Á toppnum um jólin

Það gefur ekkert að vera á toppnum yfir jólin þó öll önnur lið sem hafa verið á toppnum á þessum tímapunkti undanfarin áratug hafa unnið deildina. Klopp er að gera þetta rétt þegar hann horfir eingöngu á næsta leik og upp að vissu marki ættum við að gera það líka. Liverpool hefur aldrei í sögu félagsins byrjað mótið betur og samt finnst manni eins og þetta lið eigi að mörgu leiti ennþá töluvert inni. Fullt hús stiga í öllum leikjum nema þremur og þessir þrír leikir eru úti gegn Chelsea og Arsenal og heima gegn Man City sem mætti á Anfield með það markið að halda stiginu. Eitthvað sem þeira hafa aldrei gert áður undir stjórn Guardiola gegn nokkru öðru liði. Það er svo frábært schadenfreude að sjá United undir stjórn Jose Mourinho í það mikilli upplausn á sama tíma að þeir hafa núna rekið hann og fengið stjóra Molde á láni út tímabilið í staðin. Hversu stórt fokkjúmerki er hægt að gefa Mourinho?

Langar að taka saman nokkra random punkta með þessar staðreyndir sem grunn:

Mo Salah var aldrei One Season Wonder

Mögulega man ég ekki nógu langt aftur en ég man ekki eftir neitt rosalegri umræðu um að það væri almennt talið að Mo Salah væri eitthvað one season wonder. Vissulega man ég eftir að hafa séð þetta af og til á twitter sem og annarsstaðar en enganvegin almennt álit. Þetta er orðið svipað og með Harry Kane fyrir nokkrum árum, miklu miklu miklu fleiri að tala um þessa meintu One Season Wonder umræðu en voru í raun að tala um hann sem One Season Wonder.

Salah eins og hann hefur spilað fyrir Liverpool er að stimpla sig í hóp bestu sóknarmanna í sögu Liverpool og er þegar farinn að slátra metum sem okkar fyrrum goðsagnir áttu. Hann var t.a.m. langfyrstur ti að skora 50 mörk fyrir Liverpool.

Sjö mörk

Ef að Salah, Mané og Firmino hafa verið frábær kaup undanfarin ár þá held ég að Edwards og félagar hafi toppað sig árið 2018. Þetta er langbesta ár Liverpool á leikmannamarkaðnum síðan 1987 með Virgil Van Dijk fremstan í flokki. Þetta er langbesti varnarmaður sem ég hef séð hjá Liverpool. Hann er eins og sameinuð útgáfa af Carragher og Hyypia nema bara með hraða, svo mikinn hraða að hann lét Adama Traore, fljótasta mann á jörðinni virka svipað snöggan og Óla Hauk.

Ég var 10 ára þegar Alan Hansen hætti 36 ára þannig að ég er ekki dómbær á að bera hann saman við Van Dijk en ef hann var betri þá bara guð minn góður! Það voru ekki miklar efasemdir um Van Dijk meðal stuðningsmanna Liverpool og flestum slétt sama um kaupverðið. Liverpool varð að eyða öllum peningunum í alvöru varnarmann og gerðu einmitt það. Mjög gaman að hlæja núna að þeim sem hlógu að þessu kaupverði. Lesið ummælin, hann hefði ennþá verið ódýr á 150m.

Ef að Van Dijk er besti varnarmaður sem ég hef séð hjá Liverpool þá er Alisson klárlega langbesti maðurkamður sem ég hef séð hjá Liverpool. Ég sá aldrei Clemence og auðvitað er Alisson ekki búinn að spila nóg til að komast í þannig klassa en hann toppar það sem ég hef séð hjá Liverpool. Grobbelaar var frábær karakter og stórskemmtilegur en var hann betri? Ekki undir lokin allavega. David James, Kirkland, Dudek, Westerveld, Mignolet og Karius eiga ekki séns. Eini sem kemur til greina er Reina en hann hafði frábæran varnarleik og varnarsinnað lið fyrir framan sig. Hann var góður en það sem við erum að horfa á núna er miklu betra að mínu mati.

