Bournemouth 0 – Liverpool 4

0-1 Salah á 25.mín
0-2 Salah á 48.mín
0-3 Cook (sm) á 68.mín
0-4 Salah á 77.mín

Gangur leiksins

Okkar menn komu sterkt inn í leikinn, réðu hreint lögum og lofum fyrsta hálftímann án þess þó að ná að opna heimamenn svo glatt eða skapa færi. Það var á 25.mínútu að við tókum forystuna, Firmino átti skot að marki sem Begovic sló út í teig þar sem Salah mætti og setti boltann í markið…og við verðum að viðurkenna að það mark átti ekki að standa þar sem að Mo karlinn var rangstæður. Eftir þetta náðu Bournemouth að koma sér inn í leikinn en staðan í hálfleik í roki og rigningu á suðurströndinni 0-1

Mo Salah stóð svo af sér tæklingu frá Cook vini sínum til að setja mark 2 í upphafi síðari hálfleiks og þá varð game over. Cook mun svo ekki horfa á endursýningu frá þessum leik, fyrst setti hann sjálfsmark eftir sendingu Robertson og svo fullkomnaði Mo þrennu sína þegar hann stakk Cook af, ákvað að sóla Berkovic tvisvar áður en hann setti boltann í markið.

Frábær frammistaða – annað árið í röð förum við frá Vitality Stadium með þrjú stig og 4-0 sigur. Toppsætið okkar um stund.

Bestu leikmenn Liverpool

Að mínu mati besta frammistaða LFC á útivelli í vetur og bara allt liðið gott. Alisson þurfti að grípa inní og gerði það sko heldur betur, vörnin var rokk solid og miðjan náði að tengja vel. Frammi var pressan mögnuð og færanýtingin að þessu sinni góð. Eftir 60 mínútur voru Bournemouth einfaldlega bara étnir og við einfaldlega keyrðum yfir þetta lið utan við síðustu 15 í seinni hálfleik.

En auðvitað var einn langbestur af góðu liði. Mo Salah. Geggjaður…meira í umræðupunktunum um hann síðar…

Slæmur dagur

Enginn slæmur, þó átti Keita pínu erfitt sóknarlega en sívinnandi og var mjög góður í því að loka á skyndisóknamöguleika Bournemouth. Hann kemur, sannfærður um það…er bara að læra inn á hvernig leikstíllinn virkar.

Umræðupunktar

– Mo Salah. Nefnilega það, “one season wonder” – “eitthvað mikið að” og fleira hefur verið sagt hingað til í vetur. Með mörkunum hans í dag er hann efstur í deildinni, jafn Raheem Sterling, þegar talið er saman mörk og stoðsendingar. Klárun í marki þrjú var náttúrulega ótrúlegt, lék tvisvar á markmanninn og beið svo eftir að Ake kæmi af línunni. Frábært að hann er farinn að klára aftur á þann hátt og algerlega klárt að hann er besti framherjinn í enska boltanum.

– James Milner lék í dag leik númer 500 í Úrvalsdeildinni…og leysti í dag stöðu hægri bakvarðar! Þegar Rodgers sótti þennan leikmann held ég að engan hafi órað fyrir því hvað hann ætti eftir að leysa mörg hlutverk hjá okkur og miðað við formið í vetur gæti hann örugglega sótt aðra 100 í viðbót.

– Breidd! Fyrir þessa viku vorum við að spá í hvernig gengi að nota hópinn. 6 stig á erfiðum útivöllum og Matip, Lallana, Shaqiri, Origi og fleiri fengið mínútur. Klár bæting frá síðasta ári.

– Frábær frammistaða heilan leik eftir flottan hálfleik á Turf Moor, díselvélar eru seinar í gang en ganga svo örugglega, er það ekki bara við núna!

– Við erum í efsta sæti, ef City var að vona að við misstigum okkur þá var það ekki að fara að gerast, koma nú Chelsea!!!

