Liverpool 3-1 Manchester United

1-0 Sadio Mané (24. mínútu)

1-1 Jesse Lingard (33. mínútu)

2-1 Xherdan Shaqiri (73. mínútu)

3-1 Xherdan Shaqiri (80. mínútu)

Það fór um mann ónotaleg tilfinning þegar Manchester United kom boltanum í netið eftir aðeins fjórar mínútur þegar Ashley Young tók aukaspyrnu inn á teiginn og Lukaku reyndi að spyrna í boltan sem truflaði Alison og boltinn endaði í fjærhorninu en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu þar sem Lukaku var langt fyrir innan þegar spyrnan var tekinn. Í kjölfarið tók Liverpool öll völdin á vellinum og var spurningin í raun aðeins hvenær kemur markið. Eftir 15 mínútna leik poppaði upp sú tölfræði að Lukaku væri búinn að ná að snerta boltan þrisvar í leiknum, þar af tvisvar innan eigin vítateigs og var miðað við snertingar aftasti leikmaður United manna.

Markið kom svo loks á 24.mínútu þegar Fabinho átti frábæra vippu inn á teig United og Sadio Mané elti tók boltan á kassan og skoraði svo framhjá De Gea í markinu en stór spurningamerki við varnarleik United manna og þar sérstaklega Young sem elti ekki Mané inn á teiginn.

Liverpool hélt áfram að vera betri aðilinn og hefði Dejan Lovren átt að gera betur þegar hann setti boltan yfir eftir aukaspyrnu frá Firmino nokkrum mínútum seinna en þvert gegn gangi leiksins náði United að jafna á 33. mínútu þegar Lukaku náði að komast framfyrir Lovren úti hægra megin og kom boltanum fyrir, leit út fyrir að Alisson væri með boltan en virðist setja hnéið í boltan þegar hann er að draga hann til sín sem verður til þess að boltinn skoppar út í teigin þar sem Jesse Lingard vippaði honum yfir Alisson og jafnaði leikinn.

Eftir jöfnunarmarkið komust United menn betur inn í leikinn þó Liverpool hafi alltaf verið með yfirhöndina, einhverjir vildu sjá rautt á Lukaku á 40. mínútu þegar hann renndi sér frekar harkalega í Sadio Mané eftir að hafa misst stjórn á boltanum en náði að komast í boltan first og má sjá ákveðin líkindi við gula spjaldið sem hann fékk og á gula spjaldinu sem Van Dijk fékk gegn Napoli.

Í hálfleik tók Mourinho Diego Dalot útaf og setti Fellaini inn í hans stað og virtist breyta yfir í 4-3-3 til að reyna ná meiri stjórn á leiknum. Það tókst þó ekki og hélt Liverpool áfram skotæfingu sinni í seinni hálfleik. Á 52. mínútu náði Firmino að rífa sig lausan frá varnarmönnum United og átti skot sem De Gea varði og Keita náði frákastinu en Ashley Young náði að henda sér fyrir skot hans.

Á 70. mínútu kom Shaqiri inn fyrir Naby Keita en það tók hann aðeins þrjár mínútur að skora. Mané lék á Herrara og tók á rás inn í teig eftir endalínunni og kom boltanum á markið en De Gea varði skot hans út í teiginn þar sem Shaqiri hamraði boltanum í Young, þaðan í þverslánna og svo inn fyrir marklínuna og verðskulduð forusta Liverpool loks kominn aftur.

Á 80. mínútu náði Shaqiri að tvöfalda markafjölda sinn í leiknum þegar hann fékk boltan frá Salah við markteigin og skot hans fór síðan af Bailly og framhjá De Gea og sigurinn innsiglaður!

