Dregið í 16-liða úrslitum

UPPFÆRT: það verða Bayern München sem verða andstæðingar Liverpool í 16 liða úrslitunum. Fyrri leikurinn á Anfield í febrúar, síðari leikurinn í Þýskalandi í mars.


Umræða um United leikinn er sprellifandi í leikskýrslu Hannesar og svei mér þá ef þetta er ekki besti mánudagur ársins. Það er samt jafnan nóg að gera hjá Liverpool á þessum árstíma og næsta verk er að finna út hverjum við mætum í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Útsending frá drættinum í Sviss hefst um 11:00 og ætti að ljúka seinni partinn í þessari viku. Við uppfærum þessa færslu í dag en byrjum á því að kanna hvaða mótherja þið mynduð helst vilja fá?

Hvaða lið viltu fá í 16-liða úrslitum?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Er það tækifærið á að hefna ófarana gegn Real Madríd og meðferðarinnar sem leikmenn liðsins fengu í þeim leik?
Viljum við fá Suarez og Coutinho á Anfield Evrópukvöld?
Viljum við fara aftur til Porto rétt eins og á sama stigi keppninnar á síðasta tímabili?
Viljum við gera Klopp það að mæta Dortmund aftur?
Er kominn tími á FC Bayern lið sem virðist vera komið á tíma fyrir endurnýjun?
Hvað af þessu viljum við því að Juventus ætti ekki einu sinni að vera í boði, þann leik viljum við helst alls ekki af augljósum ástæðum (utanvallar).

41 Comments

 1. Spennan magnast. Fyrst ætla ég að segja að það skiptir engu hverjum við mætum svo framarlega sem við við vinnum. Ég gantaðist einhverntímann með það, svona miðað við lukku Liverpool, að leiðin að sigrinum myndi verða í gegnum RM, Barselóna, Juve og MC. Ef við ætlum að vinna keppnina þá verðum við hvort sem er að mæta þeim bestu. En ef ég á að nefna einhver lið vil ég losna við Juve, Barselóna og BD í fyrstu umferð.

 2. Bayern Munchen er ekki auðvelt. En tók eftir því Man U. fékk ekki Porto?

 3. Óstuð að fá ekki Real, en við sluppuð við bæði Barca og Juve í bili sem er ánægjulegt. Eigum fínan séns í Bayern.

  YNWA

 4. Stærsti leikur 16 liða úrslitum klárlega okkar leikur Liverpool vs Bayern.

  Klopp þekkir Bayern vel við tökum þá.

 5. Ekkert svo ósáttur með að fá bayern. Þeir fá að kynnast hraða og pressu okkar, með gamalt lið en eru samt seigir.

 6. Athyglisvert að öll ensku liðin fengu þýsk lið…..nema United

 7. Þetta er frábært fyrir utan að Virgil verður ekki með í fyrri leiknum. Við getum alveg slegið þetta lið út!

  Mu eru svo gott sem dottnir út 🙂

 8. Við vorum aldrei að fara fá auðvelt verkefni í Meistaradeildinni, sérstaklega ekki eftir að hafa endað í 2.sæti í okkar riðli. Þetta er Bayern og þó að þeim gangi illa núna getur margt gerst fyrir febrúar.

  Nokkuð viss samt að þeir eru minna spenntir fyrir að fá okkur en við að fá þá.

 9. The Reds will host the German club at Anfield in the first leg on Tuesday February 19, before visiting the Allianz Arena for the second leg on Wednesday March 13.

 10. Man U 23. feb, helgina eftir fyrri leikinn. Ætti ekki trufla enda sennilegt að þá verði þeir í neðri hluta deildarinnar með þessu framhaldi ?

 11. Af þeim valkostum sem voru í boði þá er þetta miðlungs þungt verkefni að mínu mati. Líklega var Juve og Barca erfiðast og ágætt að sleppa við það að svo stöddu. Hefði samt alveg verið til í að sækja á Barca og láta reyna á þeirra misgóðu vörn.