Að því sögðu fær lið ekki á sig sjö mörk í 18 leikjum án þess að allir eigi sinn þátt í því. Allt liðið er að verjast vel og það segir sitt að við erum núna að nota 3. – 4. kost í miðverði og 3. – 5. kost í hægri bakverði án þess að það breyti of miklu.

Miðjan að verða styrkleiki

Eins og Fabinho er að spila um þessar mundir er ekki langt í að hann verði kominn í hóp með Van Dijk og Alisson. Innkoma hans er að gjörbreyta álit manns á miðju Liverpool og styrkja hana til muna. Henderson, Milner og sérstaklega Wijnaldum hafa allir skilað sínu og rúmlega það en kosturinn við Fabinho er hvað hann bíður uppá ólíkt þeim félögum og stækkar þannig vopnabúr Klopp. Ef að hann er varnartengiliður þá er þetta einn sóknarsinnaðasti varnartengiliður sem ég man eftir og tvær stoðsendingar í tveimur leikjum segja sitt. Báðar í mörkum til að koma Liverpool í 1-0.

Ég held ennþá að Keita hafi það sem þarf til að verða bestur af þeim öllum, sérstaklega undir stjórn Klopp og að við förum að sjá hann koma inn eftir áramót líkt og Fabinho er að gera núna. Það er samt stórlega vanmetið hversu mikið innkoma Lallana gæti styrkt liðið nái hann að spila sig aðeins í gang og haldast heill. Það er næg breidd til að velja leiki fyrir hann og Klopp treystir honum klárlega ennþá. Hann kom inn fyrir Keita framfyrir Wijnaldum og Shaqiri sem afgreiddi United í síðasta leik.

Fabinho, Keita, Henderson, Wijnaldum, Milner, Shaqiri, Lallana og við eigum Ox alveg inni. Það er mjög góð breidd og Klopp er að dreifa álaginu mjög vel um þessar mundir. Draumurinn er samt ennþá einhver í Fekir klassa sem ýtir einhverjum af því sem fyrir er aftar í röðina.

Leikjaálag

Rétt eins og við ræddum í podcast þætti er þetta ekki ennþá orðið tveggja hesta kapphlaup um titilinn. Tottenham er ennþá með og þeir hafa aldrei byrjað betur. Einbeitum okkur samt aðeins að City og Liverpool núna. Þetta ætti ekki að skipta svo miklu máli en það er meira álag á City á næstunni en Liverpool.

Þeir voru að spila í deildarbikarnum í vikunni og fengu auðvitað Burton frekar en Tottenham eða Chelsea í undanúrslitum þar. Þannig að þar eru tveir auka leikir. Bæði lið koma svo inn í FA Cup strax eftir áramót. Vinni bæði lið sína leiki í bikarnum þá er Liverpool með sex daga í hvíld milli leikja að meðaltali á móti fjórum hjá Man City. Þetta gæti talið í svona þéttri toppbaráttu.

Það að Liverpool sé ekki með meira forskot núna er í raun óþolandi en á móti er spurning hvort þetta frábæra City lið sé ekki ástæða þess að Liverpool er með svona mikið af stigum eftir 18 umferðir. Það er ekki í boði að slaka á.


Þetta eru hin tvö skiptin undanfarin áratug sem Liverpool hefur verið á toppnum um jólin.

Gott gengi Liverpool nær samt lengra aftur en síðustu 18 umferðir. Liðið er með 89 stig í síðustu 38 umferðum og inni í þeirri jöfnu er ferðalag liðsins í Úrslit Meistaradeildarinnar þar sem aðeins 12 leikmenn voru leikfærir svo vikum skipti.

Meistaradeildin hefur einnig tekið sinn toll í vetur. Liverpool var í þriðja styrkleikaflokki og var þess vegna alltaf líklegt til að lenda í mjög sterkum riðli sem kom heldur betur á daginn. PSG og Napoli eru gríðarlega góð lið sem náðu bæði 90+ stigum heimafyrir á síðasta tímabili og við munum öll hvað gerðist í Belgrad. Auðvitað var svo Chelsea andstæðingurinn í fyrstu umferð deildarbikarins og kom sá leikur ofan í þetta leikjaprógramm. Eftir áramót eru þrír leikir í öðrum keppnum staðfestir en verða vonandi mun fleiri.