Næsta verkefni

Þriðjudagsleikur…Napoli…úrslitaleikur um áframhald í Meistaradeild.

Let’s bring another amazing European night to Anfield….

49 Comments

  1. Einn af okkar bestu leikjum í vetur.

    Salah kominn í sitt besta form
    Keita/Fabinho að stimpla sig vel inn í liðið,
    Millner með 500 leikinn sinn og fékk fyrirliðabandið
    Mane/Lallana komu með kraft af bekknum.
    Vörnin traust með heimsklassa markvörð fyrir aftan
    Klopp brosandi

    og það sem skiptir mestu máli 3 stig – Djöfull er þetta gaman 🙂

    YNWA – Napoli næsti leikur og tel ég að strákarnir fari með bullandi sjálfstraust í þann leik.

  2. Sælir félagar

    Ég hefi verið að segja við félaga mína að Salah væri kominn aftur og það væri bara tímaspursmál hvenær hann færi að raða inn mörkum. Liðið er annars orðið svo öflugt frá Alisson til Salah að ekkert lið er betra nema ef til vill M. City. Ég er helsáttur við okkar menn og Mo Salah er kominn til að hrella varnir andstæðinganna svo um munar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Eðal! Algjörlega eðal!

    Skemmtilegt comment af reddit: “Smart by Liverpool, another goal would have seen United move above Bournemouth on GD. Want to keep them in their place.”

  4. Sæl og blessuð.

    Gæti horft á fjórða markið hans Salah í allan dag. Þvílíkt upphaf að nýjum dýrðartímum hjá okkar liði.

    Auðvitað var Lallana ryðgaður og svolítið luralegur á köflum en hann var mikið i boltanum og það má kalla þetta stoðsendingu hjá honum í lokamarkinu! Væri fengur í honum ef hann kemst á skrið.

    Fabinho var flottur og Keita átti góðar glefsur. Sóleríið hjá honum í byrjun leiks sýnir hvað í honum býr. Shaquiri var alltaf beittur og átti fínar sendingar sem eitthvað hefði getað orðið úr.

    Vörnin var glæsileg og frábært að Matip skyldi spila af slíkri yfirvegun. Þarf ekki að ræða bleika tröllið í markinu.

    Bournmouth eru vissulega lið sem hentar okkur vel – vilja spila og sækja en eins og ég nefndi í einhverri aths. þá man ég eftir markinu hans Ake á lokasekúndum eftir að Karíus nokkur náði ekki tökum á boltanum… ekki ósvipað og fyrsta mark Salah. Þvílík framför hjá þessu liði. Vonum bara að þeir verði ekki lúnir á þriðjudaginn.

    Dásemdin ein.

  5. Mo Salah aldeilis frábær í dag og dómarinn átti líka góðan dag. Uppstillingin virkaði fullkomlega og já virkilega öruggur sigur hjá Liverpool. Ég saknaði bara alls ekki Henderson í þessum leik.

  6. Að mínu mati besti leikur liðsins í vetur, samt með TAA, Gomez og Mane utan vallar.

    Fyrsti leikur miðjunnar sem ég gæti trúað að Klopp telji sína bestu, þ. e. Fabinho, Keita og Wijnaldum.
    Allisson og Van Dijk rock solid eins og litli skotinn.
    Menn leiksins Milner í sínum 500. deildarleik og Egypski kóngurinn Mo Salah eins og kóngur í ríki sínu. Eldaði Cook í hádegismat.

    Top of the league, næst flest mörk skoruð og fæst á sig og spilamennskan farin að líkjast síðasta tímabili.

    Tveir heimaleikir sem ráða miklu um framhaldið framundan en með sama spili getum við alveg unnið þá leiki.

    Come on you Reds!!

  7. Frábær leikur hjá góðu liði og loksins sá ég rétta Liverpool spila og minn maður Mo Salah með þrennu en, ein spurning af hverju virkar hann svona leiður eftir að hann skoraði öll mörkin og hvar er brosið og leikgleðin í honum?

