Kvennaliðið fær Everton í heimsókn

Nú fer að styttast í að leikurinn gegn United fari að hefjast, en í millitíðinni er kvennaliðið okkar að spila á móti Everton í Continental Cup, síðasti leikur stelpnanna á þessu almanaksári.

Svona er liðinu stillt upp:

Kitching

S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

Fahey – Coombs – Roberts

Clarke – Sweetman-Kirk – Daniels

Bekkur: Preuss, C.Murray, Thomas, Rodgers

Leikurinn hófst núna kl. 12, og það eru strax komin 4 mörk, því miður 3 frá Everton. Niam Fahey með mark okkar, og við vonum að þær nái að setja fleiri.

Við uppfærum svo færsluna á eftir með úrslitum leiksins.


Mörkin í leiknum urðu ekki fleiri, svo leikurinn fór því 1-3 fyrir Everton. Aftur svekkjandi úrslit fyrir Vicky Jepson og stelpurnar hennar, og nú er bara að vona að liðið nái flugi á nýju ári.

Ein athugasemd

Rauðu djöflarnir kíkja í heimsókn

Byrjunarliðið gegn Man Utd