Bestu menn Liverpool

Það er erfitt að horfa framhjá Xherdan Shaqiri í dag sem kom inn af bekknum og tryggði okkur fyrsta deildarsigurinn gegn Manchester United síðan í mars 2014. Af þeim sem byrjuðu leikinn ber helst að nefna Fabinho sem var hrikalega flottur inn á miðjunni í dag og átti frábæra stoðsendingu í fyrsta markinu og Sadio Mané sem bæði skorar og býr til færið fyrir fyrra mark Shaqiri í dag. Síðan var ég ánægður með Nathaniel Clyne sem átti kannski engan stórleik í dag en hefur ekki verið nálægt liðinu í langan tíma og mikið meiddur og hann fær því hrós frá mér fyrir að koma inn í leik gegn erkifjendunum og standa sig með prýði.

Erfiður dagur

Það var vont að sjá Alisson gera svona mistök í svona high profile leik en hann hefur samt þessu áru yfir sér að þrátt fyrir þetta klúður hafði ég engar áhyggjur restina af leiknum að hann myndi láta annan bolta framhjá sér. Vonandi sjáum við meira Napoli og minna að þessu.

 

Umræðan

Skotæfing Liverpool á Anfield í dag – Var að renna yfir þetta og sýnist að metið í deildinni yfir flest skot í einum leik séu 38 skot og er í eigu Manchester United þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Burnley fyrir tveimur árum. Þeir reyndu allt til að losna við það met í dag því okkar menn fengu trek í trek svæði til að fara í skot, þó stundum hefði verið skynsamlegra að reyna halda spilinu gangandi, og við enduðum leikinn með 36 skot.

Fabinho er klár – Það voru mjög margir sem tóku aðeins of hart á Fabinho eftir slakan leik gegn Arsenal og voru sérstaklega stuðningsmenn annarra liða á því að þarna væri flopp sumarsins á ferðinni en hann hefur afsannað það undanfarið!

Meistarabreidd – Í dag var það Shaqiri, gegn Everton var það Origi, gegn Chelsea var það Sturridge. Bekkurinn okkar er að skila stigum í hús og það mun muna mikið um það þegar talið verður í pokana í lok tímabils.

Helst er það þó að með þessum sigri erum við enn á toppi deildarinnar og spilum á undan City um næstu helgi og getum komist í fjögurra stiga forrustu og sett alvöru pressu á þá.

47 Comments

  1. YESS Í HEIMI!!!!!
    nàkvalega akkúrat!!!

    Einsog mér finst ég altaf hafa sægt… Liverpool er bara miklu betrara en þetta rosalega hallarislega Mansester aulabjànalið.

    Elska núna mjög soldið Sjakíri

    !

  2. Fabinho, van Dijk Mané og auðvitað Shaqiri frábærir. Eðal sigur! Þigg rauð jól í ár!

  3. Himinn og haf á milli þessara liða í gæðum.
    Þetta United lið er eitt það lélegasta sem hefur komið á Anfield á þessu ári.

  4. Rokk og ról 🙂 Mikið er gaman að vinna þetta drullu lið með þennan ömurlega karakter sem stjóra 🙂

  5. Enn og aftur spyr ég:
    Hvaða erindi á Man U í umræðu um toppbaráttu?

  6. Stórkostlegur sigur og það er ekkert sem jafnast á við að vinna Man utd. Það er enþá sætara að gera það svona með miklum yfirburðum út á vellinum. Liðið okkar spilaði flottan bolta í dag og var gríðarlegur getumunur á liðunum.

    Alisson 6 – Gerði stór mistök í markinu en hafði annars lítið að gera.
    Robertson 9 – Frábær leikur hjá kappanum átti í smá í vandræðum með fyrirgjafir en vinnslan uppá 10.
    Lovren 9 – Lítið hægt að setja út á þennan kappa í dag. Virkilega sterkur og vann flest einvígi.
    Djik 9 – kóngurinn í Liverpool
    Clyne 9 – Ekkert grín að koma inn í liðið eftir langa fjarveru og fara í þennan leik en stóð sig mjög vel.
    Fabinho 10 – Fyrir mér maður leiksins, hann verður betri og betri í hverjum leiknum.
    Winjaldum 9 – orkuboltinn á miðjuni í dag
    Keita 9 – Frábær leikur og er greinilegt að sjálfstraustið er komið
    Mane 9 – Flott mark og Man utd menn í vandræðum með hann.
    Salah 9 – hélt boltanum vel sem fremsti maður og sífelt ógnandi
    Firmino 9 – Var að njóta sín í dag.