Man Utd

Mourinho er svo ógeðslega toxic að stjórn Man Utd telur það betra að fá þjálfara Molde á láni út tímabilið frekar og greiða himinháar bætur í ofanálag. Þetta gæti ekki komið fyrir betri mann eða félag. Að því sögðu held ég að það sé ekki hægt að gera mikið verr með núverandi hóp en Mourinho var að gera í vetur og tel því að Solskjær eigi nokkuð greiða leið fyrir höndum. Eins gef ég ekkert fyrir tíma hans hjá Cardiff fyrir fimm árum eða að hann hafi bara stjórnað Molde.

Hann stendur fyrir fótbolta sem er mun nær því sem United vill spila og hefur hóp hjá United sem er miklu betur í stakk búinn til að gera einmitt það en hann hafi möguleika á hjá Cardiff. Hann gerði nota bena gríðarlega vel hjá Molde þegar hann tók fyrst við þar þó það segi kannski ekki mikið til um hvað hann gerir hjá United. Eins gæti veri sterkt að fá Mike Phelan með honum og nokkuð ljóst að Ferguson er með puttana í þessum breytingum núna.

Liðið hefur verið í handbremsu undir stjórn Mourinho og gætu orðið töluvert hættulegri með stjóra sem þorir að láta þá sækja. Það er ekki hægt að spila Pogba mikið verr en Jose var að gera. Það hefur enginn náð eins litlu út úr Alexis Sanchez og eru yngriflokkaþjálfarar hans þar með taldir. Ekki að undra að hann hafi spilað lag sem heitir freedom er hann mætti á æfingu eftir að Mourinho var sparkað. Eins hef ég aldrei séð Matic eins slakan og í vetur, besti varnartengiliður deildarinnar undanfarin ár allt í einu eins og vængjahurð. Mest óttast ég þó að hann nái að kveikja miklu betur á Lukaku, Rashford, Martial og jafnvel Mata.

Man Utd held ég að nái ekki Meistaradeildarsæti í vetur og eins spái ég þeim ekki góðu gengi í Meistaradeildinni. Vörnin held ég að haldi áfram að leka mörkum en þeir fá kannki meiri tíma ef liðið er mestmegis í sókn hinumegin. En ég held að það verði miklu betra og jákvæðara United lið sem mætir til leiks eftir áramót og svei mér þá ef þeir verða ekki með plús markatölu í maí.

Erum við laus við Mourinho?

Eins ógeðslega gaman og það er að sjá honum ganga illa, sérstaklega með United þá fullkomlega þoli ég ekki manninn og fagna því ávallt þegar hann yfirgefur deildina. Hans tegund af fótbolta hefur alltaf hentað Liverpool illa rétt eins og okkur hefur oft gengið illa gegn bræðrum hans, Tony Pulis og Sam Allardyce.

United hefði betur ráðið hann sumarið 2013 þegar Ferguson hætti þó ég sé ekki viss um að það hefði breytt miklu. Það sem er að gerast hjá honum núna er það sama og gerðist hjá bæði Real og Chelsea. Það væri gaman að sjá hversu marga leikmenn hann hefur bætt sem leikmenn undanfarin 5-10 ár líkt og við erum að sjá Guardiola, Klopp, Pochettino og Sarri gera trekk í trekk. Honum líður vel með tilbúna leikmenn sem kosta jafnan miklu meira en keppinauturinn hefur möguleika á.

Hann hefur aldrei stjórnað liði sem er ekki langríkast eða langnæstríkast í deildinni og ég sé hann ekki fyrir mér taka við svoleiðis liði og möguleikunum fer fækkandi hjá elítu liðunum.

