Liverpool fann mojo-ið aftur í þessari viku og tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Burnley og Bournemouth voru þar að auki afgreidd sannfærandi og því létt yfir mönnum. Það er svo risaslagur um næstu helgi og kominn tími á sigur gegn djöflunum. Ingimar Bjarni nýjasti meðlimur Kop.is var með okkur að þessu sinni.
00:00 – Hvað viljum við næst?
13:00 – Okkar Peter Schmeichel
19:40 – Þetta er alvöru Liverpool
27:30 – Team of Carraghers miðja
38:20 – Salah stimplar sig inn
43:00 – Meistarar í vor?
48:00 – Klopp vs Mourinho
58:10 – Sameiginlegt lið Liverpool og United
01:06:10 – Spá
Minnum einnig á heimsókn Steina og Magga í Miðjuna, hlaðvarpsþátt Fótbolta.net
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Ingimar Bjarni
MP4: Þáttur 218
LFC verður meistari. Það er bara skrifað í skýin. Seigla og heppni ásamt ómældum hæfileikum skila því.
Man shitty mun misstíga sig meira en orðið er. Kyle Walker er ofmetin,odamenti er spjaldasafnari og Mendy er meiddur. De Bryne er gloppóttur og nú hafa önnur lið séð að það er hægt að vinna þá. Ólíkt LFC. Við verðum að trúa.
Takk fyrir mig, þetta var meiriháttar hressandi og skemmtilegt.
Varðandi þennan blessaða leik á sunnudaginn, þá held ég að við munum keyra yfir þá en auðvitað mun rútufyrirtækið reyna allt sem finnst í bókinni til að drepa leikinn niður og jafntefli hjá þeim verður sigur. Eins og kom fram í hlaðvarpinu að þá er trúlega lykillinn að skora á undan og draga sig aðeins aftar, þá koma mörkin hjá okkur eftir hættulegar hornspyrnuar andstæðingana, bara svona eins og venjan hefur verið 🙂
Gleðileg jól!
Takk kærlega fyrir þessar umræður strákar. Sammála ykkur í flestu hvað varðar liðið. Ég er svosem ekkert að missa mig yfir Napólí leiknum því sjaldan hef ég haft eins góða tilfinningu eins og fyrir þann leik. Enda hefði hann þess vegna getað farið 4-0. Hvernig er þetta með Mane, er þetta kæruleysi eða nettur töffaraskapur í drengnum eins rosalega góður og hann getur verið.
Jæja, varðandi framhaldið þá er ýmislegt sem þarf að athuga. Það góða er að Liverpool er með sama prógramm og önnur lið í PL alveg fram í febrúar þegar 16 liða úrslit í CL byrja. Hið slæma er að Comez og Matip skulu vera meiddir. Þeir hafa báðir verið frábærir en nú er eins gott að Lovren sé klár og heill. Ef hann er í lagi þá hef ég ekki stórar áhyggjur þó vissulega séu ekki margir sem geta leyst af í vörninni. Milner getur eflaust hlaupið í einhverjar af þessum stöðum ef þarf. Hvar er Clyne eiginlega? Í næstu leikjum spila Fabinho, Keita og Shagiri eflaust þónokkuð mikið en ég velti enn fyrir mér hvort Klopp treysti þeim ekki alveg 100%. Af hverju byrjaði enginn þeirra gegn Napólí. Mér finnst reyndar enn það neikvæða( svo maður finni nú eitthvað að) við Klopp er að hann skiptir varamönnum of seint inn.
Annars er það svo að ég er hæstánægður með liðið okkar góða sem hefur gert frábæra hluti. Heimavöllurinn að verða eins og á velmektardögunum á níunda áratug síðustu aldar. Þá fengu andstæðingarnir í magann bara við það eitt að þurfa að spila á Anfield. Nú er liðið okkar taplaust í hvað síðustu 28 leikjum í deildinni heima og í síðustu 19 leikjum í Evrópukeppni. Var ekki síðasta tapið heima í Evrópukeppni einmitt stærsta tap Liverpool á heimavelli í Evrópukeppni, 0-3 á móti Real M. Síðan hafa menn heldur betur girt sig í brók. Anfield á að vera nánast óvinnandi vígi og ekkert múður með það.
Sælir félagar
Takk fyrir skemmtilegan þátt og sú ómælda gleði sem kom fram í þættinum sýnir vel þá stöðu sem liðið okkar er í. Ég er sammála þátttakendum hvað það varðar að taka einstaka leikmenn fyrir og níða af þeim skóinn stóran hluta leiktíðar. Þetta hefur maður séð sérstaklega hvað Hendo varðar á þessari leiktíð og hinni síðustu. Auðvitað geta leikmenn átt slæma leiki og einnig lægðartímabil en þeir verða að fá að vinna sig út úr því án svívirðinga.
Þó ég hafi staðið sjálfan mig að því að gera þetta er það samt engu betra þrátt fyrir það. Þó ég muni ekki eftir að hafa tekið leikmann fyrir nú í langan tíma þá gerði ég þetta áður og það var ekki gott. Ég bið ykkur félaga mína afsökunar á því að hafa gerst sekur um þetta framferði. Það þýðir samt ekki að ég megi ekki gagnrýna frammistöðu einstakra leikmanna í einstaka leik ef svo ber undir. En einelti á ekki að líða.