  En að mæta Bayern er bara spennandi og eitthvað til að hlakka til. Á árum áður höfðu ensk félagslið hreðjatak á þeim þýsku í Evrópukeppnum. Sem er smá skondið í ljósi þess hversu öfugsnúin sú staða er hjá landsliðunum. Við unnum Bayern 2001 í leiknum um Super Cup og slógum þá út árið 1981 þegar við fórum alla leið og urðum Evrópumeistarar.

  Bayern eru að sjálfsögðu alltaf sterkir og erfiðleikarnir á þeim núna gætu verið búnir þegar við mætum þeim á næsta ári. En ég treysti okkur alveg til að gefa þeim góða rimmu í tveggja leikja einvígi og held að þeir óttist okkur meira en öfugt. Klopp-factorinn mun einnig vinna með okkur bæði í hans þekkingu á Bayern og þeirra óttablöndnu virðingu fyrir honum. Sehr gut dráttur sem sagt.

  Beardsley

 12. Það var vitað að við vorum alltaf að fara lenda á móti góðu liði þó vissulega væri Porto auðveldari leið í 8 liða en Bayern.

  EN fyrir mig persónulega þá líst mér miklu betur á þessa viðureign þetta verður stórleikur 2 af bestu liðum evrópu um þessar mundir munu mætast og það verður ekkert gefið eftir.

  Því miður mun VVD taka út leikbann í fyrstu viðureign en ég hef 100% trú á Lovren og Gomez til að leysa þetta vonandi verða þeir heilir ef ekki þá mun Klopp finna leið til að láta þetta virka.

 13. Við erum Liverpool og við eigum ekki að hræðast neina andstæðinga. Þeir hræðast okkur, hins vegar og það með réttu.

 14. Það var þá Bayern eftir allt saman. Erfitt verkefni og er ég ansi hræddur um þeir Bayernmenn séu komnir illilega með í magann. Athyglisverður þessi þýski-enski slagur í 16 liða.
  Á venjulegum dögum erum við með betra lið en Bayern og samanlögð úrslit 4-2 ekki óeðlilegt. En eins og við vitum eru ekki allir dagar venjulegir.

 15. Þetta hentar ekki illa. Bayern í smá lægð þótt það sé gott, okkar lið fullkomlega samsett upp á aldur og gæði. LFC er mest spennandi liðið í Evrópu í dag. Draumar munu rætast.

 16. Það verður athyglisvert að sjá hvernig ensku liðunum mun ganga á móti úthvíldum þýskum.

 17. Bayern fá margra vikna vetrahlé í kringum jól og áramót. Nico Kovac mun fá þá tíma til að lappa verulega uppá leik liðsins. Þessi lægð sem þeir eru í núna gæti breyst í blússandi stuð og yrðu þá langtum betra lið. En staðan núna er sú að mórallinn er langt í frá góður hjá þeim og fullt af mjög góðum leikmönnum eru pirraðir yfir að fá lítið sem ekkert að spila og smita þannig neikvæðni útí hópinn. Mjög mikið ójafnvægi í varnaleiknum og hæg miðja. Treyst mikið uppá einstaklingsframtök og sendingar á Lewandowski. Eins og staðan er núna ættu Bayern að henta okkur frábærlega. Það yrði algjör field-day hjá okkar sóknarlínu gegn t.d. Jerome Boateng. Þeir eru að lenda í miklum vanræðum gegn hröðum liðum í þýsku deildinni. Einnig hefur Neuer í markinu alls ekki verið jafn góður og hann var fyrir meiðslin.

  En það er langt í þetta og aðstæður gætu verið gjörbreyttar eftir 2 mánuði. 2 góð kaup í janúarglugganum gæti breytt miklu hjá þeim. Voða erfitt að spá í þetta núna en við verðum að bera virðingu fyrir Bayern enda með nokkra frábæra leikmenn í sínu liði. Þeir áttu að fara áfram í undanúrslitum gegn Real í fyrra eftir að hafa yfirspilað þá í báðum leikjunum. Í augnablikinu lítur þetta þó út fyrir að vera fínn dráttur gegn brothættu liði sem er að eldast hratt.

 18. Sæl og blessuð.

  Jæja, bæjern, koma í heimsókn í febrúar og VvD verður í banni. Það er svo sem eðlilegt að piltur fái endrum og eins smá frí en auðvitað rándýrt að fá á sig mark í þeim leik.

