst hann leysa það á löngum köflum mjög vel. Hann fékk t.a.m. Aguero, Sane og Silva alla í pressu á sig á kafla í fyrrihálfleik sem er ekkert djók.
  Lovren var klárlega veiki hlekkurinn enda leyfðu city honum trekk í trekk að vera lausum með boltann þegar þeir pressuðu vitandi að hann væri lélegasti sendingarmaðurinn í liðinu.
  Winjaldum var slappur allan tímann sama hvað hann er búinn að vera frábær á tímabilinu.
  Á endanum var þetta stöngin út hjá okkur í leik tveggja langbestu liða deildarinnar.

 53. Alveg merkilegt hvað Liverpool er orðið gott lið og eina leiðin til að stoppa það er að svindla.

  1. Man City svindlar Financial fair play
  2. Kompany og Ramos reyna viljandi að meiða Salah.
  3. Rautt (eða ekki) á kompany en Salah out for season

  Ég tek ekki eftir því að Liverpool svindli.

 54. Hættið að dissa lovren hann leggur sig fram 100% í alla leiki. Salah var hræðilegur í þessum leik og á skilið meiri gangrýni en hann lovren.Þetta var bara algjör óheppni að tapa þessum leik og mega pirrandi að hafa ekki komist 1-0 yfir. Next game takk.

 55. Þetta var nú meiri leikurinn, fannst okkar menn einhvern veginn aldrei komast í takt við hann. Töpuðum flestum seinni boltum og mér fannst vanta herslu muninn á að liðið myndi hrökkva almennilega í gang.
  Verð að vera ósammála Halla með Gini, fannst hann arfaslakur og heilt yfir slakasti maður liðsins í þessum leik. Kom lítið úr honum sóknarlega og varnarlega.
  Fannst leikur liðsins skána mikið eftir að Fabinho kom inn á og svo byrjaði liðið líka að halda boltanum töluvert betur ofar á vellinu eftir að Shaqiri kom inn á.
  Það verður spennandi að sjá hvernig liði bregst við fyrsta tapinu. Væri að ljúga ef ég segði að ég hefði engar áhyggjur en andskotinn hafi það, liðið hefur verið frábært hingað til og þeir eru ekkert að fara að hætta því núna.

 56. Klopp var allt of varfærinn í uppstillingu á miðjunni, sem orsakaði það að sóknarleikur Liverpool var bitlaus lengst af. Skiptingar komu líka of seint. Lovren er ekkert annað en varamaður sem á ekki heima í svona leik. Man C voru lengst af með yfirburði á vellinum og við Poolarar áttum því og miður ekkert skilið út úr þessum leik.

 57. Það er hundfúlt að tapa en það var bara ótrúlega fín margína í þessum leik. Í xG unnum við með 0,2 mörkum. Shitty höfðu bara heppnina (og mögulega dómarann) með sér, stöngin inn – stöngin út, 11 mm. Erfitt að áfellast einstaka leikmenn þegar “besta lið í heimi” vinnur okkur á heppninni.

  Eins ágætt og það er að Clyne standi sig vel svo við fáum smá penge fyrir hann þegar hann verður seldur þá var það engin spurning að Trent átti fullt erindi í byrjunarliðið.

 58. Min 2 cent eftir leik….
  Bæði lið spiluðu vel. City ögn betur en jafntefli hefði ekkert verið ósanngjarnt.
  Þetta var stöngin inn hjá þeim og stöngin út hjá okkur.
  Þeir spila með 5 sóknarmenn frá 1.minutu alltaf. Mér finnst við geta gert örlítið betur heldur en að spila með þrjá og hafa Hendo, Milly og Gini á miðjunni.
  Held að framfarirnar hjá liðinu liggi þar. Koma Keita, Fabinho og Shaqiri betur inn í þetta.
  En eins og framsögumaður sagði, við erum á toppnum með 4.stiga forskot og búnir með tvö topp 6 lið. Það er ágætis sjens.
  Þessi leikur var fínasta jarðtenging haha.

 59. Ég er algerlega ósammála þér með að TAA hafi verið versti maðurinn. Hann stóð sig að mínu mati reyndar bara vel og stóð vel í Sané. Maðurinn sem var honum á vinstri hönd Lovren hins vegar var alveg út á túni… eins og alltaf. Staðsettur vitlaust og gerandi eitthvað bull. Sendum hann aftur til Króatíu og kaupum annan CB, strax í dag!!

