Liðið gegn Burnley

Þá er búið að tilkynna liðið, og nú reynir á breiddina:

Alisson

Gomez – Virgil – Matip – Moreno

Milner – Henderson – Keita

Shaqiri – Sturridge – Origi

Bekkur: Mignolet, Trent, Fabinho, Lallana, Firmino, Salah, Camacho

Semsagt: skipt um fremstu 3 bara eins og þeir leggja sig. Robertson og Mané greinilega ekki leikfærir eins og var búið að slúðra um. Þá er áhugavert að sjá að Camacho fær sénsinn á bekkinn, en hann hefur staðið sig með ágætum með U23 og hefur svo verið að æfa með aðalliðinu síðustu vikur, fór t.a.m. með liðinu til Parísar.

Enginn Ragnar Klavan til að bjarga málunum á síðustu mínútu, enda er Origi búinn að taka við því kefli.

KOMA SVO!

65 Comments

 1. Þetta byrjunarlið sýnir að það er farið að reyna töluvert á liðið í þessu leikjaálagi. Þetta er leikurinn til að gera breytingar í þessari leikjahrynu sem við erum í núna og þeir sem koma inn verða bara að nýta sénsinn. Þetta er t.d. stór leikur fyrir Origi og Sturridge sem geta alveg gert tilkall til þess að fá fleiri mínútur ef þeir standa sig í kvöld.

 2. Já það eru engar smá breytingar, þolir þessi hópur 7 breytingar og fara á útivöll.
  Ég verð rosalega ánægður ef það tekst en ég er frekar svartsýnn, enda öll sóknarlínan út og Moreno og Matip inn í vörnina.
  En ég er samt spenntur fyrir að sjá þessa sóknarlínu og Keita á miðjunni en ég skil ekki af hverju Fabinho fær ekki fleiri leiki í röð.

  Spái þessu þó 0-1

 3. Jamm, hvar er Lovren. Er hann meiddur eða hvað? Miklar breytingar á liðinu en ég trúi ekki öðru en Klopp viti hvað hann er að gera

 4. #2 Sturridge fær ekki fleiri mínótur sama hvað hann gerir nema þegar þarf að skipta út öllu liðinu þótt Firmino hafi verið afleitur. Ekki margir leikir síðan að Studge var markahæstur með Mane og með 4x mínótur spilaðar minna en fremstu 3.

 5. Verðum að hvíla menn þó þetta lýti ekki alveg nógu vel út eigum við að geta unnið. Vonandi sýnir keita hvað hann getur. koma svo við erum Liverpool

 6. Maður er i sjokki að sja þetta byrjunarlið og mer lyðir eins og klopp se að fara i æfingaleik og se að gera lítið ur liði Burnley. En eins gott að hann stingi uppi mig 13 sokkum þvi þetta lytur ekki vel ut. Ef þetta vinnst er það frabært en finnst þetta alltof mikið af breytingum en vonandi veit klopp hvað hann er að gera þvi ef ekki verður hann sennilega tekinn af lifi fyrir þetta rugl ..

 7. Miklar breytingar á einu bretti Gomez komin í hægri enn eina ferðina líst ekkert sérstaklega á þessa uppstillingu.

 8. Mikilvægt að rótera hópnum þegar það er hægt, ef það er ekki hægt gegn Burnley þá á liðið okkar ekki heima í titilbaráttu. Nú þurfa menn að spíta í brækurnar og hisja upp um sig lófana. Þetta verður auðveldur sigur.

 9. City skilja okkur eftir í í jólatörninni. Breiddin hjá þessum liðum er bara langt frá því að vera sambærileg.

 10. Eigum við ekki að leyfa mönnum að spila leikinn áður en við rökkum þá niður YNWA

 11. Það er enginn búinn að rakka neinn niður þetta eru legit áhyggjur af 7 breytingum á einu bretti á byrjunarliði en það er satt hjá þér Erlingur tími til að þeigja núna og horfa á leikinn.
  YNWA

 12. Ég er á því að Klopp viti vel ástandið á hópnum og menn að benda á hvort að liðið ráðið við að gera svona margar breyttingar en ég er viss um að Klopp sé frekar að hugsa hvort að liðið myndi ráða við álagið ef hann gerði ekki þessa breyttingar.