  8. Var bara spurning hvenar Mo okkar stimplaði sig inn, það formlega gerðist í dag, þó svo að hann hafi ?bara skorað 7 mörk fyrir þennan leik, og þó svo á öllum bæjum þætti það ekki svo slæmt. Þessi leikur var svo rock solid af hálfu okkar manna að eiginlega say no more.
    Svo bara Napoli í næstu viku, hef engar áhyggjur af þeim leik, 3-0 hið minnsta.

    YNWA

  9. Málið er bara að Bournemouth hafa verið góðir so far og maður bjóst við erfiðari leik skal viðurkenna það en þetta sýnir hversu hungraðir okkar menn eru og ætla ekki gefa City neitt eftir!

  10. Þetta var þéttur sigur.
    Furðulegt hvað Milner og Matip fengu litla pressu á sig.
    En Matip var samt solid og Milner er Milner 500 turbo.

    Lallana er góður fótboltamaður. Hættið að pönkast í honum og fagnið hverri mínútu sem hann fær. Það þéttir bara hópinn.

    Nú má Chelsea toppa sig.

    Nú þarf bara að brýna kutana áfram og búa til crazy Anfield European night.
    Það verður eitthvað.
    YNWA

  11. Ég á erfitt með að skilja að Salah hafi verið rangstæður fyrst Kane var það ekki þegar hann fékk vítið á móti Liverpool á seinasta tímabili. Miðað við það þá hefði ég haldið að Salah hafi hætt að vera rangstæður þegar markvörðurinn sló boltann út í teiginn.

  12. Jæja, þá eru það bláliðar… sé nú ekki í fljótu bragði að Morata og félagar séu að fara að gera Saudi einhverja skráveifu. Hazardinn hefur verið í lægð og David Luiz hefur verið að sýna gömlu glappaskotin. Mikill gæðamunur er á þessum liðum. Því er nú ver og miður. Við ættum að njóta þess að vera á toppinum.

  13. Sælir hér, mitt mat er að Keita sé maðurinn sem koma skal, algjör snillingur.

  14. Bara orðið frábært lið… ömurlegt að hafa þetta olíulið á sama tíma

  15. Stórkostlegur sigur okkar frábæra liðs, megi ljósbláu missa flugið núna. Kæri jólasveinn, ég óska mér þess að olíufélagið vinni sjeikana í kvöld!

  16. Rokk og ról hjá þeim úr Bítlaborginni. Heldur betur og jafnvel þungarokk að hætti Skálmaldar. Ef Milner væri í hljómsveit gæti hann spilað á öll hljóðfæri, þvílíkur gaur. Salah í lægðnni góðu en gerði samt þrjú, hvernig verður hann þegar hann nær sér á strik. Nei, Salah var frábær eins og meira og minna allt liðið, ekki veikan hlekk að finna í dag og mennirnir sem hafa komið inn upp á síðkastið hafa staðið sig virkilega vel. Kapallinn hjá Klopp er að ganga upp. Nú er sko gaman af lifa og á venjulegu tímabili væri Liverpool komið með hátt í 10 stiga forskot en…

  17. Lúðvík Sverriz 🙂 Ertu til í að tala niður bestu menn allra andstæðinga City hér eftir 😀

    “Hazardinn hefur verið í lægð og David Luiz hefur verið að gera gömlu glapparskotin…”

    Hazard búinn að gefa tvær stoðsendingar og DL búinn að skora. Kerp up the good work félagi 🙂

  18. Sæl og blessuð.

    Ég lagði það á mig að horfa á bláliðana slást og eigna mér minn hluta af heiðrinum – með flenniöfugu jinxi. Annað væri það nú!!!

    Erum bara á toppnum gott fólk og það kom svo bersýnilega í ljós að þetta Saudi-gengi er fjarri því ósigrandi. Margir eiga eftir að læra mikið af þessum leik!

    Takk fyrir Hazard, Luiz og félagar!

