Liverpool 1-0 Everton

Liverpool vann mikilvægan og dramatískan 1-0 sigur í grannaslagnum þegar Divock Origi kom inn á í sínum fyrsta deildarleik í vetur og skoraði hálf kjánalegt mark þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Illa sætur sigur á Everton það!

Markið
1-0 Divock Origi 96.mín

Leikurinn
Það var ansi óvenjulegur bragur á Everton í þessum leik því þeir mættu og reyndu að spila fótbolta í stað þess að leggja upp með að eyðileggja leiki með tæklingum og leiðindum, það þýddi að leikurinn spilaðist töluvert öðruvísi en svo oft áður.

Leikurinn var nokkuð opinn á báða bóga og fengu bæði lið fín færi í leiknum. Alisson átti sturlaða vörslu þegar hann varði skot Walcott sem stóð svo gott sem á marklínunni en Alisson sá við honum og Gomez bjargaði svo að frákastið fór yfir línuna. Mane, Salah og Shaqiri fengu allir fín færi þegar þeir komust í gegnum vörn Everton en skot þeirra annað hvort rétt framhjá eða varin.

Bæði lið áttu sín færi í leiknum og þótti mér vera ákveðinn jafnteflisbragur á þessum leik og kannski nokkuð ósanngjarnt að annað liðið færi tómhent heim en þar sem þetta er nú litaður Liverpool vettvangur þá fagna ég því heitt og innilega að Everton, sem reyndu að koma og spila fótbolta, fari tómhentir yfir ána eftir ógeðslega ansalegt mark!

Klopp tók áhugaverðar breytingar seinni part leiksins. Tók Salah, Firmino og Shaqiri út og setti inn þá Keita, Sturridge og Origi. Sá síðast nefndi var að spila sínar fyrstu deildarmínútur í ansi langan tíma og var líflegur. Hann átti góða rispu upp kantinn og fyrirgjöf sem minnstu munaði að Mane næði til, skömmu síðar átti hann skot í slá úr 30 cm færi og í blálok leiksins hitti hann bolta sem hann ætlaði að skalla með öxlinni eftir ÖMURLEGT skot Van Dijk sem stefndi ofan á þverslánna og yfir en Jordan “Ég mun ekki gera mistök eins og Alisson” Pickford hoppaði upp í boltann og hindraði að hann færi út af en hann féll beint á Origi sem kom boltanum yfir línuna.

Shit hvað þetta var fucking geggjað! Afsakið orðbragðið – en samt ekki.

Liverpool er nú enn tveimur stigum á eftir City sem sitja á toppnum og nú með fimm og sex stiga forystu á Arsenal, Chelsea og Tottenham sem koma í sætunum á eftir og gefur þetta vonandi gott veganesti yfir í næstu leiki.

Bestu leikmenn Liverpool
Rökréttast væri að nefna Alisson Beckers sem var sturlaður í dag og er án nokkurs vafa sá markvörður sem hefur verið lang bestur í Úrvalsdeildinni í vetur – hugsanlega í Evrópu. Hann er frábær, þvílík kaup! Fabinho var einnig frábær á miðjunni fannst mér og ég hlakka mikið til að sjá meira af honum í næstu leikjum. Gomez og Van Dijk voru báðir flottir, sem og Robertson.

Það er bara einn maður í dag sem skiptir máli. Divock Origi. Velkominn aftur í hópinn!

Vondur dagur
Ekkert nýtt svo sem. Færanýtingin var ekki nægilega góð og Firmino þótti mér virkilega slakur fannst mér. Ég er ekki of hrifinn af þessari ákvörðun Klopp að breyta hlutverkjum Salah og Firmino og ég var svolítið skeptískur á skiptingarnar hans í dag en hann negldi þetta og fagnaði því heitt og innilega þegar Origi skoraði sigurmarkið.

Umræðan
Við vorum að sjá svipað og við höfum svo oft séð í vetur. Það vantar herslumuninn frammi til að gera út um leiki fyrr og jafnvel hægt að gagnrýna ákveðna þætti í leik liðsins en áfram heldur liðið að halda hreinu, stjórna leikjum og næla sér í mikilvæg stig sem er það sem öllu máli skiptir. Van Dijk, Alisson og Gomez verið mjög mikilvægir þættir í þessari bætingu á varnarleiknum.