 19. Svo er bara búið að reka Mourinho – ég græt það, hann var að gera stórkostlega hluti með þetta ManU-lið … fyrir okkur 🙂

 20. United i rústum. Mjög sorglegar fréttir. Hvað gera Shaw Lindelof Jones og Young i naesta leik?….spennandi

 21. Plís Guð..
  Plís plís plís….

  Láttu ManU ráða Hodgson

  PLÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍS!

  Amen

 22. Já, mjög sorglegt að hann skyldi fá sparkað. Sá fyrir mér flótta frá klúbbnum í næstu gluggum. Hvað um það! Nenni ekki að velta mér of mikið upp úr miðlungsklúbbi, við erum toppklúbbur og eigum fyrir höndum ótrúlega spennandi tíð!

 23. Líst mjög vel á Ole Gunnar Solskjær, finnst eins og það sé rétt. Hann virkar sem rökrétt framhald. Sjóðheitur og reynslumikill stjóri sem ætti að ráða vel við stórstjörnur eins og…. eins og… kannski ekki stórstjörnur, en menn eins og Pogba og Rashford. Ég spái þeim meistaradeildarsæti.

 24. Sorglegt. Hann sem var að gera stórkostlega hluti.
  Roy Hodgson?
  Tony Pulis?
  Sam Allardice?

 25. Big Sam ætti að taka við United með Hodgson sem aðstoðar væri agalega flott combo : D

 26. Mori verður goðsögn héðan í frá í Liverpool, vonandi verður Roy Hodgson eftirmaður hanns og getur haldið hanns frábæra starfi áfram!!!

 27. Málið er að Man Und hefur alla burði til þess að taka almennilega til í sínum klúbbi og halda rétt á spilinum. Hópurinn er virkilega góður hjá þeim og strax á næsta tímabili gætu þeir farið toppbaráttu ef þeir halda rétt á spilinum.

  Það fyrsta sem þeir þyrftu að gera er að taka t.d lið eins og Liverpool og Tottenham til fyrirmyndar og ráða mann eins og Michael Edwards til starfa sem sér um kaup á leikmönnum.

  Síðan þyrftu þeir að ráða rétta stórann og mistökin hjá þeim hafa verið þau að fá til sín stærstu nöfnin í stað þess að leita að stjórum sem passa inn í sigurhefð liðsins . Sarri hefði t.d passað fullkomnlega fyrir Man Und og svo að sjálfsögðu Mauricio Pochettino, sem hefur sýnt það að hann getur gert klúbb eins og Tottenham að meistaradeildarliði og því væri nokkuð ljóst að hann ætti að ná þeim mun betri árangri ef hann fengi stjórasætið hjá Man Und.

  Öll stærstu mistökin hafa því með yfirmann knattspyrnumála að gera sem reyndi að fara einhvern “Real Madrid stile” og kaupa leikmann á himinn háu verði í stað þess að reyna að fá sem mest fyrir peninginn.

  Ég verð því fyrir mitt leiti að segja að Man Und er risi sem er tímabundnum dvala sem gæti hæglega risið upp á næstu misserum ef menn hafa vit á því að ráða alvöru fagmenn í klúbbinn og það er bókað mál að það er nóg af mönnum þarna úti sem gætu bitið á agnið.

  Ég held því að það þurfi í sjálfu sér ekkert mikið til að breyta Man Und til að liðið nái fyrri styrk og er það mín von og trú að þeir haldi áfram að vera hrokafullir og skoði ekki hvernig lið haga málum í kringum sig.

  FSG á t.d hrós skilið að það er miklu meiri fagstjórnun í gangi. Þeir byrjuðu fyrst með hugmyndir sem gengu ekki nægjanlega vel upp en í stað þess að vera eitt risastórt Egó, hlustuðu þeir á ráðleggingar, lærðu af mistökum og fengu fagmann eins og Michael Edwards til starfa sem sá um fótboltahliðina fyrir þá. Það hefur gert gæfumuninn. Jurgen Klopp t.d gekk til Liverpool vegna þess að honum líkaði hugarfar klúbbssins. Ef ég man rétt þá neitaði hann Man Und vegna

 28. Já ég ætlaði að enda þetta á að segja að Jurgen Klopp neitaði að taka við hjá Man und því honum mislíkaði hugarfarið hjá þeim. Eða það minnir mig allavega.

