Byrjunarliðið á Parc de Princes

Oui, oui, Paris!

Allez-vous battre le PSG pour L’armée Rouge?

Þá erum við komin í fótboltafans í Frans og styttist í að hinn pólski dómari, Szymon Marciniak, blási til leiks á leikvangi prinsanna. Fram að þeim tíma er hægt að rýna stuttlega í leikskipulag og liðsuppstillingu liðanna þar sem hinir þýsku þjálfarar voru að sýna sín spil rétt í þessu.

Hjá Rauða hernum eru nokkrir leikmenn fjarri góðu gamni en Lallana, Solanke og Origi eru allir smávægilega meiddir. Mané hefur jafnað sig af veikindum sínum og Gomez einnig af smávægilegu hnjaski á æfingu. Svona stillir Klopp upp liðinu í kvöld:

Bekkurinn: Mignolet, Fabinho, Keita, Sturridge, Shaqiri, Matip, Alexander-Arnold.

Helstu breytingar frá leiknum gegn Watford eru þær að Klopp þéttir miðjuna með því að setja Milner inn á miðsvæðið í stað Shaqiri. Einnig velur hann varnarsinnaðri útfærslu í hægri bakverðinum með því að setja Joe Gomez inn í stað markaskorarans Alexander-Arnold. Afar eðlilegar breytingar í ljósi sóknarkrafts andstæðinganna á þeirra heimavelli.

Talandi um mótherjann þá hefur Thomas Tuchel sent sína leikskýrslu inn í dómaraherbergið og stillir Parísarverjum svona upp:

Þetta er líklega eins sterk uppstilling og PSG getur boðið upp á með marga þrælöfluga valkosti af bekknum. Alvöru andstæðingur með gríðarlegar fallbyssur en auður og ríkidæmi er ekki allt þegar til leiks er flautað.

Nú eru taugarnar að þenjast og munu halda áfram að bólgna út fram að upphafi og leikslokum. Finnið ykkur því þægileg sæti á góðum sjónarhól með heppilegan happadrykk í hönd og lukku Liverpool-liðstreyjuna yfir hjarta og hold.

Svo við vitnum í “Röddina” og Púlarameistarann Pál Sævar Guðjónsson: Þetta er okkar staður! Þetta er okkar stund! Áfram Liverpool!

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


55 Comments

 1. Jesús Klopp þessi miðja. Lýst illa á hana við erum búnir að tapa síðustu 4 útileikjum með nokkurn veginn þessa miðju. Skil ekki að fabinho byrji ekki inná þekkir völlinn og liðið og búinn að eiga marga góða leiki þarna. Veratti gæti farið illa með okkur. Rabiot byrjar allaveganna ekki inná á móti framtíðar liði sínu. Gæti orðið erfitt kvöld vona að ég þurfi að éta orðin mín koma svo við erum Liverpool

 2. Shit er dain ur stressi og byrjaður að labba um golfin heima og mun labba allann leikinn 🙂

 3. mér líst illa á þessa miðju, það bara getur ekki tekið svona langan tíma að fá Fabinhio og Keita til að spila eftir höfði Klopp, og varðandi vörnina, Lövren! Ok eg veit við höfum ekki tvo Gomez og Alexander er ekki eins góður til baka og Gomenz og að Gomez getur vel leyst þessa stöðu næstu eins vel fram á við og Alexander, en Lövern. Bara til að jinxa ekki ætla eg ekki að tjá áhyggjur minar á honum hér… En Lövern, jahérnahér.

 4. Eigum ekki séns og wijnaldum við að fa rautt, taka hann utaf STRAX

 5. Gefur uefa út gula vi?vörun eins og ve?urstofa Íslands? Hlítur a? vera bùi? a? senda út leitarflokk eftir mi?ju Liverpool, trúi ekki ö?ru!

 6. Held við seum að fara tapa þessum leik jafnvel stórt, stemmningin a vellinum eins og Einar lystu er margfalt meiri en nokkurntimann hefur verið a anfield og okkar menn algjörlega sleggnir utaf laginu

 7. Pesi ertu að leita eftir miðjunni ?
  Eg er að leita eftir ollu liðinu og stuðningsmönnum 🙂

 8. Þeir ógna svolítið núna þessar mínúturnar. Nú er að standa sig og passa skyndisóknir. Auðvirðulegt mark sem við fengum á okkur. Á ekki að geta gerst.

 9. Það má ekki snerta þetta Neymar kvikindi. Bara ef við hefðum leikmenn sem þora að rífa kjaft við dómarann. Látum hann vaða yfir okkur í þessari spjaldagleði.

 10. Það þyrfti að vera hægt að skipta öllum okkar miðjumönnum útaf þegar við vinnum boltann

 11. Kemur nánast aldrei neitt út úr þessum stoke innköstum! Er ekki hægt að spila bara fótbolta?

 12. Neymar kvikindið! Eitt er víst að það borgar sig að fleygja sér í jörðina við hvert tilefni og emja eins og stungið naut. Alveg guðdómlegt hvað blekkingarmeistaranum sjálfum og sjónhverfingameistaranum tekst að plata dómarann upp úr skónum. Á meðan lyfta okkar menn augnabrúnum og hegða sér eins og kettlingar. Þora ekki að reiðast dómaranum eða hópast að Neymar og segja honum að steinhætta þessum leiktiþrifum.