Fabinho var í kringum PSG leikinn orðaður við bröttför þangað í janúar og talað um að Liverpool væri klárt í að láta hann fara – það er kjaftæði. Hann er að koma vel inn í þetta lið þessa dagana og gefur liðinu jákvæðar viðbætur.

Gæti Origi átt inni eitthvað hlutverk í vetur? Hann var mjög öflugur áður en hann meiddist gegn Everton fyrir nokkru síðan og hefur aldrei virkað samur eftir það en það er klárlega öflugur leikmaður þarna einhvers staðar og ef Liverpool hyggst halda áfram í þessu 4231 leikkerfi þá er aldrei að vita nema þetta mark geti gefið honum ákveðið boost.

Það má segja ýmislegt um skemmtanagildi Liverpool þessa dagana og það er ekki allt gallalaust hjá liðinu en liðið er frábært og heldur áfram að vera frábært og ná í úrslit. Megi það halda áfram svona lengur, mikið lengur!

Næstu tveir leikir eru útileikir gegn Burnley og Bournemouth áður en liðið spilar úrslitaleik í riðlakeppni Meistaradeildar gegn Napoli og fær svo Man Utd í heimsókn. Það eru því mikilvægir leikir framundan sem geta haft mikið að segja til um hvernig gæti ræst úr leiktíðinni hjá Liverpool.

51 Comments

  1. Vá þvílík heppni vá!

    fokking elska þetta!!!

    Origi með frábæra innkomu og tróð einum skítlyktandi ofan í kokið á mér og fleirum!

    Toppbaráttan enn á lífi. Áfram Liverpool!

  2. Ó….MÆÆÆ…..GOD!!!
    Þetta var gaman 🙂
    Er þetta assist á Virgil??

  3. Svona á að vinna the blue shite!!! Algjörlega made my day, var orðin aðeins pirraður en er ógeðslega sáttur núna!

    Elska þetta svo mikið og væri til í vera með þeim inni í klefa núna!

    YNWA

  4. Virkilega góður leikur fannst mér, þó sérstaklega fyrrihálfleikur. Sigrarnir gerast ekki sætari en þetta.

  5. Ég verð að segja að ég hef áhyggjur af sóknarleik okkar. Þetta var samt alveg ótrúlega sætur sigur 🙂 þeir gerast ekki betri ! Mark á lokamínútunni gegn erkifjendunum. Þrjú stig, en frammistaðan ekkert sérstök , ég bíð enn eftir að sóknin springi út hjá okkur 🙂

  6. er meistaraheppnin að færast yfir til Liverpool þetta var svo geggjað 🙂 er Origi að fara að byrja inn á fyrir Firmino næsta leik kanski langsótt en hann var sprækur þessar 8 mín sem hann fékk

  7. Maður leiksins hlýtur að vera Alisson, þvílíkar vörslur hjá honum í seinustu tveimur leikjum. Bjargaði okkur í þessum leik.

  8. Að vera á vellinum í þessari aðstöðu og fá að fagna þessu er ólýsanlegt.
    Leiðinlegur seinni halfleikur sem Everton setti upp til að halda stigi og það sprakk svoleiðis í andlitið á þeim.

  9. Var að horfa á fyrr í dag kónginn Gary McAllister þwgar hann skoraði sigurmarkið á móti Everton úr aukaspyrnu á lokamínútunni, þetta er álíka sætt. Þetta er nefnilega málið með Klopp að hann er ólíkindatól ap láta vaða í skiptingu sem maður sá nú ekki fyrir og þvílík klókindi hjá Origi að pressa á Pickford sem stressaðist greinilega upp og hélt hann myndi grípa boltann. Sætu sigrarnir eru nefnilega þessir og hann er sannfjarn af því að við gáfumst ekki upp. Maður leiksins er samt Ghomez vá hvað hann er orðinn geggjaður trekk í trekk.
    YNWA

  10. HAHAHAHAHAHAHA!!!!!!

    Þetta mark er svo mikið comedy gold, með asnalegri mörkum sem ég hef séð, LOL! Við hæfi að það hafi verið sigurmark í 6. mín uppbótartíma gegn bláskrílnum! https://streamable.com/v5qme

  11. Kvöld leikur á Turf Moor næst á dagskrá, skyldusigur. Verður mjög fróðlegt að sjá hvaða lið byrjar og hvaða kerfi verður notað. Kannski var ágætt að fá svona heppnissigur á lokaminutunum til að minna liðið á mikilvægi þess að vinna… veit ekki.