    Shaqiri 10 – Takk fyrir mig
    Henderson 7- Kom inná til að þétta miðsvæðið og gerði það.

    Kláruðum Napoli og Man utd í vikuni og eru ekki margar vikur sem hafa verið eins góðar undanfarinn ár.

    YNWA og vonar maður að strákanir halda sér á jörðinni og mæta svona ákveðnir í alla leiki

  7. Þetta var magnað og verðskuldað.

    Sá reyndar bara seinni hálfleik. Liverpool var einfaldlega miklu betra liðið. þó svo að það hafi verið heppnisbragur yfir mörkum Shaqiri þá er það bara þannig að góð lið búa til sína heppni sjálf og þessi sigur var allan daginn augljóslega 116 % verðskuldaður.

    Ég hlakka til að heyra þusið í Mourinho á eftir um að liðið hans hafi stjórnað þessum leik og átt hann með húð og hári og það hafi verið tvö heppnis mörk sem hafi gert útslagið.

    Svo má kannski minna Mourinho á að titlar í fortíðinni skipta engu máli varðandi stöðu liða í deildinni í ár og það séu bara smákóngar með minnimáttarkennd sem halda að það sé betri árangur að vinna enska bikarinn en komast til úrslita í Meistaradeild Evrópu.

  8. Góð innkoma hjá Clyne ánægður með hann. Búinn að vera frá nánast forever en kemur samt inn með gæði og yfirvegun.
    Alisson var óheppinn þetta voru í raun fyrstu mistök sem maður hefur séð hann gera en mér er sama lang besti markmaður í heimi um þessar mundir.

    Shaqiri besta innkoma hans hjá okkur by far gjörssamlega fáranlegt að við fengum þennan leikmann nánast gefins.

    Flottur leikur hjá öllu liðinu sem á klárlega skilið að vera lang besta lið Englands í dag !
    Klopp take a bow.

    YNWA!

  9. Sælir félagar. Þetta er svo góður status hjá mér að ég endurtek hann hér:

    Það er svo mikill getumunur á þessum liðum að það hefði verið hneyksli að vinna það ekki. Þetta fór eins og ég vonaði og vildi og sáð var til. Móri hýddur og strákarnir hans fullir af óhamingju og leiða. Svona er nú munurinn á Klopp og Móra. Takk Klopp og allir í liðinu sem unnu eins og skepnur fyrir þessum sigri. Shaqiri maður leiksins ásamt Mané, Firmino, Salah, Virgil, Robertson,Wijnaldum, Keita, Fabino, Clyne. Lovren, Hendo og Alisson.

    Ekkert er eins gaman eins og að sjá MU tapa nema ef vera skyldi að vinna þá. Nú fékk maður hvorutveggja í þessum leik og það er dásamlegt!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

  10. Að hlusta á Móra eftir leik tala um að leikurinn hafi verið dauður(Uppleggið hans) þegar Shaq setur mörkin sýnir á svörtu og hvítu að hann hafi eingöngu mætt á svæðið til að halda í jafntefli og skauta heim með stigið. Enginn metnaður á þeim bænum og sjá Fellaini labba bara um við vítateigsbogann er Shaq setur þriðja markið unditstrikar hörmungina sem þetta Utd lið er orðið.

    Fabinho var algjörlega geggjaður og minn maður leiksins ásamt Supersub Shaqiri…..