 29. Móri er sigurvegari. 3.000 milljónir í vasann.
  Verst að yfirbyggingin fór á taugum eftir dramað hjá Neville á Sky.
  Þeir hefðu átt að leyfa kallinum að sitja yfir janúargluggann.

  Sólsker mætir kannski. Gott move? Hefðu getað farið eftir Zidane eða einhverjum öðrum sigurvegara.

  Auðvitað verða þeir samkeppnishæfir. En ekki þetta tímabilið og varla næsta.

  Ég sé ekkert hnignunina eftir rauðnef stoppa hér. Til þess þarf að reka alla yfirstjórnina. Megi hún hanga á roðinu sem lengst.
  YNWA

 30. Í gær sá ég einhversstaðar umfjöllun/vonbrigði um afhverju Liverpool vann sunnudagsleikinn ekki með meiri mun. Í dag veltir maður fyrir sér hvort 2-1 sigur hefði haldið lífi í ráðningunni? “Hattrick” hjá Klopp sem ræsing á brottrekstri á Mourinho er samt komin fram, (… í þessu tilfelli er hann með 3,7 milljarða uppgreiðslusamning).

  En ég skil ekki uppleggið í útskiptingarútfærslunni hjá mu, Carrick ráðinn tímabundið í næstu leiki (engin þjálfunar/stjóra reynsla, jafnvel ekki með réttindi til þess eftir því sem ég sá). Það næsta á dagskránni er að ráða “betri” og réttindameiri stjóra út tímabilið, ok hvaða “caracter” er tilbúinn í slíkt? Jú, jú það koma fram nöfn í hugann. Í besta falli fyrir mu, væri það einhver virkilega vongóður … . Ef stjórnin ræður slíkan vongóðan en er samt með stærra “target” fyrir sumarið sem markmið, hvaða vit verður þá í janúarglugganum? Forsendurnar og útfærslan fyrir slíkum glugga yrði virkilega fróðleg, nema “targetið” hefði strax hönd í bagga …

  En afhverju tæki þá “targetið” bara ekki strax við og tæki sér vorið í að kynnast liðinu og kynna sýnar áherslur? Er það af því að “targetið” er fastur í starfi í augnablikinu? … slíkt myndi útiloka Zidane ekki satt? Erum við að tala um að Tottenham sé að missa stjórann og þar með flugið alla vega næsta haust?

  Niðurstaða: … svo sem engin hvað varðar mu, nema þeir verða ekki meira með í vetur (nema “targetið” verði ráðinn fyrir áramót og næði strax fram merkjanlegri gæðabreytingu).

 31. Góðir punktar Kingkenny. Ég held samt að þetta hafi verið gert einfaldlega vegna þess að það var gjörsamlega að sjóða uppúr gamla klósettinu. Sáuð þið ekki umræðurnar eftir leikinn þar sem skeggjaður keane og souness fóru yfir málin ásamt neville og jamie? Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel og yfir þessum umræðum! Mikið rosalega vona ég að krísan haldi áfram á þessum bæ. Það má ekki gleyma því að niðurrifið hófst þegar gamli fartur mælti með Moyes sem arftaki sinn, hann á stóran þátt í hurrandi falli þessa storklubbs. Ég veit ekki af hverju Pottechini ætti að vilja skipta yfir í þetta fallandi veldi.

 32. #38 Svavar Station.

  Rétt er það. Stíflun í klósettum kalla alltaf fram örþrifaráð.
  … en áttu link á skeggjuðu umræðuna?

 33. Er ekki margt líkt ástandinu hjá ManU og okkar klúbbi fyrir nokkrum árum? Yfirmenn þjálfari og oflaunaðir miðlungs skussa leikmenn. Eini munurinn er peningalegt bakland. Spurning hve lengi Manu verður að skoppa til baka. Sé ekki að Solkjaer reddi þessu drasli.

Liverpool 3-1 Manchester United

Gullkastið – Schadenfreude, jólin eru komin