Það er nú þannig
YNWA
Hendo er ekki Gerrard og mun aldrei verða en gagngrýniin sem hann er að fá á sig er óverðskulduð veit ekki betur en Liverpool séu efstir í EPL og ósigraðir ásamt því að vera komnir í 16 liða CL. Mætti halda hann væri búinn að klúðra eitthverju feitt undanfarið.
Gaurinn hefur alltaf skilað því sem af honum er ætlast hverju sinni og auðvitað hafa meiðsli sett strik í reikning hjá honum hlýtur að vera erfitt að koma sér aftur í form á þessu leveli eftir endurtekin meiðsli.
Annars er maður bara sáttur og miklu meira en það.
Takk fyrir frábæran þátt, geggjað að hlusta á ykkur þegar allir eru í svona góðu skapi, Maggi og Steini alveg ótrúlega sammála núorðið.
Mitt sameiginlega lið Liverpool og Manchester, valið út frá formi þessa tímabils:
Alisson
Trent – Gomez – Virgil – Robertson
Milner – Matic – Gini
Shaq – Salah – Martial
Ég get alveg viðurkennt að ég hef svona 15 sinnum skipt um skoðun varðandi fyrirliðahæfileika Henderson og hef oft talað um hvað hann er vamhæfur en lika oft talað um hvað hann er góður. Nú er hann að eiga góða rispu, ekki spurning. En vill maður ekki að fyrirliði liðsins síns sé stabílli? Vilja menn ekki að fyrirliðinn geti spilað 90%+ af leikjum tímabilsins?
Ég hlustaði á Neville og Carragher tala um fyrirliða yfir höfuð i einhverjum þættinum þeirra. Þeir voru sammála um að þessir hreinræktuðu fyrirliða-eiginleikar væru að verða virkilega vandfundnir. Nánast hver einasti leikmaður í enska landsliðinu fyrir nokkrum árum var þessum hæfileikum gæddur. Nefndu þeir þar Gerrard, Ferdinand, Lambard, Terry, Scholes, Shearer og fleiri af þessum kempum. Í dag væru stjórar jafnvel að velja fyrirliða til að halda vissum leikmanni sáttum eða til að auka sjálfstraust þess leikmanns. Í flestum tilfellum eru samt bestu leikmennirnir valdnir fyrirliðar, sem er kannski ekkert endilega réttast. Það er hægt að fara í marga hringi með þetta.
Á meðan Klopp trúir á fyrirliðann í Henderson trúi ég líka, en bara af því að Klopp fær mig til þess. Ég held, og vill, að Virgil van Dijk verði gerður að fyrirliða frá og með byrjun næsta tímabils. Hann virðist vera okkar stabílasti leikmaður, hann hefur nú þegar sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika og virðist alltaf vera fullur sjálfstrausts.
Ég er bjartsýnn á framhaldið, verður strembinn fyrri hálfleikur gegn Djöflunum en held að okkar menn sigli sigrinum nokkup þægilega heim í þeim seinni.
Þessir drengir eru ekkert annað en sannir gleðigjafar og náma fróðleiks. Ástríðan fyrir okkar elskaða Liverpool skín í gegn í hverri færslu, hverjum þætti og hverjum einstaklingi sem tekur til máls.
Nú er það þannig að ég met tíma minn töluvert mikils enda kominn á þann aldur að þurfa að forgangsraða. En ég missi aldrei af podkasti Kop.is.
Þetta er þáttur # 218 og ef við gefum okkur að hver þáttur sé að meðaltali 70 mín hafa þessir snillingar skemmt mér og uppfrætt í tæpar 300 klst. Það væri einnig hægt að segja að ég hefði hlustað á þá í tæplega 40 daga í dagvinnu (8 klst).
Tíma vel varið og takk fyrir mig.:)
Þessir þættir eru bara tær snilld, þakka fyrir mig. Verður fróðlegt að sjá hverjir verði mótherjar okkarí 16 liða, ég eiginlega veit ekki hverja ég vill fá, sennilega RM, henda þeim út strax. Annars er það auðvitað leikurinn á sunnudag sem öllu máli skiptir, leikur sem verður að vinnast. 3-0 sagt og skrifað.
YNWA
Takk fyrir góðan þátt. Ég held að ég myndi setja þetta einhvernvegin svona upp.
Alisson
TAA – Gomez – VVD – Robertsson
Matic
Gini – Pogpa
Salah – Firmo – Martial
Að því sögðu þá held ég að við verðum í vandræðum með þetta og grunar að þetta verði jafntefli. Helvítis helvíti. Ég er órólegur yfir þessu.
Eg gersamlega elska þessi podcöst og hlustað a alla þættina með bros a bör, er lika að hlusta a oll podcöst fra DR FOOTBALL og alla þessa podcast þætti fra fotbolti.net og eg er farin að taka podcost allann daginn fram yfir sjonvarpip og er nu samt með allar íslensku stöðvarnar asamt siminn premium.. podcost eru mitt uppahalds afþreyingarefni i dag og td núna finnsy mér meira roandi að sofna yfir podcasti en sjonvarpinu sem maður gerði alltaf…
Annars er liðið mitt svona ef við gerum það sameiginlegt.
Allison, Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertsson
Wijnaldum, Milner, Shaqiri
salah, Firmino og Mane 🙂
A bekk svo Henderson , Lovren, Sturridge, Martial, Young, De gea og Matic