  12. Æðislegt geggjað frábært fáránlegt ótrúlegt heppnismark, ég mun aldrei kvarta aftur né minnast á yfir sundboltamarkinu sem við féngum á okkur um árið 🙂

    Búúúúúmmmm YNWA.

  13. Alveg magnað hvað hann Mané er duglegur að klúðra færum. Geggjaður sigur og gaman afþví að hann Origi var hetjan.

  14. Vörnin á hrós skilið í þessum hátíðarsigri!

    Mér fannst Fabinho fínn í leiknum og bestur miðjumanna. Hann er að vinna þessa skítavinnu sem enginn tekur eftir, brjóta upp sóknir, ná boltanum af andstæðingum og ekki síst koma honum hratt framávið (ólíkt sumum öðrum miðjumönnum). Lofar góðu. Gomez var skruggufínn og þvílík veisluhreinsun á einni marklínu! Takk fyrir hana! Trent var svosem ágætur en spyrnurnar hans, sérstaklega í hornum, eru vel fyrir neðan meðallag. Alisson með algjöra toppvörslu og oft fljótur að koma boltanum í leik. Robertsson er aldrei minna en góður, með fljúgandi vinnslu allan leikinn og hugarfarið 110% rétt. Hefði samt verið gaman að sjá fleiri góðar fyrirgjafir frá honum. Van Dijk með kafteinsarmbandið og það var gott að sjá.

    Sóknin er hinsvegar ekki sjálfri sér lík, samanborið við fyrri leiktíð og það er auðvitað að miklu leyti út af uppstillingu Klopps, þar sem hvorki Salah né Firmino njóta sín til fulls. Firmino virkaði þar að auki alveg örþreyttur og þarf að fá hvíld. Ekki margir góðir möguleikar með back-up fyrir hann, samt. Salah er ýtt af boltanum hvað eftir annað þegar hann er að spila með bakið í markið og tveir miðverðir að éta hann í samloku. Þar er ekki að sjá nema skuggann af markavélinni frá því í fyrra. Aftur spurning um uppstillingu Klopps plús hugsanleg eftirköst af annarsvegar fólskutæklingu Ramosar og hinsvegar átaka við egypska knattspyrnusambandið? Mané er langfjörugastur af sóknartríóinu og ef, ef, EF hann myndi nú bara hitta markið oftar! Þá yrði veisla. Mané er sömuleiðis alveg þrusuöflugur í varnarvinnunni, til fyrirmyndar hvernig hann veður tilbaka á kantinum með Robertson og tekur til hendinni/fætinum. Minn kall, köggullinn Shaqiri, átti ágæta spretti en þetta er líka spurning um staðsetningu með hann. Á hann kannski að prófa að vera í tíunni á bakvið Firmino? Kemur í ljós.

    Að lokum: Sjúklega æðislegt að vinna þennan leik á elleftu stundu og ég unni Divock Origi svo sannarlega sigurmarksins á vellinum þar sem Fosu-Mensah reyndi að klára ferilinn hans. Er samt ekki viss um að hann sé svarið við markaþurrð Liverpool en hann er klárlega búinn að vinna sér inn tækifæri til að láta að sér kveða.

  15. Æi, þetta átti auðvitað að vera Funes Mori en ekki Fosu-Mensah!

  16. Geggjað.
    Svona á að klára derby.
    Klopp tjúllaðist og við elskum hann fyrir það en FA á eftir að grillann enda sleppa þeir ekki slíku tækifæri.

    Þeir sem voru svo lánsamir að vera á staðnum muna lyktina forever. Sigurlyktina.
    YNWA

  17. Ekkert sætara en sigurmark alveg á blálokinn og það gegn Everton gerir þetta bara betra 🙂

    Framistaðan var ágæt en inná milli var flott spil og við fengum fullt af færum en fóru illa með þau en á móti kemur þá fengu Everton menn líka dauðafæri og þá sérstaklega þegar þeir voru að reyna að sækja(s.s í fyrirhálfleik).
    Pælið samt í því hvernig andrúmsloftið væri ef við hefðum gert 0-0 jafntefli