 60. Það er eitt sem er alveg magnað með okkur stuðningsmenn Liverpool. Eftir alla sigurleiki eru aðeins nokkrir sem commenta og gleðjast á þessari síðu….en um leið og við töpum þá fjölgar commentum um helming amk og allir tilbúnir að hrauna yfir allt og alla.

  YNWA

 61. Ég held að við höfum flest vonað það besta, en búist við því versta í þessum leik.
  Raunin var sú að City vann okkur naumt – leikurinn spennandi og því erum við ögn svekkt eftir þennan leik. Þetta er samt betra en að tapa stórt, sálfræðilega séð.
  Ég hef fulla trú á að við náum að keyra okkur út úr þessu og halda okkar striki næstu leiki, þá getum við gleymt þessum leik.

 62. Ég bjóst allt eins við þessu. Naumt tap á þessum velli á móti þessu skrilljarðaliði er síður en svo skömm. Svekkelskið okkar segir bara hvert við erum komnir, við töpum þessum eina leik EN erum samt með fjögur stig á þá. Þetta er mögnuð staða hjá okkur!

  Fyndið með þessa mu-dúdda, þeir fagna þessum úrslitum en tilfinningin þeirra hlýtur að vera svipuð og ef konan þín myndi segja þér góðar og slæmar fréttir í einni setningu ,,að þú værir stærsta vininn í þínum vinahópi”.

  Við áttum algörlega skilið eitt stig út úr þessum leik en svona er þetta bara. Það er þetta með magnitude-ið sem fylgir oft heimaleikjunum. Við þekkjum þetta á Anfield enda höfum við ekki tapað þar í 50 leikjum eða svo.

  Klopp er einbeittur með liðið okkar, við munum halda áfram geðveikinni. Bikarinn, deildin og CL. Allt þetta er í boði handa okkar frábæra liði.

  Að lokum óska ég mu-dúddunum til hamingju með að vinna botnliðin í síðustu leikjum. Ótrúlegt afrek!

 63. Sammála sumum hér hættið að kenna Lovren um þetta algjört bull.

  Aguero er með heimsklassa skot sem er gjörsamlega óverjandi þoli ekki svona alltaf þarf að finna sökudólg í öllu.
  Lovren er búinn að vera frábær og er stór partur velgegni Liverpool.
  Og með markið hjá Sane hann gerir þetta einfaldlega frábærlega já auðvitað er fúlt að fá á sig 2 mörk en okkar menn voru góðir engu síður og það þurfti ansi mikið að falla með City til að þeir ynnu þennan leik stöngin inn og stöngin út td.

  Styðjum okkar menn þegar þeir vinna og þegar þeir vinna ekki annars getum við sleppt þessu!
  Ég er að springa úr stolti yfir spilamennsku Liverpool og mun halda því áfram meðan þeir gera alltaf sitt besta!

 64. Ég væri til í að fá smá greiningu á varnarleiknum þegar Lovren er að spila. Finnst alltaf eins og hann sé 1-2 skrefum á eftir línunni sem Van Djik setur í hverjum einasta leik. Það sést í marki nr 2 hjá City í gær að Sterling er fyrir aftan Van Djik en Lovren spilar hann réttstæðan. Er búinn að vera fylgjast með þessu seinustu mánuðina og sá ekki Gomez gera þetta þegar hann var að spila. Finnst Lovren vera gera þetta trekk í trekk og oftast sleppur hann með þetta, þetta er líka lykil regla hjá vörninni þegar þeir spila svona hátt uppi er að nota rangstöðu gildruna. Kannski treystir hann ekki hraðanum hjá sjálfum sér og vill því þess vegna bakka meðan hinir halda línunni.

  Er ekki að setja útá Lovren þar sem hann er mjög flottur varnamaður en ef hann gerir ein mistök í leik þá er ekki hægt að treysta á hann restina af leiknum þar sem hann missir hausinn algjörlega.

 65. Þetta var leikur sentimetrana. 1,2 cm vantaði upp á að boltinn væri inni hjá okkur, í færinu hjá Mane mjög svipað, meðan Sane nær að setjan í sigurmarkinu stöngin inn, þar hefði 1-2 sentimetrar hjálpað okkur, en shit happends. Örvæntum eigji kæru félagar, sendum áfram okkar bestu strauma.

