Kvennaliðið mætir Reading – aftur

Þó svo að kvennaliðið sé komið í frí fram yfir áramót í deildinni, þá eru eftir leikir í Continental Cup. Fyrirkomulagið þar virðist vera þannig að liðum sé skipt upp eftir landshluta, þannig leika okkar konur í norðurriðli nr. 2, ásamt Reading, Manchester United, Everton og Durham.

Í kvöld mun liðið semsagt heimsækja Reading, en þessi tvö lið léku einmitt um síðustu helgi í deildinni.

Það er greinilega smá “rotation” í gangi hjá Vicky, því Jesse Clarke og Anke Preuss eru t.d. á bekknum. Þá virðist planið vera að stilla upp í 3-4-3, því Leandra Little er bakvörður að upplagi, rétt eins og Sophie Bradley-Auckland og Jasmine Matthews. Liðinu er stillt upp svona:

Kitching

Little – Bradley-Auckland – Matthews

C.Murray – Coombs – Rodgers – Robe

Linnett – Sweetman-Kirk – Daniels

Bekkur: Preuss, Roberts, Fahey, Thomas, S.Murray, Clarke

Ef við rekumst á link á leikinn þá verður honum smellt hér inn í athugasemdum, en annars verður svo færslan uppfærð þegar leik lýkur.


Venjulegum leiktíma lauk með jafntefli, 1-1, þar sem Courtney Sweetman-Kirk var enn og aftur á skotskónum gegn Reading, en hún jafnaði leikinn tveim mínútum eftir að Reading náði forystunni.

Fyrirkomulagið í þessari bikarkeppni er með þeim hætti að ef venjulegum leiktíma lýkur með jafntefli, þá fara liðin í vítaspyrnukeppni, og sigurvegari þeirrar keppni hlýtur 2 stig.

Það voru okkar konur sem höfðu betur í vítakeppninni, endanleg úrslit 6-5. Fran Kitching varði þriðju spyrnu Reading, en allar spyrnur Liverpool höfnuðu í netinu. Það var fyrirliðinn Sophie Bradley-Auckland sem skoraði úr síðustu spyrnunni.

Við megum svo eiga von á öðrum leik í Continental Cup fyrir áramót, en leikur liðsins við Everton sem var frestað á dögunum er væntanlegur núna fyrir jól.

8 Comments

 1. ætla ekki að vera leiðinlegur eða með dónaskap en ég held að flestir hafa voða lítinn áhuga á kvennaliðinu…. kannski er það bara vitleysa i mer en allavega min skoðun

 2. Hef engann svakalegann áhuga á kvennaliðinu en kem svo oft á þessa síðu að oft vantar mig eitthvað nýtt að lesa og þá er frábært að hafa svona upplýsingar um kvennaliðið. Held líka að þetta sé fint uppá það að vonandi láta fólk fá smá áhuga fyrir kvennaboltanum hann getur verið ansi skemmtilegur svo persónulega finnst mér þetta snilld.

 3. Matip, þá sleppir þú bara að lesa um kvennaliðið.

  Daníel er að smita út frá sér áhugan á kvennaliðinu og er búinn að ná mér. Skemmtilegt að fá fréttir af þeim hér, takk.

 4. Ég hef áhuga á kvennaliðinu og almennt mikinn áhuga á kvennfólki yfir höfuð

 5. Við erum svosem búin að taka þessa umræðu áður, en eins og Doremí bendir á þá sleppir fólk því bara að lesa um kvennaliðið ef áhuginn er ekki til staðar. Ég passa mig líka á að tiltaka greinilega í titli að um kvennaliðið sé að ræða, þannig að það séu minni líkur á að æsast upp við að sjá nýjan pistil en fatta svo þegar lestur hefur hafist að hann sé ekki um karlaliðið.

  Nú og svo langar mig líka að árétta að fyrir mér er þetta í raun ekkert jafnréttisframtak. Þetta snýst bara um það hvort maður hafi áhuga á Liverpool FC, og þeirri knattspyrnu sem er leikin þar. Það ber engum skylda til að hafa áhuga á kvennaboltanum sem fylgist með karlaboltanum, en með aukinni umfjöllun eru a.m.k. forsendur til þess að áhuginn aukist.

 6. Æ haldið því bara yfir ykkur ef þið hafið ekki áhuga á umfjöllun um kvennaliðið. Það er töluvert leiðinlegra að lesa ummæli um lítinn áhuga á kvennaliðinu en að lesa um kvennalið Liverpool. Frábært framtak hjá Daníel og galið að reyna draga úr því.

 7. Sæl og blessuð.

  Ég veit ekki hversu gott það er að byrja með Kitching í markinu. Hvað hefur hún gert til að verðskulda þann sess? Er líka pínu stressaður með Little í bakverðinum og svo er það alltaf spurningin með Coombs á miðjunni. Ágæt í föstum leikatriðum og sópar vel – en liðið vantar fyrst og fremst skapandi fætur í þessa stöðu. Hef sagt mitt um Linnett þarna á kantinum og hef engu við það að bæta.

  Annars bara góður – já btw – var á Anfield á þriðjudagskvöldið… Mmmmmama!!!

 8. Tja, Kitching endaði nú á að tryggja liðinu sigur í leiknum með því að verja víti í vítakeppninni, svo ég veit ekki alveg hvort hún eigi skilið svona athugasemdir!

Liverpool 1-0 Napoli

Gullkastið – Álíka þægilegt og að skíta gaddavír