  19. MCity tapaði sínum fyrsta leik gegn Chelsea.

    Liverpool efstir, án þess að hafa tapað, með fæst mörk fengin á sig og flest hrein lök. Markamismunur gagnvart MC lagaðist um 6 mörk þess helgi!

    Sigurinn í dag var svo bara snilld. Salah efstur á þessum lista, náunginn sem er í svomikilli lægð …

    https://www.bbc.com/sport/football/premier-league/top-scorers

  20. Hafði trú á þessu með Chelsea í dag. Þeir eru ekki búnir að klára sitt verk, en svo er það líka svo að lið vilja líklega frekar að LFC vinni heldur en aðkeyptur klúbbur úr afsérgengnu hagkerfI sem er á barmi þess að gefa upp önd. Við vitum það öll að þessi feik-olíuheimur mun enda á nöf fyrr en síðar. Ég held meira með liðinu okkar en nokkru sinni vegna þess að mér finnst flott að klúbbur sem keyrir á ástríðu standi uppi í hárinu á furstunum. Megi þeir raka sitt hár og missa sitt kúl. Mögulega er allur þessi peningaheimur svona, en hvað um það þá skynjar maður að í okkar liði spila menn fyrir annað en bara pening. Það heldur enginn með City þótt þeir spili flottan bolta. Okkar lið er flott og gerir vel með nokkra af bestu leimönnum heims innanborðs. Ótrúlegt en satt. En svo er þetta. YNWA.

  21. Ekkert nema eitthver tröll annara liða sem voru að tala um eitthverja lægð hjá Salah það er fínt að þeir haldi það á meðan er Liverpool að pakka öllum saman.

  22. Stórkostlegur dagur og við á toppnum, sem betur fer eigum við léttan heimaleik næst á móti miðlungsliði sem hefur ekkert mojo.

    Ég hef trú!!

  23. Það er nú dálítið gaman að taka á móti scums verandi on top of the league.
    Pælum í því eftir Napolí leikinn.
    Keep the head on.
    YNWA

  24. Nú þegar Liverpool er á toppnum, þá óska ég þess að Klopp stilli upp nákvæmlega sömu miðjumönnum á móti Napoli og hann gerði í dag. Þessi sóknarsinnaða miðja skilar markaleikjum.

  25. Fór í hagkaup og ná?i mér í ullarsokka og þykkan bol til a? sofa í. #kaltátoppnum

  26. Svakalega finnst mér Matip hafa kjötað sig upp, eins og manni fannst hann slánalegur síðustu ár að þá finnst mér hann hafa bætt á sig massa og er búinn að vera svona helvíti góður. Það er eiginlega alveg magnað hvað þessir 4 miðverðir okkar hafa verið rock solid, þeir eru allir búnir að bæta sig.
    Geggjað að vera á toppnum, sé ekkert lið sem getur skorað meira en 1 mark á okkur eins og staðan er núna og það er kannski of auki sagt.

    YNWA

  27. Mér er alveg sama um meistaradeildina, ef það hjálpar liðinu í deildinni að detta út gegn Napolí, þá bara endilega, að vinna deildina er það eina sem ég vil. Ótrúlegt við séum fyrir ofan City, Klopp er ótrúlegur og FSG hafi vaxið mikið í mínum augum síðustu ár.

  28. Þetta er gjörsamlega geggjuð frammistaða hjá liðinu. Það er svo gaman að vera poolari í dag 🙂

    Svakaleg spenna framundan, spennum beltin og njótum þess að horfa á þetta magnaða lið taka á þessum extreme andstæðingi sem City er.

  29. Af hverju eru ekki 100+ komment hérna eftir þennan frábæra dag?

  30. Leikurinn á móti Napolí ER mikilvægur fyrir deildina. Europa League spilar á fimmtudögum sem er verra m.t.t laugardagsleikja.

    Fyrir utan að við eigum að vinna með hreint mark á heimavelli.

