Everton – Liverpool í kvennadeildinni

Á meðan við bíðum eftir að leikur Liverpool og Everton hefjist á Anfield má fylgjast með leik sömu liða sem nú er nýhafinn í kvennaboltanum, á heimavelli Everton. Okkar konur stilla svona upp:

Preuss

S.Murray Bradley-Auckland – Matthews – Robe

Fahey – Coombs – C.Murray

Babajide – Sweetman-Kirk – Clarke

Bekkur: Kitching, Daniels, Little, Rodgers, Thomas, Linnett

Við uppfærum svo færsluna með úrslitum á eftir.


Leik lokið með sigri Everton, 2-1, öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Bæði mörk Everton komu með langskotum rétt hægra megin við vítateigsbogann, og í báðum tilfellum fór boltinn í vinstra hornið/vinkilinn, óverjandi fyrir Preuss. Jesse Clarke með mark þar á milli, sem kom eftir hornspyrnu. Þrátt fyrir pressu frá okkar konum í seinni hálfleik lét jöfnunarmarkið ekki á sér kræla.

Nú þurfa strákarnir bara að tækla leikinn á eftir, því það kemur ekki til greina að láta Everton vinna tvöfalt á einum og sama deginum.

Ein athugasemd

Borgarslagur um helgina

Liðið gegn Everton