Liðið gegn Arsenal

Klopp hefur valið liðið sem mun hefja leik gegn Arsenal á eftir. Það er ekkert sem kemur gífurlega á óvart og er langleiðina við það sem ég bjóst við í upphitun nema þá að Shaqiri heldur sæti sínu á milli leikja og byrjar inn á. Fabinho og Gini Wijnaldum byrja á miðjunni, Fabinho því eina breytingin frá því í stíðasta leik en hann kemur inn fyrir Jordan Henderson.

Alisson

Alexander-Arnold – Lovren – Virgil – Robertson

Fabinho – Wijnaldum

Shaqiri – Firmino – Mane
Salah

Bekkur: Mignolet, Keita, Lallana, Sturridge, Origi, Clyne, Henderson

Öflugt lið og lítið út á það að setja. Hjá Arsenal er þetta svona:

Leno

Liechtsteiner – Mustafi – Sokratis – M.Niles

Torreira – Xhaka – Kolasinac

Iwobi – Aubameyang – Ramsey

60 Comments

  1. Alltaf pínu stress í manni fyrir leiki gegn arsenal, veit ekki af hverju, (kannski enn brenndur útaf lokaleik árið 1989). Við eigum að taka þá á heimavelli með þetta lið okkar, sem stendur eru Úlfarnir að gera okkur góðan greiða með því að vera yfir á móti tottenham þegar 3 mínútur eru eftir :-), vonandi helst það út leikinn.
    Flott að sjá Shaqiri byrja, hann á það skilið eftir síðustu leiki. Mikið um meiðsli, en þetta er okkar sterkasta lið eons og er. Koma svo, taka 3 stig í dag. Unai Emrey hefur eitthvað taka á Klopp held ég, endum það í dag.

  2. Þarna, Wolves! En okkar menn þurfa að gera sitt, vonandi verða þeir rauðklæddu í stuði! YNWA!

  3. spái þessu 4:0 fyrir okkur.. orðinn spenntur fyrir þessum leik.

    salah, mane, firmino og shaqiri með mörkin í þessari röð 🙂

  4. Sælir félagar

    Arsenal geta verið hættulegir frammávið en vörnin ætti að standa þá af sér í nánast öllum tilvikum. Vörnin er þeirra Akkilesarkæll og verður þeim að fjörtjóni eins og Akkilesi forðum. Mín spá er því 3 – 1

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Þetta verður svakalegur leikur. Þar sem Wolves vann Tottenham fáum við kjörið tækifæri að ná 9 stigum á Spurs. Þessi leikur er stórt test hvernig liðið getur spilað og bregst við undir aukinni pressu.

  6. Úff gríðarlega erfiður leikur framundan gegn liði sem við eigum erfitt með venjulega.
    Spái þó að við höfum þetta 2-1

  7. Þeir eru vingjarnlegir Arsenal menn, svona í æfingar leik fyrir city leikinn, að spila í litum city!!!

  8. Jæja, hvað er að ???? unai emre er með tak á klopp, við erum ekki byrjaðir

  9. Fabinho kannski með ofnæmi fyrir Arsenal. Lái honum það ekki…

    Við tökum þetta 3-1 !

  10. Hvað er með þennan Fabinho,frábær einn daginn og svo skelfilegur í þeim næsta.

  11. Leifum mönnum að klára leikinn áður en við leggjum dóm á þeirra leik….kv jólasveinninn

  12. Ég hef engar áhyggjur af Fabinho, hann er í mjög erfiðu hlutverki og það var vitað mál að Arsenal myndi keyra á hann. Í guðanna bænum andið rólega.

  13. Frábær fyrri hálfleikur, vorum samt ekki með sömu stjórn á leiknum og í mörgum leikjum síðustu mánuði, margar sloppy sendingar en núna hefur vörnin gæði til að leysa flest svoleiðis vandræði.

    Vonandi sigla okkar menn þessu þægilega og orkulítið heim í síðari hálfleik!

  14. Ok, Arsenal er sennilega síðasta liðið á tímabilinu sem þorir að komast yfir gegn LFC. Refsingin er 4 mörk í hausinn í fyrri hálfleik.

  15. Myndi gefa hálfan fokkin handlegg fyrir að vera á Anfield núna úffffffff þetta lið er ekki hægt!

  16. spáðí 4:0 áðan en víst það er 4:1 í hálfleik.

    verði að breita þessu í 7:1 😀

  17. Það sem maðurinn gat tuðað yfir þessu víti.

    Hann er nú enginn Sókrates þessi Sokratis.

  18. Við erum að keppa við fimmta besta liðið (eftir fyrri hlutann). Arsenal komst 0-1 yfir, en samt er staðan nú 4-1 í hálfleik. Ef þessum leik lýkur sem skyldi þá eru 16 stig niður í 5. sætið

    … tala ekki um nærtækari samanburð.

  19. Frábært, en það er bara hálfleikur. Verður áhugavert að sjá hvernig liðið nálgast seinni hálfleikinn. Mikilvægt að halda hreinu sem lengst inní hálfleikinn og helst allan leikinn. Arsenal hefur ekki verið að fá mörg færi þar sem pressuvörnin hefur verið að virka mjög vel.

  20. Við höfum mikið talað um mikilvægi Alison og Van Dijk. Einn er sá maður sem er orðinn nánast ef ekki jafn mikilvægur og það er fimman okkar Gregory Wijnaldum. Frábært tímabil hjá honum.

  21. Shaqiri á alltaf að vera í startup….. Þetta myndi ég segja vera besta byrjunarliðið hjá okkur….

  22. Bobby hat-trick hero Firmino!

    Ég er gráðugur og vill sjá 7-1 takk fyrir

    YNWA

  23. Þetta er notalegt, okkar þrír fremstu allir búnir að skora. Nokkuð sem hefur ekki verið að gerast mikið í vetur.

  24. Liverpool er búið að fá TVÖ víti í einum og sama leiknum á Anfield!

    Hlýtur að vera einhvers konar heimsmet…

  25. Du du du du du Gini Winjaldum……

    Geggjaður leikur hjá kappanum!

  26. Spáiði í því ef Gerrard hefði fengið að vera með í svona liði my god góður draumur maður

  27. Sorglegt að Gerrard hafi mist af þessu en hey hann lagði Celtic með Rangers í dag eitthvað sem hafði ekki gerst síðan 2012 ! Meistari !

  28. Liverpool er núna með 4+ betri markamun en City. Það er ekki langt síðan að City var með miklu betri markamun. Þetta er fljótt að breytast í boltanum.

    YNWA

  29. Arsenal í 5. sæti var bara alls ekki fyrirstaða

    Þessi Klopp náungi …

  30. Ég seldi Bobby fyrir þessa umferð í Fantasy. Ekkert að þakka, verði ykkur (okkur) að góðu?

    JÁ!!!!!!

    YNWA

  31. hehe.. lángt síðann ég seldi firmino í fantasy.. tók danny ings í staðinn og hann hefur ekki svikið mig, vona að hann raði inn mörkum á morgun 🙂

Arsenal heimsækir Anfield

Liverpool – Arsenal 5-1