 13. Man eftir leik þar sem við vorum þremur undir í hálfleik.
  Hann endaði ágætlega…

 14. Þvílík skíta… wijnaldum ömurlegur, henderson ömurlegur og engin tenging við fremstu 3…. þetta er hlægileg frammistaða.. og það er nú orðið helvíti hart ef liverpool liðið ætlar að skíta í sig við það eitt að það sé verið að tralla smá í stúkunum

 15. Er þessi uppstilling hjá Klopp núna fullreynd þegar við verðum sleignir útur CL ? er það kanski planið hjá Klopp til að reyna vinna deildina að detta snemma úr CL ja kanski hver veit.

 16. Sami þurrkurinn á miðjunni og gegn RS um daginn – hægir og fyrirsjáanlegir.

 17. Þetta er nú meiri skitan er Liverpool að detta út úr meistaradeildinni eða langar þeim ekki að vinna þennan leik geta ekki rassgat.

 18. Maður batt meiri vonir við Fabinho og Keita í upphafi tímabils. Þessi leikur er að tapast á miðjunni. PSG miklu betra lið í þessum fyrri hálfleik. Við tökum seinni. Ekki spurning…

  Koma svo!!!

 19. Úff þetta stefnir í eitthvað ljótt tap hérna. Eins frábær og Neymar er í fótbolta og eins gaman og það er að horfa á hann spila fótbolta að þá er hann algjör skíta karakter svona svipað og Luis Suarez.
  Lítið að gerast hjá okkar mönnum í þessum fyrri hálfleik og það stefnir í úrslitaleik við Napoli í lokaumferðinni þar sem að við verðum að vinna með tveimur mörkum til að komast áfram.
  Jæja Hames Milner að gefa okkur líflínu fyrir seinni hálfleik. Koma svo rauðir!

  YNWA

 20. Í leiknum sem ég er að horfa á hafa Hendo og Millner bara verið skikkanlegir. Finnst vanta meira úr vinstri kantinum eins og hann leggur sig (Robertson, Wijnaldum og Mané) og svo mætti Firminio vera duglegri að koma inn á miðjuna. Annars… vinstri vængurinn var að fiska víti…

 21. Líflína eftir vítið en vonbrigði þessi fyrri hálfleikur .
  Ég seigi það og skrifa Trent og Shaqiri áttu að byrja þennan leik og Gomez er á vitlausum stað á vellinum.

 22. ætlaði gaurinn í alvöru að flauta ekki víti sæll sprotadómarinn àkvað að redda honum síðan er ráðgáta afhverju veratti fékk ekki rautt

 23. En hvernig er það, við erum búnir að fá 2 spjöld eftir að hafa klappað Neimar smá, en Dimaria fær ekki spjald fyrir þessa tæklingu !!!!!!!

  En vel gert Liverpool…. tökum seinnihálleikin 2-0

 24. Haldið kjafti og rífið liðið niður að leik loknum, andskotans tuðarar.
  Það er nóg eftir til að fá eitthvað útúr þessum leik.

 25. Ég hef ekki verið að drulla yfir dómara í vetur en læt núna vaða. Þessi er gjörsamlega skelfilegur og spyr maður sig hvort að einhver umslög hafa beðið eftir honum á hótelherberginu með arabískan stimpil á sér. PSG eiga að vera manni færri þetta var skelfileg tækling á Gomez og ef hann hefði tekið Neymar á þetta og drepist á vellinum þá hefði það gert ákvörðuna erfiðari fyrir kappan. Dómarinn er að láta blekkjast á þessu leiklistarnámskeiði heimamanna aftur og aftur og ætlaði svo að sleppa að dæma eina augljósa vítaspyrnu og þurfi einn töfrasporta að taka af honum völdum.

  Jæja en þá að leiknum sjálfum. PSG byrjuðu mun betur og skoruðu snemma leiks eftir það tóku okkar menn völdinn á vellinum og héldu boltanum vel og voru að þjarma að þeim án þess að skapa eitthvað af viti, þeir bruna upp völlinn og bæta við öðrum marki og við fáum víti undir lokinn og skorum. 2-1 og 45 mín eftir.

  Í sambandi við mörkinn sem við fáum á okkur þá er alltaf hægt að leita af sökudólgum. Gomez horfir á boltan fara fyrir aftan sig í staðinn fyrir skalla hann bara í horn og þarf þá að lenda 1 á 1 og Alisson steig í rangan fót og gatt ekki skutlað sér( lélegt hjá honum).
  Síðari markið er búið að teyma varnarlínuna okkar alveg að miðlínu og taka þeir stutt spill í gegnum Lovren sem er aldrei að ná að halda í þá og þeir skora eftir frákast þar sem Gomez var ekki að nenna að elta Neymar og kom bara á skokk hraða til baka og stopar þegar hann er kominn inn í vítateig.

