Joe Gomez framlengir

Glæsilegt, enn einn lykilmaður Liverpool skrifar undir nýjan langtímasamning. Joe Gomez var að skrifa undir samning sem rennur út sumarið 2024. Hann var einn allra efnilegasti varnarmaður í heimi þegar hann kom til Liverpool og hefur verið að standa undir þeim væntingum það sem af er þessu tímabili.

7 Comments

  1. Mikið fagnaðarefni, strákurinn hefur staðið sig með eindæmum vel og spái því að hann muni bara batna með meiri reynslu. Hörku duglegur og klókur varnarmaður

    YNWA

  2. Muniði eftir því þegar við vorum með Skrtel, Toure, Sakho og Lovren í vörninni? Þá var Mignolet líka langbesti markvörðurinn okkar. Keyptum þá Lambert og Balotelli til að hjálpa Sturridge og Borini að skora mörkin í kjölfarið á brotthvarfi Luis Suarez.

    4 ár síðan. Hvað ætli Klopp sé búinn að taka þennan klúbb mörg skref fram á við?

  3. Frábærar fréttir fyrir okkur öll í þessari fjölskyldu einsog oft er sagt. Mjög góður solid leikmaður sem hefur vaxið með hverjum leik, heldur vel ró sinni og yfirvegun.
    Björn Ingi

  4. Ég er á því að það eru mjög fá lið sem eiga eins góða miðverði og við.
    Dijk – Einfaldlega heimsklassa miðvörður og orðinn einn af þeim allra bestu.
    Gomez – Er klárlega í landsliðsklassa á leiðinn í heimsklassa með þessu áframhaldi. Fljótur, sterkur og er farinn að fækka mistökum og er enþá mjög ungur.
    Lovren – Landsliðsklassi, var einn af betri varnamönnum á HM. Hans ferill hjá Liverpool fór ekki vel af stað en hefur verið að ná inn stöðuleika og er einfaldlega mjög sterkur miðvörður.
    Matip – Ekki slæmt að geta treyst á þennan kappa þegar á þarf að halda. Virkilega sterkt að hafa svona gaur á bekknum eða jafnvel fyrir utan hóp því að hann myndi byrja inná hjá flestum liðum í úrvaldsdeildinni.

  5. Meiriháttar góðar fréttir og okkar bjarta þróun heldur áfram. Við erum að byggja upp gríðarlega sterkt lið, frá grunni og upp í toppinn.
    Eins og Doremi segir að þá hafa umskiptin á okkar liði verið ótrúleg. Við eigum nú lið sem hefur hryggjarsúlu í heimsklassa. Alisson-Virgil-Salah. Erum með þessa heimsklassaleikmenn plús alla hina, svo er nú það mikilvægasta en það er að Klopp nær alltaf miklu út úr leikmönnunum sínum. Alveg öfugt við t.d. Múrinhjo.
    Gomez er ótrúlega snöggur og sterkur leikmaður. Hann verður bara betri með Virgil.
    Þetta eru spennandi tímar hjá okkur!

  6. Sælir félagar

    Í einu orði sagt “gjörsamlega frábært og gott”.

    Það er nú þannig

    YNWA

Kvennaliðið heimsækir Reading

Meistaradeildin undir á Anfield annað kvöld