    Alison 9 – frábær leikur og sýndi okkur hvað það er mikilvægt að hafa einhvern þarna í heimsklassa
    Robertson 7 – Á fullu allan tíman og traustur í vörn og virkur í sókn
    Virgil 8 – Eins og kóngurinn á vellinum
    Gomez 7 – solid leikur en var að brjóta of klaufalega af sér í 1 á 1
    Trent 6 – Var í smá vandræðum varnarlega.
    Fabinho 4 – Mér fannst hann lélegur. Hann er svo hægur að hann er lengi að loka svæðum og Everton leikmenn voru að leika sér í fyrirhálfleik að spila í gegnum hann og hann var seinn að koma tilbaka að loka svæðum. Það býr margt í þessum leikmanna en hann sýndi það ekki í dag.
    Winjaldum 6 – vinnuþjarkur og þurftu að vera í yfirvinnu í dag útaf vinnsluleysi Fabinho.
    Shaqiri 6 – náði sér ekki alveg á strik en virkar alltaf hættulegur. Átti að skora
    Mane 6 – ógnandi allan tíman. Þarf að nýta færinn betur.
    Firmino 5 – Ég dýrka þennan leikmann en hann var því miður lélegur í dag. Komast ekkert í takt við leikinn sóknarlega.
    Salah 6 – Everton menn voru skíthræddir við þennan kall og gáfu honum fá tækifæri en þegar hann losna aðeins frá þeim þá var hann stórhættulegur.

    Sturridge 6 – Gerði lítið eftir að hann kom inná og var alltaf að klappa boltanum full mikið.
    Keita 6 – kom með smá kraft á miðsvæðið en gerði annars lítið
    Origi 10 – Hvað vill maður meira af varamanni sem kemur inná í blálokinn en að skora sigurmark í nágranaslagnum.

    3 stig er það sem skiptir máli og að fá þau svona eftir vonbrigðin gegn PSG var frábært. Þetta á eftir að lyfta liðinu aðeins upp í klefanum. Nú þarf að nota hópinn því að það er fullt af leikjum framundan.

    Burnley úti 5.des
    Bournemouth úti 8.des
    Napoli heima 11 des
    Man utd heima 16 des

    YNWA

  18. ha Sigurður Einar? Hvenær var Ghomez að brjóta svona klaufalega af sér? Hann fékk gult spjald því að dómarinn lét plata sig. Enda eru flestir miðlar á því að hann sé maður leiksins, veit ekki hvaða leik þú varst að horfa á en þessi greining þín er hlægileg!

  19. Og svo segirðu að Fabinho hafi verið lélegur Sigurður Einar greinilega veist ekki rass um fótbolta jesús kristur vá

  20. Til hamingju með þetta kæru Liverpoolaðdáendur. Skemmtilegt að ná sigri á síðustu mínútu. Og Klopp góður að vanda. Ég held að þetta sé að koma, amk er meistarauppskriftin að fæðast, drullutæpir sigrar og sigurmörk í lokin. Vörn og markvarsla sem gefur lítil sem engin færi á sér. Það getur ekki verið mikið betra. Ég hef engar áhyggjur af sókninni, þegar þessi massívi varnarleikur er orðinn fullslípaður hrekkur sóknin allt í einu í gang með látum. Sóknarmenn á heimsmælikvarða eru þarna frammi og þeir hætta ekki allt einu að geta eitthvað. Það er ekkert svoleiðis en öðruvísi uppsetning en var í fyrra og öðruvísi nálgun á leikinn getur hafa hægt á þeim fremstu. Einn aðallykillinn af velgengni Salah í fyrra var samvinna hans við Firmino og þegar þeir ná aftur saman koma marktækifæri og þá er stutt í framhaldið. Er Firmino ekki eins kátur og í fyrra?

  21. Það er hægt að segja margt um þennan leik, megnið hefur komið fram. En ég kalla eftir áræðnini, sérstaklega í framlínu. En svo hugsar maður, enn ein 3 stig í hús frábært. Maður hefur séð verri sigra en þennan í gegn um tíðina. Borða eiginlega engan sykur, en þennan sykurpúða ét ég upp til agna.

    YNWA

  22. Svona svona menn mega allaveg hafa misjafnar skoðanir #23

    Gomez átti góðan leik eins og oftast en það sem ég var aðalega að benda á að hann braut þrisvar sinnum að Richarlison í stöðuni 1 á 1 og gaf þeim aukaspyrnu. Það var eina sem ég var að benda á í sambandi við hann.

