Upphitun: AFC Bournemouth – Liverpool

Á suðurströnd Englands stendur 200.000 manna smábærinn Bournemouth, heimili Eddie Howe og lærissveina hans. Liðið er fyrir margar sakir merkilegt. Eddie er sá þjálfari sem hefur verið lengst með sama liðið í úrvalsdeildinni, tók við þeim í þriðju deild á því herrans ári 2012 og náði árið 2015 að stýra liðinu alla leið upp í úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögu þess.

Bournemouth er lang minnsta liðið í deildinni ef miðað er við stærð vallarins en Dean Court tekur 11.500 í sæti, næsti völlur fyrir ofan (Vicarage Road hjá Watford Wat) tekur tæplega 21.000. Það er í raun þannig að Dean Court væri einn minnsti völlurinn bæði í annarri og þriðju deild en ekki skilja þetta þannig að Bournemouth séu einhverjir krúttlegir túristar í efstu deild.  Þeir hafa verið klárað um miðja deild síðustu tvö ár og eru eftir fimmtán leiki í sjötta til áttunda sæti deildarinnar ásamt Everton og Manchester United. Það þrátt fyrir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm. Þeir hljóta vera farnir að hafa Evrópudeildar sæti sem markmið á tímabilinu, sem væri ótrúlegt afrek.

Lið andstæðinganna

Bournemouth spila sóknarbolta en eru brothættir baka til, búnir að fá á sig rúmlega eitt og hálft mark í leik það sem af er tímabils. Fraser og Wilson eru komnir með samtals fjórtán mörk og þrettán stoðsendingar það sem af er tímabils og Joshua King er komin með 5 mörk og eina stoðsendingu. Ekkert að því. Ef litið er aðeins neðar á markaskoraralistann þeirra, finnst Jordan nokkur Ibe með tvö mörk en hann hefur ekki mikið spilað, það eru verri menn til til að hafa á bekknum til að sprengja upp leikinn.

Miðjumaðurinn Lewis Cook meiddist illa á móti Huddersfield í vikunni og verður væntanlega frá út tímabilið og það eru spurningarmerki við miðjumanninn Dan Gosling. Fyrir utan þá tvo er vitað að Adam Smith er áfram frá. Bournemouth fá einn auka dag í hvíld en fjórir dagar eru samt ekki mikið á milli leikja, það er spurning hversu mikið Eddie Howe vill hrófla í hópnum sem sigraði Huddersfield.

Bournemouth leggja almennt upp með að halda boltanum og spila sig í gegnum varnir andstæðinganna. Það ætti að henta okkar mönnum vel sem sýndu í lok leiksins gegn Burnley að þeir kunna listina að tæta lið í sundur með gagnáras. Ætla að spá byrjunarliði heimamanna svona:

Okkar menn

Liverpool eru búnir að vinna fjóra leiki í deildinni í röð og eru ósigraðir í síðustu 16 leikjum (þar er talinn með síðasti leikurinn í fyrra). Met Liverpool á úrvalsdeildartímabilinu eru 17 leikir ósigraðir. Handan við hornið eru tveir risaleikir, Napólí og meistaradeild og svo heimsókn frá José Mourinho í næstu viku. Klopp verður að nota hópinn líkt og gegn Burnley en spurninginn er hvort hann leggi meiri áherslu á að hvíla menn eða spila þeim saman fyrir Napólí.

Við vitum að Gomez spilar ekki næstu sex vikur eða svo eftir meiðslin gegn Burnley. Lovren verður ekki með vegna vægs heilahristings svo að Matip kemur í miðvörðinn við hlið Van Dijk (sem einhvern tímann hlýtur að fá að hvíla en guð má vita hvenær það verður). Mané er ekki byrjaður að æfa aftur með liðinu vegnar skurðar á fæti, Clyne er horfinn á ný. Robbo er hins vegar aftur komin inn (samkvæmt Klopp fékk hann heila átta tíma í pásu, æfði um morguninn á leikdegi en fór ekki með til Burnley) þannig að hann kemur væntanlega inn í bakvörðinn.

Svo er spurningin með miðjuna. Ef Milner spilar mun það vera hans fimmhundraðasti leikur í efstu deild.  En ég held að Klopp geymi hann aðeins fyrir Napólí leikinn ásamt Hendo. Bæði Keita og Fabinho eru búnir að spila sitthvorn flotta leikinn í vikunni en ég ætla að giska á að þeir spili ekki báðir þennan leik.  Líklega kemur Gini okkar inn fyrir Keita, Fabinho fær aftur að spreyta sig og fyrir framan þá verður Firmino og svo Salah upp á topp. Ég held að Shaqiri taki annan kantinn og svo haldi Klopp áfram að koma á óvart með að leyfa Lallana að spreyta sig hinum megin. Reyndar gæti maður alveg eins giskað með píluspjaldi, þetta er sá árstími.