FC Bayern væri hvað líklegast eins og staðan er núna, þeir eru langstærsta lið Þýskalands og oft á tíðum nánast eina liðið í deildinni. Stjórinn núna er klárlega valtur í sessi og því gæti Jose komið til greina. Persónulega held ég að Wenger væri mun líklegri samt (eða einhver allt annar og ferskari).

PSG er líklega draumalið Mourinho á eftir Man City enda með fjárráð til að láta hann líta vel út. Hann hefur reynslu af því að vinna Meistaradeildina sem gæti heillað Abu Dhabi en hans tegund af fótbolta gerir það klárlega ekki.

Þegar Mourinho var með Inter voru Juventus og AC Milan ný búin að fá bann og Napoli í neðrideildar ströggli. Ef að þeir myndu vilja hann aftur væri hann aldrei að taka við jafn öflugu liði og síðast þegar hann fór þangað eða jafn veikri Seria A.

Landslið ætti því að vera það eina rökrétta í stöðunni. Vonandi er þetta í síðsta skipti sem við veltu Mourinho fyrir okkur.

Top of the league.

Þetta var annars skrifað á meðan Man City mætti Crystal Palace…

Loksins misstígur þetta rosalega Man City lið sig og Liverpool var þegar búið að grípa tækifærið, eða er City að misstíga sig vegna þess að Liverpool færði pressuna yfir á þá?

25 Comments

  1. Góð staða en maður er nú farinn að venjast því að fara ekki framúr sér sem Liverpool stuðningsmaður þótt að maður hafi fulla trú á strákunum.
    Maður vonar hið besta um lokastöðuna en lifir í núinu og þar eru Liverpool einfaldlega besta liðið á Englandi í dag.
    Ég er viss um að stjórinn sé að halda öllum á jörðinni og setja allan kraftinn og einbeitingu í næsta leik og ekki lengra en það og ég vona að við stuðningsmenn gerum það sama 🙂

    YNWA

  2. Takk fyrir þetta. Góð greining að mörgu leiti. En þó get ég alls ekki tekið undir að VvD sé kominn á lista með þeim bestu í sögu Liverpool. Til þess er hann einfaldlega búinn að spila alltof stutt en vissulega hefur hann verið algjörlega frábær. Ef hann spilar jafnvel næstu tvö tímabil þá fer ég að taka undir að hann sé einn af þeim bestu og kannski bestur. Erfitt að bera saman menn sem spiluðu fyrir 30-40 árum en Hansen var sko ekkert smágóður og spilaði ár eftir ár í hæsta klassa. Eins er með Alisson, hann er frábær en búinn að spila alltof stutt til að hægt sé að setja hann á einhvern lista. Helst er hægt að dæma Salah, sérstaklega ef hann heldur svona áfram þá er hann kominn í hóp með Suarez, Owen, Fowler og Rush og er þá ekki leiðum að líkjast. Ef þessir þrír gaurar halda áfram á sömu braut og núna og verða komnir með 2-4 titla í hús eftir 2-3 ár þá skora þeir hátt á listum sögunnar hjá Liverpool, það er næst víst eins og einhver hefði sagt.

  3. Fyrir daginn i dag var eg buin að fa 6 frabærar jolagjafir og besta af þeim kom i gærkvöldi en guð minn goður gjofin sem kom i dag er sennilega besta jolagjof ævi minnar og mest óvænta, geggjað bara 🙂

  4. Sælir félagar

    Ég hefi ekki fyrr en nú haft aðstöðu til að tjá mig um leik gærkvöldsins og fæ því í bónus að tjá mig aðeins um leiki dagsins líka. Það var ótrúlega ánægjulegt að horfa á liðið okkar í grenjandi rigningunni í gær. Þó ég hafi spáð 0 – 4 þá breytir það engu. Frammistaða liðsins var með þeim hætti að ég hafði engar áhyggjur af þessum leik. Ég vil ekki draga neinn sérstaklega út úr en verð þó að minnast á Fabinho sem virðist ætla að verða þyngdar sinnar virði í gulli.

    En ef til vill er ósanngjarnt að minnast ekki á Salah, Virgil, Alisson, Robertson, Firmino, Milner vélina, Mané, Keita og Henderson. Þannig að ég geri það líka og svo er auðvitað ástæðulaust að gleyma okkar ástkæra Jurgen Klopp. Megi hann lengi vera á dögum.