  Nú Þurfa þessir kappar einfaldlega að stíga upp. Það þýðir ekkert að vera á bekknum og hugsa með sjálfum sér að maður sé betri en þeir sem eru inná ef maður getur ekki nýtt tækifærið til að sanna það. Útileikir í úrvaldsdeildinni eru allir mjög erfiðir og þegar við stillum uppí hálfgert B-lið þá eru þeir extra erfiðir en ég hef trú á að einhvern stígur upp og við sigrum 1-2 mörk frá Sturridge og Origi 🙂

 13. Auðvitað er allt hægt en þetta eru rosalegar breytingar. Nuna er eg byrjaður að labba um gólf af stressi með hjartað i buxunum en vonandi gengur þetta gambl upp hja okkar manni 🙂

 14. Enn á ný bullandi jákvæðni fyrir leik eða þannig. Núna erum við að sigla inn í svakalegt prógram og því ekkert skrýtið að breytingar séu gerðar. Treysti þessum leikmönnum alveg til að klára þennan leik. Veit ekki betur en að sumir hafi verið að óska eftir því að leikmenn fengju hvíld og þegar það er gert þá kvarta menn yfir að menn séu hvíldir. Erum með ógnarsterkan bekk og hvernig sem fer þá er þetta samt liðið mitt.
  YNWA

 15. BJÖRN S

  slakaðu a, sumir taka meira þetta lið inna sig en aðrir og segja sínar skoðanir. Fyrir suma okkar er þetta uppa lif og dauða og við sofum ekki a nottunni utaf þessu liði.. veit ekkert hvar þu ert en eg þoli ekki menn sem segja alltaf bara ja ekkert stress og tökum næsta leik. Eg persónulega sef ekki a nottunni utaf Liverpool og þetta lið skiptir mig öllu mali.. þo menn skiptist a skoðunum hvað þa núna með þetta byrjunarlið er bara eðlilegt.. við erum i minum augum að tala um hluti sem eru jafn mikilvægir og ef fjölskyldu meðlimur lætur lifið.. sorry ljott að segja það en þetta skiptir mig bara ólýsanlega miklu máli það er bara þannig.

 16. GMG djöfulsins fautar og að sjálfsögðu enski dómarinn að leyfa þetta

 17. Viðar ENSKI
  Það var ég einmitt að gera, segja mína skoðun. En þú hefur þá ekki sofið mikið undanfarna áratugi. En ég biðst velvirðingar á því að láta svona frá mér, vissi ekki að um líf og limi væri að tefla. En að leiknum þá megum við þakka fyrir að sleppa í gegnum hann án fleiri skakkafalla en nú þegar eru komin.
  YNWA

 18. Björn s

  Ekkert illa meint sko, bara þoli ekki þegar menn eru að tala alltaf um að slaka a, ekki að segja að þu hafir gert það alls ekki. En oft virðast menn alltaf geta sagt bara ja slakiði a og þetta reddast..

 19. Skiptingar strax i hálfleik TAKK… erum ekki bunir að skapa færi og þurfum KRAFTAVERK til að taka 3 stig !!!

  KLOPP BREGÐAST VIÐ STRAX TAKK !!!!!!!

 20. Flestar viðbörunarbjöllur að hringja í fyrri. Munurinn á Liverpool og City í hnotskurn. Breiddin.

 21. getur einhver sagt mér hvað game planið er, annað en að senda boltann til baka?

 22. Miðað við fyrri hálfleik er ekki sjáanlegur gæðamunur á liðunum í næst efsta og næst neðsta sæti, en ég hef þó fulla trú á því að okkar menn klári þetta.

 23. Mjög þungmannalegt hjá okkur fyrstu 45 mín. Nýja sóknarlínan alveg steingeld með enga ógn, miðsvæðið okkar er að reyna og er það helst Keita sem nær að koma með nokkra spretti upp völlinn sem ógnar smá.
  Ömurlegt að missa Gomez og vonandi mun hann ná sér fljót.
  Okkar menn eru samt mjög þolimóðir en á móti kemur þá erum við mjög hægir í okkar leik sem hjálpar heimamönum mikið. Það er eins og við séum að bíða eftir að setja Firmino og Salah inná og þá fara hlutirnir að gerast en Origi/Sturridge þurfa að sýna eitthvað sem gefur til kynna að það sé hægt að treysta þeim í að spila fullt af mín.
  Þeira auðvita gera leikinn dálítið ljótan því að sóknarleikur þeira eru langar sendingar og vinna seinni boltan.

  Þetta verður líklega áfram svipað í þeim síðari og er líklegt að eitt mark munu ráða úrslitum og vona maður að það falli með okkur.