    Í sambandi við Fabinho þá fengu Everton fullt af tækifærum til að gera eitthvað í fyrirhálfleik þegar þeir voru að keyra á varnarlínu okkar aftur og aftur með hann eins og sýndan hægt þarna í kring oftar en ekki að reyna að ná þeim. Hans hlutverk var að vera djúpur miðjumaður og passa varnarlínuna okkar og mér fannst hann einfaldlega gera það mjög illa í fyrihálfleik. Þeir voru oft að keyra á okkur 4 á 4 þar sem það vantaði Fabinho sem var búinn að selja sig framar á vellinum eða einfaldlega ekki nógu fljótur.
    Í þeim síðari þegar Everton liðið bakar aftar þá verður hans starf miklu auðveldara og þar nýti hann sín betur því að honum líður vel á boltanum og á eftir að vera góður fyrir okkur. Fabinho í þessum leik bauð uppá ekkert sóknarlega enda aftarlega á vellinum og átti hann einfaldlega að senda boltan til hliðar og láta aðra sjá um sóknarleikinn, varnarlega lenti hann klárlega í vandræðum þegar reyndi á hann( sjá fyrirhálfleik).

  23. Við vorum með Mignolet síðan Karius, þer eru með Pickford, núna eru við komnir með Becker. Þetta er bara 1-0 því miður Everton.

  24. Ég bara skil það ekki, að þegar Liverpool er loksins með góða varnarmenn í öllum stöðum og spilar öflugan varnarleik, þá er sóknarlína Liverpool að verða ein sú bitlausasta og þarf að treysta á svo til gleymdan varamann ?

  25. Já Sigurður Einar Ghomez braut af sér í stöðunni 1 á 1 af því að það var klókt, sem varnarmaður að þá er tvennt í stöðunni að vera klókur og brjóta eða hleypa manninum fram hjá sér. Vill frekar meina að fyrri kosturinn hafi haft yfirhöndina. Í fyrri hálfleik var Everton að komast á bakvið Gini og Shaqiri en þeir stoppuðu oftast á einum manni og ber hann nefnilega nafnið Fabinho, hann átti mjög mikilvægar tæklingar í fyrri hálfleik. Svo já ég leyfi mér að gagnrýna þessa nálgun þína eftir leik því mér finnst hún húrrandi hlægileg. Hlakka til að sjá næstu!

  26. Hér er svo einkunn um Fabinho frá Liverpool echo sem ég er fullkomnlega sammála minn kæri Sigurður Einar!

    Fabinho 8

    Very lively in the first quarter and put in some timely challenges as Everton came into the game towards the break. Easily his best game for the club.

  27. #32 Ef það er þín nálgun að í stöðunni 1 á 1 á varnamaður tvo kosti. Brjóta af sér eða hleypa manni framhjá sér þá held ég að sú kennsla myndi nú ekki duga til árangurs. Ég myndi gefa varnamanni allavega þá kosti líka að vinna boltan og halda leikmanni fyrir framan sig en það er bara ég 🙂 .
    Gomez hefur verið mjög góður í því í vetur að vinna bolta og halda leikmönnum fyrir framan sig.
    Annars er svona einkunargjöf bara til gamans og allt í góðu að menn séu ekki samála.
    umræðan eftir einn af sætustu sigrum á Everton ætti að snúast um þessi frábæru 3 stig og þetta Origi mark. ( þetta fer í flokk með Rush 4, 86 og 89, Mane og mitt uppáhalds Gary Mac)

  28. Er ekkert á móti því að menn gefi sína eigin einkunnargjöf, en stundum er maður gáttaður á hvernig menn skilja leikinn. Þú sagðir um Fabinho:
    Fabinho 4 – Mér fannst hann lélegur. Hann er svo hægur að hann er lengi að loka svæðum og Everton leikmenn voru að leika sér í fyrirhálfleik að spila í gegnum hann og hann var seinn að koma tilbaka að loka svæðum. Það býr margt í þessum leikmanna en hann sýndi það ekki í dag.

