Gullkastið – Hálfleikur

Síðasti þáttur ársins og Liverpool í toppmálum nú þegar tímabilið er hálfnað. Desember hefur spilast vel hingað til fyrir Liverpool en næst á dagskrá eru tvö af aðeins þremur liðum sem Liverpool vann ekki í fyrri umferðinni.

00:00 – Ekki hægt að teikna jólin betur upp
27:00 – Man City blikka fyrst og Spurs komið í umræðuna
41:50 – Breytir janúarglugginn landslaginu?
48:25 – Besta ár Liverpool á leikmannamarkaðnum?
52:50 – Örstutt Kop.is uppgjör á árinu 2018
59:00 – Arsenal endar árið

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 220

Myndir við gerð þáttar
Hvernig hafa efstu liðin verið að dreifa álaginu

Meirihlutinn hafði ekki trú á kaupum Liverpool á Van Dijk

Staðan í deildinni m.v. síðustu 38 umferðir

11 Comments

  1. Fullkomið fyrir svefninn! Takk fyrir þetta strákar.

    Og enn og aftur, takk fyrir ykkar vinnu og framlag. Það er alltaf gaman að hlusta á ykkur kjafta um klúbbinn okkar! 🙂

    Gleðilega hátíð!

  2. Takk fyrir þetta. Margt athyglisvert og finnst mér alveg ótrúlegt að Spurs skuli ekki vera meira inni sem líklegir til afreka. Þrátt fyrir mikið flug á okkar mönnum á þessu ári er Spurs ekki nema 3 stigum á eftir. Samkvæmt töflunni ykkar þá dreifa þeir líka álaginu á liðið vel. Ef ég hefði ekki óbilandi trú á okkar liði þá teldi ég að 6 stiga forskot gegn Spurs sé algjört lágmark fyrir seinni umferðina. Þó eiga þeir sjálfsagt eftir slæma kaflann, MC er í þeim fasa núna. Liverpool tók sínum vonandi út með döprum kafla í haust m.a. skitan á útivelli í CL. En eins og oft er sagt í körfuboltanum þá koma áhlaup og í þessu tilfelli bæði frá MC og Spurs áður en yfir líkur.
    Leikurinn gegn Arsenal er ekki lítið mikilvægur og vona ég að Klopp nái að berja því inn í leikmennina að spila bara sinn bolta og sjá hvað það nær langt. Arsenal er með frábært lið og einhvern hættulegasta sóknarmann Evrópu. Þó maður eigi ekki að hæla öðrum liðum þá spilar Arsenal góðan fótbolta þessa stundina en okkar lið er betra.

  3. Hjalti Þ (4) við höfum sex stiga forskot á spurs og sjö á citty nú þegar en hvort það dugar er annað mál en ég ætla sko sannarlega að njóta á meðan varið.
    Takk fyrir árið kæru félagar og megi árið sem senn heiðrar okkur með nærveru sinni veita okkur ást og frið í hjarta og eilífa hamingju á fótboltasviðinu sem annarstaðar í hinu hversdagslega lífi.
    Ég þakka þeim sem standa að kop fyrir alla viskuna og vinnuna sem þeir hafa lagt á sig við að fóðra okkur af andlegum fróðleik.
    Og að lokum vil ég óska Magga vini mínum hjartanlega til hamingju með silfurmerki ÍR sem hann hlaut fyrir þrotlausa vinnu og dugnað fyrir Reykjavíkur stórveldið og er hann svo sannarlega vel að því kominn.

  4. City eru búnir að fá á sig jafn mörg mörk í síðustu 4 leikjum en Liverpool er búinn að fá á sig allt tímabilið.
    Liverpool er með bestu byrjun frá upphafi þetta er lið sem er líklegt til að fara líka alla leið í CL það er ekkert sem bendir til annars.
    Eigum mjög erfiða leiki framundan núna næst Arsenal heima og spilum svo við City á Etihad það verður ekkert mikið erfiðra en það og ef okkar lið nær góðum úrslitum þá er hægt að segja að við værum í ansi góðum málum.
    En það á eftir að spila þessa leiki og það er ekkert unnið í desember.

  5. Tryggvi#5. Ég veit við erum með 6 stiga forskot en ég átti nú eiginlega við sl 38 leiki og hve rosalega Spurs hafa verið frískir allt árið 2018 og auðvitað líka í haust. Auðvitað nýtur maður allra góðu augnablikanna hjá okkar góða liði sem hefur skemmt okkur svo frábærlega. Góðar stundir.

  6. Góðar fréttir um Ox í dag en hann ætti að getað spilað aftur á þessu tímabili en það sagði Klopp í morgun.

  7. Takk fyrir frábært hlaðvarp.

    Uxinn er byrjaður að hlaupa og auðvitað vill hann komast sem fyrst inn á völlinn, vonandi tekst það á þessu tímabili. Hvort hann muni ná þessu súperformi sem hann var kominn í á síðasta tímabili er ákaflega erfitt að sjá fyrir sér. Mikið rosalega vona ég að hann nái fullum bata sem allra fyrst.

    Ég væri alveg til í að sjá Klopp kaupa einn til tvo leikmenn í janúar. Við erum vonandi að stefna í sirka 60 leikja tímabil og menn munu meiðast, það er bara þannig.

  8. Sæl og blessuð

    Og takk fyrir podkast. Ljóst er að Saudi eru vængbrotnir án Fernandinhos sem er kjölfestan og hryggjarstykkið í þeim arma skrokki. Þegar hann snýr aftur gætu þeir komist í fyrra stuð en eftir stendur samt áfallið og álitshnekkirnir. Ég sá líka lokametrana í Watfordleiknum og tek undir með kopurum að það var áberandi hversu mikil streita kom í lið þeirra fölbláu. Leikurinn hefði sannarlega getað farið á annan veg.

    Við eigum amk tvo lukkugosa í erminni – Firmino og hinn langþráða Keita. Ef þeir fara að sýna sitt rétta andlit þá batnar leikur liðsins enn meira. Svo ef Chambo heillakarlinn birtist að nýju á grasflötinni þá verður nú heldur betur gaman að vera til.

    Loks finnst mér að við ættum að tala um leikhlé fremur en hálfleik. Það er eitthvað svo ruglað að tala um að þegar fyrri hálfleik ljúki – komi hálfleikur. Þetta er auðvitað bara letileg þýðing á half-time, sem meikar sens þar sem þeir eru með first-half og second-half. En að tala um þrjá hálfleiki í einum leik er pínu ruglað – fyrri hálfleikur, hálfleikur og seinni hálfleikur!

    Afsakið tuðið.

Liverpool 4 – 0 Newcastle

Arsenal heimsækir Anfield