  11. Glæsilegur sigur, á reyndar einu lélegasta man.utd liði sem ég hef séð. Liðið okkar sem heild að standa sig mjög vel, auðvitað sumir betri en aðrir og allt það en sigurinn er sigur liðsheildar. Í heildina þá sá ég ekki einn veikan blett hjá okkur og innkoma Clyne frábær. Gamlir draugar skutu upp kollinum hjá mér þegar utd jafnaði……en auðvitað eiga þessir gömlu draugar ekki lengur við. Við erum komnir með lið sem er “winner” og “the winner takes it all”
    YNWA

  12. Í sumar var talað um hversu óboðlegt það væri að Utd hafi endað 19 stigum frá City. Núna þegar mótið er ekki hálfnað eru 19 stig í Liverpool!!

    Hvílík veisla!

  13. Bíddu er ekki örugglega verið að selja Fabinho til Tyrklands í janúar?

  14. Fyrsta skiptið sem ég sé Klopp bulla í viðtali…talar um að man-utd séu frábært lið hahaha dreptu mig ekki úr hlátri…kean og newell eru ekki sammala klopp þetta gerist varla betra…

  15. #10: wijnaldum var ekki orkuboltinn á miðjunni í DAG, hann er það alltaf….

  16. Mourinho var gerður að aðhlátursefni af lysendum hér í Svíþjóð þvi Klopp er búinn að eyða 40% af því hvað Mourinho er búinn að eyða og liverpool eyðir 75% i laun miðað við utd og mætir til leiks og reynir að byrja að tefja í fyrsta innkasti eftir 10 sekúndur og er bara með hlægilega lélegt lið eftir alla þessa eyðslu.

  17. Jólasulta:

    1 stk Liverpool vinnur allt

    2 tsk rjómi

    Svínseyra sem einhver frá Albaníu beit af geit eftir sigurmark

    Geit er góð til sultunar

    Látið malla í hálft ár og njótið!

  18. Það er hægt að segja margt um Allison en það er ekki hægt að segja að hann hafi kostað okkur stig. Hann er hinsvegar búin að tryggja okkur nokkur stig og í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni. Þannig markmann vill ég hafa á milli stanganna í hverjum einasta leik.
    Þetta var fyllilega verðskuldaður sigur og einhver önnur úrslit hefðu verið hneyksli.

  19. Sæl og blessuð.

    Framúrskarandi í alla staði. Þrír nýir leikmenn kynntir til leiks í dag:

    1. Endurkominn Clyne – sem er stórbrotið að fá aftur í gang. Hann var öryggið uppmálað og stóð vaktina af aðdáunarverðri stillingu.
    2. Shaquiri – sem er auðvitað búinn að stimpla sig inn sem ofurvaramaður en þarna var hann hann að festa sig í sessi í þessu hlutverki og um leið að hrekja þær efasemdarraddir í mér og fleirum um þunnu rauðu línuna. Liðiðsheildin er jafn þykk og kassinn á kvikindinu!
    3. Fabinho – herra hlédrægur er kominn í gang og við sjáum það nú rautt á grænu hvað hann er ótrúlegur leikmaður. Þvílík yfirferð, þvílík sending á Mané og Guðmávita hvort eitthvað af þessum langskotum hefðu ekki farið í netið með smá heppni. Geggjaður í kvöld!

    Bíðum enn eftir að sjá af hverju við höfum beðið svo lengi eftir Keita en hann var ekkert lélegur svo sem. Sóknartríóið fannst mér auðvitað líka gott en smá ákvörðunarfælni í gangi þegar þeir voru komnir í góð færi. Móttakan hjá Mané var í Bolshoi klassa. Það er ekkert minna.

    En, maður minn, að bjóða upp á þetta samvinnuhreyingarlið. Fellaini, skýtur nánast í innkast frá vítapunkti (þegar Hendó hitti Clyne) og þessi lurkur sem þeir eru með í fremstu víglínu, hver hefur séð svona leikmann í seinni tíð? Ekkert plan A, B eða C, ótrúlega staðir og hugmyndalausir, áhuginn enginn. Ég segi það og skrifa að tap fyrir þessum orkum hefði fengið mann til að gruna að endalok siðmenningar væru í nánd.