    Þetta er svo fáránleg greining á Fabinho að ég sprakk úr hlátri og gat ekki þagað. Horfðu á leikinn aftur og segðu mér svo að þú sért sammála sjálfum þér. Annars takk fyrir rökræðurnar YNWA 😉

  29. Ég ætla að byrja á að biðja stuðningsmenn Liverpool að falla ekki í þá freistni að gera grín að mistökum Pickford, sem urðu til þess að við unnum leikinn. Ég er allavega ekki búinn að gleyma mistökum Karíusar í vor.

    Áður en Origi skoraði, var hann búinn að vera líflegasti sóknarmaðurinn í liðinu!
    Við getum þakkað því hvað Everton menn lágu mikið í seinni hálfleik því að ekki var löngu búið að flauta leikinn af fyrir markið.

    En það er skrýtið hvað sóknarleikur Liverpool er orðinn bitlaus í haust. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að þetta séu áhrif þess að Zeljko Buvac hætti í fyrra? Hvort að hans innlegg til sóknarvinnunnar hafi skilað þessu í fyrra, sem ekki náist að laga núna.

    En frábært að ná að tryggja sigur og halda áfram að vera á hælum City.

    Svo mega menn alveg hafa mismunandi álit á Gomes – án þess að vera stimplaðir bjánar hér inni.
    YNWA

  30. Frábærar skiptingar hjá Klopp. Þótt við skoruðum bara 1 mark þá sköpuðum við góð færi. Hef fulla trú að sóknina fari í gang. Þegar keita og fabinho eru komnir almennilega í gang trú ég að við förum á flug. Fabinho átti flottan leik van boltan 14 sinnum og 86% heppnaðar sendingar var besti miðjumaður vallarins. Ef þú sérð ekki hvað fabinho hefur að bjóða þá ertu blindur eða hræddur um að milner og hendrson missa sætið sitt. Hann gefur boltan 2 sinnum oftar á framherja okkar en henderson t.d. Persónulega held ég að keita verði lykillinn sem opnar sóknarleik okkar. Eigum við að ræða Alisson vá hvað hann er góður besti markmaður sem ég hef séð hjá okkur! Nú veit maður hvernig tilfinning það er að eiga heimsklassa markmann. Við erum Liverpool

  31. Mér finnst greining Sigurðar alveg ágæt en er á sama máli og Halli þegar kemur að því að greina Gomes og Fabhino. Mér fannst Fabhino vera eiga sinn besta leik hingað til fyrir okkur og þá jafnvel var hann besti maðurinn á vellinum í fyrrihálfleik hann hefur virkað hægur í upphafi leiktíðar og mér finnst eins og maður sé svolítið horfa á Can nokkurn þegar hann var að taka sín fyrstu skref með LFC. Ég skal lofa ykkur að ef hann Fabhino fær að byrja nokkra leiki í röð að þá mun hann ná að heilla okkur upp úr skónum hann var lang duglegastur í að vinna bolta til baka fyrir liðið og með mjög góðar sendingar. Gomes átti virkilega góðan leik og þessi björgun eftir þess geðveiku markvörslu var algjörlega geggjuð. En það sem stendur upp úr er innkoma Origi hann má allveg fá fleirri svona 10 – 15 mín fyrir mér í öllu Leikjum.

  32. Sæl og blessuð.

    ,,…jólagjöfin mín í ár…” já þeir voru rausnarlegir við okkur, blástakkar. Góndi á úrval úr saudi-leiknum og sýnist munurinn á þessum tveimur liðum, þeim og okkur, vera sá að þeir fölbláu lúðr’onum beint á réttan stað í markinu um leið og þeir fá hann í lappirnar. Makalaust hvað þeir eru skilvirkir.

    Dásemdin ein að hanga í skottinu á þeim og vonandi verðum við allt tímabilið í baráttunni og höfum svo betur undir lokin.

  33. Sælir félagar

    Takk Origi fyrir að troða sokknum upp í mig. Það var ómetanlegt. Þessi þrjú stig í dag í steindauðum jafnteflisleik geta verið anzi dýr í vor og verða það vonandi. Hvað leimenn og þeirraframmistöður varðar þá fannst mér Gomes og VvD ásamt Alisson vera okkar bestur menn. Ég skildi ekki skiptinguna Sturridge/Salah og hefði viljað Strridge/ Firmino ( er ég nokkuð að rugla þarna?).