  YNWA

 66. Á ekki orð yfir þessu væli og neikvæðni. Eins og ofdekruð börn!
  Hættið að finna sökudólga, þetta var góður leikur á útivelli gegn einu besta liði heims. Erum oftar en ekki búnir að vera heppnir á þessu tímabili en þessi leikur féll á hinn veginn (Mane stöngin út/Sane stöngin inn). Finnst sumir stuðningsmenn vera félaginu til skammar með þessari neikvæðni og væli og aðhlátursefni fyrir stuðningsmenn annara liða.

  Umfjöllunin um leikinn er líka glórulaus að mínu mati. Að segja að aðeins tveir leikmenn Liverpool rísi yfir meðalmennskuna er glórulaust. Við erum að tala um tvö af bestu liðum heims og þau gerðu hvoru öðru gríðarlega erfitt fyrir. Það voru mikil gæði í þessum leik. Ef 9 leikmenn Liverpool hefðu verið í meðalmennsku þá hefði City unnið þennan leik 5-0.

  Ekkert til að væla yfir og áfram gakk!

 67. Jæja þá er búið að spila báða leikina við MC í deildinni þennan veturinn. Uppskeran 1 stig sem er rýrt. Mætum þeim næst í undanúrslitum CL þar sem við knúppum þá, ekki satt?
  Finnst ekki gott að verið sé að tæta TAA niður eftir leikinn. Það var frekar holningin á liðinu í heild sem var ekki alveg eins best getur verið, samt enginn heimsendir. Það bjóst varla nokkur maður við því að liðið okkar góða færi taplausa í gegnum tímabilið.
  Nú verða leikmenn og Klopp að setja þennan leik afturfyrir sig og einbeita sér að næsta verkefni. Oft er gott að fá spark í sig til að herða sig og vonandi kemur góð stigasöfnun á næstunni.
  Áfram Liverpool

 68. Engin skömm í að tapa á næst-erfiðasta velli englands (Anfield að sjálfsögðu verandi sá erfiðasti). City eiga leik á móti vinum okkar í úlfunum, vonum að þeir hjálpi okkur aftur, og að okkar menn missi ekki dampinn þrátt fyrir svekkjandi tap.

  Fjögurra stiga forskot á toppnum og þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af markatölunni og tímabilið 13/14 (sbr Palace klúðrið).

  Var með mjög slæma tilfinningu um að við missum þetta úr greipum okkar, en sú tilfinning er smátt að dafna.

  Ps. hvað þarf að gerast til að menn fái beint rautt á móti okkar mönnum? Maður bíður hreinlega eftir að löppinn á einhverjum af okkar mönnum fari í tvennt, hrottaleg tækling fra VC og ekki honum að þakka að Salah slapp við meiðsli.

  YNWA

 69. Klopp hefur í það minnsta fengið mann til að trúa á ný. Ég trúði fram á síðustu sekúndu að við værum að fara að jafna og trú mín á að liðið endi á toppnum í var hefur ekkert minnkað.

 70. Ætla bara að anda niður í maga. Leikurinn í gær var stórkostlegur fótboltaleikur, með afbrigðum sá besti í vetur í ensku deildinni. Tvö frábær lið og málið var stöngin inn og stöngin út þarna.

  Langar aðeins að benda mönnum á að við fórum á Etihad í fyrra verandi 3-0 forystu og stóðum í nauðvörn fyrstu 45 mínúturnar, ef VAR hefði verið komið í CL í fyrra hefðu City verið 2-0 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik kýldum við þá í magann með skyndisókn (eins og hefði gerst ef við hefðum komist yfir í gær) og fórum áfram í CL.

  Í gær vorum við verðugir jafnteflis í leiknum án nokkurs vafa. Stórkostleg afgreiðsla Aguero og önnur frábær frá Sané eitthvað sem við verðum bara að sætta okkur við. Staðan á liðinu er geggjuð og ég allavega er fullkomlega yfirvegaður yfir því að Klopp mun standa jafnkeikur og hingað til og ég biðla til okkar að byrja nú ekki að skjálfa og benda í allar áttir.

  Hlustum á hann….let’s enjoy the ride.

