Gullkastið – D1V0CK ORIGI!

Divock Origi maður, honum gleymum við ekki. Eyþór Guðjóns mætti aftur í podcast beint frá Liverpool og kom með stemminguna á Anfield beint í æð. PSG var ekki jafn mikið partý og það er tveir ólíkir útileikir framundan í þessari viku.

00:00 – Stemmingin á Anfield og spretturinn hjá Klopp
12:40 – 20 ár og frábær flautumörk
26:30 – Óvenju gott Everton lið
32:50 – Fabinho loksins að spila sig inn í liðið?
48:00 – PSG sami viðbjóður innanvallar og þeir eru utanvallar
56:20 – Dómarahorni – Versti dómari ársins
58:00 – Burnley og Bournemouth

Minnum einnig á spjall Magga Beardsley við Jóa Kalla í gærkvöldi en Jói er auðvitað fyrrum leikmaður Burnley og þekkir vel til hjá klúnnum.

Endilega finnið okkur á Itunes eða Spotify og setjið Gullkastið i áskrift og okkur þætti mjög vænt um review ef þið hafið gaman af þessum þáttum okkar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Eyþór Guðjóns

MP3: Þáttur 217

3 Comments

  1. Takk fyrir þetta strákar. Sammála ykkur með að Origi er leikmaðurinn þessa vikuna. Þetta er rosalega jákvætt og gæti hreinlega endurræst ferilinn hjá annars þessum fína leikmanni. Búinn að skora í ca fjórða hverjum leik hjá Liverpool og oft sem varamaður. Þetta er því enginn bjálfi enda líka viðloðandi landslið. Shagiri, Sturrigde og Origi gætu allt verið leikmenn sem bæði létta á senterunum okkar og setja jafnvel á þá smá pressu. Vona að þið séuð sannspáir varðandi Fabhino en hann á að mínu mati langt í land að verða afgerandi sem ankerið á miðjunni sem hefur svo sárlega vantað til að koma okkar liði á par við þau bestu. Gerist kannski hjá honum með tíð og tíma, vonandi.

  2. Er hið eiginlega DMC hlutverk ekki komið í dvala? Klárlega hjá Klopp og bara almennt í fótboltanum á þessu leveli? Er einhver svona Macherano eða Hamann týpa í dag sem spilar eins afgerandi aftast á miðjunni og einbeitir sér bara að varnarleik? Dettur helst í hug Matic sem er eins og fiskur á þurru landi þessa dagana.

    Það er greinilega mjög erfitt að spila á miðjunni fyrir Klopp og menn þurfa að gegna mörgum hlutverkum. Fabinho er með frábæra tölfræði þegar kemur að tæklingum og að brjóta upp spil en hann er ekkert endilega aftasti miðjumaður (DMC). Wijnaldum var oftar en ekki aftar en hann í síðasta leik (og í þeim leikjum sem þeir hafa spilað saman) en á pappír eru þeir samsíða aftast á miðjunni. Þannig held ég að þetta hafi verið hjá Dortmund líka þegar Klopp var stjóri þar. Khel var mest afgerandi DMC liðsins en þeir voru jafnan með mjög kvika og flæðandi miðju sem endurskilgreindi pressufótbolta. Nuri Sahin var t.a.m. leikmaður tímabilsins þar í sambærilegu hlutverki og Fabinho er núna hjá Liverpool og ekki er hann dæmigerður varnartengiliður.

    Kanté sem jafnan er talað upp sem besta varnartengilið í heimi (réttilega) spilar jafnan ekki sem aftasti miðjumaður. Hann var með Drinkwater við hliðina á sér eða fyrir aftan sig hjá Leicester. Hann var með Matic í sama hlutverki hjá Chelsea. Núna er eins og Jorginho sé búinn að taka hans stöðu en Sarri hefur einnig breytt leikstíl Chelsea mikið, Kanté er eiginlega meira á vængnum og framarlega á miðjunni frekar en sem DMC. Jorgiho er líka alls ekki jafn sterkur varnarlega og Matic og Drinkwater. Kanté er reyndar í meira varnartengiliðs hlutverki hjá landsliðinu og þeir eru eðlilega heimsmeistarar fyrir vikið enda leikmaður sem spilar eins og tveir menn þegar hann er í hlutverki sem hann þekkir.

    Þetta var oft missklningurinn þegar verið var að bera Keita saman við Kanté, talað um hann sem varnartengilið eins og Kanté sem átti í raun alls ekki við í hvorugu tilvikinu. Keita nota bene held ég að sé ennþá hinn fullkomni Klopp leikmaður og við förum að fá að sjá það á næstu vikum. Byrjar vonandi strax í kvöld.

  3. Í sambandi við markvörsluna hjá Alisson þá er hún á heimsmælikvarða,því hann er á leiðinni tilbaka til hægri og ver með útrétta vinstri og alls ekki beint á hann.

    Reflexvarsla af bestu sort.

Upphitun: Burnley á Turf Moor

Liðið gegn Burnley