    Í dag varð það tíðinda að M.City skrikaði til falls á bananahýðinu og töpuðu þeir þremur stigum sem er okkur Púllurum til eintómrar ánægju enda styrkir það okkur á toppnum um 3 stig. Hitt ólígarkafélagið Chelsea tapaði einnig þrem stigum og er þar af leiðandi eins og Arsenal komið í hörkubaráttu um 4 sætið en ekki meira en það. Tottenhem getur styrkt stöðu sína í þriðja sætinu með sigri á morgun en aldrei þessu vant styð ég andstæðinga þeirra í þeim leik af öllu hjarta.

    Til hamingju Púllarar í öllu universinu og gleðileg og gæfurík jól og gleðjist yfir þessari yndislegu jólagjöf sem þið fenguð í þessari umferð.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Það sem best hefur gengið í vetur er að halda aftur af sóknarmönnum hinna liðanna. Frábær varnarleikur og markvarsla til fyrirmyndar. Nú er okkar lið búið að fá á sig 7 mörk í 18 leikjum sem gera tæplega 0,4 mörk að meðaltali í leik. Yfirfært á heilt tímabil væru það tæp 15 mörk, semsé mjög lítið. Metið í sögu félagsins yfir fengin mörk á sig eru 16 mörk tímabilið 1978-79 í 42 leikjum eða tæp 0,4 mörk að meðaltali í leik. Bestu tímabil eftir að byrjað var að spila í 20 liða deild eða meira.
    16 mörk 42 leikir 1978-79
    24 mörk 42 leikir 1968-69
    24 mörk 42 leikir 1970-71
    24 mörk 42 leikir 1987-88
    25 mörk 38 leikir 2005-06

  6. Sælir .
    Snilldarskrif eins alltaf .
    En er einhver með fréttir um keita . Búin að skoða netmiðla og finn ekkert um hvað þessi meiðsli eru og hvort þau eru alvarlega eða ekki.

  7. Van Dijk er besti varnarmaður sem ég hef séð hjá Liverpool, enginn af þeim sem á undan hafa komið voru svona hrikalega öflugir og höfðu svona fáránlega mikil áhrif á allt liðið. Liverpool er búið að fá á sig 7 mörk eftir 18 umferðir núna. Liðið hefur fengið á sig 25 mörk í síðustu 38 leikjum og sex af þeim komu í leikjunum áður en Van Dijk gekk til liðs við Liverpool í janúar. Lið sem var þekkt fyrir mjög brothættan varnarleik svo árum skipti fram að komu Van Dijk. Hann á ekki einn heiðurinn og hann er ekki búinn að koma sér á sama stall og aðrir hafa gert á löngum ferli hjá Liverpool. En Hyypia, Carragher, Agger, Skrtel o.s.frv. voru aldrei jafn góðir og Van Dijk hefur verið það sem af er þessu ári. Töluvert frá því.

  8. TAKK EINAR MATTHÍAS

    Van Dijk er bara SVINDL KARL.
    Þarf ekkert að segja meira !!!!!

  9. Ég nýt þess að vera Púllari núna. Er og verð það alltaf þar til ég dey. Er bara 47 ára, var barn, unglingur og næstum fullorðinn þegar margir titlar komu. Svo kom þurrðin og það hefur verið erfitt. En í dag er gaman. – Þetta lið okkar hefur alla burði til að vinna deild og CL, og ég tek undir það með öðrum hér að mér finnst eins og liðið eigi að eiga töluvert inni. En valið um leikmenn í stöður gefur manni óneitanlega von um betri árangur. Ég veit ekki hvernig tölfræðin er hvað varðar stigastöfnun Liverpool fyrir og eftir áramót. Það hefur ekkert að segja. Við gætum fengið fleiri stig eftir áramót, við gætum haldið hreinu eða fengið örfá mörk á okkur… gætum fengið helling og skorað helling … við vitum það ekki. En það er von.