  Annars er þetta PSG lið frábært fótboltalið og átti maður alveg von á því að þeir myndu fá færi með þessa sóknarlínu en við eigum að geta gert betur. Miðjumenn okkar ekkert merkilegir þótt að þeira hlutverk er greinilega að vera með mikla vinnslu og skila boltanum til sóknardjarfari leikmanna. Winjaldum er mjög tæpur og hefur átt afleitan leik, Henderson er að djöflast en lítið komið úr honum og Millner í svipuðum gír.

  Það er enþá nóg eftir af þessum leik og spurning um að kippa Winjaldum af velli áður en dómarinn fær tækifæri til að henda honum útaf. Winjaldum af velli fyrir Shaq og svo síðar meir Henderson fyrir Keita og sjáum hvað hægt er að gera.

 26. Ískaldur Milner á punktinum – haltu sjálfur kjafti #28 – menn mega alveg comenta hér og liðið var hörmung í hreinskilni sagt í fyrri.

  Hafa seinni til að koma sér í séns,en fyrir mitt leyti þá er þetta bara bónuskeppni fyrir mér – vil ensku dolluna!!

 27. Þetta er bara svo skelfilega flöt miðja, trúi ekki að Klopp sé enn að þrjóskast með þetta. Þeir horfa ekki fram völlinn og bjóða ekki upp á nægilega mikil gæði soknarlega vonandi byrja þeir þrír aldrei aftur saman.

 28. Var að betta 20 pund á að Liverpool vinni leikinn í stöðunni 2 0
  Á stuðli 1 á móti 25
  Wish me luck ?

 29. Neymar er alveg ömurlegur karakter, það hefur síður en svo breyst eftir því sem tíminn líður. Það er hinsvegar þekkt stærð og óþarfi að velta sér uppúr því.

  Það að við séum inní þessum leik eftir algera yfirburði PSG í fyrrihálfleik er hinsvegar magnað, og þetta mark gefur okkur sjálfstraust inní síðari. Það breytir því þó ekki að við verðum að skipta eitthvað um áherslur, að ætla að keyra áfram á því sama er dauðadæmt.

 30. Henderson og Wijnladum búnir að eiga vondan fyrri hálfleik. Annar þeirra fer út af. Sennilega Wijnaldum, enda á gulu spjaldi.

 31. Jæja strákar þið sem eruð í neikvæða gírnum andaði rólega. Það er enginn heimsendir í gangi. Þó við töpum þá getum við enn komist í EL. Held að það væri ásættanlegt og meiri möguleiki á titli. Svo það er allt í gangi.

 32. Klopp! Gera breytingu! Þú ert heppinn að vera bara undir 2-1!

  Djö. Hann er sennilega ekkert að lesa þetta.

 33. hjalti þ #35
  Við erum ekki úr leik í CL þó að við töpum þessum leik, fáum alltaf úrslitaleik gegn Napoli á heimavelli.
  EL hljómar ekki vel þó að það sé vissulega þægilegri leið að titli.

 34. Fín kraftur í okkar mönnum í síðarhálfleik. Dómarinn samt enþá í bullinu gefur Neymar aukaspyrnu þegar engin er nálagt honum og það er togað í Salah fyrir utan teig og ekkert dæmt.
  Það er ekkert 50-50 í þessum leik því að við fáum nákvæmlega EKKERT

 35. Jæja menn ættu að vera sáttir…. 2 af 3 miðjumönnunum farnir útaf…..

 36. Kannski Klopp sé að lesa þetta… henti Shaq inn á um leið! Koma svo verðum að jafna! Annars þurfum við að vinna Napoli heima með tveimur mörkum.

 37. Hvernig er það, getur engin hjá lfc tekið gott skott á markið, það er aldrei skotið markið fyrir utan teig.
  Og ekki er hægt að reikna með neinu frá þessum fyrirliða okkar, meiri helvítis bleyjan.

 38. Fór einhver hornspyrna nálægt Liverpool manni? Hvernig getum við verið svona vondir í þeim

 39. Flott frammistaða í seinni hálfleik las ég einhvers staðar.

  Fékk Liverpool 1 færi í seinni hálfleik spyr ég þann sama??

 40. Sorry mér finnst þetta PSG lið ÖMURLEGT!!!
  Leikaraskapur sem á ekki að sjást í þessu sporti

 41. Uff hvað er vont að tapa fyrir mönnum eins og Silva og Neymar. Flottur seinni hálfleikur hjá okkar mönnum og hef fulla trú á liðinu. Fyrir leik spurði ég sjálfan mig hvort ég vildi heldur sigur gegn PSG eða Everton, svarið var frekar einfalt – Everton.

 42. Allir að drulla yfir miðjuna sem var reyndar ekki góð en afhverju nefnir enginn Firmino? Hann á að heita sóknarmaðurinn í þessu lið og gat ekki skít. Það sem vantar fyrir framan Mane og Salah er alvöru sóknarmaður. Firmino má vera fyrir aftan þann sóknamann.

Gullkastið – Innistæðulaus neikvæðni

PSG 2 – 1 Liverpool