Gullkastið – Schadenfreude, jólin eru komin

Vikan eftir sigur á Manchester United er sjálfkrafa góð og hvað þá United liði undir stjórn Mourinho sem er fullkomlega í upplausn. Vinur okkar Hreimur Örn Heimisson söngvari Made In Sveitin var á Anfield um helgina og mætti með stemminguna þaðan í þáttinn. Það eru ekki alltaf jólin en þau hófust svo sannarlega á sunnudaginn, veisla.

00:00 – Intro – Hreimur skoðaði Man City
06:20 – Sigur sem þjófstartar jólunum
40:00 – #JoseOut – hvað næst?
01:03:15 – FC Bayern í 16-liða úrslitum
01:14.20 – Hættulegir Úlfar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Hreimur Örn Heimisson

Hreimur
Shaqiri bað um mynd af sér með Hreimi eftir að hann afgreiddi United. – Mynd Hreimur

MP3: Þáttur 219

15 Comments

  1. Góðan dag er með eina spurningu út í þetta mikla hatur á milli Liverpool og Man Utd hver er raunveruleg ástæða fyrir því og hve langt aftur nær þetta. Var að heyra frá einum mjög hörðum Manchester manni að aðal ástæðan væri að eftir slysið í Munchen þar sem margir leikmenn liðsins dóu þá fór í gang leit af nýjum mönnum og stjórnendur Manchester hafi talað við nokkur lið á Englandi til að fá menn lánaða að þá hafi Liverpool verið eina liðið sem hafi neitað að lána þeim menn. Er eitthvað til í þessu?

  2. Nr.1
    Alls ekki, þvert á móti.
    In the aftermath of the crash, Manchester United’s fierce rivals Liverpool (who would later be managed by Busby’s good friend Bill Shankly) offered United five loan players to help them put a side together
    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-manchester-united-times-teams-12035393

    Matt Busby stjóri United þá var fyrrverandi fyrirliði Liverpool og mjög virtur á Anfield.

    Það hefur verið rígur milli borganna frá því áður en knattspyrna var fundin upp en bæði félögin setja auðvitað ríginn til hliðar þegar hörmungar eins og Munich og Hillsborough eiga sér stað. Verra með nokkur skemmd epli í stuðningsmannahópum liðanna.

  3. #1
    Utd villja ekki tala um það en Liverpool lánaði þeim 5 leikmenn fyrir leiktíðina, meira en nokkuð annað félag á englandi. Þetta er hrópandi mótsögn við viðbrögð Utd við Hillsborough slysinu, en rígurinn er eldri en báðir klúbbarnir, þetta er rígur milli borgana sem smitast svona inn í fótboltann.

    svo held ég að ástæðan fyrir því að hann er hatramari hjá utd mönnum er menningin í borgunum, þar sem Mansester er skipt borg, helmingurinn heldur með city og helmingur með Utd og lítil blöndun þar á milli, þá er svo auðvelt að skapa hatur, en Liverpool er blönduð, Everton menn og Liverpool menn innann sömu fjölskildu, gerir það að verkum að það skapast ekki beint hatur, bara rígur. þessi rígur/hatur innan borganna smitast svo í viðhorf þeirra til rígsinns á milli borganna.

  4. Rígurinn milli þessara liða er arfleiddur rígur frá því fyrir 1900 þegar að Manchester byggðu skipaskurðina og tóku þá vinnu og lífsviðurværi verkamanna í Liverpool borg sem var á þeim tíma stærsta hafnarborginn . Þessi skipaskurður var aðalega hugmynd kaupmanna frá manchester sem vildu auðvelda viðskipti í Manchester og þar að leiðandi er þessi rígur í blóð borin og mjög auðvelt fyrir afkomendur að setja sig í spor forfeðra sinna.

    Setti þetta bara einfalt upp þetta er samt mun meira en bara þetta.

  5. Takk fyrir podcastið..

    En eitt sma mal, hefur i alvoru ENGIN blaðamaður i 9 manuði spurt Klopp hver staðan er a Buvack eða hvernig sem það er skrifað ? Er að tala um Heilann aðstoðramann Klopps. Getur engin spurt og vitað hvað varð um hann, ekki að það breyti ollu en bara forvitni þvi klubburinn hefur ekkert tjað sig 🙂

  6. Jú jú hann var alveg spurður, vísaði bara í yfirlýsingu félagsins þegar hann fór í “leyfi” og hefur neitað að tjá sig um það frekar. Allir löngu hættir að spyrja enda svarið það sama.

  7. Flott podcast að venju. En vinsamlegast hættið að stinga upp á því að móri taki við Inter, ég kúgaðist í hvert skipti og leið hreinlega eins og þið væruð að tala dönsku. Ég þjáðist nú nóg þegar Neville systirin tók við Valencia þótt þetta fari nú ekki að gerast líka. Svo mun Spalletti líka gera okkur að meisturum fljótlega.

  8. Varðandi ríg Liverpool og Man und þá sagði Graham Souness að hann lægi mest í velgegngi Liverpool og sjöunda og áttundaá ratugnum. Sé samt ekki alveg að það standist skoðun því það hefur ekki verið einn einasti leikmaður seldur á milli liðana síðan 1964.

  9. Lovren: Getum verið ósigraðir út tímabilið

    Staðfest tap á föstudag á móti Wolves.

  10. Ótrúlegt að menn séu að blaðra svona út í loftið.
    Hvað varð um að taka bara einn leik í einu.

  11. Lolli nr 12, eg hugsaði það sama um leið og eg las þetta fra Lovren, klart tap a fostudag eftir þessi fáránlegu ummæli, eg varð drullu pirraður að lesa þetta

  12. Andsk. og ég sem fór í hægri buxnaskálmina fyrst í morgun.
    Staðfest tap á morgun.

    Pfifff……

Dregið í 16-liða úrslitum

Miðar á Meistaradeild