    City er í “vondu tímabili” núna… Liverpool á eftir að tapa stigum. Þessi barátta verður algjör og naglabítandi fram í maí. En United, Tottenham, Chelsea og Arsenal verða þarna líka. Klopparinn heldur mönnum á tánum og ef örlagadísirnar leika okkur ekki jafn grimmt og 2013-2014 tímabilið, þá gæti 48 ára afmælisgjöfin mín í byrjun maí (þann 7. svona fyrir áhugasama…) verið eitt stykki titill. En … er á meðan er og ég ætla að njóta. Áfram Liverpool. Áfram frábær og skemmtilegur fótbolti.

  10. Ég er að reyna að njóta þess að vera púlari en ég hef aldrei verið jafn stressaður. Ég þori ekki að láta mig dreyma. En þessi úrslit í dag eru alveg fáranlega góð jólagjöf.

  11. Takk fyrir góðan og skemmtilegan pistil Einar, þið allir KOP.IS pennar eigið miklar þakkir fyrir að halda úti þessari síðu….við erum sannarlega í frabærri stöðu i deildinni njótum þess á meðan það varir….hlutir geta breyst mjög hratt í þessum blessaða fótbolta…miðjan sem var okkar helsti veikleiki fyrir ekki svo löngu síðan er að verða okkar sterkasti hlekkur í dag með nýja leynivopninu Fabino…City án Fernandino eru vængbrotnir þeir söknuðu hans verulega i dag svo er Walker ekki að eiga gott mót þar eru þeirra helstu veikleikar vonandi kaupir City ekki menn i þeirra stöður í glugganum….Gleðileg jól til ykkar allra…

  12. Ýmislegt hefur maður upplifað á 45 árum sem stuðningsmaður okkar ástkæra félags, Liverpool.
    Liðið núna er með þeim betri.
    Það hefur það sýnt í haustmótinu þetta árið.
    Enda met slegin.
    En það er bara hálfleikur.
    Öngvir titlar ennþá, munum það.
    Þessir snillingar þurfa að sækja titla í hús svo þeir fái sama sess í mínu hjarta og þeir gömlu.
    Ég vil lengri gæsahúðargöngu um verðlaunasafnið á Anfield en síðast er ég gekk þá glæstu leið.
    Ég hef fulla trú á því að Klopp og liðið lyfti dollum í vor en held mér á jörðinni.
    Leiðin verður þrungin spennu og það skiptir mig mestu máli.
    Því ég nýt hvers leiks allan veturinn og dolla er bara kirsuberið.
    Ekkert bara kannski c”,)
    Geirneglingin. Neglið þetta strákar!
    Gleðileg rauð jól
    YNWA

  13. Eigendur hljóta, miðað við árið sem er að líða að hafa sagt við Klopp á síðasta fundi

    “Hérna…. Jurgen. Hvað segirðu eigum við ekki að kaupa eitthvað í janúar??”

  14. Mig langar svo að láta mig dreyma um titilinn í vor en auðvitað eru of margir leikir eftir og margt á eftir að gerast. Ég trúi samt á að hið góða muni að lokum sigra.
    Sammála með móra, vonandi er hann búinn með sinn feril á Englandi, fyrst hann fékk ekki leyfi til að endanlega rústa gamla klósettinu.

  15. Klárlega besti varnarmaður okkar síðan Alan Hansen.
    Fullyrði einnig að Allison sé besti markmaður sem ég hef séð spila í Liverpool treyju. Sá ekki Clemence upp á sitt besta.

    Alger forréttindi að hafa þessa menn og sjá þá spila fyrir klúbbinn viku eftir viku.

    Frábær helgi fyrir Liverpool. Eigið frábær og gleðileg jól allir!