Spáin

Þú getur gleymt því að ég spái einhverju öðru en Liverpool sigri í minni fyrstu upphitun. Þetta er fyrsti leikurinn lengi þar sem okkar menn spila á undan City og munu þeir vilja koma pressunni yfir á bláa liðið til tilbreytingar. Ég held að liðið haldi áfram þar sem frá var horfið undir lokin gegn Burnley. Okkar menn munu liggja aðeins til baka til að byrja með en svo finna taktinn um miðjan fyrri hálfleik og skora tvö mörk, Salah með annað og Firmino hitt. Þegar líður á seinni hálfleik mun Sturridge svo koma inn fyrir Salah og gera út um leikinn, nokkuð þægilegur 3-0 sigur og við höldum brosandi inn í risa vikuna sem er framundan.

15 Comments

 1. Þetta verður opinn leikur þar sem heimamenn vilja halda boltanum og hafa oftar en ekki þorað að færa sig framar. Framlín þeira er hröð og þurfum við að vera tánum gangvart því.
  Ég tel að Salah mun alltaf byrja þennan leik af því að hann byrjaði ekki síðasta leik.
  Þetta lið er mun sterkara en Burnley liðið sem við þurftum að hafa okkur alla við að vinna í síðasta leik.

  Hjá Bournmouth byrjar auðvita Lewis Cook aldrei þennan leik þar sem hann sleit liðband í síðasta leik og verður úr leik næstu 9 mánuði

  Spáum 1-2 sigri þar sem Salah skorar bæði mörkinn.

 2. Frábær pistill takk fyrir upphitun. Spái því að Origi byrji frekar en Lallana. Origi hefur alveg gert góða hluti gegn þessu liði áður.

 3. #1 Mikið rétt með Lewis, en þeir eru með annan Cook, Steve Cook varnarmann. Nóg af kokkum í þessu eldhúsi 🙂

 4. Takk fyrir þetta. Leikur þar sem menn verða að vera á tánum. Erfitt lið með fullt af sprækum leikmönnum. Ef Lallana fær ekki einhver tækifæri í þessari törn er þá ekki nokkuð ljóst að hann rær á önnur mið ekki seinna en næsta sumar. Mér sýnist á öllu að dagar hans hjá Liverpool séu senn taldir. Hvenær er hægt að gefa VvD frí, þó ekki nema einn hálfleik? Nú reynir á Klopp hvernig hann hrókerar mönnum því ekki má tapa stigum í deildinni og allt undir í CL. Nú væri frábært að hafa Uxann ég segi ekki meir.

 5. Takk fyrir flotta upphitun, þína fyrstu 🙂 Þetta er fyrirfram erfiður leikur sem má alls ekki tapast. Ég spái því að við förum með sterkt lið í þennan leik, og byrjum að krafti til þess að reyna að drepa leikinn sem fyrst og þá munum við skipta inná leikmönnum sem hafa ekki fengið mörg tækifæri. Mane á að vera leikfær segir Klopp, og vörnin velur sig nokkurn vegin sjálf þannig að þetta er bara spurning um miðjuna. Ég held að Gini, Milner og Fabinho verði þar. Þetta er leikur sem verður að vinnast til þess að setja smá pressu á city sem vonandi tapar fyrir celski 🙂

 6. Flott upphitun – erfiður leikur en við erum með miklu betra lið og eigum að vinna þetta, við erum einu sinni Liverpool og vorum að slá stigametið

 7. Ég er sammála skýrsluhöfundi með liðið nema að ég myndi setja Firminho á kantinn og Shaq í holuna, á þeim forsendum að Firminho er betri varnarlega en Shaq og Bournemouth eiga fljóta og hættulega kantmenn.

  Lallana kallinn er bara búinn fyrir mér. Getum við ekki kallað Wilson úr láni með 2 klst fyrirvara og hent honum í liðið.

  Annars fer þetta 0-3. Shaq, Salah og Dijk

 8. Spái því að Klopp stilli þessu svona upp (4-3-3) Allison, TAA, VVD, Robertsson, Hendo, Wijnaldum, Salah, Firmino og Salah og LFC vinni 1-2

 9. Sammála mörgum hér, þetta gæti orðið trikkí leikur. Bournmouth eru með gott lið og eins gott að okkar menn mæti með hausinn rétt skrúfaðan. Held einnig að tími Lallana hjá LFC sé að líða undir lok, spurning hvort það sé einnig með Clyne, en kraftaverk geta gerst, ennþá.
  Spái 1-2 í þræl spennandi leik.

  YNWA

 10. Suso ætlar þú að spila leikkerfið 3-2-2 held það vanti einhverja í liðið

Tímabilið furðulega

Liðið gegn Bournemouth