Liðið gegn Newcastle

Þá er Jürgen Klopp búinn að velja þann hóp sem fær það verkefni að hirða 3 stig af lærisveinum Rafa:

Alisson

Alexander-Arnold – Lovren – Virgil – Robertson

Henderson – Wijnaldum

Shaqiri – Firmino – Mané
Salah

Bekkur: Mignolet, Clyne, Fabinho, Keita, Lallana, Sturridge, Origi

Stillum þessu upp í 4-2-3-1, þó svo að við vitum auðvitað að Klopp getur alveg tekið upp á því að hræra upp í skipulaginu ef svo ber undir.

Klopp kýs að stilla upp liði sem myndi nú teljast nálægt því að vera hans allra sterkasta lið, og er því ekkert að horfa um of á Arsenal leikinn eftir 3 daga, enda fá Nallarnir jafnvel enn styttri hvíld ef eitthvað er, þar sem þeirra leikur er kl. 17:15 í dag.

Minnum á #kopis myllumerkið á Twitter, nú og svo umræðuþráðinn hér fyrir neðan.

KOMA SVO!

38 Comments

 1. Og já, Milner er víst enn meiddur og er því ekki í liðinu.

 2. Fabinho, getur leyst af í vörninni að mati Klopp, annars líst mér vel á þetta lið, ég held að þetta sé meira 4-3-3 en gæti líka verið eins og Daníel talar um. Gott að sjá TAA komin aftur og enn betra að the OX er byrjaður að skokka. Milner er meiddur aftan í læri (Hamstring) og það gætu verið einhverjir dagar eða jafnvel vikur í hann, því miður. Benitez með varnarsinnað lið sem ætlar að hanga á núllinu sem lengst, hægja á öllum leiknum og reyna að pota síðan inn einu marki. Koma svo Rauðir 🙂

 3. #2 Hann hefði getað haft einn miðvörð á bekknum en þá hefði hann aðeins haft einn slíkan í byrjunarliðinu… sem væri ennþá skrítnara 🙂

 4. Ég legg til að “Sigkarl” verði gerður að föstum penna hér á síðunni.
  Einhver albestu kommentin eru frá honum.

 5. ManU fylgjendur að rugla saman hátíðum.
  Í stað þess að fagna fæðingu frelsarans treysta þeir á upprisu holdsins frá dauða.

 6. Sæl og blessuð.

  Neikvætt:

  1. Alltof sterkt lið að mínu mati gengn lánlausum Hjúkaselsmönnum.
  2. Furðu óskilvirk miðja og sókn. Þyrfum að skora aftur en förum ótrúlega illa með hálffærin.
  3. Tottenham á þvílíku rönni
  4. Mourinho farinn og MU farnir að skora aftur.

  Jákvætt:

  1. Markið hjá Lovren
  2. Rakvélin hans Firmino.
  3. F**** 1-1 hjá þeim fölbláu!!!

 7. Erfitt að finna glufur á 11 manna varnarpakka, en við verðum að ná öðru markinu

 8. Firmino virkar eitthvað þreyttur undanfarið, við verðum bara að hvíla hann og setja Sturridge eða Origi inná !

 9. Ekki yfir neinu að kvarta og ekkert að koma á óvart hvernig NC eru að spila maður skilur alveg þessa rútu.
  Má ekkert sofna á verðinum samt og væri gaman að sjá okkar menn ná að klára færin betur í seinni og bæta við mörkum koma svo !

 10. #18 Já, Firmino er minn maður en þetta er búið að vera að gerast of lengi. Það vantar eitthvað uppá hjá honum kallanganum.

 11. Mér fannst þetta nú soft víti, en við tökum því alveg. Við erum með SALAH 🙂

 12. The Cube!!! Þá er bara að vona að Leicester klári a.m.k. jafntefli 🙂

 13. Eitt flottasta pre-assist þetta sísonið frá Hendo. Geggjuð sending.

  Þetta er að koma hjá okkur!

 14. Geggjuð hornspyrna hjá Mo og vel gert hjá Fabinho! Það er eitthvað að bruggast!

 15. Já, sæll, Lovren með heimsklassa ca 60 metra sendingu. Allt að gerast um jólin 🙂

 16. #36

  Jú, erum með sex stig á Tottenham og sjö á City. Galið! 😀

 17. Allir vita hvernig Mourhino heilkennið er:

  1. Taka við frábæru liði
  2. Vinna helling
  3. Lenda á vegg á þriðja tímabili
  4. Hætta í starfi

  Aðeins of snemmt um að spá hvort Guardiola stríði við sama heilkenni en samt allt í lagi að láta sig dreyma:-)

  Alvöru pungur undir Tottenham verður maður að viðurkenna.

Annar í jólum á Anfield.

Liverpool 4 – 0 Newcastle