    YNWA

  16. Sæl og blessuð.

    Þetta var óvænt ánægja en einhvers staðar hér á svarhölum spáði ég því að helstu líkur á því að Saudi menn töpuðu stigum væri að Fernandinho gæti ekki verið með. Það kom amk á daginn að þarna fá þeir þrjú mörk á sig og Stones er enginn bógur í þessa rullu amk ekki í bráð. Hvað segja blöðin? var þetta einhver umgangspest eða verður hann ekki með í næstu leikjum? Held að Vardy og félagar ætli sér ekki neitt annað en sigur í næstu rimmu. Held líka að stór partur af velgengni þeirra fölbláu hafi verið áran sem yfir þeim var – andstæðingar mættu til leiks vonlitlir og hræddir. Nú hefur hún heldur betur dofnað.

    En það er svo vart við öðru að búast að okkar ástkæra lið misstígi sig í einhverjum leikjum sem eru framundan. Við höfum jú oft haft heilladísirnar með okkur í liði og við vitum hversu hvikular þær skjátur geta verið.

  17. Einar Matthías. Vissulega er VvD gríðarlega góður varnarmaður, ég hef aldrei dregið það í efa og í augnablikinu betri en Hyypia, Carragher, Agger og Skrtel eins og þú telur upp. Vill samt alls ekki spyrða þessa fjóra saman hinir tveir fyrrnefndu svo miklu, miklu betri. En það sem ég vil benda á að td Alisson og VvD hafa verið örstutt hjá félaginu og ekki unnið neitt með liðinu nema jú býsna marga leiki. Ég ætla ekki að draga úr vægi þessara tveggja leikmanna en við megum samt ekki missa okkur alveg. Held td að Klopp hafi verið að ná töluvert betri tökum á sínu liði og ekki síst hvernig á að spila í PL á síðasta tímabili. Hluti af því var minna vanmat á liðum í neðri hluta deildarinnar. Við getum td skoðað árangur gegn ” bestu” liðunum í deildinni sl ár þe MC, MU, Spurs, Arsenal og Chelsea. Fyrsta heila tímabilið hjá Klopp (16-17) fékk liðið 20 stig í 10 leikjum gegn þessum liðum , 5 sigrar og 5 jafntefli, bara býsna gott. Í vetur er liðið búið að spila 5 leiki við þessi lið og komið með 9 stig, 2 sigrar og 3 jafntefli, býsna gott en gæti verið betra. En stigin komu ekki almennilega í hús fyrsta árið hans Klopp vegna þess hve illa gekk með “lakari” liðin í deildinni. Liðið var hörkugott en eitthvað í fari þess, og etv hjá Klopp, gerði það að verkum að allan stöðugleika skorti. Ég blæs á það, sem margir hafa haldið fram, að liðið sem Klopp var með í höndunum fyrstu tvö árin hafi verið lélegt. Þú vinnur ekki bestu liðin aftur og aftur með lélegu liði. Vissulega voru gloppur í liðinu og sérstaklega varnarlega og markvarslan mistæk. Úr því hefur verið bætt og niðurstaðan sú að gott lið verður enn betra. Lið sem vonandi ekki bara berst um titlana heldur vinnur þá, punktur.

  18. Afsakið böggið, en mig vantar sárlega hjálp. Er í Kaupmannahöfn yfir jól og áramót (í Frederiksberg) og vantar stað til að horfa á leikina við Newcastle, Arsenal og City. Býr einhver yfir tipsum um góða staði, hvenær er best að mæta osfrv? Öll hjálp virkilega vel þegin.

  19. Ein er sú hlið á Juergen Klopp sem er mjög áhugaverð en fer undir radarinn hjá mörgum. Þá á ég við hvernig hann notar fjölmiðla og blaðamannafundi til að setja pressu á andstæðinga sína. Sem dæmi um þetta er hvað hann hrósar öðrum liðum, leikmönnum þeirra og ekki síst öðrum stjórum. Ætla má af ummælum Klopp fyrir hvern einasta leik að hann og hans menn í Liverpool standi fyrir næstum vonlausu verkefni því andstæðingurinn sé svo vel skipulagður og valinn maður í hverju rúmi. Alltaf er hinn stjórinn að gera stórkostlega hluti með liðið sitt.