  20. Sá nokkra sérfræðinga fyrir leikinn, íslenska sem erlenda, velja sameiginlegt byrjunarlið Liverpool og Man Utd. Allir vildu þeir meina Pogba ætti heima á miðjunni. Líka þeir sem styðja LFC. Alveg er ég viss um Klopp fengi meira út úr honum en það er ekki raunveruleikinn og fyrir mér er hann ekki nálægt þessu sameiginlega byrjunarliði.

    Aldrei myndi ég til dæmis skipta á Pogba og Wijnaldum sem að mínu mati gerði tilkall til mann leiksins í dag. Ég alls ekki að segja Pogba sé ekki góður í fótbolta. Bara ekki nægilega góður fyrir Liverpool. Thats all.

  21. Sammála svo mörgum hér. Fabinho var gjörsamlega stórkostlegur. Hvað getur maður sagt um Clyne, ég held að þetta sé ein af frammistöðum tímabilsins so far miðað við allt. Maðurinn er ekkert búinn að spila en er með stórleik, þvílíkt afrek hjá honum, bravó!
    Annars neglir leikskýrslan þetta, gæti ekki verið meira sammála, Alisson með mistök, en maður minn hann er sennilega besti markvörður sem við höfum haft í áraraðir, þetta sýndi bara að maðurinn er mannlegur, ekkert annað.

  22. Enn einn markaleikurinn án Henderson og Fabinho og Shaqiri alveg hreint frábærir. Gott að sjá Clyne aftur og hann var betri en Lovren. Enginn veit hvað við nunum hafa Klopp lengi, en Steven G mun klárlega verða verðugur arftaki þegar að því kemur, enda á toppnum í Skotlandi. Svo vil ég bara sjá Maurinho sem allra lengst hjá Man U.

  23. Klopp verður eins og lengi og þarf og eigendur LFC munu ekki sleppa þessum meistara svo glatt það er ekki að fara gerast þetta er besti og skemmtilegasti þjálfari heims ásamt Pep og það er staðreynd menn geta reynt að frussa yfir hann og okkur með að tala um úrslita leiki en ferðin sem við erum í um þessar mundir munu við ekki vilja skipta út fyrir neinu !

  24. mer finnst fabinho betri en Can, öðruvísi vissulega en betri. Örugglega tekniskari og betri sendingamaður enda brazzi.

  25. Þeir sem gagnrýna skotið hans Fellaini þá var þetta ekki lélegt skot. Hann ákvað að nýta tækifærið og miða því á heilbrigðistarfsmann enda eru þeir alltaf að hlúa að þeim sem hann gefur olnbogaskot:
    https://streamja.com/1Z5k

  26. Eins gaman og mér finnst sjá okkar lið vinna United og mjög svo langrþáðan sigur þá finn ég á sama tíma til með stuðningsmönnum United ég veit bara ekki afhverju.

    Og veit mér á ekki að finnast það en þetta er eins og að horfa á eitthvern hjálparlausan mann liggjandi í jörðini sem er verið að sparka í og engin gerir neitt til þess að hjálpa : (

    Var í Dublin um daginn og sá þó nokkuð marga betlara víðs og dreif um borgina og jú auðvitað gaf ég þeim pening mér er nákvæmlega sama hvað þeir ætluðu að nota peninginn í en ég gerði það samt. Mér líður svipað og þegar ég sá þá og þegar ég hugsa um stuðningsmenn United ..vorkun.
    Kanski er ég ekki nógu grjótharður LFC stuðningsmaður hef reyndar farið í gegn um súrt og sætt síðustu 28 ár aðalega súrt samt en já.

    En er þetta að gerast ? er ég virkilega að verða vitni að Liverpool að fara vinna þenna titil loksins eða er þetta allt saman fake news.
    Mér er sama ég mun styðja þetta félag þangað til ég drepst með von í hjarta alltaf en ég get ALLTAF treyst á það að geta rökrætt eða hitt Liverpool stuðningsmenn sem hugsa það sama alveg sama hvernig gengur!