  31. Svavar 39 þú veist alveg svarið við spurningu þinni….það er hægt að hrósa svo mörgu við liðið okkar á þessu timabili….styrkur Klopps finnst mér vera að koma verulega i ljós núna og vonandi heldur það áfram….það verður allt gert til að leggja Napolí að velli í næsta leik þeir sem halda annað eru á villigötum….hvernig liðinu verður spilað i þeim leik og þeim næstu treystum við Klopp án niðurrifa…. styðjum hann i sínum ákvörðunum alla leið…hann hefur verið að kalla eftir því frá stuðningsmönnum i vikunni….

  32. Er framtíðarmiðjan fundin með þá Keita og Fabinho? Þeir virðast koma með hið fullkomna jafnvægi, þegar þeir eru þarna á miðsvæðinu.

  33. Það má alveg að ósekju minnast á Fabinho en vinnusemi og ósérhlífni einkennir í sívaxandi mæli hans framgöngu innan vallar. Frábær leikmaður á réttri leið. Sama má segja um Keita sem tekur meira og meira til sín eftir því sem líður á tímabilið.

    Sá Chelsea og Man City og tók eftir tvennu sem mér fannst áhugavert. Í fyrsta lagi þá fannst mér City hreinlega hætta við mótlætið í seinni hálfleik. Í annan stað fannst mér Pep óvenju svekktur í fyrsta viðtalinu eftir leikinn. Guardiola er yfirleitt giska snarborulegur sama hverju gengur á en þarna var hann tuðandi, svekkur og fúll svona relative speaking. Var ánægður að sjá töffarann missa kúlið eins og liðið hans.

    Núna er kannski búið að taka City af stallinum aðeins og það besta væri ef efinn um eigið ágæti hefði sest að í sálartetrum leikmanna og stjórans.

  34. Maður er bara ennþá á skýi eftir gærdaginn. Þvílík frammistaða hjá okkar frábæra liði og einnig hjá bláa olíuplastinu frá London.

    Þetta er hugsanlega besta lið sem við höfum nokkurn tímann átt. Það er aðeins ljósbláa svindlið frá Manchester sem villir manni sýn í þeim efnum.

    Nú er bara að halda haus í næsta leik á móti Napoli og klára það verkefni. Gríðarlega mikilvægt að komast áfram, því ekki viljum við lenda í því að spila í EL á fimmtudögum.

    Áfram Liverpool!

  35. Mér finnst eitt alveg magnað, það er hversu vel Klopp gerir það að koma nýjum mönnum hægt og rólega inní liðið, hann gefur þeim tíma til þess að aðlagast leikstíl, hápressu og öðru sem hann vill leggja áherslu á og svo þegar honum finnst leikmennirnir vera tilbúnir þá fá þeir að spila meira og meira. Þetta á við Shaqiri, Fabinho og Keita. Þessir leikmenn verða bara betri og betri með hverjum leiknum. Fabinho var alveg frábær í þessum leik, og Keita á móti Burnley.
    Ææææ hvað það er svo gott að vera á toppnum, ég vill samt frekar vera þar í lok tímabils 🙂

    Hver gaf Matip Lýsi ?? VVD ?

  36. Nr. 44

    Höfum við ekki bara séð of fá viðtöl við Guardiola eftir tapleiki? Alls alls ekki sammála að hann sé alltaf kúl og flottur á því í viðtölum eftir tapleiki.

  37. Frábær sigur og meiriháttar að skoða töfluna og sjá okkar ástkæra lið #1 :). Hversu magnað er það? Það er einhver sérstök stemning yfir liðinu og það er greinilega í rétta gírnum. Ef það helst trúi ég að við verðum líka #1 eftir 38 umferðir. Varðandi Mo, þá sýnist mér hann bæði andlega og líkamlega sprækur þó hann hafi ekki tekið heljarstökk eftir mörk sín um helgina. Mikið erum við heppin að hann er púlari! Takk Maggi fyrir mjög góða skýrslu.

Liðið gegn Bournemouth

Kvennaliðið heimsækir Reading