  Aðeins í lokin þetta ágæta “viðtal” við Lovren sem verið er að krossfesta hann fyrir. Ekki lesa bara fyrirsagnirnar. Þetta var semsagt á BBC og nákvæmlega svona:

  Spurning:

  “Do you think you can match Arsenal’s “Invincibles” and go the whole season unbeaten?”

  Svar:

  “Hopefully, we can be unbeaten until the end of the season,” he said. “That is why we came to Liverpool. Arsenal did it before, so why not? Of course, it will be a challenge but this is what we want.”

  Hins vegar auðvitað eru búnar til fyrirsagnir, ég sé enga fyrirsögn t.d. nota orðið hans “hopefully” sem hluta af svarinu. Hann hefur svo sannarlega trú á sjálfum sér og hefur misstigið sig á tungunni en í þessu svari þarna les ég bara ekkert sem hefur nokkra tengingu í það að við höfum tapað í gær.

  Blaðamenn vilja svo gjarnan hafa það þannig að viðtöl vinni leiki og nái sér í “make or break” móment með því að snúa út úr viðtölum og búa til fyrirsagnir.

  Vá hvað mér leiðist sú iðja.

  On we go…ég vill að við vinnum Wolves og förum langt í bikarkeppninni og hef líka fulla trú á því að við kippum þessari deild í liðinn gegn Brighton, Palace og Leicester áður en við förum aftur til Manchester.

  Þetta er maraþon og vissulega hefði verið frábært að taka stig og halda löngu forskoti sem var fyrir þennan…en við erum enn sigurstranglegir og full ástæða til að trúa.

 71. Hvers vegna er verið að lána Clyne til Bournemouth.
  Núna fyrir stuttu kom sú staða að TAA , Gomez og Matip voru allir meiddir á sama tíma og Milner var settur í hægri bak ekki satt ? og þá var eini á bekk sem varnarmaður var einmitt Clyne.
  Hvað ætlar Klopp að gera ef okkar menn meiðast aftur setja Sturridge í bakvörð? eða er bara búið að gefa þeim eitthverja pillu og þeir geta ekki meiðst meira..spyr sá sem ekki veit.

 72. Nú byrjar grátkórinn, hópurinn sem finnur að öllu sem Klopp gerir. Þurfti ekki nema einn tapleik til.

  Clyne hefur spilað rúman fótboltaleik á þessu tímabili og er sennilega farinn að pressa á að fá meiri spiltíma eða fá að fara á láni. Mun skárra að leysa málin svona og taka sénsinn á að menn haldist heilir heldur en að Clyne fari að kvarta í fjölmiðla eins og Moreno. Fyrir mér hefur Clyne mun stærri ástæðu til að kvarta en Moreno.

  Gomez kemur til baka um mánaðamótin, ef TAA getur ekki spilað alla leiki þangað til þá getur Milner dekkað stöðuna.

  Fagna þessum fréttum af Clyne, leiðinlegt að hafa svona góðan leikmann án hlutverks í liðinu.

 73. Skíterfiður leikur gegn sennilega einu af top 3 besta liði heims. Hefðum samt alltaf átt að starta Fabinho, það er mitt eina væl um þennan leik, peace out

 74. #68
  já þú kemur akkurat inná það.
  Þetta er akkurat gæða leikmaður og þess vegna hefði maður viljað sjá hann allavega með út tímabilið en maður skilur það vel að menn vilji spila hélt hann fengi stærra hlutverk en meiðsli hafa skemmt mikið fyrir þessum leikmanni.

 75. Clyne farinn á lán til Bournmouth sem ég veit ekki hvort að sé sniðugt. Jú fyrir hann þá fær hann fullt af mín þar en fyrir mér er hann mjög góður varakostur til að hafa. Trent er mjög misjafn í þessari stöðu og finnst manni Gomez nýtast best í miðverðinum og Millner á miðjuni.

  Svo er Solanke að fara líka til Bournmouth fyrir 19 milljónir punda. Hann fór nokkuð vel af stað hjá okkur en svo hefur hann lítið verið að spila og þegar Origi er kominn fram úr þér í röðina þá þarftu líklega að leita annað.
  Við eigum leik gegn Bournmouth 9 feb og vona ég að hann taki þá ekki fram markaskóna.

 76. Það er pottþétt einhver á leiðinni inn því menn eru á fullu við að létta af launakostnað.

Byrjunarliðið gegn Man City á Etihad

Dominik Solanke til Bournemouth