    Klopp tekst að ausa aðra lofi án þess að manni gruni nokkurn tímann að annað búi að baki en að ræða hlutlaust um magnaða verðleika andstæðingsins. Ég held að ein hlið á snillgáfu Klopp sé hvernig hann notar fjölmiðla taktískt til að færa pressu frá sjálfum sér og sínum mönnum yfir á aðra. Sem dæmi um hvað okkar maður er sniðugur má nefna nýleg ummæli hans um Man City. “Þeir einu sem geta unnið Man City eru Man City” sagði Klopp. Ég held að tilgangurinn sé að komast inn í hausinn á City. Hefja Guardiola og Man City upp á stall til að komast svo inn í hausinn á þeim og fá þá til að efast og kikna undir pressunni að vera lang bestir.

    Ég er ekki frá því að það hafi tekist. Í seinni hálfleiknum á móti Chelsea sást að leikmennirnir misstu móðinn og hættu að spila fótbolta. Það var meiri barátta í gær á móti Palace en samt höfðu þessir ótrúlegu snillingar undir stjórn besta stjóra í heimi, eins og Klopp kallar Pep og hans menn, lítið fram að færa gegn Roy Hodgson.

    Ég held að þó að tveir leikir séu í Man City vs Liverpool sé Klopp búinn að fokka svo duglega í hausnum á City mönnum að þeir nái ekki að fókusera vegna pressunnar sem er að byggjast upp fyrir þann leik.

  20. Já maður er frekar sáttur með þessi rauðu jól núna og alla spilamensku og holningu á liðinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig næstu tveir mánuðir spilast … en ég held að þetta lið eigi alveg möguleikan á því að vinna eitthvað stórkostlegt fjótlega. Er samt með pínu hnút yfir því að hugsa til þess að Moreno og Mignolet gætu þurft að gera eitthvað í “vörninni okkar” ef eitthvað fer úrskeiðis …. og mér fannst leikirnir úti við Napoli og Rauðu Stjörnna voru átakanlega lélegir. En ég kýs að segja að glasið mitt sé fullt og ég væri rosalega til í að fara út í vor og “koma” með einhvern titil heim.

    Þegar ég var minni ólst ég upp við lið sem var nær ósigrandi með Joe Fagan sem stjóra. Ég byrjaði að halda með klúbbnum þegar Keegan var númer 7 og fannst alveg óhugsandi að missa Rush til Juventus. Þar sem ég spilaði sem bakvörður og sweeper í gamla daga voru Lawrenson og Hansen mínar fyrirmyndir. Eins fannst mér Alan Kennedy algjör goðsögn. Þetta lið muldi hvern andstæðinginn á fætur öðrum, Molby stóð eins og kóngur á miðjunni og dreifði öllum boltum hárfint fram á alla, sértaklega King Kenny sem hundskammaði alla sem hittu ekki nákvæmlega þar sem hann vildi fá boltann. ……. Þessi nostalgía og upprifjun gefur mér smá gæsahúð …. og þannig líður mér núna jólin 2018. ……

    Þessvegna, gleðileg rauð jól og meigi næsta ár verða rautt, rautt, rautt …. YNWA.

  21. Gleðileg jól kæru vinir og ég vona að þið og ykkar fólk njótið þess að eiga góðar stundir saman ?
    Liverpool er ekki bara fótboltafélag heldur fjölskylda og það eru forréttindi að vera partur af Liverpool fjölskyldunni ??
    Eigið gleðileg jól öll sem eitt ?

  22. Að vera á toppnum um Jólin er frábær jólagjöf. Einhverra hluta vegna hefur okkur félögum í Liverpoolklúbbnum á Íslandi ekki borist hefðbundin jólagjöf frá klúbbnum í ár. En ég endurtek að ekkert gleður Liverpoolhjartað meira en að vera á toppnum. Gleðileg Jól kæru Poolarar !

  23. #6 sá engan svara hingað til þannig að ég hendi þessu hérna inn. Eina sem èg hef séð er að Klopp sagði í viðtali að meiðsli Keita væru ekki alvarleg, myndi giska á að hann hvíli gegn Newcastle og verði kominn aftur inní liðið gegn Arsenal.

Wolves – Liverpool 0-2

Annar í jólum á Anfield.