    En að öðru. Ég vil að minn uppáhaldsleikmaður verði hvíldur í viku til 10 daga. bara sendur á sólarströnd til að fá þá hvíld sem hann fékk ekki í sumar. Að horfa á hann í dag minnti mig á Kane hjá T’ham í leiknum á móti Arsenal. Hann var svo algerlega búinn síðustu 15 mín að hann gat ekki blautann þann stundarfjóðunginn. Þessir menn eru að bíta úr nálinni að spila svona stóran hluta af Heimsmeistaramótinu í sumar. Andleg og líkamleg þreyta.

    Mið,jan okkar er ekki svipur hjá sjón þegar hvorki Hendo né mótorinn Milner eru með. Hvað sem menn vilja segja um þessa leikmenn þá eru þeir ómetanlegir í svona leikjum. Ég er sammála Sigurði Einnari um Fabinho og það nskiptir engu hvað öðrum finnst um það. Þetta er mín skoðun og ég get alveg unnt öðrum þess að vera á annari skoðun. En þessi þrjú stig voru mögnuð.

    Það er enú þannig

    YNWA

  34. Sælir aftur félagar

    Ég vil bara segja að menn mega hafa mismunandi álit á frammistöðu leikmanna og gangi leiksins og áhrif einstakra manna á hann án þess að einhverjir sjái ástæðu til þess að bínefna þá. Það er vel hægt að vera á mismunandi skoðun og ræða það án þess að hjóla í manninn eins og menn séu komnir í Templarasundið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  35. Mér finnst almennt greiningar hans Sigurðs Einars hérna á síðuni mjög góðar, málefnalegar og vel rökkstuddar. Og oftar en ekki get ég vel tekið undir það sem hann segir hér. Verð þó að viðurkenna að í dag er ég ekki sammála honum með Fabinho, hann hefur átt misjafna leiki með okkur síðan hann kom og er greinilega enn að slípast til. En í dag fannst mér hann komast mjög vel frá sínu og eiga góðan leik.

  36. Það er verið að smíða styttu af Origi as we speak, hann verður mættur með The Fab Four í fyrramálið. Það momentið, það var erfitt að fagna markinu því ég hló svo mikið að því hvernig það kom til og ekki hjálpaði þegar maður sá Jurgen Klopp á miðjum vellinum ennþá trylltari en maður var sjálfur.

    Nr. 22
    Vorum við að horfa á sama leik? Fabinho með fjóra er lögreglumál í einkunagjöf eftir leik, ef ekki hefði verið fyrir Alisson var hann maður leiksins hjá Liverpool og það lang gáfulegasta sem við höfum séð frá miðjunni í smá tíma. Að gefa honum minna en t.d. Firmino sem var afleitur í dag…

    Allison er annars að spila þannig þessa dagana að næst þegar ég fer með Magga á Anfield verð ég að hafa hann í ól til að hemja hann frá því að hlaupa inná völlinn að knúsa hann. Besti sem ég hef séð í marki Liverpool.

    Þetta var rosalegt heppnismark í bland við svakalegt klúður Pickford sem ekki gerir slæmar gloríur eins og Allison. Liverpool var samt vel að þessum sigri komið og átti fleiri hættuleg færi til að klára þetta. Serkt að vinna þetta eftir mjög erfiðan leik úti í miðri viku á meðan Everton var á æfingasvæðinu að undirbúa þennan leik.

  37. Ég er svo hrikalega ánægður að leiktöf Evertonmanna kostaði þá eiginlega sigurinn. Þeir lágu í grasinu um allan völl á lokamínutunum. Idrissa gana gaya? geyja? lá í nokkrar mínutur stórslasaður þangað til hann stóð upp. Richarlison með einhvað vesen og reyna tefja. En þeir fengu það í bakið og leikurinn komin í 96 mínutur þegar við skorum stórkostlega hlægilegt mark.

  38. Ég missti af þessum leik í gær en sá Man U um helgina spila við Southampton og langaði aðeins að hlæja að skitunni þar. Pogba var hvað eftir annað að hefja sókn í vænlegum stöðum en hafði engan að gefa á. A.Young og Shaw fóru ekki fram yfir miðlínuna á köntunum og núna er verið að hrauna yfir hvað Pogba missti boltann oft. Djöfull er ég feginn að Mourinho er ekki að stjórna Liverpool.

