Gullkastið – Innistæðulaus neikvæðni

Jólatörnin hófst með góðum sigri á Watford og PSG og Everton eru næstu í rosalegri tíu leikja hrinu sem endar á Etihad strax eftir áramót.

00:00 – Toppbaráttan um helgina
10:00 – Þéttur sigur á Watford
24:30 – Van Dijk er besti leikmaður deildarinnar
34:20 – Samningar og sölur lykilmanna – King Michael Edwards
44:20 – Allt undir gegn PSG
58:50 – Gylfi Sig og félagar

Endilega finnið okkur á Itunes eða Spotify og setjið Gullkastið i áskrift og okkur þætti mjög vænt um review ef þið hafið gaman af þessum þáttum okkar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 216

8 Comments

  1. Maður bíður eftir ausu úr viskubrunnum ykkar félaga. það er með eindæmum hversu mikið þið vitið um fótbolta, aldrei hroki í garðs neins liðs, hins vegar og skiljanlega ef eithvert lið sem þið eru á móti þá er það sagt hreint út á skiljanlegu máli, en nefnum engin lið hér. þetta Gullkast var mjög professional og eigið þakkir skilið. Nú eru tveir leikir framundan í þessari viku, annar í kvöld gegn olífurstum, síðan bláliðum, báðir munu vinnast, hvernig skiptir ekki máli.

    YNWA

  2. Takk fyrir kastið. Verð að vera sammála með Gylfa, hann á ekki heima í topp 6 liðunum en samt sem áður ekki fallegt að segja að hann sé á góðum stað í dag.

  3. Doremí, ég veit ekki betur en Gylfi sé í því liði sem hann dreymdi um og vildi, að hans sögn. Hann er að gera góða hluti eins og hans er von og vísa.

    YNWA

  4. Já af því að Everton hefur alltaf verið draumaklúbburinn hans Gylfa? Manchester United mannsins?
    hahaha Hann er fínn þarna. Stór fiskur í lítilli tjörn.

  5. Takk fyrir þetta strákar. Skemmtilegir að vanda. Algjörlega sammála því að ósanngjörn gagnrýni eigi bara ekki við á þessari stundu. Heilt yfir þá hefur mér bara fundist eitt vera að, Klopp skiptir varamönnum of seint inná. Sjáum bara síðasta leik, það bókstaflega lá í loftinu að Henderson fengi rautt. Það sá það hver maður og því átti að taka hann útaf.
    Í leikinn gegn PSG þarf nokkur klókindi, þó ég sé enn á því að okkar lið sé betra, því þeirra lið er þannig samsett að það má bara alls ekki gefa þeim neitt framávið.
    Varðandi Gylfa þá er hann bara akkúrat núna á réttum stað. Hann virðist svolítið þurfa að vera aðalkarlinn en þá tekst honum það prýðilega.

PSG – Eina liðið í París

Byrjunarliðið á Parc de Princes