  27. Viðbót við fyrri athugasemd…

    Það má ekki láta undir höfuð leggjast að minnast á bakverðina. Robertson Carlos var stórkostlegur og er klárlega a.m.k. jafnbesti vinstri bakvörður deildarinnar og einn sá besti í Evrópu. Þvílíkt úthald og elja! Þá var innkoman hjá Nathaniel Clyne betri en maður hefði þorað að vona, miðað við að hann hefur varla spilað A-liðs bolta í háa herrans tíð. Fagmenn, þótt þeir séu ansi ólíkir leikmenn!

  28. Átti afmæli á föstudaginn og hef verið að fá gjafir frá hinum og þessum alla helgina en þessi gjöf var lang stærst og toppaði frábæra helgi takk fyrir mig LFC !
    YNWA.

  29. Þvílíkt lið sem við erum komin með!

    Og gæðamunurinn í dag… þetta utd. lið er bara á svipuðum stað og Everton. Byrjað að tefja í innkasti á fyrstu mínútu, hversu lengi ætli þetta fái að halda áfram? Ég vona sem lengst, en held að það verði max út þetta tímabil.

  30. Hugsið ykkur, net spend hjá Klopp síðan sumar 2016 er 122 mills, á meðan á sama tíma hefur Mori eytt 307 milljónum, og hvað hefur komið úr þessum peningum, tæknilega ættu liðin að vera á svipuðum stað í þróun en það er himinn og haf á milli þeirra.

    vonum að Mori verði þarna sem lengst…

  31. Match of the Day tóku fyrir leikinn hjá Fabinho hann átti 84 snertingar þvilíkt sem þessi brassi er að smella inní sitt hlutverk á miðjunni….á morgunn verður spennandi að sjá hverjum við mætum í meistaradeildinni….og vonandi verður móri enn stjóri hauganna sem hangir á bláþræði…

  32. Klopp eftir leikinn (af visir.is)

    „Ég held að Manchester United hafi ekki viljað spilað varnarsinnað, en við leyfðum þeim ekkert annað.“

    Klopp sá sem sagt um að leggja rútunum, … í stæði að eigin vali?

    😀

  33. Mikið djöfull var þetta hressandi sigur, langþráður og verðskuldaður
    1. Það er ekki langt síðan efast var um Fabinho, sá er búinn að jarða það í þessari viku og undanfarið. Geggjaður í þessum leik og eins og hann var að spila í gær er þetta augljóst upgrade á Can. Hann er líka mjög ólíkur Milner, Henderson og Wijnaldum sem er einmitt það sem þurfti á miðjuna. Höfum í huga að hann vann fleiri skallabolta í gær heldur en Van Dijk. Klárlega maður leiksins og rúmlega það.

    2. Shaqiri var á góðri leið með að verða fans favorite fyrir þennan leik en stimplaði sig endanlega inn í þessum leik. Þetta verður Shaqiri leikurinn hér eftir. Lag á kappann strax. Maður velti því fyrir sér öll árin hans í Stoke hvað í fjandanum hann væri að gera í Stoke og ég skil það ekkert betur eftir byrjun hans hjá Liverpool.

    3. Robertson Carlos er nickname sem er komið til að vera. Þvílíka taktíska snilldin hjá Mourinho að setja Fellaini inná í hálfleik til að vinna skallaboltana eftir útspörk De Gea. Það losaði um Robertson sem þurfti þá bara að glíma við einn hægri bakvörð og djúpan miðjumann í stað tveggja hægri bakvarða. Það sem hann lék sér að Darmian, þetta var eins og fullorðinn að spila á móti barni.