  39. Sæl öll

    Algjörlega geggjaður sigur í stórskemmtilegun leik þar sem Everton mætti, aldrei þessu vant, til að spila knattspyrnu. Lang besti leikur Fabinho hjá okkur til þessa, í leik þar sem Gylfi Þór Sigurðsson ógnaði lítið sem ekkert, fyrir utan eina geggjaða stungu, þá greip dásamlegur markmaður okkar inn í og truflaði nóg til að Walcot missti boltann aftur fyrir.
    Sweeeeeeet!!!!

  40. Sæl öll……aftur

    Já……ég ss var að reyna benda á þá skoðun mína að Fabinho hélt einum þeim hetasta um þessar mundir í enska, Gylfa, alveg niðri.

  41. Eitt er það þó en það er alveg ótrúlegt hvað Mané er klaufskur einn á móti markmanni. Hann fékk 2 dauðafæri og lætur ekki einu sinni reyna á markmanninn – hann bara hittir ekki á rammann og þetta gerist reglulega hjá honum í leikjum. Hann er einn af mínum uppáhalds í liðinu engu að síður,en færanýtingin hjá honum er slök í 1 á 1.

    Alisson er að verða einn sá besti sem ég hef séð í langan tíma og varslan hans hjá Andre Gomes var rosaleg. Burnley næst og ég held bara að Origi eigi skilið að byrja þann leik á kostnað Firmino sem er alveg off þessi dægrin.

  42. Fyrst #45 er búinn að ræna þræðinum þá er best að bæta því við að ég var mjög feginn að það var stjóri heimaliðsins í þeim leik sem fékk sparkið en ekki stjóri útiliðsins.

    En vá hvað okkar leikur endaði vel. Ég var farinn að undirbúa það að mæta skælbrosandi vinnufélaga daginn eftir. Í staðinn mætti hann skælbrosandi Hjalta.
    Menn leiksins: Alisson, Fabinho og Origi.

  43. Ég væri alveg til í að sjá Origi fá sénsinn í næsta leik og gefa Firmino smá hvíld, hann hefur verið dapur í vetur og þarf kannski að setjast á bekkin og ná áttum.
    Fabinho verður vonandi í byrjunarliðinu líka, ég held að hann gæti orðið hrikalega sterkur ef hann fær nokkra leiki í röð til að sýna hvað býr í honum.

  44. Ekki að það skipti máli en ég var að lesa þennan ágæta þráð. Besta færi Everton : Walcott átti ekkert skot . Hann skallaði fyrir markið á Gomez leikmann Everton sem átti skalla sem Alison varði og okkar Gomez bjargaði á línu með því að skjóta boltanum í Gylfa og þaðan sleikti boltinn stöngina og útaf.

    Sammála flestum hérna með Everton sem féll í það rugl að tefja . Stundum er bara gott að klára leikinn venjulega. Everton voru óvenju mikið með boltann miðað við síðustu ár í þessum leikjum á Anfield Road.

    Þeir fengu gefins viti fyrir tæpu ári þegar Lovren blés á einn strumpinn og dómarinn sem var vel staðsettur við miðjuna og sá nkl ekkert dæmdi viti.

    Everton liðið í dag . Ári seinna er miklu meira fótboltalið. Þeir reyndu að spila boltanum og fengu færi.

    Mig langar líka að minna á hvað Pickford sagði um Alison eftir mistökin sem hann gerði gegn Leicester. Ég myndi aldrei gera svona.

    1-2 leikjum eftir þessi ummæli reyndi hann að sóla leikmann og gaf mark. Hann hefur gefið nokkur mörk síðan þessi ummæli hans birtust. Svo eftir leik huggaði Alison þennan markmann sem er greinilega ekkert sérstaklega gáfaður.

    Stundum er betra bara að halda KJ.

    Þessi umræða um Fabinho er ágæt . Mér fannst hann nokkuð góður í þessum leik. Kannski eru menn að pæla of mikið í nýjum leikmönnum. Mér fannst Gini frábær. Hann á það til að gleymast. Kannski vegna þess að hann skilar alltaf sínu.

    Varðandi markið . Ég er búinn að horfa á það allavega 100x. Fékk fótbolta fullnægjandi tilfinningu á þessu momenti. 96 mín og svona mark. Haha

Liðið gegn Everton

Dregið í FA Cup