 24. Erum 65-70% með boltann sem er gott. Ekkert reynt á Hart sem er slæmt. Burnley átt góða spretti og sýnt okkur að það má ekki slaka á gegn þeim. Hef ekki trú á skiptingu strax. Þurftum að gera eina í fyrri og það ruglar kerfinu aðeins. Við þessar aðstæður og gegn þessu liði þá sætti ég mig alveg við 1-0 sigur og þrjá punkta. En klárlega eigum við menn inni á bekknum sem gætu breytt leiknum.
  YNWA

 25. Keita er nú bara búin að vera mjög góður í fyrri hálfleik. Við þurfum bara að skapa aðeins fleiri færi, þá hef ég trú á að við setjum eins og tvö mörk. Koma svo í seinni, Studge og Origi. Þeir verða að fá sendingar til þess að skora !

 26. Nauh, frábærlega gert hjá Keita…

  Hann er búinn að vera þrælfínn.

 27. Lá í loftinu. Höfum ekki breidd í róteringu eins og síðustu 20 ár bara.

 28. Sturridge alveg vonlaus í dag 🙁 Gerir ekki annað en að missa boltann

 29. Ojojoj, mikið var þetta ljótt. Nú þarf eitthvað að fara að gerast fram á við.

 30. Kolólöglegt mark, boltinn sparkaður úr höndunum á markmanni. Dómgæslan á Englandi fer bara versnandi.

 31. Fínt að rótera 7 mönnum milli leikja. Þar af eru 5 sem varla nenna þessu

 32. Allison með báðar hendur á boltanum og spurning með rangstöðu þegar Burnley maður sparkar boltanum úr höndunum á honum.

  Annars var aðeins meiri kraftur hjá Liverpool í byrjun síðari með bæði Sturridge og Keita með hörkuskot sem Hart varði vel. Þetta mark er samt algjört kjaftshögg fyrir okkur og er ég hræddum um að þróska Klopp verður honum að falli.
  Origi var algjör hetja síðustu helgi en hann er ekki leikmaður sem á að byrja leik hjá liverpool í úrvaldsdeild í dag.

 33. Jæja loksins þegar líf færðist í okkar menn þá fáum við mark á okkur. Var þetta löglegt mark? Nú verða menn að girða sig í brók og klára þetta verkefni.
  YNWA

 34. Svavar, enskir þulir sögðu þetta í lagi, en ég sé að hann er með hendur á boltanum ! Reyndar halda þeir þvílíkt með burnley í þessum leik, rangstæða líka eða ?

 35. Hvernig er þetta mark? Allison með lúkuna á boltanum. Má þetta bara sí svona. #bull

 36. Hvað i andsk. Er klopp að pæla. Alltilagi að taka einn ut en ekki alla 3 og setja surridge og origi inn.

  Þetta gæti farið illa

 37. Milner með markið og Guðinn Origi með assist!

  Koma svo bæta við fleirum og sigla þessu heim

  YNWA

 38. Er þetta ekki það sem hefur vantað…. skjóta á markið 🙂

  Nú skal blása til sóknar 🙂

 39. Flott comeback. King Origi með assist. Og mikið sem Virgil er mikilvægur.

  En þessi dómari er algjör helvítis sulta.

  Djöfull langar mig að við völtum yfir þetta skítlélega tudda Burnley-lið sem fær alla hjálp frá dómarasultunni.

  Koma svo, bæta í!!!

 40. Jeeeeeeeeeeeeee!!!! Frábært eftir basl í kjölfar hornspyrnunnar! Geggjað!

 41. Vúhú aldrei í hættu! Enski getur sofið vært í nótt:)

  YNWA

 42. þvílikur munur á fyrri hálfleik og þeim seinni það held eg að klopp hafi lesið yfir mönnum í hálfleik virgil og allison voru menn leiksins

 43. Flottur leikur, markið hjá Burnley átti aldrei að standa, rangstaða og síðan er Alison með báðar hendur á boltanum. Burnley voru grófir og fengu að spila þannig allan leikinn.
  Við vorum miklu meira með boltann. Hart átti örugglega sinn besta leik.
  Sanngjörn úrslit

  Áfram Liverpool

 44. Hæ Poolarar.Rosalega er mikið af Ragnari Reykàs innà þessari fràbæru sìðu,besta lið ì heimi eða drullandi uppà bak.Lìfið er fòtbolti. Àn LFC værum við bara e-h dùddar ùtì bæ,en Herr Klopp og stràkarnir sameina okkur ì 1 heild og við skuldum þeim (og sérstaklega NÙNA).Svo stràkar koma svo sama hvernig gengur þà munið þið gangið aldrei einir.Kv.Mr.T

Gullkastið – D1V0CK ORIGI!

Burnley 1 – 3 Liverpool