    4. Mourinho hefur ekki tapað deildarleik áður gegn Klopp en ónotatilfinningin fyrir alla þessa leiki hefur verið miklu nær þeirri ónotatilfinningu sem maður fékk fyrir leiki gegn liðum Allardyce og Pulis frekar en vegna þess að þetta er leikur gegn Man Utd. Ógeðslegra liða sem pakka í vörn og mæta fyrst og fremst til að halda stiginu og vonast eftir að pota inn einu hinumegin. Eitthvað sem hefur of oft tekist hjá öllum þessum stjórum gegn Liverpool. Hafði orð á því eftir leik að ég væri öskrandi á sjónvarpið sem stuðningsmaður United þegar Mourinho kom í viðtal eftir leik.

    5. Ég gef ekkert fyrir þessa skot á markið tölfræði, inni í því eru NFL style skottilraunir Lovren og Clyne sem og fjöldi annarra ömurlegra skottilrauna fyrir utan markið sem voru að gera mig geðveikan. Nákvæmlega það sem United vildi. Þetta hefði vel getað spilast á hinn veginn eins og hefur gerst allt of oft gegn þeim undanfarið. T.a.m. vanmetið góð björgun hjá Robertson sem náði að komast í boltann á undan Fellaini í stöðunni 1-1. Shaqiri átti geggjaða innkomu og þessi Frank Lampard mörk hans eru einmitt það sem við höfum ekki fengið gegn þeim undanfarin ár í leikjum sem hafa spilast óskaplega svipað og þessi.

    6. Horfið aftur á leikinn, það má brosa af þessu núna, en þetta var best of af verstu hornspyrnum sem við höfum séð allar í sama leiknum. Robertson og Wijnaldum komnir á vaktina?

  34. Sæl aftur og blessuð.

    Maður fær ekki nóg af þessu. Þegar erkiféndur eru í tómu rugli má alveg skemmta sér og staldra aðeins við bullið sem þar er í gangi. Nokkur atriði varðandi samvinnuhreyfingu júnætedborgar:

    1. Leiðtogalaus her: Þetta er ekki lið Giggs, Schmeichels, Keens, Beckahams og þeirra annarra sem voru miklu meira en fótboltamenn. Þessir hvolpar sem Móri er búinn að raða í stöðurnar hafa ekkert dræf og þar enginn þarna sem ber liðsmenn áfram. Andstætt þessu þá erum við amk með VvD, Alison og mögulega á góðum degi Hendó og Milner. Svo sér maður alveg neistann í Fabinho sem ég held að verði lykilmaður í liðinu, ekki síst á þessu mikilvæga sviði.

    2. Hvar eru bakverðirnir? Ég horfði á leikinn með sorgmæddum júnæted manni og það er ekki spurning að margt í leik okkar manna var langt frá því að vera fullkomið sem á verri degi og gegn betra liði hefði skapað usla. Til að mynda náðu þeir amk í tvígang að senda boltann, frá endalínu og skáhalt fyrir markið, án þess að nokkur varnarmaður okkar næði að verjast. Hvar endaði boltinn? Jú, á miðjum vellinum hinum megin – því enginn bakvörður var mættur á fjærstöngina. Hvar voru þeir? Þeir voru á sínum vallarhelmingi tilbúnir að taka á móti okkar mönnum þegar þeir væru búnir að vinna boltann. Dásamlegt alveg! En með alvöru bakverði þá hefðu þessi tvö skipti skapað mikla hættu hjá okkur.

    3. Ekkert plan. Móri er að stimpla sig út – við erum að horfa á börnát sem er algengt í atvinnulífinu og við mætum þeim einmitt á þeim tímapunkti. Það er magnað að mæta liði sem veit ekki hvert planið er. Þeir virtust vilja reka af sér slyðruorðið og gera eitthvað af viti fram á við en … samt héngu þeir aftarlega og sýndu ekki neitt. Sé ekki að kauði eigi neina framtíð í þessu. Spurningin er bara hvort þeir eru ekki betur settir með Tóní Púlis – sem er þó amk með einhverja hugmynd um það hvenrig hann ætlar að spilla (svo) fótbolta!

    Jammmm og svo eru það úlfarnir og auðvitað blessaður evrópudrátturinn.

Byrjunarliðið gegn Man Utd

Dregið í 16-liða úrslitum